Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.04.1900, Side 7
XIV, 14.—15.
Þjóðviljinn
59
maður í Skálavík, er þá var aðal-veiðistöð
hér við Djúpið, og reyndist brátt einn
hinn ötulasti og heppnasti formaður hér
við Djúp; græddist honum brátt töluvert
fé, enda var hann mjög ráðdeildarsamur
og sparsamur. í milli 30 og 40 ár fylgdi
hann útveg sínum, og bar jafnan af með
aflabrögð. Árið 1842? gekk hann að
eiga Sigríði Guðmundsdóttur frá Lauga-
landi á Langadalsströnd; bjuggu þau
fyrst á Hóli í Bolungarvík, en fluttust
síðan árið 1850 að Vatnsfirði, og bjó
Guðm. þar móti Arnóri prófasti Jónssyni
í 4 ár, siðan bjó hann eitt ar i Skalavik
í Vatnsfjarðarsveit, og fluttist þaðan bú-
ferlum að Eyri við Seyðisfjörð árið 1855,
og bjó þar alla æfi síðan. Þegar Giuðm.
sál. kom að Eyri var hann orðinn all-
vel efnaður maður; var það mest að
þakka dugnaði hans og heppni til sjávar-
ins. Á Eyri hafði hann jafnan stóran
búskap bæði til lands og sjávar, grædd-
ist honum þar svo fé, að hann var á efri
árum sínum talinn einn hinna efnuðustu
bænda hér við Djúp. Hann keypti alla
bænda-kirkjueignina Eyri við Seyðisfjörð,
og fleiri jarðir, og alla sina búskapartið
var hann lang-stærsti bóndinn í Súða-
víkurhreppi. Áð Guðm. heitinn efnaðist
svo vel, var eingöngu að þakka dugnaði
hans og ráðdeild. Guðmundur heitinn
var alla æfi mjög stilltur og dagfarsprúð-
ur maður, og hið mesta ljúfmenni í allri
umgengni. Heimili hans var jafnan
mjög mannmargt, en hann veitti því for-
stöðu með lipurð og hógværð, en þó nægri
röggsemi. Hann var maður mjög hjálp-
samur við sveitunga sína, sem opt leit-
uðu(.hans, því að hjá honum var jafnan
gnótt í búi. I öllum viðskiptum var
hann einhver hinn vissasti og áreiðan-
legasti maður, og stóðu loforð hans, sem
stafur á bók. Hann átti jafnan mikil
skuldaviðskipti við aðra, og var hinn
liðunarsamasti, þótt skuldanautar hans
ættu stundum örðugt með að standa i
skilum við hann. Fremur þótti hann
fastur á fé, en ekkert var fjarlægara hon-
um, en að vilja ásælast aðra. Yfir höfuð
var hann maður mjög vandaður, og ávann
sér því velvild og virðing allra goðra
manna, er kynntust honum eitthvað.
Konu sína missti Giuðm. sál. árið 1871,
og bjó eptir það sem ekkjumaður. Þau
áttu 8 börn, komust 4 af þeim úr barn-
æsku, en að eins tvö lifa föður sinn, Jón
bóndi Gfuðmundsson í Eyrardal og Gfuð-
rún ekkja á Eyri, er dvaldi lengstum hjá
föður sínum. Börnum sínum var hann
hinn ástríkasti og umhyggjusamasti faðir.
— Hreppstjórn í Súðavíkurhreppi hafði
hann á hendi nokkur ár, og sömuleiðis
var hann í sveitarstjórn þar nokkurn tíma.
Hann hafði engrar menntunar notið í
æsku, en á fullorðins árum lærði hann
tilsagnarlítið svo skript og reikning, að
hann gat sjálfur að mestu annast bréfa-
og reiknings-viðskipti sín, sem voru tölu-
verð, og hafði hann hina mestu reglu og
nákvæmni á öllum viðskiptum sínum.
Hann var sómi stéttar sinnar og nýtur
drengur, og um langa æfi öndvegishöldur
í héraði þessu. S.
■oOO^OOo-----
I li f l og þetta.
íslenzka þjóðskáldið „Jack Muss«n“. í
enska blaðinu „The Manchester Courier“ 14.
marz þ. á. er þess getið, að hr. John R. Newby
hafi kvöldið fyrir haldið fyrírlestur um ísland
í landfræðingafélaginu í Manchester. „Hr.
