Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1901, Side 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.04.1901, Side 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr.50aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgút fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. -|~ FimmtAndi ÁBOANGDB. jg=|z-"~— -s-£so-i|= RITSTJÓBI: SKÚLI THORODBSEN. =|!M|—- I Vppsögn skrifieg, ógild nema komin sé til útgef- \ anda fyrir 30. dag júní- j mánaðar, og kaupandi j samhiiða uppsögninni j borgi skuld sína fyrir blaðið. M 15.—16. ÍSAFIBBI, 10. APRÍL. 19 0 1. Biðjið ætíð um: Otto Monsteds Danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stœrsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fæst njéi ls.aupmörm.u.rLum. leggist stundum, sötum froeta um há- suniarið, eða þá brennandi sólarhita. Hins '.ilillutiWlitnlnt'ilntllll'IMtlll'IHIiilHlulurili I I l l.-l l I I I I I I I I I I I I I I I HHInluiimnnniiillHMuliiliHnluiiilUli.il' Holitiskir fdrdðlingar. Ebki verður því neitað, að stöku inenn, er í fjandaflokki stjórnbótarinnar standa, gera það í hjartans einlægni af þeirri ástæðu, að þeir vilja enn halda tryggðinni við gamla endurskoðunarfrum- varpið. En menn þessir gæta þess eigi, sem skyldi, hvernig stjórnbótamál vort nú horfir við. Eins og nú er komið, þá snýst bar- áttan alls ekki um það, hvort taka beri endurskoðunarfrumvarpið gamla fram yfir stjórnarumbætur þær, er stjórnbóta- menn vilja aðhyilast. Það er enginn sá flokkur á þingi, og ekkert það blað á öllu landinu, er fylgja vilji fram gamla endurskoðunarfrumvarp- inu, eins og nú stendur. Baráttan snýst nú öll um það, hvort betra sé, að halda óbreyttu þvi stjórnar- ástandi, sem er, eða að aðhyllast stefnu stjórnbótaflokksins. Við þingkosningarnar á síðast liðnu hausti, þá var það eÍDa spurningin, sem fyrir kjósendunum lá, að því er stjórnar- skrármálið snerti, hvort heppilegra myndi, að hafa ráðherra, sem helgað getur mál- um landsins alla krapta sína, skilur og talar íslenzka tungu, mætir á þingi þjóð- arinnar, til samninga og samvinnu, og ber ábyrgð að lögum á allri stjórnarat- höfn sinni, eða að biia enn við dóms- málaráðherra Dana, sem ráðherra íslands, mann, sem ekki skilur tungu landsmanna, hefur mál vor í hjáverkum, aldrei mæt- ir á alþingi, og er ábyrgðarlaus að lög- um. A meðan svo er, þá eru það í raun og veru ábyrgðarlausir skrifstofumenn, æðstu embættismenn íslenzku stjórnar- deildarinnar í Kaupmannahöfn, og lands- höfðinginn, sem öll ráðin hafa. Stjórnarástand vort nú, er alveg sama stjornarástandið, sem Rússastjórn er að reyna, að koma á hjá Finnlendingum, og sem öll finnska þjóðin berst svo einhuga á móti. Hér á landi eru aptur á móti til margir svo þrællundaðir menn, að þeir vilja halda í þetta ástand dauðahaldi. Slikt er að visu skiljanlegt um lands- höfðingja, og skrifstofuvaldsliðið annað, sem hefúr allan haginn af þvi,' að þetta ástand haldist. Það er og enn fremur skiljanlegt um allan þann — miður atgetilega, — skara, sem þarf að hræsna fyrir skrifstofuvalds- liðinu, einhverra orsaka vegna. En hitt er óskiljanlegra, að til skuli vera sjálfstæðir menn, bændur og borg- arar, er láta skrifstofuvaldsmennÍDa nota sig, sem. íleppana í skónum. Það er ekki af illum vilja, er slikir menn berjast gegn umbótum á stjórnar- högum þjóðarinnar, heldur af stakasta hugsunar- og athugaleysi. Þeir eru politiskir fáráðlingar. Ekki fer jeg vestur í vor. Menn frjósa til bana í París, járn- braut.arlestir