Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.04.1901, Blaðsíða 3
XY 17.—18.
Þjóðviljinn.
67
hafði ný skeð látið reka 300 stúdenta frá
háskólanum í Kiew, fyrir litlar yfirsjón-
ir, og setja þá nauðuga í herinn; neituðu
þá 18 stúdentar að vinna keisara holl-
ustueiða, og voru því til dauða dæmdir;
en þó náðaði keisari þá síðar. — —
Á Filippseyjum er enn barist, og
tekst eyjarskeggjum vonum framar að
verja sjálfstæði sitt, gegn innlimunartil-
raunum Bandamanna.
Ný skeð urðu þeir þó fyrir slæmu ó-
happi, er Aqwinaldo, aðal-foringi þeirra,
var tekinn til fanga. — Engu að síður
fullyrða þó erindsrekar þeirra hér í álfu,
að þeir muni halda ófriðinum áfram eptir,
sem áður.
A hinn bóginn er svo að ráða, sem
Mac Arthar, aðal-hershöfðingi Banda-
manna þar á eyjunum, geri sér einhverj-
ar vonir um það, að eyjarskeggjar verði
nú viðráðanlegri, enda hraðritar hann ný
skeð, að Fidlu, einn af foringjum eyjar-
skeggja, hafi þá ný skeð gefizt upp. —
Þýzkaland. 6. marz síðastl., er
Vilhjálmur keisari var á ferð í Bremen,
var kastað í hann járnbút, og varð hann
sár á kinn, rétt fyrir neðan augað. —
Sá heitir Dietrich Weilandt, er tilræðið
framdi, og kvað vera eitthvað geggjaður.
Brazilía. Þar varð ný skeð upp
vist um samsæri, og höfðu samsæris-
rnenn í huga, að myrða forseta, en setja
síðan þriggja manna stjórn á fót, er greiða
skyldi konungsveldi götu. — Mælt er, að
Burgal, foringi samsærismanna, hafi fyr-
irfarið sér, en hinir verið teknir fastir,
og er Mello aðmíráll einn í þeirra tölu,
sami maðurinn, er gekkst fyrir bylting-
unni 16. sept 1893. — —
f Látinn er ný skeð Benjamín
Harríson, er var forseti Bandaríkja 1889
—1893. — Hann var fæddur i Ohio í
Bandaríkjunum 20. ág. 1833, nam lög-
fræði,’og settist 1854 að, sem málafærslu-
maður, í Indianapolis. — Hann studdi
mjög Lincoln forseta, er hann barðist
fyrir frelsi svertingja, gekk sem sjálf-
boði i ófriðinn milli Norður- og Suður-
ríkjanna, stýrði þar hersveit einni, og
þótti ganga svo vasklega frain, að hann
var gerður að hershöfðingja 1865.
Eptir það gaf hann sig mjög að lands-
málum, var kjörinn senator 1880, og
síðan forseti, sem fyr segir.
Benj. Harríson var af frægum ættum.
Afi hans var kjörinn forseti 1840, en dó
mánuði eptir það, er hann tók við em-
bætti. - Einn af forfeðrum Harríson’s
hafði verið hershöfðingi hjá Cromwdl, og
ritað undir dauðadóminn yfir Karli I., og
var því hengdur á dögum Karls II., og
fluttu þá ættmenn hans til Ameríku, og
hefur einn þeirra ættmanna ritað undir
frelsisskrá Bandamanna, er þeir sömdu, er
þeir sögðu Bretum upp trú og hollustu.
9.—10. marz var afskaplegt veður í
norðvestur fylkjum Bandaríkjanna, og
létust í því veðri 1—2 hundruð manna
Jarðskjálfta varð vart á Ítalíu,’
og víðar i Suður-Evrópu, 31. marz síðastl. |
en eigi er þess getið, að tjóni hafi
valdið. —
----------------
Ljót, en sönn, saga.
Eitt þarfasta og bezta tímaritið, sem
nú kemur út hér á landi. er „Eyr“.
