Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1901, Side 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.01.1901, Side 3
Þjóðviljinn 203 XIV, 51,—52. Samtal nítjándu og tuttugustu alda, flótttM milli iess 31. des. 1900 og 1. janúar 1901. Nítjánda öld: Þrungin lýk eg þess’ri göngu þreytt, en glöð frá mínum stöðum, vel hef eg frægðir yðar alið, og orku marga kelzt til bjargar; kennt yður marga hagsæld henta, hvatt til dáða’ á sjó og láði, hrundið deyfð, en auðgað anda öflgri mennt, til frama hentri. Lét eg ganga unnar otra eldi knúða lands að flúðum, póstum fjölgaði’ um fold og rastir, flýtti skjótum ráðabótum; brúaði vötn, og bætti vegi, búa-lýð til hags og prýði. Reisti háar hallir glæstar, heimti rótt, og fjárstjórn setta. Syng eg nú á stillta strengi, stæri mig af sonurn kærum, skáldin mín, á öllum öldum, eiga hrós í snilldar ljósi. Fræðimenn svo engi áður orkaði slíkra verða glíki, alið hef eg í ossu skjóli, ísa-þjóðar stærsta hróður. Mál og sögu hof eg hulið hlifðar-skildi, táknin snilldar. G-eym þú, dóttir, mest af mætti, megin hróður Frera-þjóðar. þess mig væntir, að afspring ossum auðnist dáð yfir kjörgrip ráða. Vertu sæl, eg bregð mér burtu, býð þér, dóttir, góða nóttu. Tuttugasta öld: Það er satt, er mæltir, móðir, marga dáð þú vannst með ráði, reyndir margt á lög, sem landi, lént er fengi sældar gengi. Vant er margs, sem helzt þó hentar, og hnignun tóm í þjóðar blóma; vel er ei gætt, hve við þú skilur, en votta sóst fyrir ýmsum brestum. Greld eg þess á æsku aldri, elliglöp og róttar töpun verið hefur þór, móðir mæra, mesta slys, og útlent glysið; fjandlegt glingur fjarra landa flutt hefur þú að ossum búum, tildur og sljáleik voða veldis váligt hefir þú börnum gefið. Tek eg nú við fjölda Freka, fals og lygð er efst í byggðum. Leti og deyfð — er áþján otar — embættlinga — hug minn þvingar; vinna skal þó vel að sönnu verk mín öll i minni köllun. Farðu, móðir, vel, þér verður vunnin hróður meðal þjóða. S. Or. B. Markaður fyrir saltfisk í Hollandi. Fær- eyingar hafa tvö undan farin ár gjört tilraun með fisksölu í Hollandi, og hafa þær tilraunir tekizt fremur vel, að því er blaðið „Dimmalætting“ skýrir frá. Hollendingar kaupa einkum málfisk, sem saltaður er i tunnur, og fiuttur þann- ig til Hollands, og skiptir það auðvitað mestu, að allri meðferð á fiskinum só hagað svo, sem Hollendingar vilja vera láta. Sem dæmi þess, hvernig fisksölutil- raun þessi hafi tekizt, getur „Dimma- lættingu þess, að skipstjóri N. Andreasen hafi síðastl. haust látið skipið „01ivia“ fara til Vlaardingen á Hollandi, með rúm 250 sk/á af söltuðum fiski, og 1200 lif- andi þorska, er skipið hafði aflað við Is- land, og hafi afli þessi selzt í Vlaarding- en fyrir rúm 11 þús. krónur, sem sé 3 þús. krónum meira, en aflinn hefði getað selzt bezt á Bretlandi, þrátt fyrir hið háa fiskverð, sem verið hefur í ár. Það er vonandi, að Islendingar reyni einnig fiskmarkaðinn á Hollandi, áður langt um líður, og væri þá sjálfsagt rótt- asta byrjunin, að fá hingað mann frá Hollandi, er vanur væri saltfisksverkun þar, og má að líkindum ganga að því vísu, að alþingi myndi fúslega leggja fram fé nokkurt, til að standast þann kostnað, ef t. d. útgerðarmannafélagið við Faxaflóa vildi gangast fyrir því. ísafirði 12. jan. 1901. Tíðarfar. Síðan á nýjári hafa gengið hlák- ur og rosasöm veðrátta. Ur (tnundaríirði er skrifað 2. þ. m.: „Síðan 200 „Hvar jeg var seinni part þeirrar nœtur, man eg nú eigi. En hitt man eg, að kominn var heiðbjartur dagur, þegar jeg stóð aptur tyrir utan húsið, er eg bjó í. Jeg opnaði herbergishurð mína, og sá, að rúm mitt var fullt af gipsi og kalki. £>að hafði hrunið stykki úr loptinu um nóttina, og þar undir hefur þá aukapersóna mín, eða minn annar jeg, orðið. Hvort þetta hafi orðið mér til góðs? Opt er eg þeirrar skoðunar, herrar mínir, því að maður sá, er nú situr hér hjá ykkur, er allur annar, en inaðurinn, sem gekk heim til sín marznóttina góðu, eptir að hafa kvatt unn- ustu sína, með blíðu og viðkvœmni, á afmœlisdegi hennar. Hann er breyttur orðinn, og það ekki að eins í sjón. Og hvað lízt yður nú, lœknir minn, um ímyndunina þessa, sem var svo nœrgœtin, að svipta mig unnustunni, en frelsa díf mitt í staðinn?" 193 Síðan sneri hún sér að mér, og mælti ofur-vand- ræðalega: „Frits frændi — er þetta í raun og veru, sem mér sýnist?" „.Já, vist er svou, svaraði eg. Hún gekk lika vonum bráðar úr skugga um það, er faðir hennar leiddi Andrós til hennar, og sagði, að nú væri allt jafnað aptur, og mætti hún því gjarna, bæði trúlofast og giptast elskhuga sinum. Og enn ljósara varð henni þetta, er Andrés tók hana i faðm sér, og kyssti hana í fyrsta skipti, í viður- vist foreldra hennar. Hún ýmist grót þá eða hló, hló eða grét — svo sæl var hún með sjálfri sér. . Og Amalía, vinkonan mín gamla, þessi viðkvæmi aulabárður, sem awðvitað skildi ekkert, hvernig í öllu þessu lá, hún komst svo við, að hún féll um háls manni sínum, og fullvissaði hann aptur og aptur um það, að hann væri hyggnasti og bezti maður í heimi, og að allt, sem hann gerði, væri jafnan hið eina rótta, og þ*ð mundi hún segja til síðustu stundar. Sjálfur st,óð jeg í einu stofu-horninu, og var sjón- arvottur að gleðinni, sem skein út úr þeim öllum. Hafði eg staðið svo góða stund, og haft yndi af að horfa á ánægju og blíðulæti ungu brúðhjónaefnanna, þegar Inger sleit sig loks lausa af Andrósi, og kom til mín. Hallaði hún höfði sínu að brjósti mór, leit á mig brosandi út undir eyru, og mælti: „Frits frændi! Jeg skil ekkert í því, sem skeð hef- ur i kvöld, og veit, ekki. hvernig á þvi stendur, en það finn jeg á mór, að án þinnar hjálpar hefði þetta aldrei orðið, og að jeg á þetta þér að þakka, kæri, góði Frits frændi!u Kvöldið varð oss nú óvenju skemmtilegt. Etazráðið gæddi oss á kampavíni, og klukkan var komin á tólfta timann, þegar vér loks skildum, — en

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.