Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.04.1901, Blaðsíða 4
JÞjóbviljinn.
XV, 17.—18.
68
en hinn þarflegasta fróðleik; þetta er öll
fróðleiksfýsnin, sem íslenzka alþýðan er
svo lofuð fyrir. Vér viljum hafa lækna,
næstum í hverjum hreppi, vér hlaupum
upp til handa og fóta, þegar einhver út-
lendur skrumari kemur með nýtt kynja-
lyf, og látum hann hafa oss fyrir féþúfu;
en þegar læknarnir okkar vilja fræða oss
um það, sem hverjum manni getur riðið líf-
ið á að vita, þá tímum vér ekki að sjá
af nokkrum aurum. Ritstjórar þeirra
blaða, sem með réttu mega saurblöð
kallast, gorta af alþýðuhylli sinni, og
kaupendafjölgun, en rit, eins og „Eyr“
og Búnaðarritið, geta ekki borið sig án
opinbers styrks, sökum kaupendafæðar.
Útgefandi „Eyrar“ gefur í skyn, að
hann muni leita styrks (líklega úr lands-
sjóði), til að halda áfram útgáfu ritsins-
Margt hefur verið styrkt af landsfé, er
síður skyldi, það er víst, en þótt útgef-
andinn geti á þann hátt orðið skaðlaus,
þá er útbreiðsla ritsins ekki tryggð með
því. í raun og veru er það þjóðinni til
háðungar, að slík rit, sem „ Eyr“ og Bún-
aðarritið, skuli ekki geta borið sig án
opinbers styrks, það er talandi vottur
um, hvað skrælingjahátturinn er enn rík-
ur hér á landi. Vér kveinum yfir upp-
fræðingarleysi alþýðunnar, og viljum hafa
skóla, til að kenna allt mögulegt; en
verður þetta talið annað, en meiningar-
laust montara skvaldur, er vér í sömu
andránni fyrirlitum góðan og nytsaman
fróðleik, sem vér eigum kost á að afla
oss með lestri góðra og nytsamra bóka,
og mjög litlum kostnaði. „Eyr“ kostar
jafnt og hálfur annar pottur af spritt-
blöndu, sem vér köllum brennivín, eða
tæplega það, og Búnaðarritið eins; en
hve marga potta kaupum vér árlega af
þessari þarfavöru(?). — Um 250 þúsund
potta. — En „Eyr“ verður að hætta, sök-
um kaupendafæðar, og Búnaðarrítið hjar-
ir á landssjóði.
Ljót, en sönn, saga. —
„Kaupandi Eyrar“.
Fréttir.
Lög'fræðispröf. Prófi i lögum iauk ný skeð,
við Kaupmannahafnarháskóla, Jm Þorkelsson.
sonur síra Þorkels Bjarnasonar frá Reynivöll-
um, og hlaut 2. einkunn.
Höpp. Með hafíshroða, er barst upp á
Húnaflóa 11. marz síðasti., hárust hnísur að
landi, og náðust um 100 á Skagaströnd, megnið
frá bænum á Skeggjastöðum.
Bátflski. Undan Snæfellsnesjökli er að
frétta mikið góðan afla á opna báta, bæði i
Ólafsvik og á Sandi.
í Miðnessjó, og í Garðsjónum syðra, hefur
og verið vel um fisk.
Danska strandgæzluskipið „Heimdal" kom
til Reykjavíkar 21. marz síðastl., eptir 5 daga
ferð frá Kaupmannahöfn. Foringi á „Heimdal“
er nú A. P. Hovgaard, sem fyrir nokkurum ár-
um var skipstjórnarmaður á „Thyru“, og marg-
ir íslendingar minnast að góðu.
Gullmedalía. íslenzkur stúdent í Kaup-
mannahöfn, Olafur Daráelsson að nafni, hefur
hlotið gulJmedalíu hjá háskólanum í Kaup-
mannahöfn fyrir stærðfræðisritgjörð, er hann
hafði samið, til úrlaugnar einni af verðlauna-
spurningum háskólans.
Afl vanans.
Það er óefað að eins afl vanans, sem
veldur því, að karlmenn stunda einir sjó
hér við Djúp.
Að sumrinu, og á vorin, þegar góð
er tiðin, myndi þó kvennfólki alls eigi
of vaxið, að stunda sjósóknir öðru hvoru.
Það er mörg draslvinnan, sem kvenn-
fólk gengur í, sem hvorki er hægari né
hollari, en að fara út á sjóinn, þegar
góð er tíðin.
