Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.06.1900, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur.,og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
—=|e=e Fjóbtánbi Absangub. =| =—
-*-• RITSTJÓBI: SKÚLI THOBODDSE N. =|mS_4_
Uppsögn skrifiey, oyild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
\ samliliða uppsögninni
1 6orgi skuld sína fyrir
| blaðið.
M 23.
Á næsta kjörtímabili.
Hvað gjörast þarf.
I.
Það verður auðvitað eigi rakið til
hlítar, hvaða málefni þing vort þarf að
fjalla um á næsta kjörtímabili, og sá er
því eigi tilgangur þessara lína.
Yms ný smá atvik, sem eigi verða séð
fyrir, skapa opt nýjar þarfir, sem kosta
verður þá kapps um, að bæta úr sem
bezt og bráðast.
En þó að vér getum eigi til f'ulln-
ustu gert neinn uppdrátt í huga vorum,
að því er snertir þingstörfin á næsta 6
ára kjörtímabili, þá finnum vér það þó á
oss, hvar skórinn kreppir harðast í svip,
og hvað því liggur brýnast fýrir þing-
inu að gjöra.
í stjórnarskrármálinu er vonandi, að
meiri hluti þjóðarinnar sé nú þegar kom-
inn að þeirri niðurstöðu, að skynsamleg-
ast sé, að reyna að fara samningsveginn
að stjórninni.
Þjarkið um ríkísráðssetu ráðherrans á
ekki, og má ekki standa öllum öðrum
bráðnauðsynlegum umbótum i vegi, og
til þess ráða tæpast aðrir, af alvöru, en
þeir, sem engar umbætur á stjórnarfarinu
vilja.
Á síðasta alþingi var því yfir lýst ó-
tvirœtt af stjórnarfulltrúans hálfu, að
stjórnin skoðaði allar breytingar á stjórn-
arskránni, sem samningsmál, nemaríkis-
ráðssetuna eina.
Hún lítur svo á, sem það leiði af
sambandi Islands og Danmerkur, að ráð-
herra íslands verði að sitja í ríkisráðinu,
sem aðrir ráðherrar konungs, og þver-
neitar, að eiga við oss samninga um það
atriði að sinni.
Um allt annað vill hún semja, ef' vér
óskum.
Og víst eru þær breytingarnar aðrar
mjög margar, sem vér þörfnumst.
Yér þurfum að fá þann mann í ráð-
herrasessinn, sem skilur mál vort, talar
við fulltrúa vora á þingi, ber ábyrgð
gjörða sinna gagnvart þinginu, undirbýr
mál þau, sem þing'ið á að fjalla um,
mann, sem ekki þarf i hvívetna, ókunn-
ugleika vegna, að fara eptir tillögum á-
byrgðarlausra embættis-undirtyllna sinna.
Og það er margt ileira í stjórnar-
skránni, sem vér þurfum bráðnauðsyn-
lega að fá breytt.
Lítum á kosningaréttinn til alþingis.
Er það ekki hlægilegasta heimska og
hróplegasta ranglæti, að kosningarréttur
húsmannanna skuli fara eptir sveitar-
þyngslum, svo að flestir eru kjósendurn-
ir, þar sem sveitirnar eru mest ósjálf-
bjarga?
Ísafibði, 30. JÚNÍ.
Eða þá hitt, að jafn fjölmenn stétt,
sem lausamenn eru, skuli vera útilokaðir
frá kosningarrétti.
Slik lagaákvæði eru sannarlega litið
gleðiefni fyrir verkmannalýðinn, og lítt
tryggjandi fýrir hagsmuni þess fjölmenna
flokks, enda hefur það og þráfalldlega
sýnt sig, að hagsmunir hans hafa lotið í
lægra haldi hjá þingi og stjórn.
Þá er og skipun efri deildar þingsins,
þar sem stjórnin getur ráðið helming
atkvæðanna, af því að helmingur deild-
armanna er stjórnkjörinn, i meira lagi
viðsjársgripur.
Enn fremur þyrfti og sú breyting
nauðsynlega að komast á sem fyrst, að
þingmenn væru að eins kosnir til þriggja
ára, og alþingi háð árlega: það héldi
þjóðinni mun betur vakandi i politiskum
efnum, auk þess sem ýms nauðsynjamál
þjóðarinnar þyrftu þá siður að bíða óút-
kljáð ár frá ári, eins og nú á sér þrá-
falldlega stað.
Vér nefnum þetta að eins sem nokk-
ur dæmi af mörgum, til að sýna, að
margar eru þær breytingar á stjórnar-
skránni, sem oss eru bráðnauðsynlegar,
og sem ekkert eiga skylt við það ágrein-
ingsatriði, um ríkisráðssetuna, sem stjórn-
in hefur svo þrásinnis lýst yfir, að sé
skerið, sem öll samvinna bresti á.
