Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.04.1901, Blaðsíða 2
-ÞjÓBYILJINN.
X V, 17. -18.
06
köf’u eldgosi í HeJclu; en ekki er ólíklegt,
að það hafi staðið í sambandi við blóð-
regnið á Ítalíu skömmu fyrir, og hafi
verið af' sömu rótum runnið.------
Danmörk. Fremur var tíðindafátt
hjá Dönum. — Fólksþingið samþykkti
fjárlögin eptir sínu höfði, og enda þótt
ráðaneytinu líkaði frumvarp fólksþings-
ins miður veþ þar sem allar fjárveiting-
ar til hers og fiota voru af mjög skorn-
um skammti, og ýmsu öðru sleppt, er
stjórnin vildi fá fó til, vildi hún þó
hliðra sér hjá ágreiningi, svo að eigi
þyrfti hún að grípa til bráðabirgðafjár-
laga, og varð því niðurstaðan sú, að Lands-
þingið samþykkti fjárlögin, eins og
fólksþingið vildi hafa þau.
20. marz. síðastl. gaf konungur út op-
ið bréf um kosningar til fólksþingsins,
og áttu þær kosningar að fara fram 3.
apríl um land allt, svo að kosningarimm-
an stóð sem harðast yfir, er síðast frétt-
ist, og ætluðu nú hægrimenn, meðal ann-
ars, að hafa þingmannaefni á boðstólum
úr sinum fiokki í öllum kjördæmum
Kaupmannahafnar.
21. marz síðastl. voru liðin rétt 700
ár, síðan Absalon biskup andaðist 21. marz
1201, og var likneski hans afhjúpað i
Kaupmannahöfn þann dag, með því að
Absalon biskup er talinn faðir Kaup-
mannahafnar, efndi þar fyrstur til bæjar-
gjörðar, og byggði þar kastala, enda var
hann hergarpur mikill, og tiðurn í ófriði,
á dögum Valdemars mikla, þótt biskup
væri.
Danskur maður, Olden að nafni, hefur
ný skeð fundið upp aðferð, sem talin er
óyggjandi til þess, að geyma smér, ket
o. fl., sem nýtt sé, og vænta menn sér
• mikils af þeirri uppfundningu; en ekki
fær almenningur neitt að vita um þá
uppfundningu i bráð, með þvi að fólag
eitt í Kaupmannahöfn hefur þegar keypt
sór einkarétt, til þess að hagnýta sér
hana.
Danskur maður, Olaf Hansen að
nafni, hélt ný skeð fyrirlestur í Kaup-
mannahöfn, um bókmenntir Islendinga á
seinni árum, og las upp þýðingu á ýms-
um íslenzkum kvæðum, sem hann ætlar
að gefa út. — Yið það tækifæri urðu og
umræður nokkrar um íslenzkar bókmennt-
ir o. fl., og vakti dr. Oeorg Brandes þá,
meðal annars, athygli á því, hvort ís-
lendingum myndi eigi hollara, að fá
meira af mönnum, er kynnu til verk-
legra fyrirtækja, í stað þess að leggja
mesta stund á hina svo nefndu „lærðu
menntun“, og samsinntu íslendingar þvi,
er þar voru. — —
Búa-óf r iður inn. I öndverðum
marzmánuði hugðu ýmsir, að friður
myndi komast á milli Búa og Breta,
með því að Kitchener lávarður og Louis
Botha áttu um þær mundir fund með sér,
og sömdu 7 daga vopnahlé.
Bauð Kitchener þar af Breta hálfu þá
friðarkosti, að öllum Búum skyldu gefn-
ar upp sakir, þar á meðal De Wet og
Stejn forseta, sem áður höfðu verið und-
an skildir, að uppreisnarmönnum í Cap-
nýlendunni skyldi ekki vera hegnt, en
missa skyldu þeir kosningarrétt sinn, að
Búum skyldi veitt lán, til að endurbæta
jarðir sínar, er spillzt hefði í ófriðinum,
og að Milner, landstjóri Breta í Transvaal
og Oranje, skyldi hafa Búa, þar á meðal
Louis Botha, sór til ráðaneytis.
Mælt er, að Kitchener hafi viljað
hliðra enn meira til, og láta bændum fó
í té úr ríkissjóði Breta, til umbóta jörð-
unum, ekki sem lán, heldur sem styrk,
en að Chamberlain hafi staðið á móti því,
sem fleiru.
Mun og Botha aldrei hafa verið það
alvara, að hneigjast að slíkum friðarskil-
málum, þó að Bretar gerðu sér vonir um
það, enda tilkynnti hann Kitchener lá-
varði, er vopnahlóð var á enda, að hvorki
hann, né liðsforingjar sínir álitu, að þeir
gætu lagt það til við stjórn sína, að hún
tæki slíka friðarkosti til alvarlegrar í-
hugunar.
Mælt er, að Chamberlain liafi og vilj-
að hafa herstjórn í lýðveldunum fyrst
um sinn.
Öli um sögnum ber nú og saman um
það, að langt muni enn ófriðarlokanna
að bíða, og kemur Bretum það afar-ílla,
að þurfa að hafa meginpart hers síns þar
syðra, þar sem all-ófriðlega horfir nú og,
út af ágengni Rússa í Kína.
