Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.02.1901, Page 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur.,og [
í Ameríku doll.: 1.50. ]
Borgist fyrir júnímán- I
aðarlok.
ÞJÓÐVILJINN.
- :[= Fimmtándi ÁROANÖDB. =| ■=-
Uppsögn skrifleg, ögild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. dagjúm-
mánaðar, og kaupandi
samhliöa uppsógninni
horgi skuld sína fyrir
blaöið.
M 5.-6.
ÍSAFIRÐI, 14. FEBR.
19 0 1.
Biðjið ætíð um:
Otto Monsteds
Danska smjörlíki,
sem er alveg eins notadrjúgt og úragðgott, eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til
óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin.
Pæst Lijá
Útlöncl
Síðan um áramótin hafa verið all-
miklar veðurhörkur, frost og SDjóar, ekki
að eins í norðanverðri álfu vorri, heldur
jafn vel suður i Austurriki og Rumeníu;
skipaferðir hafa teppzt á Dóná, vegna
ísa, og járnbrautarlestir stöðvazt í Rum-
eníu, vegna snjóþyngsla. Á stöku stöð-
um í Rumeniu urðu menn úti í janúar-
mánuði, og mælt er, að hungraðir úlfar
hafi farið þar um í hópum, ráðið á stöku
menn, og jetið.
28. des. síðastl. var ofsaveður við
Bretlands streDdur, er o)li mörgum skip-
ströndum, og manntjóni talsverðu. —
16.des. síðastl. strandaði þýzkt herskip,
„Gneisenau“ að nafni, í nánd við Ma-
\aga á Spáni, og drukknuðu 84, þar á
meðal ýms liðsforingjaefiii. — —
Danmörk. Þaðan er þeirra tíðinda
að geta, að flokkur hægrimanna í lands-
þinginu hefúr nú klofnað í tvennt, út af
ágreiningi um skattalögin. Kom þetta
berlega í Ijós við nefndarkosningu í
skattalagamálinu, er Friis greifi Friisen-
borg, og átta hægrimenn aðrir, snerust
gegn stjórninni, svo að ráðaneytið hafði
að eins eins atkvæðis meirihluta við
nefndarkosninguna, og í þeim meirihluta
voru atkvæði fjögra ráðherranna, sem
landþingismenn eru. Það lá því mjög
nærri, að ráðaneytið færi frá völdum, þar
sem breyting skattalaganna er aðal-mál-
ið á „programi“ þess, en mótflokkurinn
einvaldur í fólksþinginu. I>ag er þv{
talið mjög hæpið, að ráðaneytið Sehested
Sltji lengur, en fram í næstk. aprílmán-
u^, eða fram yfir þingkosnÍDgarnar til
fólksþingsins, sem þá eiga fram að fara.
f A^iáranóttina 1. janúar síðastl. and-
aðist i Kaupmannahöfn dr. Sophus
Schandorph, fæddur 8. maí 1886, eitt af
goðskaldum Dana. — Hann veiktist af
hálf-visnun, eða máttleysi, í síðastl. marz-
mánuði. Dönsk blöð segja, að spákona
ein hafi einhverju sinni spáð Schandorph
því, að hann lifði eigi fram yfir alda-
mótin, og hafi hann verið farinn að
leggja trúnað á það, eptir að hann veikt-
ist, þótt laus væri hann annars við hjá-
trú, enda andaðist hann og aldamóta-
nóttina. — —
Bretland. Eins og getið var í
l.~ 2. nr. blaðs þessa kom þing Breta
saman í Lundúnum til aukafundar 8. des.
síðastl., til þess að ræða um nýjar fjár-
veitingar til Búa-ófriðarins, og var það
fé veitt viðstöðulítið, þar sem ráðaneyt-
ið ræður miklum meiri hluta atkvæða á
þinginu.
Frjálslyndi flokkurinn gerði þó all-
snarpar árásir á stjórnina, út af Búa-
ófriðinum, og taldi hana hafa sigrað í
kosningunum síðastl. haust með svikum
og blekkingum, þar sem látið var þá i
veðri vaka, að Búa-striðinu mætti heita
lokið, og yrði þó nú allt annað efst á
teningunum.
