Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 26.03.1901, Side 4
52____ Þjóðyiljinn. XV, 13.-14. Það er því mjög ílla farið, að síra Hafsteinn Pétursson skuli, í blaðinu „Dannebrogu 26. nóv. síðastl., hafa farið að mótmæla ummælum dr. Brandesar. Síra Hafsteinn segir, að vesturílutn- ingarnir séu „ekki að kenna óánægju með dönsku stjórnina, heldur að mestu áköf- um undirróðri frá Kanada“. Sira Hafsteinn virðist því gera ráð fyrir, að fjöldi manna, sem vestur hafa flutt, hafi verið ginntir til þess, og er það ekki vel gert, að breiða það út um landa sina, í dönskum blöðum, að þeir séu svo heimskir og auðtrúa, að Canada- eða Manítoba-stjórnir þurfi ekki annað, en senda hingað nokkra „agenta“, sem auðveldlega geti þá logið þá fulla, og tælt þá i aðra heimsálfu, svo þúsundum skiptir. Allir, sem til þekkja, vita, að slíkt er sú fjarstæða, sem engri átt nær. Auðvitað er það skiljanlegt, að aptur- haldsblaðið „Þjóðólfur“, sem heldur þvi fram, að ekkert sé að stjórnarfari, og ástandinu hér á landi að finna, slái allri skuldinni á „agentana“, enda lofar „Þjóð- ólfur“ mjög grein síra Hafsteins, og segir hana alveg rétta; en af síra Hafsteini hefði mátt vænta þess, að hann léti ekki óvild sina til helztu leiðandi manna í hóp Vestur-íslendinga leiða sig í slíkar fjarstæður. Þess utan hefði og síra Hafsteinn Pétursson átt að hugleiða það, áður en hann fór að svala sér í dönskum blöðum, hve óhyggilegt það er, að vera að gefa dönskum blaðlesendum undir fótinn, að ekkert kveði að óánægju með dönsku stjórnina hér á landi, og sýkna hana, hvað vesturflutningana snertir. Auk þess er slíkt eru 'osannindi, þá getur það spillt íyrir rnálum vorum í Danmörku, gefið stjórninni undir fótinn, að fara sér hægan, þar sem ekki séu meiri brögð að óánægjunni, en svo, að engum detti í hug, að fara af landi á- standsins vegna, heldur séu það að eins æsingar og ginningar nokkurra agenta, sem vesturflutningunum valdi. Nei, vilji menn draga úr vesturflutn- ingunum, þá er vegurinn til þess ekki sá, að ausa helztu menn Vestur-íslendinga óbóta-skömmum, eins og „Þjóðólfur“ leggur í vana sinn, heldur hitt, að reyna að bæta svo ástandið hér á landi, að þjóðinni verði landið sitt kærara, en al- mennt er nú, svo að menn kjósi, að lifa hér og stríða, og bera hér beinin. Að nokkrir vestur-flutningar eigi sér stað öðru hvoru, verður ekki hindrað úr þesssu; því valda ekki sízt ættar- og venzla-tengslin við þá, sem þegar eru vestur fluttir. Enn frá útlöndum. Af útlendum blöðum, er bárust íneð gufuskipinu „Barden“, og ná til 4. marzmánaðar, er svo að sjá, sem Búum hafi þá um mán- aðamótin veitt all-örðugt, að reisa rönd við Bretum. Segja ensk blöð þá nú gjör-hrakta úr Cap-nýlendunni, og French hershöfðingja hafa tekið nokkur hundruð Búa höndum, og hergögn all-mikil. I þessum siðustu orustum er sagður fallinn K. Málan, tengdasonur Kriiger’s gamla, og sonar- sonur hans, Piet Kriiger að nafni. Engu að siður hafði þó enn eigi tek- izt, áð handsama herforingja Búa, sem allir komust, með flokka nokkra, norður fyrir Oranje-flj'ót, og sögusagnir enskra blaða um það, að Louis Botha, aðal-hers- höfðingi Búa, hefði viljað leggja niður vopnin, og semja við Kitchener lávarð, eru bornar til baka. — I Portugal, einkum í borginni Oporto, hafa orðið svipuð úppþot, sem á Spáni, stýluð gegn munkum og klerkalýð, svo að herlið hefur skorizt í leikinn. — Almennt