Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.08.1900, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.08.1900, Blaðsíða 3
XIV, 28. Þjóðyiljinn. m liggi á eigninni, og hver þau séu, svo að það sjáist, að þau séu eigi því til fyrirstöðu, að. eignin geti orðið veðsett veðdeildinni með 1. veörétti. c, Útvega vottorð hlutaðeigandi embættismanns, samkvæmt emhættishókum hans um, að hlut- aðeigandi hafi þinglesna eignarheimild tyrir eigninni, eða sé það eigi unnt, þá vottorð hans um, að eignin sé vitanlega hans eign. Af lánum þeim, er veðdeiidin veitir, skal borga 4‘/2 °/0 í árlega vexti af höfuðstól þeim, sem i láni er á hverjum tima, og að auki, til stjórnarkostnaðar og varasjóðs deildarinnar, °ío af hinni upprunalegu uppliceð lánsins. Veðdeildin lánar að eins gegn 1. veðrétti, og gegn veði í húseignum því að eins, að þær séu vátryggðar í vátryggingarstofnun, er banka- stjórnin telur góða og gilda. — Eigi lánar og veðdeildin meira, en bálfu virðingarverði nemur. Lán þau, er veðdeildin veitir, er henni heim- ilt að greiða, hvort hún vill heldur i pening- um, eða með bankavaxtabréfum, eptir ákvæðis- verði þeirra, en lánþegi hefur þá rétt til að heimta, að hankastjórnin ókeypis annist um, að koma bankavaxtabréfunum i gjaldgenga pen- inga, gegn því að hann greiði útlagðan kostnað, er af því leiðir. Hvað bankavaxtabréf þau snertir, er veð- deildin gefur út, fylgja þeim vaxtamiðar; vext- irnir eru 4l/,2 °/0, er greiðast. tvisvar á ári, 2. janúar og 1. júlí, með helming upphseðar í hvort skipti, gegn afhendingu vaxtamiðans, og eru vaxtainiðar þessir gjaldgengir í öll gjöld lands- sjóðs, þegar þeir eru í gjalddaga faílnir, eins og þeir líka eru innleystir við landsbankann í Reykjavík, og við „Landmandsbankenu í K.aup- mannahöfn. Hraparleg ósamkvæmni. Eins og kunnugt er stendur nú kosn- ingarbaráttan hér i sýslu, svo sem i öðr- um kjördæmum landsins, milli tveggja flokka. Annars vegar eru stjórnbctamennirn- ir, sem berjast fyrir því, að þjóðin fái som fyrst bráðnauðsynlegustu umbæturn- ar á stjórnarfari sínu, svo að þingið geti frernur, en nú, og með von um meiri árangur, heigað atvinnumálunum krapta sína. í hinum flokknum, sem vér nefnum apturhalds-, skrifstofuvalds- eða lands- höfðingja-flokkinn, eru aptur á móti allir þeir, er halda vilja stjórnarástandinu i sömu skorðum, sem nú er, hvort sem þeir eru svo einlægir, að viðurkenna þa,ð hreinskilnislega, eða þeir berjast gegn stjórnarbótinni undir hinu eða þessu yfir- skini, látast t. d. vilja fára langtum lengra í kröfum, en nokkur tiltök eru, að feng- izt geti að sinni, vilja skjóta inn hinum eða þessum ákvæðum, eða „fleygum“, sem þeir vita, að allt málið hlýtur að stranda á, er til stjórnarinnar kasta kem- ur, o. s. frv. Það er nú rnilli þessara tveggja flokka, sem þjóðin á að skera úr nu við kosn- ingarnar. Uui þetta er það, sem atkvæðagreiðsl- an hlýtur að snúast í hverju einasta kjör- dæmi landsins. Það væri þvi liraparleg ósamkvæmni, ef eitthvert kjördæmi, sem tvo þingmenn kýs, kj'si sinn úr livorum flokknum. Með slikri aðferð sýndi meiri hluti kjósanda