Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1900, Blaðsíða 4
196
ÞjÓÐVIL J INN.
XIY 49,—50.
Enn fremur gæti og koinið til mála,
að gera slíka fræðslu að skilyrði fyrir
fermingu, líkt og kunnáttu í skrift og
reikningi.
Að því er eldri kynslóðina aptur á
móti snertir, þá verða blöðin að vera enn
meira á varðbergi, en verið hefur, að
leiðbeina mönnum gegn lygunum og
blekkingunum, sem óklutvandir menn
beita, til að nota fáfræðina sér i vil.
Yerst er auðvitað að eiga við fáfræð-
ina í þeim sveitum, sem eru svo afar-
langt á eptir tímanum, að blöð eru mjög
óvíða lesin.
Þar hjálpar ekkert annað, en munn-
leg fræðsla, tíðar ferðir politiskra um-
farar-prédikara, sem bezt ætti við, að
kostaðar væru af politiskum félögum, er
rísa þurfa upp hér á landi sem allra
bráðast.
----------------
ísíirska kosningarlygin.
Herþjónustan! Herskatturinn!
Síra PáU Sívertsen, sóknarprestur
Staðar í Aðalvik, skrifar ritstjóra
„Þjóðv.“ 29. nóv. síðastl., sem hérsegir:
„Factor Hesteyrar (Sigurður Páls-
son) sagði beinlínis hér á Stað, og
lagði fyrir mig þá spurningu, hvort
jeg væri svo „ignorant44*, að vita ekki,
að Yaltýs-frumvarpið (stjórnarskrár-
breytingin) væri samkvæmt ritgjörð
hans í „EimreiðinnÞ, og hefði í fór
*) Þ. e. „fáfróður11.
með sér lierþjónustu og herskatt fyrir
Islendinga. Jeg kvaðst ekki vita það
af dagblöðunum, og efast um það,
þótt jeg hefði ekki lesið „Eimreið-
* U U
ína ..........
Þar sem nú þessi virðulegi(!) atkvæða-
smali íhaldsliðsins, factor A. Asgeirsson-
ar verzlunarinnar á Hesteyri, hefur jafn
vel eigi fyrirorðið sig fyrir það, að bjóða
menntuðum manni, sóknarpresti sinum
síra Páli Sívertsen á Stað, upp á þenna
staðlausa ómnninda uppspuna, og það
með þeim mikilmennsku derringi, sem
téðum verzlunarstjóra er svo laginn, og
bréf síra Páls ber með sér, þá má nærri
geta, að ekki hafi verið til sparað, þar
sem fáfróðir almúgamenn, og verzlunar-
skjólstæðingar verzlunarstjórans, áttu
hlutinn að!
Og svo er þessi piltur að bregða sér
margfalt vitrari og menntaðri mönnum
um fáfræði!
Hann, sem sjálfur — ef menn óverii-
skuldað ganga tit frá því, að ekki sé um
vísvitandi strákskap af hans hálfu að
ræða — gerir sig í sömu andránni sekan
í svo herfilegri vanþekkingu, er nefna
mætti „ignorantía crassa!“*
Eins og blað vort hefur tekið fram,
og „ísafoldu nú nýlega leitt rök að, þá
fer því svo fjarri, að nokkur minnsti
flugufótur só fyrir þessari sögusögn Hest-
eyrar-factorsins, að dr. Valtyr Guð-
nnmdsson hefur aldrei, hvorki í „Eimr.u,
né annars staðar, látið eitt einasta orð
*) „Ignorantia crassa". o: „fyrirtaks asnaskapur“
falla um herþjónustu eða herskatt, og
ekki hefur heldur neinn annar Islend-
ingur vikið svo mikið, sem einu orði í
þá átt, að kunnugt sé.
Sagan er þvi lyga-uppspuni frá upp-
hafi til enda.
Maður skyldi þvi ætla, að álit þeirra
manna, er leikið hafa sveitunga sína jafn
grálega, notað sór fáfræði og einfeldni
sumra þeirra jafn blygðunarlaust, til að
hnekkja aðal-velferðarináli þjóðarinnar —
væri héðan af ekki upp á marga fiska,
ef á annað borð nokkru áliti væri fyrir
að fara.
—' -S£Si3í>-»'—
Sýnishorn hermanna-lífsins.
(Eptir blaðinu „Public Opinion11.)
Einn af herinönnum Breta í Suóur-Afriku
ritaði 2. okt. siðastl. bréf til foreldra sinna, er
eiga heima í Maidstone á Englandi, og er þar,
meðal annars. komist svo að orði:
„Vér eigum nú, sem stendur, við mikið betra
fæði að búa, en að öðru leyti er ástand vort
mjög aumkvunarvert.