Enginn vafi er heldur á því, að marg-
ur kvennmaðurinn myndi geta orðið
laginn stjórnari á sjó; dæmi Þuríðar for-
manns, sem margir hafa heyrt nefnda,
sannar það fýllilega.
A Breiðafirði getur sá kvennmaður
naumast talizt vistgengur, sem ekki kann
með ár og stýri að fara, enda er það
mjög algengt, að kvennfólk kann þar
allt til sjósóknar, og stendur sumt karl-
mönnunum ekkert að baki i þeirri grein.
Það gegnir því furðu, að t. d. engri
lausakonunni hér við Djúp skuli hafa
hugkvæmzt, að leita sér bjargar úr sjón-
um að sumrinu.
Það færi naumast svo, ef þær slægju
sér saman 3—4, að halda úti fieytu, að
þær bæru lægra kaup frá borði, en t. d.
í kaupstaðarvinnu, þar sem kaupið er að
eins 1 kr. 41 e. á dag.
Opt þyrfti má ske ekki nema aleinn
98
al-lagt skelplötum, og hafði hún eignazt hníf þenna á
„bazar“ fyrir mörgum árum.
Þegar drengurinn hafði drukkið, slökkti hún ljósið,
og fór sjálf að hátta, en skildi hnífinn, og það, sem ept-
ir var af sykurmolanum, eptir á borðinu, hjá rúmi
bamsins.
Veðrið var nú sem óðast að lægja.
Skýflókinn í loptinu var allur að greiðast sundur,
og máninn varpaði á jörðina silfur-skærurn bjarma
í herbergiskytrunni, þar sem frændsystkinin höfðu
lagzt til hvíldar, dauðþreytt eptir ferðalagið, var því
litlu skuggsýnna, en um hábjartan dag, og voru þau nú
bæði í fasta svefni.
Allt var nú orðið kyrrt og hljótt i húsinu.
Öll ljós voru löngu slökkt, nema hvað enn tírði á
náttlarapa niðri í veitingastofunni.
En hálfri stundu eptir miðnætti, heyrðist allt í
einu voðalegt neyðarvein, svo að gestgjafinn, kona hans,
og vinnuhjú þeirra, hrökk allt upp við ópið.
Svo var að heyra, sem hljóð þetta kæmi úr her-
bergi því, er Evelina hafði fengið til gistingar.
Fólkið stökk nú í flýti fram úr rúmunum, og æddi
fram á ganginn, en varð þar einskis áskynja.
Menn hlupu þá upp á lopt, og eptir gangi þeim,
er vissi til herbergis Evelínu, en heyrðu nú engan háv-
aða þar inni.
En er komið var í innri enda gangsins, þá brá
mönnum heldur en ekki í brún, að sjá þá voðasjón, sem
þar bar fyrir augu.
Hurðin á herbergi Evelinu stóð þá galopin, og á
þröskuldinum lá unga stúlkan örend, að því er virtisú
107
átti að byrja, og varð eg því að hafa allan hraðann á, að
gjöra það, sem gjöra þurfti, eins og málinu nú var komið.
Fyrst af öllu varð að fá það sannað, að skjólstæð-
ingur minn hefði tunglsýki, og síðan varð að útvega álit
manna, er bærir væru um það að dæma, hvort ætla
mætti, að tunglsjúkur maður gæti framið morð, í ein-
hverjum ákveðnum tilgangi, meðan veikinda-kastið
stæði yfir.
Síðan varð svo úr því að skera, hvort morðinginn
ætti að lögum að bera ábyrgð á morði, er í slíku ástandi
væri frarnið.
Jeg ritaði nú samstundis bréf til systur Evelinu,
er bjó með manni sínum í Geuf, og lagði rikt á við
hana, að koma sem allra bráðast til P ..., svo að hún
yrði leidd sem vitni í máli systur sinnar.
Að því búnu ráðfærði eg ~mig við lækni, er hafði
mikið orð á sér, sem vísindamaður.
Skýrði eg honum fyrst rækilega frá málinu, og
lagði síðan fyrir hann svo látandi spurningu:
„Alítið þér“, mælti eg, „að verið geti, að skjól-
stæðingur minn hafi framið morðið í einu veikinda-
kastinu?*
„Með vissu verður það ekki sagt“, svaraði hann.
„Það er þá vafasamt, hvort slíkt er mögulegt?“
spurði eg aptur.
Hann játti því.
„En getur þá sá, sem gengur i svefni, framkvæmt
glæp, eða annað,.í.ákveðnum tilgangi?“ spurði eg enn
fremur. „Eða er það ómögulegt, að um ákveðinn til-
gang geti verið að ræða?“
„Um ákveðinn tilgang“, svaraði læknirinn