Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1900, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1900, Blaðsíða 2
194 Þjóðviljinn afskipti þeirra af sumum stærstu nauð- synjamálum þjóðarinnar, að þetta er meining þeirra. Þeim þykir það ósvinna, eða jafn vel ósvífni, að vilja koma á þeim umbótum hór á landi, sem h?er- vetna annars staðar í hinum menntaða heimi, hafa reynzt hin sterkustu lypti- öfl þjóðlegrar menningar og velmegni- Sé um það að ræða, að fá verulegar bæt- ur á stjórnarfarinu, sem vér í heilan aldarfjórðung höfum að vísu talið lítt viðunandi, þá rísa þeir öndverðir gegn slíkum tilraunum, með því að leitun só á betra stjórnarástandi, en vér höfum. Só um það að ræða, að bæta úr peninga- leysinu, sem heldur oss niður í hyldýpi verzlunarskulda, og margháttaðs skræl- ingjaskapar, þá verða þeir líka ösku vondir, og segja, að hér sóu nógir pen- ingar, þótt vitanlega sé lítt mögulegt tímum saman af árinu, að fá meðaljarð- arverð lánað, nema hjá útlendum kaup- mönnum. Só talað um að komastí nán- ara samband við hinn menntaða heim, en vér nú hoíúm, ritsímalausir, mörg hundr- uð mílur frá öllum mönnum, þá telja þeir öll tormerki á slíkri viðleitni. Hins vegar klingir barlómsbjallan og eymdaróðurinn, vonleysið og trúleysið á framtíðinni eða á því, að þjóðin geti á ókomnum tíma átt von betri og bliðari daga, en að undanförnu, og þar af leið- andi lítil sem engin viðleitni á því, að búa í haginn fyrir sig og afkomendur sína á ókomna tímanum. Innan um allar þessar öfgar, ánægj- una með allan andhælis- og eymdarskap- inn, og sultarsuðuna og vantrúarvílið, er það hressandi, að lesa aðrar eins ritgjörðir eins og þessa ritgjörð Páls Briem. Þar er ómjúkum höndum tekið á sjáifbyrg- ingsskapnum og aðgerðaleysinu, en hins vegar bent á það, með einlægri trú á landinu, hverra ráða vór þurfum og eig- um að neyta, til þess að komast úr eyind- ar- og vesalmennsku-kútnum, og komast meir en að nafninu í tö)u siðaðra og sjálfstæðra þjóða. Það er saina, þótt maður sé ekki höfundinum að öllu leyti samdóma í smáatriðum. Höf. ritgerðar þessarar gerir fyrst grein fyrir því, að það só ekki landinu að kenna, hve búnaðarástandið só bágbor- ið, ekki muni þvi heldur um að kenna, að þjóðin só miður hæfilegleikum búin( en aðrar þjóðir. Aðalorsökina telur hann, hve lítið hefur verið lagt, til að efla bún- aðinn Þá telur hann peningaleysið, sem eitt af mestu ineinum búnaðarins, bændum hafi lengstum verið fyrirmunað, að fá peningalán, nema hjá kaupmanni, sem aptur hafi orðið orsök til hinna voðalegu verzlunarskulda. Bændur þurfá að fá lán með bagkvæmum kostum, og það sé skylda þjóðfólagsins, að sjá þeirri láns- þörf borgið. Þá er menntunarleysi og vanþekking landsrnanna, á flestu því, er að verklegum umbótum atvinnuveg- anna lýtur, alþýðan þurfi að fá meiri bóklega og verklega menntun. Þá fer hann nokkrum orðum um þann háska, sem landbúnaðinum só búinn af fjárkláð- anum, og getur þess jafn framt, að að- gjörðir Islendinga á því máli hafi sýnt, á hve raunalega lágu stigi þeir standi. Til útrýmingar fjárkláðanum þurfi að gera meira, en hingað til, og til varnar útbreiðslu berklaveikinnar, og miltis- brandsins, þurfi að reisa miklu rammari skorður, en hingað til hefur gjört verið. Höfundurinn tekur það fram, að það só hvorki hollt fyrir búnaðarframfarir vorar, nó í sjálfu sér rótt, að bera þær að eins saman við ástandið hér á landi, um aldamótin síðustu, þegar fólk og fón- aður dó hór úr hungri og harðrótti; ef vór viljum vera í tölu hinna siðuðu þjóða, þá verðum vór að bera oss saman við þær, og viljum vór reyna að verða þeim jafnsnjallir, þá verðum vór að taka upp á oss liinar sömu byrðar, eins og þær. Með samanburði á því, sem Danir leggja fram af ríkissjóði til eflingar bún- aði til lands óg sjóar, og því sem nú er lagt úr landsjóði til búnaðar hór á landi, sýnir höf., að til þess að vór leggjum tiltölulega eins mikið til þessa atvinnu- vegs, eins og samþegnar vorir í Danmörku, þá þurfum vór að auka fjárveitinguna til búnaðarins hjá oss um 200 þús. krónur á ári. Samkvæmt gildandi fjáriögum eru um 60 þúsund krónur veittar hvert árið á fjárhagstímabilnu til eflingar bún- aði til iands og sjóar, sem verður um 1 kr. á hvern mann í