Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1900, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1900, Blaðsíða 3
XIV 49,—BO. Þjó ðviljinn. 195 að sjálfsögðu hlutverk stjórnarinnar. Höf segir, að vér höfum nægilegt frelsi, til að efla atvinnuvegi vora; það er nú svo, en það er eg viss um, að hann ber ekki á móti, að oss vanti þá stjórn, sem ekki einungis er löggjafarþingi þjóðarinnar samkvæm í hvivetna, er til hagsbóta horfir landi og lýð, heldur sem beinlin- is gengst fyrir, og á sjálf upptökin til allra stærri og vandasamari framfarafyrir- tækja hjá þjóðinni. Þetta er beint hlut- verk stjórnarinnar, hennar, að búa allt slíkt sem bezt upp i höndurnar á al- þingi, með nákvæmurn rannsóknum á öllui er að umbótunum lýtur, og heimta svo af' þinginu fjárframlögin. Það er mikill munur á því fyrir hvert löggjafarþing, að hafa þá stjórn sér við hlið, sem get- ur helgað framförum og gagni þjóðar- innar alla krapta sína, og sem þingið getur jafnan leitað til með allt það, er það þarf að vita, til tryggingar góðum árangri af fjárframlögum þess til þjóð- legra framfara, eða að verða að fálma út í loptið, og bollaleggja fram og aptur, i meiri og minni óvissu, er um vanda- söm löggjafarmál er að ræða. Búnaðar- framfarirnar í Danmörku er ekki síður að þakka stjórninni, en þinginu, sem jafnan hefur verið þvi samkvæm og samtaka í því, að efla búnaðinn; dönsku þingmennirnir þurfa ekki að vaða í villu og svíma, um fyrirkomulag og fram- kvæmd búnaðarfyrirtækja sinna, stjórnin leggur allt upp í höndur þingsins, og getur jafnan gefið því skýrslur og skil- ríki fyrir öllu þvi, sem það þarf að vita, áður en það Jeggur fram féð. Þetta er nokkuð á annan veg hjá oss, hér er þingið að iniklu leyti einhent til slikra fyrirtækja, eins og ræður að líkindum, þar sern það alls ekki á kost á að sjá eða heyra, auk heldur vinna eitt augnablik saman við ráðherra Islands. Eimskipsútgerðin sæla, hefði eflaust farið öðru vísi, ef stjórnin hetði undirbúið það mál rækilega, og sýnt þinginu með skýrum rökum, og rannsóknum, kosti og löstu þess fyrir- tækis; líklega aldrei á þeirri útgerð byrj- að, og landssjóður þannig frelsaður frá stórkostlegu fjártjóni. — (Meira.) S. St. ----ooc^gooo--- Politisk fræðsla. Hornstrendingar hafa verið vittir, fyr- ir framkomu sina á kjörfundinum 1. sept. siðastl., og var slikt sízt um of'. Það er raunalegt, að reka sig á ann- að eins menntunar- og menningarleysi, reka sig á jafn gagngjörða fáfræði, að því er helztu þjóðmál vor snertir, eins og þar kom i ljós. Það er og í augum uppi, hve afar- skaðlegt það er þjóðinni, að eiga slika menn í kjósenda tölu, raenn, sem að því er til þjóðmálaþekkingar kemur, eru gjör- samlega, sem óskrifað blað, er hver ó- þokka-prakkarinn getur svo fyllt út með alls-konar lygum, eptir þvi sem bezt hentar honum. En því er miður, að það eru ekki Hornstrendingar einir, sem þenna dóm eiga. Það er víðar pottur brotinn hér á landi í þessú efni, en hjá útkjálkabörn- unum á Hornströndum. Kosningarnar ný afstöðnu, t. d. í Snæfellsnes- og Arnessýslum, hafa ómót- mælanlega fært mönnum heim sanninn um það, á hve afar-lágu menningarstigi fjöldi kjósenda eru staddir í ýmsum sveit- um lands vors. Það hlýtur þvi að fara að verða brenn- andi áhugamál allra, sem láta sér