í kjördæminu, að þeir vissu í raun og veru ekkert, hvað þeir vildu, þar sem þeir, ef svo mætti að orði kveða, rifu það niður með annari hendinni, sem þeir byggðu með hinni. Það er þvi vonandi, að ísfirðingar, og aðrir, hafi það hugfast við kosningarnar, að forðast slika ósamkvæmni. Auðvitað má ganga að því sem visu, að skrifstofuvalds- og apturhalds-liðið muni hvívetna gera, hvað það getur, til að draga hugi manna frá aðal-málinu, en reyna að nota ýms smámál, til þess að vekja andróður gegn einstökum stjórn- bótamönnum, svo sem verið er að bysast við hér í kjördæminu um þessar mundir. En á slikri aðferð má fyrir enga muni láta þá græða, eða lofa þeim að fleyta þannig sínum mönnum inn á þingið. Enginn sannur og einlægur framfara- og stjórnbóta-vinur varpar þvi atkvæði sinu á apturhaldsliða, þó að honum mis- líki framkoma stjórnbótamannsins i ein- hverju smámáli, sem ruiklu minna varðar. Ættjörðina i heild sinni varðar það margfalt meira, að stjórnbótaflokkurinn sigri nú við kosningarnar, og til þess að það geti orðið, þurfum vér að verða sem bezt samtaka, og láta allan krit um smá- munina liggja. —— Gremja. ísiands þjóð um þetta bil þungan liður trega, af þvi Fraser fjandans til fór svo skyndilega. V.....það varð til fjár. — Vélaþráðinn snúið fær hann nú og einn í ár oss, sem fyrri, rúið. Fjárs við gróða fár og skort fantur óðum tvinnar, sýgur blóðið bezta vort böðull þjóðarinnar. Mun um hauður harðþættur herðast nauða strengur, unz að kauðinn íllræmdur af oss dauðum gengur. Þegar hrekjumst heims frá dvöl, höggorms bitnir tönnum, vort hann drekkur erfi-öl með æðstu valdamönnum. —n. ísafirði 22. ágúst ÍUOU. Tíðarfar hefur nú urn hríð verið dimmt og votviðrasamt annað veifið, eins og við var að búast, eptir þurrviðrin, sem gengið hafa. 1‘óstguliisliipið „Ceres“ kom hingað norðan um land að kvöldi 18. þ. m., og lagði aptur af stað héðan daginn eptir. — Með skipinu var margt farþegja: landshöfðingi Magnús Stephensen, landlseknir dr. .Tónas Jónassen, biskup Hallgrím- ur Sveinsson, amtmaður Júlíus Havsteen, sýslu- maður Klemenz Jónsson, og frú hans, Hannes ritstjóri Þorsteinsson, o. fl. Gi/.kað er á, að landshöfðingi M. Stephensen hafi baft nóg að starfa þenna tímann, sem „Ceres" stóð hér við, að grennslast eptir kosn- ingahorfunum hér í kjördæminu, eggja iið sitt til ótrauðrar framgöngu o. s. frv. Mælt er, að verzlunarstjóri Laxrlal hafi stað- ið með hattinn í hendinni, og hafi einatt verið að vænta þess, að landshöfðingi liti inn til sín, fengi bjá sér fregnir um Bolungarvíkurleiðang- urinn sæla(!),og um önnur politisk þrekvirki, sem eptir þenna nýbakaða stórpolitíkus liggja! En því miður fórst þó þetta fyrir, að sagt er, sjálf- sagt vegna tímaleysis landshöfðingjans! j- 19, þ. m. andaðist Gísli Hjörtur Stefáns- son, húsmaður við Berjadalsá í Snæfjallahreppi, rúmlega þrítugur. — Hann var í sumar í kaupavinnu hjá madíl Vigdísi Einarsdóttur á Faxastöðum, en sýktist þar og dó. Gísli heitinn var stilltur maður, grandvar og vandaður i framkomu, og að ýmsu all-vel gefinn. — Stundaði hann formennsku nokkur siðustu árin, og