landinu; þessi sömu ár veita Danir 4,300,000 krónur, eða 4 kr. 30 aura á hvern mann. Sam- kvæmt þessu ætti því næsta þing að veita 260 þús. kr til búnaðarins. Þessu fó vill höfundurinn só, auk þess sem áður er talið, varið til jarðyrkju (tún- ræktar og engjaræktar), garðyrkju, kyn- bóta búpenings, sandgræðslu, skógarrækt- ar, eptirlits með útflutningi á ísienzkum verzlunarvörum (kjöti, smjöri, fiski o. fl.) ishúsa, búnaðarskóla og búnaðarbóka fyrir alþýðu, o. fl. o. fl. Það er i raun og veru eðlilegt, þótt þeir, sem hafa öfluga trú á því, að land vort geti með góðri meðferð fullkomlega jafnazt við þau lönd, sem nú eru talin miklu betri, og því framfleytt miklu fjöl- mennari og sælli þjóð, en hér býr nú, það er eðlilegt, þótt þeim renni til rifja, hve sorglega skammt vór enn erum kornnir áleiðis í þvi, að rækta landið okk- ar, og vilji þvi öfluglega heíjast handa, landi og lýð til viðreisnar. Verkefni það, sem þjóðin á hór fyrir höndum er mikið, og þessi útgjalda auki er lika stór- kostiegur, eptir þvi sem hór stendur á. í „Lögfrædingiu, og aptur i þessari rit- gjörð, sýnir höfundurmn það með tölum, að opinber gjöld hór á landi eru tiitölu- lega miklu lægri, en i flestum þjóðlönd- um Norðurálfunnar; er það þarfaverk gagnvart þeim, sem sifellt eru að klifa á þvi, hve skattarnir sóu háir hór landi, og ala með því eptirtölur og óánægju lýðsins yfir hverjum eyri, sem gengur til almennra þarfa. Hér á landi koma, XIV, 49.-50. samkvæmt skýrslu höf., liðugar 14 krón- ur á mann af öllum opinberum gjöldum, þar sem sams konar upp hæð í 7 helztu löndum álfunnar er 25—85 krónur á hvern mann. Höf. tekur það jafn vel í mál, að réttast væri að hækka þessi gjöld hór á landi upp í 25 krónur á hvern mann, eins og þau eru á Rússlandi, þar sem þau eru lægst, og hækkuðu þá tekj- ur landssjóðs um 700 þús. krónur frá því, sem nú er. Auðvitað yrði að fá þessar auknu tekjur með nýjum skatta- eða toil-álög- um á landsmenn; nóg er sjálfsagt með þessa upphæð að gjöra; það er ekkert efamál; en þó er eg viss um, að sá er margur maðurinn á landi voru, sem biður guð að kjálpa amtraanninum, að taka þetta í mál, og hugsar sér, að kom- ast undir eins til Ameríku, ef alþingi leiði þessa plágu yfir landið. Svona stórkostleg útgjaldahækkun á þjóðina allt i einu, væri líka að ýmsu leyti athugaverð. En væri hún gjörleg, þá teldi eg búnaðinum of lítið ætiað, að veita ekki til hans, nema 2/ý af þessari upphæð, eða 200 þús. kr, eins og höf. ætlast til. En jeg tel ekki gjörlegt, að hækka gjöld landsmanna svona mikið nú fyrst um sinn, allra sízt allt i einu. Eptir því sem tilhagar hór á landi, má búast við því að ekki sæist þegar i bráðina tiltölulega árangur af þessari hækkun. Eins og höf. hefur drepið á, hlýtur tölu- verður timi, og kostnaður, að ganga hór tii ýmislegs undirbúnings hinna verk- legu umbóta, auk þess sem ekki má ætlast til mikillar aukinnar veJgengni i landinu nokkur fýrstu árin eptir að byrjað er, þótt á stórkostlegum umbót- um só. Þetta athugar nú allur fjöldi fólks ekki nægilega; hitt finnur hann vel, þegar gjöldin vaxa, þótt i miklu minna mæli só, en hér er drepið á. Það gæti þvi farið svo, að landslýðurinn kynni al- þingi litla þökk fyrir svona stórkostlega iþyngd i gjöldunum, þætti ekki framtar- irnar að því skapi, eða velmegun sín, og teldi sig svo hafa brýnni hvöt, en nokkru sinni áður, til að komast úr íslenzku kúguninni vestur i Manitoba. Það verð- ur hér, sem annars staðar, að gera við því, sem er; þótt sumir hverjir hjali hátt um það, hve þingið só nánasarlegt við landbúnaðinn, þá er ekki þar með sagt, að þeir hinir sömu yrðu ánægðastir með stóraukin útgjöld, þótt til eflingar búnað- inurn væri. Það, sem enn fremur gjörir svona mikla hækkun viðsjárverða í minum augum, er hið nú verandi stjórnarfar vort. Meðan vór verðum að búa við hjáverkastjórnina dönsku, vantar oss mörg mikilvæg skilyrði fyrir því, að fé só haganlega og vel varið, sein lagt er til verklegra umbóta i landinu. Reynzl- an liefur sýnt, að þessi stjórn er ekki mikið fýrir, að gangast fýrir stórvægi- legum bótum á atvinnuvegum vorurn, enda er henni það lítt inögulegt; hún hefur í öðru að snúast. En slíkt er þó

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.