Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 anr.,og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
M 13.-14.
II
ÞJÓÐVILJINN.
Fimmtándi ábganöub.
RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN.
ÍSAFIBDI, 26. MAKZ.
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sétiiútgef-
anda fyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
borgi skuld sína fyrir
blaðið.
19 0 1.
Biðjið ætíð um:
Otto Monsteds
Danska srrijörlíki,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stœrsta í Danmörku, og býr til
óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gœðin.
Fæst nja liaiipmönniiimm.
tT tlönd..
I útlendum blöðutn, er ná til loka
febrúarmánaðar, höfúm vór séð þessara
tíðinda getið:
Kaldur vetur. í febrúarmánuði
hafa verið all-mikil frost, og fannkómur
talsverðar, einkum í syðri hluta álfu
vorrar. — I París helfrusu 4 tnenn þar
á götunum 17. febr., og í Madríd, höf-
uðborg Spánar, var frostið um þær mund-
ir 9 stig. —- I borginni Murcia á Spáni
voru götur allar snævi þaktar, og hefur
slikt aldrei sést þar fyr i minni núlif-
andi manna. — Mælt er og, að Róma-
borg hafi, síðan um áramótin, verið líkari
borg á Norðurlöndum, en bæ á Ítalíu.
I Odessa á Suður-Rússlandi var 6
stiga frost 25. febr., og snjóþyngsli svo
mikil, að járnbrautarlest, sem var á ferð
þangað, fennti inni, og sátu þar 1000
manns vistalausir í 3 4 daga.
Á NorðurlÖndum voru og talsverðir
kuldar, og isalög í Eyrarsundi, milli
Helsingjaeyrar og Kaupmannahafnar, svo
að ísbrjótinum veitti mjög örðugt, að
brjóta rennu fyrir gufuskip. — —
„Influenza“-veikin hefur gengið
í Noregi, og víðar, í febrúarmánuði, og
sýktust i Kristjanhi 1—2 þús. manna á
viku. — Ekki er þess getið, að pestin
sé mjög skæð, en þó hafa nokkrir látizt
úr eptirköstum hennar, eins og vant er.
Danmörk. Þar var all-tíðindalítið;
fyrirsjáanlegt, að skattalögin nái eigi
fram að ganga á þinginu, enda þótt
deiri hlúti lándþingsnéfndarinnar hafi
reynt að þræða nokkurs konar meðalveg
milli stjórnarfrumvarpsins og frumvarps
utanþingsnefndarinnar, sem fólksþingið
fylgir.
Stjórnin stendur nú nokkuru bétur að
vígi i landsþinginu, en fýrst eptir sundr-
ungu hægrifiokksins, þar sem tveir lands-
þingsmenn úr mótflokki hennar eru ný-
lega látnir. — Hún hefúr því, sem stend-
ur, þriggja atkvæða atkvæðamagn í
landsþinginu.
Nýlega lagði stjórnin frv. fyrir fólks-
þingið, og vill fá lagaheimild, til þess
áð taka 25 milj. króna ríkislán, er varið
skal til nýrra járnbrautarfytirtækja o. fl.
— Taka vinstrimenn því all-dauflega, og
fórust Chr. Hage, foringja vinstrimanna
svo orð, að stjórnin gæti ílla vænzt
þess, að vinstrimenn vildu leggja svo
mikið fé í hehdur henni, nema hún vildi
gefa skýra yfírlýsingu þess efnis, að hún
gripi undir engum kringumstæðum til
bráðabirgðafjárlaga; en stjórnin fór þá
undan í flæmingi, og vildi ekkert ákveð-
ið láta uppi um fyrirætlanir sínar í þvi
efni.
Sira Anton M. Jensen, presti á Harbo-
eyri, hefur stjórnin ný skeð vikið frá
embætti, af því að hann, þrátt fyrir á-
minningar kennslumálaráðherrans, hélt
áfram, að pródika á móti helvítiskenn-
ingum kirkjunnar, er hann telur and-
stæðar gæzku og vizku guðs.
