Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.12.1900, Blaðsíða 6
198
Þjóðviljin;n.
XIV, 49 —50.
„Jöliannes Júlíus Havsteen, útskrifaður
úr Reykjavíkurskóla 1859. Cand. jur.
8. júní 1866, með 2. einkunn i háðum
prófum. Hann var fyrst á skrifstofu
amtmannsins í Holbæk, varð 1870
assistent í hinni ísl. stjórnardeild, og
var settur amtmaður í Norður- og
Austuramtinu 9. júní 1881“.
Verður nú af þessari skýrslu um lífsferil
mannsins dregin sú ályktun, að hann
muni öðrum bærari til þess, að gerast
dómari, að því er lögfræðisþekkingu
annara snertir?
Mjög fer því fjarri.
í stað þess er ritstjóri blaðs þessa tók
lögfræðispróf við háskólann að eins 41 /2
ári eptir það, er hann varð stúdent, og
hlaut 1. einkunn (lofseinkunn) fyrir kunn-
áttu sína, þá ber lífsferill amtmannsins
með sér, að liann hefur verið að nudda
við lögfræðisnámið í 7 árin fuU(!), og ept-
ir allan þenna óvanalega langa námstíma,
þá er þó lögfræðisþekkingin eigi burð-
ugri, en svo, að hann hlýtur 2. einkunn(J)
í báðum prófum(!)\
Þetta var nú dómur sjálfra háskóla-
kennaranna um lögfræðisþekkingu vors
núverandi virðulega amtmanns.
Skrifarastaða hans hjá amtmanninum
í Holbæk, og í ísl. stjórnardeildinni —
þar sem hann að líkindum að eins hefur
verið notaður til þess, að afskrifa bréf,
eða annast önnur kontórstörf, sem enga
lögfræðisþekkingu þarf til — getur held-
ur eigi álitizt, að hafa gert amtmann
bærari til dómarastarfa i ofan greindu
efni.
„En raaðurinn var skipaður amtmaður,
kann svo einhver að segja.
Hlýtur ekki þar i að felast, að mað-
urinn hafi öðrum fremur verið álitinn
löglærður?“
Fjarri fer því.
Konunglega útnefningin sjálf gerir
vitanlega engan, hvorki fróðari, né fá-
fróðari i einu né neinu.
Maðurinn verður alveg samur, hvað
þekkinguna snertir, eptir sem áður.
Og útnefningin felur ekki einu sinni
í sér neitt álit um lögfræðisþekkingu
mannsins fram yfir aðra, það vitum vér
Islendingar ofur- vel.
Reglan hefur all-optast verið sú, að
æðstu embættin hér á landi hafa verið
skipuð þeim mönnum, er verið hafa í
isl. stjórnardeildinni í Kaupmannahöfn
lengur eða skemur.
Sumir embættaspekulantar hafa því
reynt að þroka þar sem lengst, unz hér
á landi losnaði eitthvert það embætti,
sem þeim þótti sér boðlegt að launum.
Og þetta var leiðin, sem Júlíus Hav-
steen gekk til amtmannssætis síns.
í full 11 árin þrokaði hann, og
þrokaði, í stjórnardeildinni ísl. í Kaup-
mannahöfn, alltaf vonandi og mænandi
til kjötkatlanna.
í Kaupmannahöfn gekk um þær mund-
ir, er Júlíus varð amtmaður, auk þess
sú sagan, að Oddgeiri sáluga Stephcnsen,
sem þá var deildarstjóri í stjórnardeild-
inni, hefði eigi líkað við Havsteen — með
eða án ástæða, látum vér |ósagt —, og
gripið því tækifærið fegins hendi, að gera
hann að amtmanni(!) — —
Þá kemur loks til rannsóknar, hvort
amtmannsframkvæmdir hr. Júlíusar Hav-
steen, er lögfræðisþekkingu þarf til, hafi
verið slíkar, að álíta verði, að hann á
seinni árum hafi tekið sér svo fram í
lögfræðinni, að hann sé nú einmitt orð-
inn sá maðurinn, er bærastur sé um það,
að kveða upp dóminn, að því er lögfræð-
isþekkingu annara snertir.
I þessu efhi getur framkoma amt-
manns í botnvörpumálinu, í máli síra
Halldórs, í máli síra Bjarna Þórarinsson-
ar, i sakamálsrannsókninni gegn Eiríki
meistara Magnússyni, í málaþrefi amt-
manns við ritstjóra „Austra“, o. fl. o. fi.,
verið til dágóðrar leiðbeiningar.