Hér við bætist og, að „svarti dauði“
er fremur að magnast í Capnýlendunni,
og Bretum veitir örðugt, að fá sjálfboða-
lið, er fara vill til Suður-Afriku; en
Kitchener heimtar enn um 30 þúsundir
liðsmanna.
Af ófriðinum er engra stórvægilegra
nýjunga að geta, að eins smáorustur dag-
lega.
Búa-foringinn Christian De Wet var
nú ný skeð kominn norður yfir ána
Vaal, fremur fáliðaður, en Búar streymdu
daglega hvívetna að til liðs við hann í
Transvaal, og átti Frencli hershöfðingi
að veita honum eptirför, en Plumer að
halda á móti honum frá Pretoriu. —
Ekki vita roenn nú með vissu, hvar
Stejn forseti liefst við; en talið lik-
legast, að hann muni í liðsflokki De
Wet’s.
22. marz síðastl. átti Búaforinginn
Delarey orustu við brezka herdeild við
Hartebeestfontein, og misstu Bretar þar 5
liðsforingja, og 18 hermenn, er lótust eða
urðu óvígir af sárum.
Enn er þess og getið, að Búar hafi
tvivegis sprengt járnbrautarlestir í lopt
upp, aðra í nánd við Pretoriu, en Búa-
foringjarnir Hertz og Brand gera Bret-
um skráveifur í Oranje-rikinu.
Yfir höfuð er svo að sjá, sem Bretar
hafi enn engin yfirráð í Transvaal, og i
Oranje-friríkinu, nema hvað þeir hafa
helztu borgirnar á valdi sínu. — —
Bretland. Þing Breta hefur nú ný
skeð ákveðið laun Játvarðar VII. kon-
ungs 8]/2 milj. króna á ári, og er það
l1/^ mi!j. meira, en Victoria drottning
hafði.
5. marz síðastl. gerðist óvanalegur at-
burður á þingi Breta, er sækja varð lög-
regluliðið, til þess að bera 11 þingmenn
út úr þingsalnum. — Til umræðu var
300 milj. króna fjárveiting, er að nokk-
uru snerti írland, og mislíkaði írum, að
ihaldsflokkurinn, setn afli atkvæða ræður,
samþykkti, að hætta umræðum, áður en
írar fengu að taka til máls. —- Neituðu
þvi 11 írskir þingmenn að hlýða boði
forseta, að ganga til atkvæða, og gerðu
óhljóð og háreysti í þingsalnum, svo að
forseti ákvað, að þeir skyldu fundarræk-
ir; en Irar sinntu því eigi, og vörðust
svo, að lögregluþjónar þingsins róðu
ekkert við. — Var þá sent eptir lög-
regluliði, og írar bornir út úr þingsaln-
um, einn og einn, spriklandi öllum öng-
um, og þykir þetta óvirðing mikil fyrir
brezka þingið, þar sem allt fer að jafn-
aði mjög siðprýðislega fram.
3. marz fóru fram bæjarfulltrúakosn-
ingar í Lundúnum, og höfðu íhaldsmenn
lagt mjög kapp á, að fá fulltrúana kosna
úr sínum flokki, og gerðu sór þvi frem-
ur vonir um það, sem þeir höfðu sigrað
við þingkosningarnar í Lundúnum siðastl.
haust. Kosningahríðin var því hin
svæsnasta, frjálslyndir menn kallaðir rík-
isfóndur, Búa-vinir o. s. frv., rótt eins og
við þingkosningarnar. Engu að siður
urðu þó úrslitin þau, að úr flokki frjáls-
lynda flokksins náðu 84 kosningu, 3
flokkleysingjar, og 31 úr fiokki íhalds-
manna, er missstu því alls 16 sæti í
bæjarráðinu („county councilu).
Til samskota hef'ur efnt verið á Bret-
landi, til minnisvarða og minningarsjóðs
Victoriu drottningar, og voru samskotin
í marzlokin orðin um 630 þúsundir
króna. — —
Frá austrænu óí'riðarstöðvun-
um er fátt sögulegt. Kússar hafa hót-
að Kinverjum hörðu, ef þeir riti eigi
undir samning um afsal Mandsjuríisins,
en ekki hafði þó stjórn Kínverja látið
hræða sig til þess, er síðast fréttist, euda
höfðu hin stórveldin lagt ríkt á við
stjórn Kínverja, að sinna eigi kröfum
Rússa.
Mjög eru Japanar æstir, út afþessari
ágengni Rússa, og voru þegar teknir að
flytja herlið til Seoul, höfuðborgarinnar í
Korea, og búist jafn vel við, að til ófrið-
ar komi, ef Rússar slá eign sinni á
Mandsjúríið, og má þá búast við, að
fleiri þjóðir verði þar við riðnar. — —
Rússland. í Pétursborg, og i
fleiri háskólabæjum á Rússlandi, hafa orð-
ið stúdenta-uppþot, og leigið við upp-
reisn. Hafa 3000 verið teknir fastir í
Pétursborg, og er mælt, að lögreglumenn
hafi komizt á snoðir um ýmsar leyni-
prentsmiðjur, er byltingarit voru prentuð
í, sem síðan var stráð út um landið, þús-
undum saman.
í 13.—14. nr. blaðs þessa var getið
banatilræðis þess, er Bogolepow, kennslu-
málaráðherra, var veitt 27. febr. síðastl.,
og andaðist hann síðar af sárunum. —
Bogolepow þessi þótti liarður maður, og