Þessi tvö ár, sem rit þetta hefur verið
gefið út, hefur það flutt margar ágætar
ritgerðir, sem hverjum alþýðumanni er
nauðsyn að þekkja. Slík rit, sem kenna
alþýðu mörg og góð ráð, til að verjast
ýmsum sjúkdómum, draga úr voðaafli
dre psóttanna, og yfir höfuð að vernda líf
og heilsu þjóðarinnar, slík rit ættu vissu-
lega að vera velkomnir gestir á hverju
einasta islenzku heimili. Sérstaklega
hefur „Eyru gert sér far um, að brýna
fyrir þjóðiuni, hve afar-mikla þýðingu
hreinlæti og þrifnaður hefur fyrir líf og
heilsu manua, og var sannarlega ekki
vanþörf á þeim áminningum. En dagar
þessa þarfa rits eru ef til vill þegar tald-
ir. I síðasta heftinu kveðst útgefandinn
ekki sjá sér fært, að halda þvi áfram,
sökum þess hve fáir kaupi það; hann
hafi beðið töluvert peningatjón á útgáfu
þess, en getur þess jafn framt, að þenna
skaða muni hann að visu geta fengið
uppborinn með því, að gefa út einhverj-
ar garnlar útlendar riddarasögur, því að
þær bækur vilji þjóðin; það hafi hann
reynt. Svona smekkvísir og hagsýnir
erum vér Islendingar á þessari upplýstu
öld; vér viljum heldur kaupa dýrum
dómum verstu og vitlausustu lygasögur
108
„getur hér naumast verið að ræða, enda þótt á hinn
bóginn verði varla fúllyrt, að tunglsjúkur maður breyti
algjörlega í blindni.
Hann hefur vanalega ákveðinn tilgang, þegar
hann framkvæmir verkið, en man þó ekkert eptir því
á eptir.
AU-optast munu draumar vera hvötin til þess, sem
hann gjörir, án þess þó að draumurinn, eða það, sem
hann framkvæmir, festi sig svo í meðvitund hans, að
hann muni eptir þessu, að því er eg helzt hygg“.
„En nú komum við þá til þess“, mælti eg enn
fremur, „sem mér þykir mestu skipta — hvað er þá um
lagalega ábyrgð fyrir slík verk að segja?u
„Eptir minni skoðun“, svaraði læknirinn, „þá getur
ekki verið um neina lagalega ábyrgð fyrir slíkt verk að
ræða. Eða segja ekki lögin sama um verk, sem fram-
kvæmd eru i svo miklu ölæði, að maðurinn er með-
vitundarlaus?
Og hvernig á að sanna það, að sá maður, er fram-
kvæmir eitthvað í svefninum, hafi verið sér þees með-
vitandi?
En þó skal jeg taka það fram, að hér er að eins
um mína persónulegu skoðun að ræða, og skal jeg
ekkert fortaka, að læknir sá, er rétturinn kann að út-
nefna, kynni að vera á annari skoðun.
Yið því verðið þér auðvitað að vera búinnu.
Svona enduðu þá samræður okkar, og get jeg ekki
sagt, að jeg væri ánægður með árangurinn.
Þvert á móti var eg nú öllu vondaufari um það,
en áður, að mér tækist, að fá skjólstæðing minn
sýknaðan.
97
var á gangi réð þeim þvi, að hverfa þegar aptur til
veitingahússins.
Evelína fylgdi þessu ráði, enda var ekki annað
að gjöra.
Vagnstjórinn, sem varð að fá gert að vagninum,
ætlaði svo að koma til veitingahússins morguninn eptir,
og sækja þau.
Rigningin var, sem hellt væri úr fótu, og hvass-
viðri ákaft.
Evelína bar drenginn á öðrum handleggnum, en
hélt á þungu ferða-kofforti í hinni hendinni, og komst
svö loks til veitingahússins.
Veitingakonan fékk henni bezta gestaherbergið,
sem völ var á.
Herbergi þetta var að nokkru leyti, sem tvö her-
bergi, af þvi að lausaveggur var eptir því miðju, og sitt
rámið hvoru megin lausa-veggsins. •
Evelína, og litli förunauturinn hennar, komu sér
nú fyrir i herbergi þessu.
Evelína tvílæsti hurðinni, stakk lyklinum hjá sér,
og háttaði svo drenginn í fremra rúminu.
En er hún ætlaði sjálf að fara að hátta í innra
rúminu, bað barnið um eitthvað að drekka, og með því
að hún bafði ekkert annað við hendina, gaf hún því
dálítið af sykurvatni.
í ferða-kofforti sínu átti hún nefnilega stóran syk-
urmola, og til þess að geta brotið hann í sundur, tók
hún langan og beittan hníf upp úr handtösku sinni, er
lá þar á borðinu.
Skaptið á hníf þessum var mjög haglega gjört, og