Og einmitt af því, að enginn efar
góðan vilja, og þann einlæga ásetning
Júlíusar amtmanns, að þræða götu rétt-
arins, þá verður almenningsdómurinn óefað,
fyr og síðar, sá, að fáir séu óbærari, að
dœma um lögfrœðiskunnáttu annara, en
einmitt Jú 1 íus amtmaður Havsteen.
Að minnsta kosti þorir ritstjóri
„Þjóðv.“ óhræddur að eiga það undir, að'
dómur þessa „lögspekings“ verður ekki
talinn óyggjandi, að því er lögfræðis-
þekkingu hans snertir.
Hvað skal blindur dæma um lit?
Að svo mæltu kveðjum vér þá amt-
mann Júlíus Havsteen, árnandi honurn
allra heilla á öldinni, sem í hönd fer.
Ritað í aldarlokin 1900.
Skúli Thoroddsen.
184
og beri því að skila erfingjum bróður míns ijárhluta
þessum óskertum.
Svo er það og von mín, að Hann, sem allan frið
gefur, muni miskunna sig yfir mig, veita mér hvíld og
rósemi í gröf minni, og frið og ánægju í sinu himn-
eska ríki“.
Með eigi alveg eins fallegri rithönd, hafði svo
mánuði síðar, að því er dagsetningin sýndi, verið bætt
aptan við þessum orðum:
„Æ, andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið
er veikt!
Sú hugsun er mér óbærileg, að helmingur gulls
míns og eigna skiptist að mér látnum til þeirra manna,
sem mér er svo fjarska lítið um.
Látum Hann dæma, sem dómurinn til heyrir.
Jeg fel erfðaskrána í gömlu skræðunni þeirri
arna, dyl hana fyrir heimsins augum.
Sé það guðs vilji, að henni verði fullnægt, þá
finnur hana hér vissulega einhver, og réttlætið fær
framgang.
Annað get jeg ekki. Guð fyrirgefi mér synd mína“.
Þegar upplestrinum var lokið, sátum við báðir,jeg
og etazráðið, nokkra stund þegjandi, hvor við annars
hlið, og hvor með sínar hugsanir.
Ekkert heyrðist, í ma gangurinn í Borgundarhólms-
klukkunni við gluggann.
Mér var, sem eg sæi gamla Franz Hansen glögg-
lega fyrir framan mig, eins og hann hafði birzt mér í
drauminum nóttina góðu, er hann gekk við hlið mér, og
studdist fram á staf sinn, og sagði mér æfisögu sína, er
189
Jeg hugsa helzt, að kvenn-tígrisdýr, sem er að
verja unga sina, muni hafa notkkuð svipað augnaráð, eins
og augnaráð Amalíu varð nú.
Þrátt fyrir fituna, mátti heita, að hún sprytti upp
af stólnum, og sagðist ekki vilja heyra eitt orð til mín
framar.
Maðurinn sinn vissi víst vel, hvað hann gerði.
Væri það hans vilji, að fá Andrés Skaarup, sem
tengdason, hlyti hann að hafa sínar ástæður til þess, og
vildi hún þá einnig, að hann yrði tengdasonur þeirra.
Jeg skyldi láta það ógert, að vera að reyna, að
æsa hana gegn manni sínum.
Og hvað orðin fífl og vitfirringur snerti, þá hefði
jeg sjálfur, á góðu árunum, sýnt, að jeg væri hvorttveggja
þetta sjálfur.
Frúin vék með orðum þessum að því, er eg var
að draga mig eptir henni í gamla daga, og hamingjan
veit, að hér hafði hún rétt að mæla.
Að endingu kvaðst hún svo ætla að láta mig vita
það, að kæmi Andrós Skaarup hingað i kvöld, skyldi
hún taka honurn með opnum örmum.
Meira að segja, hún skyldi kyssa hann.
Já, það skyldi hún vissulega gjöra.
Eptir alla þessa dembu, sem hafði á mig mjög
hressandi áhrif, stfunzaði etazráðsfrúin mjög hátignarlega
út úr stofunni.
Hún opnaði borðstofudyrnar, þar sem Inger var inni
fyrir, að leggja á kvöldborðið, og kallaði til hennrtl
„Inger! Láttu einum diskinum fieira á borðið, góða
mín — við eigum von á gesti í kvöld".