Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Page 4
56
Þjóð viljinn.
XIV, 14,—15.
meðvitandi, að hafa brotið móti því alls-
berjarlögmáli, sem skaparinn hefur sett
beimsbyggingunni, þá fara forlögin eða
álögin að verða sjálfskaparvíti.
Því er ver og miður, að upptök og
orsök til vors voðalegasta böls, má opt-
lega rekja til einbverra afbrota, óvarkámi
eða skeytingarleysis frá vorri hálfu. Því
fer svo fjarri, að allur almenningur á
landi voru gæti þeirrar varúðar, hrein-
lætis og þrifnaðar, sem nauðsynlegur er,
til að varðveita góða heilsu, að brot á
sjálfsögðum beilbrigðisreglum eru viða
deginum ljósari; og þrátt fyrir alla spít-
alana og læknafjöldann, sem nú er orð-
inn á landi voru, virðist heilbrigðis-ástand-
ið yfirleitt engu betra, en áður var, en
víða miklu verra.
Þannig ritar béraðslæknirinn á Vopna-
firði, í skýrslu þeirri um heilbrigði manna
á íslandi 1896, er landlæknir hefir látið
prenta í C-deild Stjómartíðindanna 1897,
að heilbrigðis-ástandið sé ljótt í Vopna-
ijarðarhreppi, og að það fari síversnandi.
Gefur héraðslæknirinn í skyn, að þetta
hryggilega ástand muni standa í einhveiju
sambandi við óþrifnaðinn í kaupstaðnum
á Vopnafirði, þar sem „slorhausar og
hryggir liggi á sumrin í hrönnum eptir
fjörunni, úldni þar og maðki í sundur,
svo úr þessu verði óþolandi ódaunn, ef
sjórinn ekki skolaði þvi við og við á
burtu“. Vonar landlæknir, að þessi ófagra
lýsing héraðslæknisins sé orðum aukin.
Það kann að vera, að þessi fagra von
landlæknisins hafi við eitthvað að styðj-
ast, en lýsingu héraðslæknisins hefir þó
hvergi, svo jeg viti, verið mótmælt; og
án þess að jeg kasti þungum steini á
Vopnafjarðarkauptún, — jeg er of ókunn-
ugur til að kveða dómsorð upp um það —,
verður það þó ekki varið, að í þessu
efni er of víða pottur brotinn, og að í
of mörgum kauptúnum og sjóþorpum
megi finna dæmi vitaverðs sóðaskapar
og hneyxlanlegra brota á almennum heil-
brigðisreglum.
En hvað hefur þá löggjafarvald vort
og landstjórn gjört til þess, að koma í
veg fýrir, að saklausir gyldu sekra, að
næmir og skæðir sjúkdómar kæmu upp
beinlínis fyrir sóðaskap eða kæruleysi
einstakra manna, og leiddu svo sorg og
dauða, ef til vill, yfir heilar sveitir og
byggðarlög?
í tilskipun 4. maí 1872, um sveitar-
stjórn á íslandi, segir svo í 15. gr.:
„Hreppsnefndimar skulu, hver í sínum
hreppi, hafa gætur á heilbrigðis-ásigkomu-
laginu í hreppnum, samkvæmt reglum
þeim, sem amtsráðið eða landshöfðinginn
skipa fyrir um“. Samkvæmt þessu mun
það hafa verið álit margra, að hrepps-
nefndirnar hefðu bæði vald og skyldu
til, að annast um heilbrigðismál hrepp-
anna, og afstýra því, að heilsu manna
og lífi væri búið tjón af völdum ein-
stakra sóða eða hirðuleysingja. En að
eptirlit hreppsnefndanna með heilbrigð-
ismálum sé, eins og nú stendur, alveg
afl-laust og þýðingarlaust nægir að benda
á þessa sögu: (Meira.)
Politiskar nýjungar.
Landsliöfðingi leggur ráð gegn þingmennsku dr.
Valtýs. — Hjaltalín knýr á náðardyrnar
hjá Eyfirðingum, en — árangurslaust. —
Jón frá Sleðbrjót Jónsson hafnar þing-
mennsku. — Tvafeldni Jóns frá Múla
gömul saga.