verkfaU nýlega byrjað í borginni Marseille, meðal erfiðismanna, er að fermingu og aífermingu skipa vinna, svo að skip urðu að hverfa þaðan óaf- greidd. — Sams konar verkfall var og nýbyrjað í Pálermo á ítaliu, og lenti þar 1 hálfgerðum bardaga milli verkamanna og hermannanna. - 27. febr. var Bogolepow, kennslumála- ráðherra Bússa, veitt banatilræði, og varð hann sár á hálsi. Heitir sá Karpovitsch, er verkið vann, og tildrögin þau, að hon- um þótti ráðherrann eigi sinna bænaskrá frá sér, sem honum likaði. ---------------- Fróttir. Gui'uskipaferöir milli Xorcgs og íslands. Stórþing Norðmanna hefur veitt gufuskipum Wathne-félagsins á Soyðisfirði talsverðan fjár- 74 Beiddi hann þá þegar upp öxina, og ætlaði að kljúfa hana í herðar niður. En með því að stúlkan, sem var hálf-dauð af hræðslu, vatt sér þá undan, til þess að reyna að komast hjá högginu, þá lenti það á hálsinum, í stað þess að hitta höfuðið. Stúlkan hné þegar hljóðalaust til jarðar; en með því að honum ofbauð blóðrennslið úr barkanum, sem var sundur högginn, þá veitti hann henni enn fremur tvo áverka á hálsinn, og dysjaði svo samstundis líkið þar á staðnum. Auðvitað söknuðu foreldrar stúlkunnar hennar brátt En slátrarinn var ekki varbúinn við því. Honum tókst að koma því kvisi á, að stúlkan hefði strokið þenna morgun með frakkneskum dáta. Og hann gerði þetta svo kænlega, að allir lögðu trúnað á. Foreldrar stúlkunnar bárust ílla af, út af hvarfi hennar, og bauðst þá slátrarinn til þess, að ljá þeim hesta og vagn, svo að þau hjónin gætu ekið á eptir herdeildinni. Meira að segja, hann ók sjálfur með þeim, til að leita dótturinnar, sem auðvitað ekki fannst. Allt þetta meðgekk morðinginn. A þriðja degi réð hann svo sjálfum sér bana í varðhaldinu. En foreldrar barnsins, sem myrt hafði verið, létu jarða það upp, og veittu þessu ástkæra barni sinu því næst kristilega greptrun í kirkjugarði sóknarinnar. 83 En er allt kom fyrir ekki, fékk hann honum all- mikla fjárupphæð í hendur, og rak hann svo að heiman fyrir fullt og allt. Óþokki þessi flæmdist þá burtu, og héldu lagsbræð- ur hans, að hann hefði farið úr landi, og líklega dáið erlendis, í eymd og volæði, er fé hans var upp unnið. Gramli greifinn átti nú að eins eina huggunina og gleðina eptir á þessari jörðu — ástrika, töfrandi dóttur. En það stóð skrifað í örlaganna bók, að þessari ánægjunni skyldi hann einnig verða sviptur. Æfikvöld hans átti að verða enn tómlegra, én fyrri æfin hans hafði verið. Enda þótt Margrét hefði frá bernsku verið vön að snúa sér til fóður síns, og skýra honum í einlægni, og með fullu trausti, frá öllu, er henni lá á hjarta, þá réðu þó atvikin því, að sú var ein óskin, ósk, sém öllu frem- ur snerti sálarró hennar og ánægju, sem hún varð að leyna hann. Hún unni ungurn manni, en vissi jafn framt, að faðir sinn myndi aldrei samþykkja þenna ráðahag. Ungi maðurinn, er unnið hafði hug hennar og hjarta, var að vísu i alla staði heiðvirður maður, og þar á ofan af gömlum, göfugum aðalsrótum runninn. En hann var fátækur, og þesse, verst, að hann var ráðsmaður á einni af eignarjörðum greifans. Nafn manns þessa var Rudolf W... Því fór nú að vísu mjög fjarri, að B... greifi væri mannlegum tilfinningum gjörsneyddur. Hann gat verið drenglundaður, og ósérplæginn, þeg- ar svo bar undir. En að því er stöðu sína og ættgöfgi snerti, hafði

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.