annt um framfarir þjóðarinnar, að fara að glima við þessa fáfræði, fara að leita ýmsra ráða, til að útrýma henni, svo ^að þjóðinni standi minni voði af henni eptirleiðis. Vitaskuld verður slikt ekki gert i fljótu bragði; það hlýtur að taka tölu- verðan tíma; en byrjuninni má þó fyrir enga muni fresta. Það hefur áður komið til mála, að gera eitthvert ákveðið stig politiskrar þebkingar að skilyrði fyrir kosningarrétti, og væri það í sjálfu sér mjög eðlilegt. I bráðina verður því þó ekki komið við, að binda kosningarréttinn slikum skilyrðum. En að þvi er æskulýðinn snertir, þá virðist oss sjálfsagt, að allur opinber kennslustyrkur væri bundinn þvi skilyrði, að unglingunum væri kennt hið helzta um skyldur þeirra og réttindi, sem borg- arar þjóðfélagsins. 192 Mér er enn, sem eg sjái, hvernig allt þetta gekk nú. Hurðin, sem vissi út i forstofuna, var opnuð. Pyrst kom etazráðið inn, og síðan Andrés Sk aarup. Etazráðið tók um öxl hans, og ætlaði að leiða hann til konu sinnar. Það var auðsætt, að hann bjóst jafn framt til þess, að halda dálítinn ræðustúf. Þetta fórst samt fyrir, því að í sömu svipan spratt etazráðsfrúin upp, leit til mín hæðnislega, eins og bygg- ist hún við, að gera alveg út af við mig, og kall- aði upp: „Já, þarna er hann! Velkominn kæri drengur Velkominn kæri tengdasonur minn!“ Að svo mæltu vatt hún sér að Andrési, og rak að honum rembingskoss. Mér hefði aldrei til hugar komið, að etazráðið gæti litið jafn heimskulega út, eins og í þessu augnabliki. Alveg forviða starði hann, ýmist á mig, eða konu sina, rétt eins og vildi hann sagt hafa: „Hverjum skollanum hefurðu nú fundið upp á, til þess að koma þessu til leiðar?“ Og Inger — hún var orðin stokkrjóð í framan, og sat, eins og negld við stólinn, og hafði ekki augun af Andrési. Hún vildi ekki trúa sínum eigin augum, og vissi ekkert, hvað hún átti af sér að gjöra. Að eins heyrði jeg, að hún hvíslaði í hálfum hljóð- um, þegar móðir hennar fór að kyssa Andrés: „Andrés! — en mamma!u 181 báðir verið eyðilagðir gjaldþrotamenn, fátækari, en mús- in í holu sinni. I þeim stýl, sem verzlun okkar bræðra var þá, hefði hún með engu móti getað staðizt jafn óstjórnlegt fjártjón. En Hinrik bróðir minn mátti nú gjarna fara að koma heim, þegar honum þóknaðist. Jeg var þess nú albúinn, að geta tekið á móti honum, sem eg vildi. Æ, jeg var, sem Kain, er beið bróður sins, til að myrða hann! Og vist er um það, að jeg sló hann þá með þeim vopnum sorgar og örvæntingar, að hann beið þess aldrei bætur. Hann rétti aldrei við i efnalegu tilliti upp frá því. Þegar hann kom heim, þá gekk allt, eins og jeg haiði búizt við. í ofsa-reiði sló hann mér þvi í nasir, sem kona hans hafði sagt honum frá, og krafðist þess, að verzlun- arfélagi okkar væri þegar slitið, svo að hann fengi sinn hluta eignanna, og þyrfti ekkert framar við mig earnan að sælda. Jeg svaraði honum þvi, að kona hans færi með lygi, en hvað félagseignir okkar snerti, þá hefðu þær farið til skollans, er skipi okkar hlekktist á, svo að naum- ast væri nú svo mikið eptir, sem þyrfti, til að borga þeim, er við skulduðum. Jeg vil nú ekki fara langt út í að lýsa því, hve örvæntingarfullur hann varð. Ekki hirði eg heldur að skýra hér frá öllum þeim

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.