Þá var það og annað kæruatriðið
gegn stjórninni, að Scdisbury hefði tekið
marga ættmenn sina inn í ráðaneytið,
eptir kosningarnar, og óskaði Rosebery
lávarður Salisbury i spaugi til hamingju,
að vera höfuð slikrar ættar, er ætti svo
marga ágæta stjórnvitringa, miklu fleiri,
en dæmi væru til í veraldarsögunni um
nokkura aðra ætt; en eins og Gyðingar
hefðu forðum gert prestsembættin arf-
geng hjá einni ætt, Lew-ættkvíslinni,
eins virtist nú stjórnarformennskan i
Bretaveldi eiga að verða arfgeng hjá
ættinni Cecil (ætt Salisbury’s), enda kalla
nú ýmsir ráðaneytið „hotel Cecil“, eptir
gistihúsi einu í Lundúnum, er það nafn
ber.
Þá fékk og Chamberlain, nýlenduráð-
herrann, ekki síður að heyra það, að
hann hefði notað sér Suður-Afríku ófrið-
inn, til þess að auðga ætt sina, sem grætt
hefði fé, svo milj. skipti, við sölu ýmsra
nauðsynja og hergagna til ófriðarins.
Svo er að sjá, sem skoðanir manna á
Bretlandi séu nú og sem óðast að breyt-
ast, og þeim röddum einatt að fjölga, er
semja vilja frið, og unna Búum sann-
girni.
Má í þvi efhi einkum benda á það,
að blaðið „Daily News“, eitt af aðal-
blöðum frjálslynda flokksins, sem verið
hefur ófriðnum fylgjandi, hefur nú eptir
áramótin snúið álveg við blaðinu, harmar
það sáran, að Gladstone sé nú fallinn frá,
því að hyggni hans og réttlætistilfinning
hafi áður frelsað ríkið frá grimmum og
langvarandi ófriði, er hann viðurkenndi
sjálfstæði Búa-lýðveldanna.
Roberts lávarður, er haft hefur yfir-
herstjórn Bretahers i Afríku, var nýlega
kominn heim aptur til Bretlands, og hef-
ur nú Kitchener tekið við yfirherstjórn-
inni. Þykir hann miklu óhlífnari, og
harðvitugri maður, en Róberts, og fer
mjög orð af því, að hernaðaraðferð
Breta líkist lítt siðaðra manna athæfi,
þar sem bóndabýli séu brennd til ösku,
akrar eyðilagðir, o. s. frv.
Landar Búa í A’ap-nýlendunni, er
lýtur yfirráðum Breta, hafa nú og ný skeð
haldið fjölmennan fund í Worcester, og
enda þótt fleiri þúsundum brezkra her-
manna væri skipað þar umhverfis fund-
arstaðinn, samþykktu þeir þó einhljóða
áskorun til Bretastjórnar þess efnis, að
ófriðinum sé hætt, og Búa-lýðveldin við-
urkennd, sem sjálfstæð og óháð ríki, og
hafa þeir gjört sendinefnd á fund Alfrid
Milners, landstjóra Breta þar syðra, og
aðra til Lundúnaborgar, til þess að fram-
fylgja áskorun sinni sem kröptuglegast.
Ný skeð héldu og fulltrúar írska
þjóðfélagsins fund mikinn í Dublin, og
lýsti sá fúndur í einu hljóði fordæmingar-
dórni yfir ófriðinum.
ý Látinn er á Bretlandi 27. des. síðastl.
Armstrong lávarður, fæddur 26. nóv. 1810.
Hann var kaupmanns sonur frá Newcastle
on Tyne , nam lögfræði, og gjörðist um
tíma málfærslumaður, en gaf sig síðan
allan að verklegum fyrirtækjum, fann
upp apturhleðslufallbyssu 1856, sem mjög
þótti taka fram fallbyssum þeim, er áð-
ur voru notaðar, enda græddi hann á því
of fjár, og átti stórar smíðaverksmiðjur í
grennd við Newcastle on Tyne, þar sem
yfir 20. þús. manna gengu daglega að
vinnu; en alls hafði hann um 70 þús-
undir manna í atvinnu. Hann var tek-
inn í lávarða tölu 1887.
14. jan. siðastl. andaðist enn fremur
dr. Creigthon, biskup í Lundúnum, fædd-
ur 1843. — —
Búa-ófriðurinn. Öllum fregnum
ber saman um það, að Búar séu enn
hvergi nærri að þrotum komnir, og hafa
þeir gert Bretum svo margar skráveifur
nú upp á síðkastið, að töluverðum óhug
hefur slegið að mönnum heima á Bret-
landi, og er fullyrt, að Kitchener, sem
nú hefúr herstjórn Breta á hendi þar
syðra, hafi skrifað heim, og óskað, að
sendar yrðu þegar á ný 40 þús. vopnaðra