fenna suður við Svartahaf, hnósnjór á götunuin í Rómaborg, skiða- færi í Jerúsalem, og 20—30 gr. frost í Winnipeg. Svona er nú veðrið í góðu löndunum þennan fyrsta vetur aldarinnar. En hérna norður við heimskautabauginn, er jörð alauð á þorranum, tún grænka, vegir eru lagðir, og jarðabætur unnar. Fólkið er alveg hissa á góðviðrinu. Svona vetrar koma auðvitað ekki opt fyrir á IslaDdi, enda er ekki mikið gert af veður- blíðunni hérna á norðurhjara heimsins, heldur en af öðrum landkostum gamla Fróns. Það er eitthvað annað, en þegar Þórólfur heitinn smjör var að lýsa land- inu okkar, og kvað þar drjúpa smjör af hverjum kvisti. Hann hefur nú tekið munninn nokkuð fullan karlsauðurinn, en þó hygg eg, að hann komist vart í hálf- kvisti við þá náunga, sem stundum eru að lýsa fyrir oss Frónbyggjum dýrðinni og sælunni í Manitoba, og nú síðast i haust var stráð um allt land. Þar er ekkert á það minnst, þótt það komi næst- um árlega fyrir, að náunginn frjósi í hel, eða þótt næstum allur jarðargróði eyði- er heldur getið, að vinnukonurnar 1 Winnipeg gaDgi betur klæddar, en hefð- arkonur á Fróni á hátíðum, og að kon- urnar gangi þar almennt með gullúr tipp á vasann, demanthringi á höndum, og pilsvasana troðna aí dollurum. Mér þykir gaman að þeim þar vestra, þegar þeim tekst svona upp, en jeg legg álíka trún- að á þessar sögur þeirra, og á krapta- verkasögurnar af kinanum hans Valde- mars, eða Yoltanuin hans Heskiers; þær eru skilgetnar systur. Sumir eru ef til vill svo Htilþægir, að taka svona sögnr fyrir góða og gilda vöru, og reyndar er ekki meira að trúa þessum sögum þar að vestan, en því, að mjólkin renni þar í lækjum, og kaffið spretti á húsþökunum, svo ekki þurfi nema að rótta hendina út um gluggann, til að fá sér i brennslu. En hvað sem þessu liður, þá getum vér heima á Fróni lært töluvert af flug- ritunum þar að vestan, þótt vér strikum yíir stærstu orðin í þeim. Þeir lasta ekki landið sitt þar vestra, þeir horfa ekkí með örvæntingu, heldur von og trú, á framtíðina, og þeir gjöra mikið, til að gjöra landið sitt sem byggilegast; þessu dugar ekki að neita, vilji maður láta Vestmenn njóta sannmælis. Þetta þurf- um vér og eigum að læra af þeim, vér, sem löstum landið okkar fyrir harðindi og landkostaleysi, og erum sívolandi um örbyrgð og eymdarskap, 6em að rniklu leyti er oss sjálfum að kenna. Agent- arnir að vestan ættu næsta lítið erindi hingað, ef íslendingar treystu sjálfum sér, og landinu sínu, eins vel í baráttunni fyrir tilverunni, og hin unga þjóð í Manitoba; vér sætum þá rólegir heíma, þrátt fyrir allt agenta- og auglýsinga- skrum um Ameríku. Það er ekki land- kostaleysið á Islandi, harðindin eða haf- ísinn, sem gefa vesturfara agentunum von um ríkulega uppskeru hér, heldur barlómstrumbuslátturinn, og vonleysis- vílið, sem berst hóðan til Ameríku. Mér þykir það í raun og veru ekk- ert tiltökumál, þótt Canadamenn vilji fá fólk, til að nema landflæmi sitt, það myndi hver ötul og athugamikil þjóð vilja i þeirra sporum, og að því leyti er það gleðilegt, þótt þeir lofi landið sitt nokkuð frekt, „það er lakur kaupmaður, sem lastar sína vöru“. Væri eins íllt að vera hér, eins og enda vér sjálfir opt og tíðum segjum, og væri það landinu okk- ar að kenna eða atvikum, sem vér gæt- um sjálfir ekkert við ráðið, þá mættum vér þakka agentunum fyrir að útvega oss ódýran flutning til Canada; það væri nokkru riær, en að vera að skamma þá

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.