Newby" — segir í nefndri blaðagrein — „hefur
dvalið all-lengi á eyjunni, og ferðazt þar með
ströndum fram, svo að hann var fær um að
gefa afar-skemmtilegar upplýsingar um þjóðina
og háttu hennar. Á ferðum sínum var hann
svo heppinn, að verða íslendingum samferða,
og minntist hann sérstaklega á Jack Musson,
þjóðskáldið11 o. s. írv.
En hver er þessi hr. Jack Musson, sem Bret-
inn nefnir þjóðskáld vor íslendinga, munu
menn spyrja? Líklega er það sami maðurinn
sem vér köllum réttu nafni Matthías Jochumsson^
og sýnir þessi nafnbreyting þá ofur-áþreifan-
lega áreiðanleikafþ ýmsra enskra ferðalanga, er
opt og einatt skrifa heilar bækur, fullar afalls
konar afbökunum og lokleysum, um ferðir sín-
ar hér á landi.
---;■----------
ísafirði 30. apríl 1900.
Tíðarfar. Fram yfir miðjan þ. m. héldust
norðan stormar öðru hvoru, en þó optast frem-
ur frostvæg veðrátta. — Einn 17. brá til vest-
anáttar, og hafa síðan haldizt hlýviðri all-optast,
nema norðan hret síðan 28. þ. m., með 6—7 stiga
frosti.
Allabrögð. Þess var getið í 12. nr. blaðsins,
að fiskfjöigunar hefði orðið vart á Snæfjallaströnd
um 20. f. m., og hefur síðan mátt heita bezti
afli í öllu Mið-Djúpinu, opt 300—400 á dag
með bát.
Sjómenn telja Djúpið fullt af síld, og enda
liklegt, að hún sé þegar gengin inn á firðina.
í Bolungarvík var tregt um afla síðari liluta
vertíðarinnar, og virðist fiskurinn því hafa gengið
inn í Djúpið fyrir norðan fiskiióðir Bolvíkinga.
Nú fyrir viku er þó einnig tekið að afiast
mikið vel í Bolungarvík og ytri verstöðunum
hér við Djúpið, og hefur suma dagana mátt
heita hlaðafli hjá sumum skipum; en mjög fer
aflinn að vonum eptir beituráðum.
Strandbáturinn „Skálholt", skipstjóri Aasbetrg,
kom hingað að sunnan á sumardaginn fyrsta
(19. þ. m.). — Með „Skálholti" kom ritstjóri
blaðs þessa heim aptur úr utanför sinni, enn
fremur frá Dýrafirði sýslumaður H. Hafstein,
og frá Patreksfirði Samson kaupmaður Eyjólfsson.
■— „Skálholt“ lagði af stað héðan norður um
land aðfaranóttina 21. þ. m., og hafði fullfermi
af útlendum vörum til verzlananna á Borðeyri
og Blönduós.
-j- Látin er hér i kaupstaðnum 11. þ. m.
ungfrú Ól'óf Þorvaldsdóttir, prófasts Jónssonar
á ísafirði, fædd 31. maí 1881, gáfuð og efnileg
stúlka. — Hún dó úr taugaveiki. —
(iufubáturiun „Ásgeir litli“ byrjar ferðir sín-
ar um ísafjarðardjúp 15. maí næstk. (inn að
Arngerðareyri), og fer í sumar alls 28 ferðir
fram og aptur um Djúpið, nema eina ferð til
Aðalvíkur og Hafnar í Sléttuhreppi. — Síðasta
ferðin verður 6. okt.
„Iníluenzan44 er nú komin í héraðið, og fólk
sem óðast að leggjast á Snæfjallaströnd. — Er
mælt, að veiki þessi hafi borizt með fiskiskip-
um í Aðalvík, og borizt svo þaðan. — Veikin
er sögð fremur væg, en veldur að líkindum all-
miklu verkatjóni, og ekki virðist vanþörf á að
brýna fyrir almenningi að fara varlega, þar
sem veikin kann að hafa lungnabólgu í för
með sér.
Veikindin ganga enti hér í kaupstaðnum,
söm og áður, og liggja enn um 30 manns, en
þó er veikin nú sögð fremur i rénun.
-j- Látin er hér í kaupstaðnum 16. þ. m.
unglingsstúlkan Elínborg Ghiðmundsdóttir, heit-
ins Ebenezerssonar og Kristjönu Guðmunds-
dóttur hér í bænum.
