Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Síða 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Síða 6
58 Þjóðviljinn. XIV, 14.—15. Urn sama leyti sleit „Poseidon“, fiskiskip Arna Sveintsonar kaupmanns á ísalirði, upp á Stykkishólmsliöfn, rak inn í Brokey, og hrotn- aði þar. — Skipstjóri var Jens Jóhannsson á ísa- firði, og komust skipverjar allir lifs af. — Skip þetta hafði íagt af stað héðan af ísafirði í önd- verðum marzmánuði, til þess að sækja sjómenn þangað suður. Skip þessi kvað öll hafa verið i sjóáhyrgð, en skaðinn samt auðvitað taisverður fyrir eig- endurna. Snæfellsnessýslu, Ólafsvík, 14. apríl 1900: „Tíðarfar heíur í vetur verið svo ágætt, heeði til lands og sjóar, að elztu menn muna ekki þvílikt. — l’rá nýjári mún hlutatala i Ólafsvik vera orðin helmingi hærri, en í hverju meðalári, og þakka menn aflann mikið ishúsinu, sem fram eptir öllum vetri gat miðlað öllum síld til heitu. Eiga þeir Björn kaupmaður Sigurðsson, og verzlunarstjóri hans Einar Markússon, lof og þakkir skilið fyrir það, að hafa komið á fót jafn þarflegri stofnun, og er vonandi, að íshús- félagið eigi langa og hlessunarrika framtíð fyrir höndum. í gær var hér, að aflokinni guðsþjónustu- gjöið, haldinn í þinghúsi voru einhver hinn fjölmennasti fundur, sem þar hefur verið hald- inn. Yar fyrst rætt um prestteknafrumvarp þeirra síra Jens Pálssonar og síra Einars Jónsson- ar, er fram kom á síðasta þingi, og var fund- urinn því frumvarpi mjög hlynntur, en vildi þó gera á því þá hreytingu, að ákveðin væri föst horgun fyrir tækifærisræður presta. — Sum- ir vildu þó, að sporið væri stigið fullt, afhenda landssjóði öll prestsetur og kirkjujarðir, og launa prestum að öllu leyti úr landssjóði. Auka- tillögu þessari voru þó nokkrir ósamþykkir, og vildu hinir þá eigi, að hún yrði frumvarpinu að fótakefli. Þá var og rætt um stofnun ekknasjóðs fyr- ir Neshrepp innan Ennis, og lög samþykkt fyr- ir sjóðinn, er að mestu voru sniðin eptir lög- um ekknasjóðs Beykjavíkur frá 1896. — Á fund- inum gengu þegar 85 menn í félag, sjóðinum til styrktar, með 2 kr. árlegu tillagi hver. — Flestir formenn, er á fundinum voru, höfðu og góð orð um það, að taka málið að sér, og styrkja það með fiskgjöfum og þvílíku. í stjórn voru kosnir: sira Helgi Arnason, um- hoðsmaður Einar Markússon og verzlunar- maður Guðbrandur Þorkelsson. — Frjóvanga til sjóðs þessa lagði etazráð Glausen. er hann var kaupmaður í Ólafsvík, með 400 kr. gjöf; en því miður var gjöfin fyrstu árin ekki einu sinni látin ávaxtast, en vextirnir látnir hverfa inn í hreppssjóðinn, og urðu þannig eyðslufé. En nú hefur hreppsnefndin lofað, að endurgjalda sjóðn- um vextina með 20 kr. tillagi á ári, jafn lengi og hreppurinn naut vaxtanna. Er vonandi, að margir verði til þess, að fylgja lofsverðu dæmi ísfirðinga, og styðji jafn nytsamt fyrirtœki, sem þetta“. Eptirmæli. Hinn 30. f. m. andaðist í Bolungar- vík, eptir stutta legu í lungnabólgu, Baldvin Jónsson, fyrverandi bóndi á Strandseljum í Ögursveit. Baldvin sál. var fæddur í Svansvík í Vatnsfjarðarsveit 25. febrúar 1847. Foreldrar hans voru: Jón bóndi Auðunnsson og Kristín Ilun- ólfsdóttir, prests Erlendssonar frá Brjáms- læk. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum. Arið 1874, 10. október, gekk hann að eiga Halldóru Sigurðardóttur frá Hörgshlíð; byrjuðu þau búskap á Látrum í Vatns- fjarðarsveit, og bjuggu þar eitt ár, en siðan 8 ár í Botni í sömu sveit. Árið 1880 fluttust þau búferlum að Strandseljum í Ögursveit, og bjuggu þar þangað til 1886, er þau fluttust að Laugabóli; þar bjuggu þau í 4 ár, og fluttust þá aptur að Strand- seljum, og bjuggu þar, unz Baldvin heit- inn brá búi vorið 1897, og fluttist i hús- mennsku að Þórðareyri við Skötufjörð, þar sem hann dvaldi það, sem eptir var æfinnar. Baldvin heitinn var maður mjög vel látinn af öllum, er einhver kynni höfðu af honum; var hann stakt ljúf- menni, og kom hvervetna fram til góðs. Öll þau ár, er hann