Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.04.1901, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 19.04.1901, Blaðsíða 1
Verð árgangsint (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. FlMMTÁNDI ÁHGAN8UB. EITSTJÓEI: SKÚLI THORODDSEV =|feosg—- Uppsögn skrifieg, ógild nema komin sétilvtgef- anda fyrir 30. dag júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. M 17.-18. ÍSAFIHÐI. 19. APRÍIj. 19 0 1. Biðjið ætíð um: Otto Monsteds Danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fœst má liaiipmömiu.mim. Utanför landsböfðingja. vor, að kosningunum til fólksþingsins afstöðnum. Var þá ekki réttara, að vera þar við I 11.—12. nr. blaðs þessa bentum vér stuttlega á það, hvað gjöra ætti, og hvað gjört hefði verið, að því er stjórnarskrár- málið snertir, ef Island væri eigi því mið- ur í reyndinni alveg ráðherralaust land Vér tókum það þá og fram, að af ráðherrans hálfu hefði ekkert verið gjört, til að hrinda stjómbótamálinu áleiðis, enda þótt ráðherrann væri stjórnbótinni fylgjandi í orði. En síðan sú grein vor var rituð, þá er það nú hljóðbært orðið, að landshöfð- ingi Magnús Stephensen hefur siglt á fund ráðherra, og dvelur nú erlendis um þessar mundir. Enginn vafi getur á því leikið, að þessi utanför landshöfðingja stendur í nánu sambandi við stjórnarskrármálið. En til hvers leiðir sú utanför? Islendinga, sem þekkja svo vel laumu- spil landshöfðingja í stjórnarskrármálinu, getur naumast annað, en furðað á því, ef ráðherrann ætlar nú að fara að ræða mál þetta við Magnús Stephensen lands- höfðingja, eða nota hann sem erindsreka á þingi, eptir allt, sem á undan er gengið. Getur það verið, að ráðherrann sé svo gagnókunnugur, hvað fram fer? Getur það verið, að landshöfðiugja hafi, með tvöfelldni sinni í stjórnarskrármál- inu, tekizt að villa ráðherranum — ein- um manna — svo gjörsamlega sýn? Vér trúum þvi tæpast. Oss getur því eigi annað, en virzt það mjög ólíklegt, er „ísafold“ hefur í ljós látið, a^ landshöfðingi muni verið hafa boðaður utan, þvi að ráðherranum hlýtur að vera það ljóst, að þó að lands- höfðingi léti nú svo, í þessari utanfór sinni, sem hann væri stjórnbótinni fylgj- andi, og talaði, sei» hann hyggði, að ráð- herrann myndi helzt vilja heyra, þá er ekkert á sliku byggjandi. Niðurstaðan yrði að öllum líkindum alveg, eins og fyrri daginn, að hann reyndi að verka á móti málinu í kyrr- þey, og léki fram öllum peðurn sínum í því skyni, hvernig svo sem hann talaði. Hann léki þá i annað sinn svo lag- lega á ráðherrann, að politiskt mannorð ráðherrans þyldi slíkt naumast, ef slíku áliti væri á annað borð fyrir að fara. Oss þykir því lang-trúlegast, að lands- höfðingi hafi alls eigi verið utan boðað- ur, heldur hafi hann að öllu leyti tekið ferð þessa upp hjá sjálfum sér, eða fari hana að vilja fiokksbræðra sinna, nihil- istanna, til þess að freista enn á Dý, að hafa miður holl áhrif á gang stjórnar- skrármálsins. Mun hann þvi að líkindum, er á fund ráðherrans kemur, láta svo í veðri vaka, sem hann taki það mjög sáran(!), að málið skyldi eigi ná fram að ganga á siðasta þingi, þrátt fyrir eindregnustu meðmæli og viðleitni sína(!) Þá hafi