Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1900, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1900, Blaðsíða 2
90 ÞjÓÐ VILJINN. XIV, 23. gangshugsunarháttar eru þessir piltar. — Það iná opt með réttu áfellast þingið fyrir örleik þess á landsjóðnum til bitl- inga til einstakra manna, sem ýmist koma þjóðfélaginu að litlum eða engum notum, en fyrir embættismannafjöldann ættu landsmenn sízt að áfellast þingið, því að þar gefa þeir sjálfum sér á munn- inn. — Þá er landbúnaðurinn; vanalega við- kvæðið hjá þessum „merkisbændum“ er, að þingið gjöri ekkert fyrir hann, og yfir höfuð lítið, til að efla atvinnuvegi landsins. Það er t. d. mjög munntöm setning hjá ýmsum framfaraleiðurum, að þingið eigi „að finna markað fyrir af- urðir landbúnaðarins“, krafa sem ekki mun að vísu vera gjörð til nokkurs þings í heimi; og svo er þinginu kennt um, ef við sveitabændurnir fáum ekki gott verð fyrir sauðina okkar. Vel má vera, að þingið geti gjört meira fyrir atvinnuvegi landsÍDS, en gjört hefur verið hingað til, en það er engu að síður ástæðulaust gasp- ur, annaðhvort sprottið af algerðri van- þekking á því, sem fram hefur farið á alþingi, eða þá sagt móti betri vitund, að alþingi láti sig atvinnuvegi landsins litlu skipta. Síðasta alþingi veitti t. d. töluvert á annað hundrað þúsund krónur á fjárhagstímabilinu bæði beÍDlínis og ó- beinlínis til eflingar landbúnaðinum. Þeg- ar litið er á tekjur landsins, er þetta fé allt eins mikið, eins og það, sem hinar mestu landbúnaðarþjóðir veita af landsfe til eflingar búnaði, og þó dirfast sum blöðin okkar að álasa þinginu fyrir, að það hugsi ekkert um viðreisn atvinnu- veganna. Slíkt er ótýndra hreppapoli- tikusa, sem lítið sjá út undan asklokinu, og ætlast til, að þingið láti í askinn þeirra á hverju máli, en sjá eptir hverj- um eyri, sem annað fer. ÞÍDgið gæti eflaust gjört rneira fyrir alla atvinnuvegi landsins, ef það ætti við þá stjórn, sem væri þvi samhent i hví- vetna, er til þrifnaðar horfði landi og þjóð, og þekkti þarfir lands og þjóðar; en því er ekki að heilsa hér hja oss. En því óviðurkvæmilegra er það af þeim mönnum, sem halda vilja öllu 1 sama öf- uga horfinu, að álasa þÍDginu fyrir að- gerðaleysi þess. Þótt leitað sé um all- an hinn menntaða heim, mun hvergi finnast það löggjafarþing, er eigi að búa við jafn ókunnuga og áhugalitla stjórn á öllum velferðarmálum landsins. En í stað þess að lita á þessa örðugleika og taka tillit til þeirra, þykist nú margur hver maðurinn, sem lagt getur sinn skerf til þess, að álasa þinginu, þótt með litl- um eða engum rökum sé. Með þvi gjöra þeir góðu menn reyndar ekki ann- að, en að kveða upp þann dóm yfir þjóð- sinni, að hún sé ekki fær um að hafa þau litlu ráð yfir málum sÍDum, sem hún nú hef'ur, og væri þá nær fyrir þá, að biðja kónginn að afnema alþingi sem bráðast, og setja hér aptur á laggirnar kancelli og rentukammersstjórnina gömlu. Alþingi er í mínum augum sá dýr- gripur þjóðar vorrar, sem vér eigum að telja beztan í eigu vorri; vald þess og virðing eigum vér þvi að kappkosta að efla á allan hátt. Með drengilegri einurð og sanngirni ber oss að dæma gjörðir þess. G-egni alþingi skyldum sínum ílla, þá er það vottur þess, að þjóð vor er ekki því vaxin að ráða sér sjálf, en þvi lengra sem þjóðin kemst áleiðis til sannr- ar menningar og sjálfsforræðis því betra þing á hún. Hinir beztu kraptar þjóðar- innar eiga þar að starfa að hagsældum landsins, og þá viðleitni ber hverjum borgara þjóðfélagsins að styðja eptir megni; en slíkt verður ekki gjört með ósanngjarnri áreitni og sleggjudómum, heldur með einlægum áhuga, og elju í hverju því, er þjóðinni má að gagni verða. — Aluminium hafa menn nú ný skeð tekið að nota í leikhústjöld, og er tjaldið haft */ia úr þumlungi á þykkt. Sá. sem sjá vill einu sinni allt það, sem til sýnis er á Parísarsýningunni, verður að borga um 1000 kr. í inngöngueyri. Arslaun brezka varakonungsins á Indlandi eru 1,440,000 krónur. í erlendum stórborgum eru víða plöntuð tré með strætum fram, bæði til prýðis og heilnæm- is, og er talið, að fullar 90 þúsundir slíkra trjáa séu i Parisarborg. Enn um lausn síra Halldórs á Presthólum, Rógberinn