Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Blaðsíða 5
XY. 13.—14. Þjóbviljinn. 53 Btyrk, til að halda uppi gufuskipaferðum i ár milli Noregs og Austfjarða, og eiga skipin að fara alls 12 ferðir á milli landanna, eina í hverjum mánuði, nema enga í febrúar, en apt- ur tvær ferðir í marzmánuði. Málaferli. RitBtjórar „AuBtra" og „Bjarkau láta nú, sem þeir »tii í mál hvor við annan, út af blaðadeilum. Margir hafa gaman af að lesa lýsingu „Bjarka" á ritstjóra „Austra", þótt ekki só það sem félegust mannsmynd, sem þar er sýnd. — Engu að síður virðist oss þó, sem málstaður „Bjarka“ muni reynast betri, ef alvara verður úr málaferlunum, sem sagt er annars, að rit- stjóri „Austra“ sé farinn að digna við. I>jói'naður. 12. jan. síðastl. var farið inn á skrifstofu bæjarfógetans á Seyðisfirði, í fjarveru hans, og stolið þar fjárhirzlu kaupBtaðarins, sem þar var geymd. Voru í henni 500 kr., er bæj- arsjóður Seyðfirðinga átti, og að auki 200 kr., sem var geymslufé. Jafn framt hafði og þjófsi stolið yfirhöfn yfirvaldsins, og fannst hún nokkurum dögum BÍðar í Vestdalsá, frosin þar niður. Ekkert hafði kvisazt um það, er síðastfrétt- ist, hver valdur væri að þjófnaði þessum, en bæjarfulltrúar Seyðfirðinga skutu saman, og gáfu bæjarfélaginu 50 kr. hver, til að bæta bæjarsjóði fjártjónið. Fiskiskúta striinduð. 3. marz strandaði fiski- skútan „Hjálmar11 við Stafnestanga í Rosm- hvalaneshroppi i Gullbringusýslu. — Skip þetta var eign bændanna Péturs Sigurðssonar i Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, og Erl. Guðmunds. sonar i Skildinganesi, og hét skipstjórinn Gunnlaugur Ingimundarson. — Menn björguðust aliir, og skipið var í sjóábyrgð fyrir 4 þús. krónur. Lausn frá embætti. Héraðslæknir Páll Blöndal i Stafholtsey hefur ný skeð fengið lausn frá lækniaembætti, samkvsemt umsókn; og með eptirlaunum. Drukknanir. 24. febr. síðastl. vildi það slys til á fiskiskipinu „Margrethe11 frá Reykjavik, skipstjóri Finnur Finnsson, að einn hksetanna, Kolbeinn Kolbeinsson að nafni, ókvæntur maður, um þritugt, datt útbyrðis, er hann var að hag- ræða seglum, og drukknaði þegar. Skipiðvará innsiglingu til Reykjavíkur, í nánd við Garð- skagann. 1 s. m. drukknaði maður í Leirvogum í Mosfellssveit. Hann hét Þórður Sigurðsson, og var á leið úr Reykjavík upp að Víðinesi. í Færeyjum var í febrúarmánuði sam konar góðviðristíð, sem hér. Aflabrögð á opna báta hafa og víða verið þar mjög góð, að þvi er blaðið „Eöringatíðindi" skýrir frá. Mannalát. 3. febr. síðastl. and- aðist á sjúkrahúsi Reykjavíknr Guðmnnd- ur Ottesen, fyrrum kaupmaður á Akranesi, á 40. aldursári, fæddur að Munaðarhóli í Snæfellsnessýslu 28. ág. 1853, en sonur dbr. Ptturs Ottesen’s, sem enn er á lífi. — Gruðmundur heitinn lætur eptir sig ekkju, er Elisabet Gunnlögsdóttir heitir, yfirsetukona í Akraneshreppi, og 3 börn. — Það var sullaveiki, er leiddi hann til bana. 21. febr. síðastl. andaðist í Stykkis- hólmi ekkjufrú Josefína Thorarensen, ekkja Boga sýslumanns Thorarensen’s á Staðarfelli (f 1867), en dóttir Áma heit- ins Thorladusar, kaupmanns og umboðs- manns í Stykkishólmi. — Af börnum þeirra hjóna er nú að eins ein dóttir á lífi, Herdís að nafni, gipt Jósep Hjalta- lín í Stykkishólmi. — í marzmánuði andaðist í Reykjavík Sigvaldi Blöndal, sonur Benedikts um- boðsmanns í Hvammi í Yatnsdal. Hann var fyrrum veitingamaður á Sauðárkrók. — Ekkja hans er Ingunn Jónsdóttir, Jónssonar prófasts i Steinnesi, og eiga þau einn son á lífi. ----oOÖ^OOo------ ísafirði 26. marz 1901. Tíðarfar. 