Og hlýtur nú eigi hver góður dreng-
ur að játa, að það sé stór samvizkusök,
að láta allar breytingar til bóta stranda,
og allt standa óbreytt, sjálfum oss til ó-
metanlegs tjóns, meðan stjórnin heldur
skoðun sinni óbreyttri um nauðsynina á
ríkisráðssetu ráðherrans?
Jú, samvizkusök er það víst, og ekki
striðum vér stjórninni, þótt allt standi,
sem er.
Nei, vér stnðum oss sjálfum, og seink-
um fyrir margvíslegum framförum, sem
þjóð vor þarfnast. — —
þá er og annað mál, sem hlýtur að
koma fram á næsta þiugi á næsta kjör-
tímabili, og það er fjölgun kjörstaða.
það er til of mikils ætlast, að kjós-
endur, sumir má ske einyrkjar, eyði
mörgum dögum, til að sækja alþingis
kjörfundi.
Eins og kosningalög vor eru má því
segja, að mörgum kjósendum sé fyrir-
munað, að neyta atkvæðisréttar síns, og
þar með meinað að hafa þau áhrif á
málefni þjóðfélags síns, sem lögin ætlast
þó til.
Kjörfundir þyrftu þvi að vera að
minnsta kosti 3—4 í kjördæmi hverju.
I fróðlegri ritgjörð í „Eimreiðinni“
hefur amtmaður PáJl Briem ný skeð vak-
ið máls á yfirburðum leynilegrar atkvœða-
greiðslu við kosningar, bæði til alþingis,
19 0 0.
sveitar- og sýslu-nefnda o. s. frv., og
verður það sjálfsagt eitt af þeirn málum,
er á dagskrá verða á næsta kjörtímabili.
Það er því miður þegar farið að verða
allt of títt, svo sem t. d. við bæjarfull-
trúakosningar hér á Isafirði, að atkvœða-
greiðsla manna við kosningarnar er ekki
frjáls, eins og kosningum nú er hagað,
og eptir því sem mismunur á kjörum
manna verður meiri, auður á fáar hend-
ur, en örbirgð á fleiri, eptir því má bú-
ast við, að agnúarnir við hið núverandi
kosningafyrirkomulag verði æ tilfinnan-
legri, svo að nauðsynlegt er, að á þessu
verði bætur ráðnar sem fyrst. (Meira.)
---*>-osíS3e^«*—
Úr bréfi frá norðlenzkum bónda
til ritstjóra „Þjóðviljans".
(HÍÍOrU Sitthvað má með rökum finna að
gjörðum alþingis; slíkt er ekkert tiltöku-
mál, og svo mun jafnanverða. En ekki
get eg gjört að þvi, að stundum gremj-
ast mér sleggjudómarnir, sem sum blöð-
in eru sifellt að flytja um alþingi, eptir
hina og þessa Skuggasveina, er ekki þora
að koma fram í dagsbirtuna, en sero
hinir virðulegu ritstjórar kalla „merka
bændur“, „greinda menn“ o. s. frv.
Vanalega beinast þessir piltar mest að
þinginu fyrir það, hve mjög það fjölgi
embættismönnum i landinu, og hve
gegndarlaust það ausi í þá peningum
landssjóðsins. Þetta er nú umræðuefni,
sem lætur vel i eyrum alþýðunnar, en
svo er samt fyrir að þakka, að vér erum
ekki allir skotnir í þess konar ummælum,
íslenzku bændurnir, til þess eru þau all-
optast á allt of litlum rökum byggð;
þeim er varpað fram til að slá ryki i
augu hins fáfróðasta og áhugaminnsta
hluta þjóðarinnar. Þvi verður að vísu
ekki neitað, að vér Islendingar erum til-
tölulega mjög vel birgir af embættis-
mönnum; en er rétt að áfellast þingið
fyrir það? Hvaðan koma hinar sífelldu
bænir til þingsins um fjölgun lækna og
presta? Eru það ekki landsmenn, þjóð-
in sjálf, sem hafa vill lækna svo að
segja i hverjum hreppi, og fjölga prest-
unum ár frá ári? Þingið hefur hér farið
eptir margítrekuðum óskum þjóðarinnar.
Svo vilja þessir herrar gjöra það tor-
Hyggilegt og óvinsælt hjá þjóðinni fyrir
það, sem það gjörir beint eptir óskum
hennar, og i hennar umboði. Það er
ofurfélegur leikur að tarna gagnvart lög-
gjafarþingi þjóðarinnar. Sá hugsunar-
háttur er því miður allt of almennur hér
á landi, að vilja hafa embættismenn svo
að segja á hverri þúfu, en láta þá alltaf
lifa við sultarlaun; fulltrúar sliks hús-