var laginn til þess starfa, sem fleiri annara, en bagaði talsvert heilsuleysi. Hann var kvæntur Halldóru Bjarnadóttur, húsmanns Guðmundssonar við Berjadalsá, og lifir hún mann sinn; þau hjón áttu ekki barna. Þingmennskuframboð prófasts Þorvaldar Jónssonar segja kunnugir, að til þess sé stofnað, að reyna að sundra atkvæðum í Eyrar- og Hóls-sóknum, sem apturhaldsliðinu hafi staðið stuggur af. í báðum þessum sóknum tjáðu kjósendur sig á þingmál afundum í fyrra sumar eindregið fylgjandi stjórnbótastefnunni, svo að vonlaust var um atkvæðafylgi þaðan handa landshöfð- inSIa' °S apturhalds-flokknum, nema tekið væri til sérstakra ráða. Og svo varð þá ráðið, að reyna að púkka upp á brjóstgceðin, eða ístöðuleysið. — Búist við, að kjosendur yrðu þó má ske einhverjir svo hjartagóðir, að synja ekki presti sínum atkvæð- is, ef rækileg húsvitjun f'ram færi, og prestur yrði heitur i bæninni. 33n nu er eptir að vita, hve margir vilja styðja þessa sundrungarviðleitni þeirra prófasts og Hafstein’s. Það slys hafði hent Hallgrím biskup, að hestur datt með hann í Skagafirði, svo að hann meiddist i handlegg. — Hann kom því ekkert í land hér í kaupstaðnum, en var þó á ferli og bar hendina í fatli. Strandbáturinn „Skálholt“ kom hingað að norðan 13. þ. m„ og lagði aptur af stað héðan aðfaranóttina L5. s. m. Hr. verzlunarstjóri Jón Laxdal hefur eflaust fengið óþökk fyrir einlægnina, sem hann sýndi í kosninga-leiðangrinum i Bolungarvík um dag- inn, og birtist þvi hér, eptir beiðni hans, svo látandi: YBrlýsing. Herra ritstjóri! Jeg leyfi mér hér með, að lýsa því yfir, að ummæli þau, er höfð eru eptir mér i 27. tölubl. Þjóðviljans, í sambandi við þing- mennskuframboð þeirra Hafsteins og Þorvald- ar prófasts, eru ósanninda-uppspuni einhvers óhlutvands náunga, og að mér aldrei hefur komið til hugar, að brúka slik, eða nokkur þvílík ummæli, hvorki við Bolvíkinga eða aðra. Yfirlýsingu þessa óska jeg, að þér birtið í næsta blaði Þjóðviljans, sem út kemur. ísafirði 20. ágúst 1900. Jón Laxdal. En þar sem bréfkaflinn úr Bolungarvík er frá mjög skilríkum manni, þá dettur líklega fáum í hug, að byggjandi sé sérlega mikið á svona lagaðri yfirlýsingu. Annað mál er iiitt, að „klíkunni“ hér í kaup- staðnum hafi komið bermælgi hr. Ixtxdals all- óþægilega, því að það er ekki meiningin, að at- kvæðasmalarnir fleipri svona út í almenning öllu. sem þeir heyra, og leynt á að fara. En þar sem hr. Laxdal er enn all-ungur og óreyndur í tigninni. þá er ekki hart takandi á dálítilli óvarkárni, sem getur einmitt vottað áhuga í kölluninni. Fleiri i boði. Auk þingmannaefna þeirra, er getið var i síðasta nr. blaðsins, þá er ná fullyrt, að prófastur Janus Jónsson í Holti hafi einnig fastráðið að gefa kost á sér við alþing- iskosninguna hér í sýslu 1. sept. nœstk., og kvað hann hafa lýst þessu yfir á fundi að Mýrum í Dýrafirði ný skeð. í Norður-fsafjarðarsýslu mun síra Janus sára-lítið, eða alls ekkert fylgi hafa, og er því trúlegast, sem sagt er, að framboð hans sé aðal- lega í því skyni gjört, að ýta undir sum sókn-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.