16. þ. m. gerði aptur stillt veður, eptir norðanhretið, og hefur síðan haldizt sama einmuna blíðskapartíðin, sem á þorranum, og framan af góunni. Mannskaði. — Sex menn drukknaðir. Hörmulegar slysfarir urðu hér á Djúpinu sunnu- daginn 17. þ. m., og var þó logn og blíðviðri þann dag, svo að engum gat til hugar komið, að neinn færi sér þá að voða; en ekki þarf jafn- an illviðrunum um að kenna, er slysin vilja til. Dag þenna var Ghtðmundur bóndi Benedikts- son á Höfða í Grunnavíkurhreppi, alkunnur dugnaðar- og atía-maður, á ferð norðan frá Stað- areyrum í Jökultjörðum til Snætjalla, þar sem hann hafði stundað róðra, síðan eptir hátíðarnar. Hafði Guðmundur farið norður nokkuru áður, til þess að afia skeibeitu, sem gnótt er af þar fram undan Staðareyrunum, og var nú á ferð þaðan aptur til Snæfjalla á róðrarbát sínum, með alfermi af skelbeitu. A bátnum með Guömundi voru hásetar hans þrír: Hermann Jósepsion, vinnumaður Guðmund- ar, Híram llaníelsson, unglingsmaður frá Kollsá, og Páll Bjarnason, vinnumaður á Marðareyri, og enn fremur tveir af hásetum Ola/s útvegs- bónda Gíslasonar á Snæfjöllum: Bjami Pálma- son, unglingspiltur frá Bæjum á Snætjallaströnd og Guðmundur Sigmundsson, unglingsmaður frá Skáldstöðum í Reykhólasveit i Barðastrandar- sýslu. Höfðu þeir Guðmundur Benediktsson og Úlaj'- ur Gislason haft samlög, að því er beitu-öflun 82 Hún var uppáhaldið allra, nema hvað Hagedorn hafði horn i síðu hennar. Að vísu lót ráðskonan aldrei opinberlega á þvi bera^ að henni væri ílla við hana, en var henni þvert á móti hin alúðlegasta í viðmóti. En þetta var að eins gríma, og bak við þá grimu duldist óslökkvandi óvild, sem enginn, nema ráðskonan sjálf, þekkti þó orsökina til. Að því er gamla greifann snerti, þá var Margrót augasteinninn hans, og það, sem hún bað hann um, var honurn, sem skipun. Hún gat því farið i pyngjuna hans, sem henni sýndist, og honum þótti sór full launað, sæi hann þá að eins ánægjubrosið á þýðlega andlitinu hennar. Aptur á móti var samlyndið greifans og sonar hans allt annað, en ástúðlegt. Alexander var svo lóttúðarfullur, að úr hófi keyrði. Allar áminningar Og aðvaranir frá föðursins hálfu voru til einskis. Með sér lyndislikum, og enn spilltari lagsbræðrum, steypti hann sór í ýmis konar lóttúð, og leiddist að lok- um út í glæpi. Hann varð flæktur i leiðinda mál, og megnuðu hvorki peningar, nó áhrif greifans, að þagga það niður, svo að lyktirnar urðu þær, að hann varð brennimerktur glæpamaður. Á þann hátt slitnuðu loks síðustu böndin, er höfðu tengt hann við hryggan og örvílnaðan föður. öreifinn hafði kostað mjög miklu til þessa ílla innrætta sonar sins, og verið óþreytandi í þvi, að reyna að leiða hann á rétta götu. 75 Stúlkan, sem gekk i svefni. Flestir hafa eflaust einhvern tíma heyrt um svefn- göngur getið. í svefni, og án þess að hafa nokkra meðvitund um verk sín, framkvæma menn þá opt og tíðum ýmislegt, sem virðist vera af ráði og viti gjört, en eigi er auðið öðru vísi að skýra, en sem afleiðingu afar-áhrifamikils draums. Til er og önnur tegund svefn-verknaðar, sem vis- indunum hefur enn eigi tekizt að skýra, og er hún fólg- in í því, að geta sóð ýmsa hluti, eða atburði, sem eru svo langt burtu. eða þess eðlis, að menn ekki geta séð þá, eða skynjað, séu menn i vanalegu, eðlilegu ástandi. Það er þessi síðar nefnda tegund svefnverknaðarins, sem fyrir mig hefur borið, og hafði hún þá mjög mik- ilsverðar afleiðingar, að því er snerti sakamál eitt, sem eg þá var að fást við. Jeg get ekki annað, en kallað það merkilegt og þýðingarmikið atvik, og eru til þess tvenn rök. Fyrst er nú það, að við það breyttist öll afstaða málsins svo gjörsamlega, að skjólstæðingur ininn, sem sakaður var um glæp einn, er dauðahegning lá við, stóð allt öðru vísi að vígi eptir, en áður, og í öðru lagi var þetta svo ágæt og óræk sönnun, að þvi er leyndardóms- afl dýrasegulmagnsins snertir. Atburður þessi gerðist árið 1850, er eg hafði að eins búið örfáa mánuði, sem málfærslumaður, í P... Bjó jeg þar hjá frænda mínuin, og kom hann þá einn morguninn inn í herbergi mitt, og mælti:

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.