bjó í Ögursveit, var hann þar í merkari bænda röð; hann var dugnaðarmaður til lands og sjóar. Heimili þeirra hjóna var eitt hið mesta góðgjörða og gestrisnis heimili. Baldvin heitinn var hinn bezti húsbóndi og heimilisfaðir, og ávann sér elsku og virðing allra heimilismanna sinna. Þeim hjónum varð 7 barna auðið, og dóu 3 af þeim ung, og uppkominn son sinn misstu þau i sið- astliðnum janúarmánuði. Börnum sínum var Baldvin heitinn mjög góður faðir. Hann var um mörg ár í sveitarstjórn Ögurhrepps, og kora þar, eins og annars staðar, vel fram. Hann var í stuttu máli nýtur og góður drengur. Hinn 2. þ. m. andaðist að Eyri við Seyðisfjörð óðalsbóndi Guðmundur Bárð- arson, nær áttræður að aldri, er þar hefur búið 44 ár. Guðm. sál. var fæddur að Hóli i Bolungarvík 12. júni 1820. Hann missti toður sinn ungur, og um tvítugs- aldur gjörðist hann fyrirvinna hjá móð- ur sinni, sem var fremur fátæk, og hafði ómegð töluverða. Þá þegar þótti hann bera af flestum ungum mönnum að fyr- irhyggju og dugnaði. Veitti hann búi móður sinnar hina beztu forstöðu, svo hún kom börnum sínum vel upp. Tæp- lega tvítugur að aldri gjörðist hann for- 30 Þeim er það full kunnugt, að fyrir nær 300 árum, gerðust hér þeir viðburðir, sem svo voru hræðilegir, að sliks eru, sem betur fer, fá dæmi í sögu hinna menntuðu þjóða. Árið 1608, á fögrum vormorgni, sat greifafrúin Elísabeth Nadasdy, er komin var af hinni nafn- frægu Bathory fursta-ætt, í dyngju sinni, er skreytt var eptir þeirra tíma tízku. Frúin hafði hallað sér í hægindastól, er gjörður var úr útskornum eikarviði, og mátti sjá það á svip hennar, að vel lá á henni. í herberginu voru háir bogagluggar, og hékk stór spegill á milli þeirra, er blasti svo við frúnni, að hún gat séð sjálfa sig í honum, þar sem hún sat. Frúin var svo búin, að hún var í þunnum silki- morgunkjól, og lét hun fæturna hvila a hnakkanum a gríðar-stórum hundi, er lá þar fram á lappir sínar á bjarndýrsfeldi. Hárið, sítt og hrafnsvart að lit, lét hún smjúga gegnum greipar sér, rétt eins og hefði hún í hyggju, að gjöra þessa mjúku lokka enn inýkri. Fyi aptan hana stóð herbergisþernan, ung, blóm- leg og fögur. Hún var að koma fagra hárinu frúarinnar í fléttur. Greifafrúin hafði til að bera þessa glæsilegu fegurð, sem fremur er lagið að vekja aðdaun, en skapa sanna ast. Henni var það lagið, að hrífa menn í svip, en ekki hitt, að vekja þenna hreina og innilega kærleika, sem varir alla æfi. í augnaráði hennar lýsti sér eigi þessi ósegjanlega blíða, er hyllir menn, svo sem ómótstæðilegt töfra-afl, 31 heldur mátti segja, að hún seyddi menn til sín með sams konar afli, er felst í tilliti nöðrunnar, er hún neyðir smáfuglana til þess, að leita dauðans í návist sinni. Stefanía, herbergisþerna greifafrúarinnar, var frúnni mjög ólík. Hún var nett og grannvaxin, og með því að hún var allt að þvi tíu árum yngri, en frúin, var hún enn í fullum æskublóma. Hár hennar, sem að vísu var hvorki eins mikið né þykkt, sem hár húsmóður hennar, glitraði með gulln- um ljóma. Augun voru skær, og blá, sem heiður himinn, og yfir henni hvíldi enn barnsleg feimni, er gjörði hana svo ósegjanlega aðlaðandi. Elísabeth virtist vera sköpuð, til að drottna, en Stefanía á hinn bóginn til hins, að gjöra aðra sæla. Hallarfrúin, sem var drambsöm að upplagi, hafði þegar nm langa hríð, þótt lítið á bæri, litið öfundaraug- um til þessarar uppvaxandi blómarósar. Hún fann, að Stefanía varpaði skugga á sjálfa hana, og duldist það heldur eigi, að æskublómi sjálfrar hennar myndi þegar á förum, hvernig sem hún reyndi að halda honum við. Enn þá var greifafrúin að vísu fallegasta konan á Ungverjalandi, þótt margt só þar um fríðar snótir. Og síðan hún missti mann sinn, hafði hún litið ýmsa hinna rikustu og voldugustu Ungverja andvarpandi við fætur sér. Æðstu aðalsmenn landsins voru enn að leita ráða- hags við hana, og töldu sig sæla, ef þessi dutlungafulla

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.