og kosningarnar ný afstöðnu, þrátt fyrir allar tilraunir sínar(!), síður en ekki bætt úr skák, þar sem allur fjöldi þingmannanna sé nú stjórnbótinni gjörsamlega móthverfir, og megi ekki heyra hana nefnda(i) Fyrir því muni liann, hve óljúft sem honum sé það(!), verða að leggja til, að ekkert sé við málið átt að svo stöddu, af stjórnarinnar hálfú, heldur beðið betri tíma, ef ske kynni, að íslendingar yrðu þá ekki lengur þau „bömin“, að hafna jafn þörfum og sjálfsögðum umbótum, sem landshöfðingi þekki bezt sjálfur, hve bráðnauðsynlegar séu(!) Og gengi svo ráðherrann í gildruna, tryði þessu, sem talað væri í einlægni, og samkvæmt því, er landshöfðingi vissi sjálfur sannast og róttast, þá myndi landshöiðingja Magnúsi Stephensen sjálf- sagt þykja sín förin góð orðÍD, þótt ekki væru slík erindislokin þjóð vorri neitt fagnaðarefni. — — — Vera má og, að landshöfðingi hafi, er hann stó á skipsfjöl, meðfram hugsað sór önnur erindislokin möguleg. Hann vissi, hvernig sakir stóðu í Danmörku um þessar mundir. Hann vissi, að talað var, að koma kynni til ráðherraskipta í Danmörku í staddur? Hver veit, hvað ske kann? Ekki óhugsandi, að hann hitti þá óskastundina, kynni þá að koma sér að sjálfum, sem sérstökum ráðherra íslands! Og úr því, sem gera er, þá væru það nú má ske, fyrir íslendinga, ákjósanleg- ustu endalokin af utanför þessari, því að þá er fallin burt eina ástæðan, sem lands- höfðingi vitanlega hefur, ef satt skal segja, til að vera stjórnbótinni mótfall- inn. Það yrði að vísu engin sérleg fram- fara- eða framtakssemis-stjórn, sem Is- land þá fengi, og varla yrði heldur full- yrt, að réttlætið héldi þá innreið sína á landi voru. En sú stjórn yrði, eptir náttúrunnar eðlilega gangi, naumast til lengdar; allt tekur enda. Og þetta væru því má ske heppileg- ustu úrslitin í bráð, úr því ráðherrann ekki velur hina leiðina, sem réttust væri, og þjóðinni hollust, — að setja piltinn út úr spilinu. Útlönd. í útlendum blöðum, er ná til 2. april, höfum vér séð getið þessara tíðinda: Veðráttufar var enn fremur stirt viða annað veifið; um mánaðamótin marz og april dyngdi t. d. afar-miklum snjó niður á Bretlandi norðanverðu, og frostið varð 21 stig (á Celsius). — Blóðregn. — öul»r snjór. Tíð- indum þótti það sæta, að á Sikiley, og á Ítalíu, var himininn blóðrauður 10. marz síðastl., og nóttina fyrir, og blóðrauð ský svifu í lopti, og um sólu. — Tók þá og brátt að rigna, og voru regndroparnir, sem lifrað blóð, er festist og límdist við föt manna. -— Hugðu þá margir, að heimsendi væri kominn, og flýði fólk hópum saman i kirkjur, og hóf þar bæna- gjörðif og sálmasöngva. Eigi vita menn með nemni vissu, af hverju náttúruafbrigði þessi muni stafað hafa, en gizka helzt á, að hvirfilvindur hafi þyrlað i lopt upp smágjörvum, rauð- um roksandi, t. d. í eyðimörkinni Sahara, og hafi svo duptið borizt niður aptur með regninu, og gjört það, sem blóð- litað. Þá þótti það og einnig tíðindum sæta, að í Hamborg, i Slésvík og á Holsetalandi féll gulnr snjör á jörðu 12. marz síðastl. — Héldu visindamenn á Þýzkalandi í fyrstu, að firn þessi mundu stafa af á-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.