Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Qupperneq 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Qupperneq 5
XIV, 14.—15. Þjósvxljinn. 57 inn 26 milj., en 30 milj. í meðal-fiskiári. — Það er einkum aflinn við Lofoten, sem brugðizt hefur, þar sem þar var að eins á land komið 44/s milþ, eða nær hálfu minna, en í sömu mund í fyrra, og að eins freklega fjórði hluti þess afla, sem vanalega er kominn þar um þetta leyti árs. — Sjómenn við Lofoten voru því margir hættir róðrum þar, enda þótt ver- tíðin teljist til miðs apríl, og voru sem óðast að færa sig til Finnmerkur, þar sem vorróðrarnir eru aðallega stundaðir. Má enn vera, að Finnmerkur-aflinn bæti nokkuð úr skák, en þó tæpast svo, að Norðmenn fái það skakkafall að fullu bætt, sem þeir þegar hafa biðið. títíluttur ís. Norsk blöð kvarta sáran undan því, hve lít.inn ís þeir geti selt til útlanda i ár, af því að veturinn hafi verið svo langur og strangur, bæði í Bretlandi og Þýzkalandi, að lönd þessi geti að þessu sinni mikið til birgt sig upp sjálf. í janúar — marz höfðu þeir þó þegar flutt út um 10 þús. smálestir af ís, mest- megnis til Bretlands. ís er sú vara, sem ísland hefúr nóg af, og er vonandi, að þess verði eigi mjög langt að bíða, að íslendingar sendi ár- lega marga ísfarma á heimsmarkaðinn. -------------------------- Fréttir. Danska ferðaraannafélagið í Kaupmanna- höí'n hefur í ráði, að reyna að fá 100 danska stúdenta, til að fara skemmtiferð til íslands í •umar, og ætlar félagið þá að leigja sérstakt gufuskip til fararinnar. Alþýðubðkasafnið. Nýja íslandslýsingu eptir dr. Þorv. Thoroddsen, ætlar hr. Oddur Björnsson að láta alþýðúbókasafnið flytja les- endum sinum í kr. — Bókin verður um 20—25 arkir, og fylgir henni uppdráttur af Þingvöll- um, ásamt 40—50 iuyndum af ýmsum merkum stöðum. Enn fremur er i ráði, að prentaðar verði 7—8 arkir af „Þáttum úr íslendingasögum“, eptir hr. Boga Tli. Mdsted, og mun ritkorn það eiga að heita árangurinn af sagnfræðastyrknum piltsins! Yerður örkin þá um 600 kr. fyrir landssjóðinn! — Strandbáturinn „Hólar“, skipstjóri Jákobsen, er lagði af stað frá Kaupmannahöfn 1. apríl, kom loks til Keykjavikur 16. apríl, eða tveim dögum síðar, en því var ætlað, að hefja strand- ferð sína suður og austur um land. — Orsökin til þessa var sú, að skipið hafði verið kyrrsett í Leith á Skotlandi í 5 daga, út af því, að árið 1896, áður en það varð eign „sameinaða gufu- skipafélagsins", hafði það siglt á enskt skip, og skemmt það að mun, og fékk nú eigi fararleyfi, fyr en félagið hafði látið af hendi 1300 pund sterling, sem tryggingu fyrir lúkningu fullra skaðabóta. — Sjálfsagt verður hinn fyrri eig- andi skipsins að greiða sameinaða félaginu fé þetta aptur, og að líkindum nokkrar skaðabæt- ur að auk fyrir biðina og óhagræðið, sem kyrr- setning þessi hefur haft í lor með sér. Staöfest lög. 2. apríl hafa þessi fern lög frá síðasta þingi hlotið staðfestingu konungs: XXVIII. Lög um horfelli á skepnum o. fl. XXIX. Lög um brú og ferju á Lagarfljóti. XXX. Lög um brot á veiðirétti í ám og vötnum. XXXI. Lög um stofnun ræktunarsjóðs ís- lands. Alþingiskosningar. Með opnu bréfi 2. marz síðastl. hefur konungur fyrirskipað, að almenn- ar kosningar til alþingis skuli fram fara í nœstk. septembermánuði. Endurskoöaö brauðamat á íslandi er ný skeð birt í A.