Fullur helmingur hersveitar vorrar hefur
ekkert, nema poka, til að hylja með nekt
sína.
Hvað sjáifan mig snertir, geng eg í rætl-
um og pjötlum. — Af skyrtunni minni er að
eins neðri parturinn eptir, og hefur eigi ver-
ið þveginn í íjóra mánuði.
Hvað buxurnar snertir, þá eru nú að eins
tætlur eptir af hálfri annari buxnaskálm, og
skó- og sokkabrögðin þannig, að jeg verð að
ganga berfættur.
Lýsnar ætla oss hreint iifandi að jeta;
daglega drep eg svo hundruðum skiptir, og
get þó ekki soflð um nætur.
Jeg get fullvissað þig um það, kæra móð-
ir, að jeg er ver á mig kominn, en 90 aflOO
af verstu flækingunum á Englandi.
182
brögðum og lygum, sem eg varð að grípa til, til þess
að sanna honum , að við værum gjörsamlega gjaldþrota.
Sála min kvelst sáran, er eg nú játa hór alla þessa
svívirðu, er eg hafði í framrni við einka-bróður minn.
Jeg fjölyrði hér þvi ekkert um þetta, en get þess
að eins, að fólagsskap okkar var slitið, og fékk hvor
okkar að eins nokkur hundruð krónur í sinn hluta, er
upp var gjört.
Hinrik var nú í efnalegu tilliti alveg eyðilagður
maður.
Hann byrjaði ofur-litla verzlun með vaðmál, lérept
O. fl., og hafði þannig naumlega fyrir sig og sina, en dó
í mestu fátækt og eymd.
En jeg, sem hafði stolnu fjármunina í höndum, af
mér er það að segja, að jeg, fyrir siðasakir, hætti verzl-
un stutta stund.
Að þeim tíma liðnum tók eg aptur til starfa, og
efldi rnjög eigur mínar, með iðni og atorku.
Og svo var heppnin mikil, er fylgdi fyrirtækjum
svikarans og bróðurmorðingjans, að jeg er nú að lokum
orðinn maður, sem á margar tunnur gulls.
En vertu viss um það, þú, sem lest þetta, að jafn
vist, eins og það er, að hegningin fyrir brot vor kemur
eigi ávallt strax fram við oss, að því er sóð verður, jafn
áreiðanlegt er það. að vér komumst þó eigi hjá henni,
fyr eða síðar.
Hvað mig snertir, byrjaði þó hegning mín sam-
hliða broti mínu.
Frá þeirri stundu, er þessar vondu hugsanir vökn-
uðu í hjarta mér, var jeg orðinn strangur og harðlynd-
ur maður.
191
henni. „Hefurðu þá ekki lesið það, Inger, að lögin um
útflutning svina hafa verið samþykkt i ....“
I hendingskasti þaut Inger út úr ðtofunni, og mér
virtist svo, sem hurðinni væri lokað heldur hranalega.
Eptir að eg hafði nú á þenna hátt komið mér í
mjúkinn hjá kvennþjóðinni í húsinu, hafði eg nú eigi
annað að gera, en að bíða rólega þess, er fram færi.
Já, rólegur vil jeg nú að vísu ekki segja, að jeg
væri, því að mér var mikil forvitni á að vita, hvernig
allt þetta færi.
Blöðin, sem lágu á borðinu, fyrir framan mig, hafði
eg þegar tvilesið, og klukkan var orðin langt yfir níu,
sem var vanalegi matmálstíminn.
Etazráðsfrúin hafði komið inn aptur, eptir nokkurn
tíma, og sezt í hægindastólinn, með prjónana sína.
Inger, sem lokið hafði, að leggja á kvöldborðið, var
líka komin inn í stofuna, og hafði sezt niður svo langt
frá mór, sem auðið var, og var það þó eigi venja hennar.
Hún heklaði í ákafa, eins og ætti hún líf sitt að
leysa, og mælti eigi orð frá munni.
Etazráðsfrúin skiptist á við mig nokkurum mein-
ingarlausum orðum, um veður og vind.
Það var auðsætt, að þær voru. bíðar mæðgurnar,
hálf-vandræðalegar.
Jeg var aptur á móti hinn rólegasti, og þótti
gaman að.
Loks —- já, loksins heyrði jeg, að forstofuhurðinni
var hrundið upp.
Tvær karlmannaraddir heyrðust.
inger varð nábleik, en etazráðsfrúin mjög her-
mennskuleg á svipinn.