í þ. m. andaðist í Hnífsdal Tómas Eiríksson,
húsmaður hér í kaupstaðnum, fyrrum bóndi í
Botni í Súgandafirði, á sjötugsaldri.
16. þ. m. andaðist og í Skálavík ytri Jón
bóndi Jóliannesson, bróðir Andrésar bónda Jó-
hannessonar á Blámýri og þeirra systkina. —
Ekkja hans er Helga Bjarnadóttir frá Hagakoti
i Ögursveit.
Að Fossum í Skutilsfirði andaðist og ný
skeð konan Valgerður Jóhannsdóttir, fyrri kona
Jóns hreppstjóra Halldórssonar á Kirkjubóli.
Skipakomur. 20. þ. m. kom hingað skn.
„Terpsichore“, fermd ýmis konar vörum til
Leonh. Tangs verzlunar.
22. s. m. kom gufuskipið „Saga“ til hval-
veiðastöðvarinnar á Uppsalaeyri. Með skipi
þessu kom Stixrud hvalveiðamaður, og verkafólk
hans, frá Noregi.
Enn fremur kom með skipi þessu garnli
Bleeg, skipstjóri „Litla Ásgeirs1*, og bjóða Djúp-
menn bann velkominn. — Skipið hafði og vörur
ýmsar til Ásgeirsverzlunar.
Æðarfugladráp. 5 menn í Súðavíkurhreppi
hafa ný skeð orðið uppvísir að æðarfugladrápi,
og leikur grunur á 2 til, en prófum enn eigi
lokið, að því er þá snertir. — Hinir 5 ofan
nefndu hafa verið sektaðir f'rá 6—45 kr. hver,
auk málskostnaðar.
Ættu menn að láta sér þetta að kenningu
verða, og tíðka minna dráp þessa arðsama fugls,
en orð hefur leikið á.
f Látin er ný skeð húsfreyjan Guðbjörg
Jónsdóttir, kona óðalsbónda Guðmundar Bjarna-
sonar í Botni í Mjóafirði í Vatnsfjarðarsveit,
hátt á sjötugsaldri. Þau hjón bjuggu lengi
sómabúi að Miðhúsum í Vatnsfjarðarsveit, og
var Guðbjörg heitin jafnan talin merk og vönd-
uð sómakona. — Þrjú börn þeirra hjóna eru á
lífi: Jón bóndi á Hanhóli í Bolungarvík, Guð-
mundur bóndi í Botni í Mjóafirði, og Elín ógipt.
10. apríl lézt í Skálavík í Vatnsfjarðarsveit
Jcm Níelsson, ókvongaður lausamaður, 53 ára
að aldri, sonur Níelsar Jónssonar í Skálavík. er
lengi bjó í Vogum í ísafirði.
23. marz síðastl. dó á sama bæ vinnumaður
Halldórs bónda Gunnarssonar Samúel Magnússon,
bróðir Guðna bónda Magnússonar á Brekku á
Langadalsströnd, og þeirra bræðra, rúmlega
sextugur. Hann lætur eptir sig tvö uppkomin
börn: Guðm. Samúelsson á Hrafnabjörgum og
Pálínu, ógipta á ísafirði.
Lungnabólga all-skæð hefur verið að stinga
sér niður hér og hvar við Djúp, og orðið ýms-
um að bana, sem getið er hér að framan.
f í f. m. andaðist í Norðurfirði i Stranda-
sýslu Magnús S. Arnason, sem verzlun rak hér
á ísafírði í nokkur ár. — Hann dó að sögn úr
taugaveiki, og var maður um þrítugt.
Auglýsing.
Það tilkynnist hérmeð vorum heiðr-
uðu viðskiptamönnum, að við sjáum okk-
ur ekki fært framvegis, að kaupa fyrir
stórfisksverð þann fisk, sem ekki heldur
17 pumlunga af gellubeininu, þar sem
það er lægst, og á aptasta sporðlið; þó
munum við, fyrst um sinn, kaupa þil-
skipafisk, sem við þurrkum sjálfir, eptir
sama máli og við höfum áður keypt hann.
Mngeyri, Dýraflröi 14. feflr. 1900.
Aktieselskabet
N. Chr. Grams Handel
v. F. R. Wendel.
Bildndal 12. feflr. 1900.
P. J. Thorsteinsson & Co.
Fjármark Sveins Bjarnasonar á
Dvergasteini er: Sneiðrifað framan, stand-
fjöður framan hægra; sneitt framan, stand-
fjöður aptan vinstra.