Sira Jensen hefur nú gefið út tólf
prédikanir eptir sig („Kristendom for
mig. Tolv Hverdags Prædikeneru), og
telur hann þar aðal-atriði trúarinnar í
því inni falin, að skoða guð, sem föður,
og bera til hans barnslegt traust, og
breyta vel við náungann. Spurninguna
um guðdóm Krists vill síra Jensen láta
liggja á milli hluta, teiur það ekkert
aðal-atriði, ef menn að eins aðhyllist
kenningar hans, og hafa þessar pródik-
anir síra Jensens flogið svo út, að önnur
útgáfa var þegar í vændum. —
Noregur. Bankahrun. í
vetur fór privat-banki einn í Kristjaniu
á höfuðið, vegna fjársóunar og óspilunar-
semi bankastjóranna, sem notað höfðu fó
og lánstraust bankans til ýmis konar
„speculationa“, er mishepnazt höfðu
herfilega. — Námu skuldir annars banka-
stjórans, er Arntzen nefnist, alls 788,400
kr.. en eignir að eins 10,400 kr.; og þó
var enn ver ástatt hjá hinum bankastjór-
anum, Schmidt að nafni, sem skuldaði
alls og alls 742,900 kr., en átti að eins
eignir, sem metnar voru 540 kr. virði!
Slíkir menn kunna að nota lánstraustiðl
Fjöldi fátækra manna hefur við brnka-
hrun þetta misst allt það fó, er þeir
höfðu saman sparað.
Arntzen baDkastjóri var dæmdur í 20
daga vatns og brauðs hegningu. —
Bretland. Þing Breta tók til
starfa 14. febr., og las Jqtvarður kon-
ungur sjálfur upp boðskapinn til þings-
ins, og brá sér nokkuru siðar til Þýzka-
lands, til að heimsækja Vilhjálm keisara,
frænda sinn.
Að erfðum eptir móður sína, Victoriu
drottningu, er mælt, að Játvarður konung-
ur hafi fengið 500 milj. króna, og stend-
ur hann sig þvi þolanlega, þegar árlegu
konungslaunin bætast við, enda þótt sagt
sé, að hann hafi skuldað 60 milj. króna,
áíjur en hann tók konungstignina.
Játvarður konungur hefur látið birta
ávarp, út af ríkistöku sinni, og láti
drottningarinnar, sem hann stýlar til
„þjóðar sinnar fyrir handan hafiðu. —
Hann hefur og hraðritað Kitchener lá-
varði, aðal-herforingja Breta í Suður-Afr-
íku, að síðustu orð Victoriu drottningar
hafi lotið að ófriðinurn, og kvað það satt
vera, því að siðustu orðin, sem hún
heyrðist mæla, kvað hafa verið: „Ó, að
friður kæmist áu. Er þetta haft eptir
einum þjónustusveini, er var við staddur
lát drottningarinnar, en venzlaraenn
hennar vilja sem minnst um síðustu æfi-
daga hennar tala, því að hana kvað þá
hafa sótt hugsýki mikil, út af ófriðinum,
og öllum þeim hörmungum, er hann hef-
ur valdið, og var þess þó sem vandleg-
ast gætt, að dylja hana, sem auðið var,
allra sorgar-tíðinda frá ófriðarstöðvunum.
All-mikla eptirtekt vakti það, er ut-
anríkisráðherra Breta kvað svo að orði i
þingræðu 19. febr., að „allir hershöfðingj-
ar Breta í Suður-Afríku væru orðnir
þreyttir og leiðir á ófriðinum, og þörfn-
uðust hvíldar, svo að aðrir yrðu látnir
taka við af þeimu.
Blaðið „Daily Newsu telur og heimsku,
að halda ófriðinum áfram, og miklu nær,
að semja frið, sem hraustum drengjum
sé samboðinn, enda hafi það verið mis-
ráðið, að fela Milner landstjórn í lýð-
veldunum, þar sem hann só jafn vel
ineira hataður af almenningi, en gull-
kóngurinn Cecil Rodes.
En þó að þeim flokki fjölgi nú frem-
ur á Bretlandi, er fá vill bráðan enda á
ófriðinum, þá er þó stjórnin, og íhalds-
flokkurinn á þingi, enn einráðin í því,
að láta til skarar skriða, og var á orði,
að senda 30 þús. hermanna til Afríku í
febr. og marzmánuði, og að hækka drjúg-
um aðflutningstoll á te-i og.sykri, er til
Bretlands flytzt, til að standast betur
herkostnaðinn.-------
Búa-óí riður inn. Ofan á ófriðar-
hörmungarnar í Suður-Afríku hefur nú
bætzt, að skæð taugaveiki hefur stungið