-deild Stj.tíðindanna. Lægsta hrauð k landinu er Þykkvabæjarklaustur í Álptaveri, sem metið er 584 kr., en hæzta brauð er Beykja- vík 4710 kr. — Prestaköll eru alls 141. Bráöabirgöarlög fyrir ísland um tilhögun £ löggæzlu við fiskiveiðar í Norðursjónum hefur konungur gefið út, og er ástæðan til laga þess- ara sú, að botnvörpuskip Yídalínsfélagsins eru tekin að reka þar botnvörpuveiðar. Laus prestaköll. Staður i Súgandafirði, met- ið 608 kr. 42 a., og er þar í fólgin 300 kr. upp- bót úr landssjóði. — Enn fremur Presthólar í Norður-Þingeyjar- prófastsdæmi, metið 926 kr. 65 a. Bæði þessi brauð veitast frá næstk. fardög- um. Leystur frá prestskap. Prófastur Halldór Bjarnarson á Presthólum er af ráðherranum leystur frá prestskap umsóknarlaust, en þó með eptirlaunum. Á þessa stjórnarráðstöfun, sem sagt er, að amtm. Júlíus Havstem eigni sér, og sé mjög rogginn af, verður síðar minnzt nákvæmar. Skipströnd. 15. marzmánaðar strandaði á Hraunsnesi, milli Lónakots og Hvassahrauns, fiskiskúta frá Patreksfirði, eign verzlunarfélags þess, er verzlun rekur þar og á Breiðafírði. — Skipstjóri var Edllon Grimsson, og átti skipið að fara með vörur til Ólafsvíkur, en hreppti á suðurleiðinni aftaka-norðanveður, svo að seglin rifnuðu, og við ekkert varð ráðið; cetlaði skip- Stjóri að komast inn til Reykjavíkur, en varð of nærri landi i hríðinni, og varð því að hleypa til grunns. — Skipverjar björguðust á kaðli í land, mjög þrekaðir orðnir af kulda og vosbúð. — Skipið brotnaði litlu síðar í spón- Sama dag rak „Sleipnir“, eitt af fiskiskip- um Tryggva bankastjóra Gunnarssonar, á land í Njarðvík, og laskaðist að mun, en þó ekki meira, en svo, að við það varð gert. 32 drottning vildi láta svo litið, að brosa hlýlega til þeirra, eða tala til þeirra þýðlega. En fegurðin er eigi til frambúðar, og æskan liður óðar, en varir. Hún var lofuð af öllum í dag, en hver myndi svo sem líta við henni, er ellin færi að marka hrukkurnar á kinnar henni? Þessi hugsun fannst henni óþolandi, og sem brenn- andi hraunleðja sté hún henni til höfuðs. í þessum hugsunum varð henni aptur litið i speg- ilinn, og rak sig þar þá á myndina af Stefaníu. Og henni virtist hún þá í þessari svipan vera enn fegurri, en áður, jafn vel sem engill í mannsmynd. Elisabeth fann sáran sting í hjarta sór, og heipt og gremja greip hana þegar. Hún sneri höfðinu óþolinmóð til hliðar, og varð stúlkunni það þá á, að stríkka óvart ofur-lítið á hárinu, svo að húsmóðir hennar kenndi til dálítils sársauka. Greifafrúin handlangaði henni þá þegar hnefahögg i andlitið, svo að stúlkan hrökk óttaslegin frá. „Hafðu þetta fyrir klaufaskapinn“, kallaði frúin, og leit til hennar heiptaraugum. Stefanía stóð grafkyr i miðju herberginu, og bláu, hýru augun hennar fylltust með tárum. Frá vörum hennar sitruðu og nokkurir purpura- dropar ofan á snjóhvítu treyjuna hennar. „Þór blæðir! Komdu þór út! Jeg þoli ekki að sjá blóð!u sagði frúin, og benti henni á dyrnar. Hægt, en þó skjálfandi af sársauka, hlýddi Stefanía boði þessu. 29 vetfangi sneri frúin á Burnham Green að"þeim ná- fölu andlitinu, og hvessti á þá augun, sem grimmdin skein út úr. Á sömu stundu hrinti faðir minn upp hurð- inni, og stóð beint á móti henni. Þarna stóð hún á miðjum ganginum, alveg eins og hann var vanur að sjá hana á myndinni; munurinn var að eins sá, að nú lók um varir hennar íllúðlegt sigurbros. Þetta bros erti fóð- ur minn. Hann miðaði á frúna, og skotið reið af. Kúlan smaug gegnum hurðina, sem á móti var, en f r ú i n gekk, með sama brosið á vörunum, gegnum hurð- ina, og hvarf. Dj öfulæöi. (Sannur viðburður.) A hæð einni snarbrattri, þar sem Karpatha- fjöllin teigja skógivaxna hálsa ofan á Ungveijaland, ligg- ur höllin Csei. Skuggalegur og alvörugefinn gnæfir hallar-turninn upp yfir hávaxinn skóginn og iðgrænan vínviðinn. Það er því líkast, sem só hann að dreyma um löngu liðna tíð, um þá tíð, er veiðihornið gall við i skóg- inum, og prúðbúnir, aðalbornir gestir gengu fram og aptur um skrautsali hallarinnar, vottandi hallarfrúnni fögru lotningu og aðdáun sína. Hvað bændurna i nágrenninu snertir, óar þá enn við i hvert skipti, er þeim verður litið til hallar-múr- anna dimmu.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.