Mikið kvað landshöfðingi láta sér annt um
það. að fá bolað dr. Valtý Ghiðmnndssyni frá
þingmennsku í Vestmannaeyjum, og hafði hann
í fyrstu hugsað þau ráð til þess, að því er al-
talað er í Reykjavík, að veita Magnúsi sýslu-
manni Jónssyni í Vestmannaeyjum Barðastranda-
sýslu, og ætlaði hann þá að setja Einar
Benediktsson i sýslumanns stað á eyjunum, og
skyldi hann ríða dr. Valtý að fullu við kosn-
ingarnar.
Þetta var nú allt saman mjög snillilega
úthugsað hjá gamla manninum á Arnarhóli, en
svo gerði Kaupmannahafnarstjórnin honum þann
grikk, að virða einkis tillögur hans um veit-
ingu Barðastrandarsýslu, og þar með var þá
þessi kastalinn hans hruninn.
En íllt er að deyja ráðalaus á þurru landi,
og þvi var nú það ráðs tekið, að landlækn-
irinn, dr. Jónas Jómassen, skrifaði einum helzta
kjósandanum þar á eyjunum; héraðslækni Þor-
steini Jónssyni, að biðja hann styrkja að kosn-
ingu landshöfðingjaritarans Jóns Magnússonar, í
stað dr. Valtýs.
Landritari .76» Magnússon+heíur áður verið
sýslumaður þar á eyjunum, og þekkir þar hvern
kjósanda, og því var þetta ráðið ekki svo illa
til fundið, enda landshöfðingja ekkert kærara,
en að fá þenna þjón sinn á þingið^þvi að ekki
þarf af slíkra .hálfu aðfinnsjurnar að óttast.
Um hitt ér minna hugsað, hver forstaða
landshöfðingjaembættisins yrii, ef þeir væru
báðir á þingi, landshöfðingiruf*og ritari hans,
og búist við. að Kaupmannahafnarstjórnin iáti
það ganga, sem fleira í landbúskapnum á Arn-
arhóli, eða frétti helzt ekkert um það.
Mjög er þó hætt við, að landshöfðingi verði
þeirri tvöföldu sorg að sæta, að fá hvorki ritara
sinn kosinn né að losna við dr. Valtý af þingi.
Mikið kvað hafa legið illa á skólastjóra Jóni
Hjcdtalín á Möðruvöllum í fyrra, út af því að
geta ekki víaað „barometer“-stöðuna á Arnar-
hóli á þinginu.
Nokkrir vinir hans í Eyjafirði, sem kvað efa,
að hann haldi fullum sönsum, ef hann á að
sitja norður á Möðruvöllum um þingtímann að
sumri, hafa því í vetur riðið þar um hérað, og
farið mikinn, til þess að safna undirskriptum
undir skjal nokkurt þess efnis, að hjálpa nú
upp á kariinn, og kjósa hann á þing.
Hlaup, en engin kaup, segja menn þó, að
sendlar þessir hafi haft þar nyrðra til þessa, og
er því enn allt i óvissu um heilsufarið að sumri.
Annars finnst oss. að Eyfirðingar ættu miklu
fremur að kjósa hr. Hjaltalín, — úr því þeir
munu einráðnir í því, að senda „nihilista" á
þingið —, en að kjósa ept.ir ósk yfirvaldsins
einhvern ræfil, sem það getur haft i vasanum,
og troðið svo sér til samlætis ofan í vasa lands-
höfðingja.
Þingmannskostir þeirra Kl. Jónssonar og
Hjaltalins að öðru leyti þola sem sé engan sam-
anburð.
Alþingismaður Jón Jónsson fra Sleðbrjót hef-
ur í „Bjarka'* lýst því yfir, að hann myndi
ekki gefa kost á sér við þingmannskosningarn-
ar i Norður-Múlasýslu i haust, þar sem heilsa
sín leyfi sér ekki ferðalög.
Alþingismaður Jón Jmsson frá Múla hefur
nú sama lagið, sem hann hafði á undan síðustu
alþingiskosningum, að látast hvergi munu bjóða
sig fram til þingmennsku. — Kunnugir þykj-
ast. þó vita, að hann muni œtla sér þingmanns-
sœti Jóns frá Sleðbrjót i Norður-Múlasýslu, og
hafi til þess eindregið fylgi Jóns Vidálíns, sem
sannur Víðdœlingur í allri politik. — Fyrir-
slátturinn œtla menn því, að til þess sé gjörð-
ur, að blöðin láti afrek Jóns á umliðnum þingum
liggja milli hluta, svo að kosningin verði auð-
sóttari.