í gapastokk. Með því að menn sjálfsagt langar til að vita, fyrir hvaða sakir eg hefi verið leystur frá embætti mínu, og eg þarf ekki að bera neinn kinnroða af þeim, þá vil eg biðja yður, hæztvirti herra ritstjóri, flytja lesendum yðar boðskap þann, er eg hefi fengið um þetta efni, og er að finna í ráðgjafabréfi, dags. 22. febr. síðastl til landshöfðingja, svo látandi: „Með bréfi dags. 11. f. m. hafið þér, herra landshöfðingi, sent hingað bréf frá biskupinum viðvíkjandi prófasti í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi og presti í Presthóla- og Asmundarstaða-sóknum, Halldóri Bjarnarsyni, sem um stund hefur verið settur frá embættum, og end- urrit af dómi hins kgl. islenzka lands- yflrréttar upp-kveðnum 6. nóvbr. f. á., er dæmir nefndan embættismann í 200 kr. sekt, eða, ef sektin eigi er greidd, í 60 daga einfalt fangelsi, samkvæmt 205 gr. hegningarlaganna, fyrir ofbeldi og líkamsmeiðing. Hafið þér, sökum þess að samkomulagið fari stöðugt versnandi milli Halldórs prófasts Bjarnarsonar og sóknarbarna hans einkum í Presthólasókn, svo að ávaxta- samt kristilegt samlíf milli hans og safnaðanna þar sé ómögulegt, og að það sé því ógerningur að láta hann taka aptur við embættum sínum, lagt það til, að hann sé leystur frá em- bættum þessum með eptirlaunum sam- kvæmt lögum Út af þessu er yður til vitundar gefið til leiðbeiningar og frekari aðgerða, að ráðaneytið fellst á, að nefndur em- bættismaður sé leystur frá embættum sinum á þann hátt, er þér hafið lagt til“. Eins og menn geta séð, er það um- hyggjan fyrir „ávaxtasömu kristilegu samlífi“ og góðu samlyndi, sem þeir láta sér ganga til þessara aðgerða. * Og lengi hefur þeim tekizt að gera mönnum til hæfis, þjóðkirkjustjórunum okkar, en sjald- an broslegar, en í þetta sinn, því meiri hluti safnaða þeirra, er njóta eiga góðs af þessari röggsemi þeirra, er nú genginn úr þióðkirkjnnni fyrir bragðið. Ef þeim góðu herrum skilst það ekki, að þeir eru sér til minnkunar og athlægis fyrir rögg- ina, þa verður það ekki, þó eg segi þeim það, og því skal eg ekki eyða orðum um það. En hitt laDgaði mig að vita, hver tjáð hafi landshöfðingja „að samkomu- lagið fari stöðugt versnandi“, rnilli mín og safnaðanna, „einkum í Presthólasókn“. Því það er tóm lýgi. Eg spyr, hver vill kannast, við, að hafa borið þetta upphaf- lega fram ? Pyrst og fremst verða þessi orð ekki skilin öðru vísi, en ósátt eða ósamkomu- lag sé milli mín og Ásmundastaðasafn- aðar, þó minni brögð séu að, en í Prest- hólasókn. En slíkt er með öllu tilhæfulaust, engin ósátt hefur nokkru sinní átt sér stað rnilli mín og þessa safnaðar. Því fer svo fjarri, að ÁsmuDdarstaðasöfnuður hefur hvað eptir annað, að því eg hefi fyrir satt, vottað mér góðvild sína, bæði með því að taka svari mínu frammi fyrir kirkjustjórn, og heimta mig settan inn í embætti mitt. í annan stað er sann- leikanum snúið alveg við með þeirri um- sögn, „að samkomulagið fari stöðugt versnandi“ o. s. frv. Því sannleikurinn er sá, að það hefúr farið stöðugt batn- andi í Presthólasókn, og verið í nokkurn veginn góðu lagi síðastliðin 2 ár. Að samkomulagið gat náð sér aptur svo fljótt, er því að þakka, að eg hafði ekki gert neitt á hluta nokkurs manns í Presthóla- sókn, og svo því, að uppþotið náði aldrei nema til lítils hluta af kallinu. Þegar amtmaður Július Havsteen flónskaðist í þjófnaðar eða gripdeildar málið sitt fræga við mig, þá byrjaði uppþotið í Núpasveitinni, því tækifærið var notað jafn framt til æsinga og rógs gegn mér. Fiskuðust á þvi fína agni 7 bændur, og fleiri tóku það aldrei. Þessir bændur og börn þeirra létu tælast til að bjóða eiða sína út á það m. m., að eg væri sannur að [æirri sök, sem amtmannsnefnan Júlí- us þóttist gruna, og það fór með sam- komulagið. En þegar hæztiréttardóm- urinn kom með „snoppunginn ljóta“ á Júlíus, þá sefaðist sveitin. Meðan stóð á spýtnarannsaki Bene- dikts Sveinssonar, mátti heita, að mér væri varla vært í sveitinni innan um hina uppæstu amtmannavini. Amboð mÍD voru mölvuð fyrir rnér, hvar sem náðist í þau, fjárbráin var rifin niður, og bátsárar brotnar, en seglið skorið i sund-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.