Hvað fallbyssuskotin kosta. Það er ekkert
smáræði, sem það kostar, að hleypa úr fallbyss-
um þeim, sem notaðar eru i ófriði. Skot úr 110
tonna fallbyssu kostar t. d. 166 pund sterling,
og sé þess gætt, að slik fallbyssa, sem kostar
16480 pund sterling, er talin ónýt, þegar skot-
ið hefur verið úr henni 93 skotum, þá minnkar
verð hennar við hvert skot um rúm 177 pund
sterling, svo að það verða þá í raun réttri frek
343 pund sterling, eða um 6174 kr., sem hvert
skot kostar.
Á sama hátt er hvert skot úr 77 tonna fall-
byssu talið að kosta 184 pund sterling, og skot
úr 45 tonna fallbyssu 98 pund sterling; en þær
byssur eru taldar ónýtar, eptir 127 og 150 skot.
Hve hörmuleg er ekki slik notkun auðæf-
anna? Hve mörgum fátækum mætti eigi
veita fæði og klæði, ef fé þessu væri til þess
varið?
Tannlæknar í fyrndinni. Víða má þess
merki sjá, að menn hafa þegar í fornöld kunn-
að all-vel til tannlækninga; það sýna t.. d. hin
smurðu lík Forn-Egypta, „mummiurnar", þar
sem holur i tönnum sumra þeirra hafa verið
fyiltar með gulli, sem enn tollir í, eptir tugi
alda.
Grikkir og B.ómverjar hafa og stundað tann-
lækningar og tann-smíði. Hjá Martial rithöf-
undi segir meðal annars:
„Thais habet nígros, niveos Lecania dentes.
Quae ratio est? Emptos hæc habet, illa suos“.
Þ. e. Thais hefur svartar tennur, því hún hofur
sinar eigin tönnur, en Lecania hefur mjalla-
hvítar tönnur, því hún hefur keypt þær. — 1
grennd við Rómaborg hefur og ný skeð í gam-
aili gröf fundizt beinagrind af kvennmanni, og
voru tennurnar allar úr gulli, mjög haglega
gjörðar.
Beinagrindur, sem fundizt hafa í fornum
grafreitum Indiana í Ameríku, sýna og, að þeir
hafa sett í menn mjög baglega gjörðar tennur
úr tinnu, svo að all-góðir tannlæknar hafa því
hlotið að vera þeirra á meðal.
Krónprin/.inn í Japan kvað um þessar mund-
ir vera að láta reisa sér höll eina, sem sérstak-
lega er til þess gjörð, að geta staðizt jarðskjálfta.
— Höllin er 270 feta breið, 400 feta löng, og
60 feta há, og hvílir á 400 stálstoðum, og grind-
in er öll úr stáli. — Að öðru leyti er höllin
byggð úr „granit" og marmara.
Kvennlceknar í bernaði. Árið, sem leið, voru
þrír kvennmenn skipaðir læknar í her Rússa,
og er rússneski herinn þvi eini berinn, þar sem
kvennmenn gegna læknastörfum.
Stjórnin í Japan hefur i ráði, að láta fram-
kvæma dauðahogningu á þann hátt, að sá, sem
til dauða er dæmdur, er látinn í loptþétt her-
bergi, og andrúmsloptið síðan i einu vetfangi
dælt burtu. — Dauðinn kemur þá á sama auga-
bragði.
Herlið Bandainanna. Samkvæmt embættis-
skýrslum Bandaríkjastjórnarinnar er reglulegt
herlið þeirra að eins 64586, en sjálfboðar 34574
að tölu, og er það litið í samanburði við her-
sveitir Norður-Álfustórveldanna á friðartimum.
—- En nú er svo að sjá, sem Bandamenn vilji
fara að seilast til landa, og að hernaðar-æðið
muni því grípa þá, sem stórþjóðirnar í Evrópu.
Ailabrögð Norðmanna.
Eptir því sein skýrt er frá í blaðinu
„Yerdens GaDg“, 27. marz siðastl., var
afli Norðmaima þá alls orðinn um 1273
milj. fiska, og er það nálega 2 milj. minna,
en aflazt hafði um sama leyti í fyrra. —
Arið 1897 var aflinn í sömu mund orð-