Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Blaðsíða 3
XY 23.-24. ÞjÓÐVII.JIN'íí. , 91 eða eigin stundar liagnaðarvon það er, sem veldur því, að þeir vilja endilega fá að beita kúfiskinum í Út-Djúpinu. Hitt er víst, að allir mestu dugnaðar- og afla-mennirnir úr þeirra eigin hrepp- um, kúfiskskónganna, er sjóróðra stunda, og hafa stundað, eru á móti því, að kú- fiski sé beitt í Ut-Djúpinu, eða utai’, en verið hefur. Það er íullkomlega hægt að sýna, að breytingin er að eins vilji sárfárra manna, þeirra er útveg eiga, og sjóróðra stunda, þótt þeir hafi getað leitt með sér nokkra menn, sem ekkert sinna um málið, eptir að hafa talað og ritað um gagnsemi þess, að mega róa með skelfisk út á yztu miðin, án þess nokkur mótmæli hafi komið frarn opinberlega á móti því. Þess utan hafa þeir fengið ýmsa vini sina, til að standa með sér leynt og ljóst, svo sem valdamenn, presta og factora, sem — að þeim ólöstuðum — eklci hafa minnstu þekkingu, er á eigin reynziu sé byggð, að því er snertir fiskigöngur, en byggja allt á þvi einu, sem talað hefur verið, og ritað frá einni hlið í eyru þeirra. Seinasta biagðið þeirra er svo það, að reyna nú að krækja í kring, og láta Aðalvíkinga fara að kvarta upphátt; en að Aðalvíkingum eigi hafi verið sú um- kvörtun nein alvara, sýndi sig þó bezt í því, að eigi hafði sýslunefndarmaður þeirra neitt umboð, til að hreifa málinu, fremur en sjálfir kf. kóngarnir frá sínum eigin kjósendum. Mér er það líka fullkunnugt, að Að- alvíkingar þurfa eigi frernur skelbeitu, en Bolvíkingar og Skálvíkingar, þar sem jeg hofi átt lóðir þeim samhliða á hverju vori, lengri og skemmri tíma, í 19 ár. Að haustinu og vetrinum, þurf'a Aðal- víkingar eigi heldur sérstaka tálbeitu, fiskiskipanna vegna, fremur en Bolvík- ingar, Skálvikingar og Hnífsdælingar, sé fiskurinn á annað borð .til. En má ske það vaki fyrir þeim, að geta þá talizt til dugnaðarmannanna, þeg- ar þeir eru farnir að beita skelfiskinum? Hitt gerði þeim þá minna til, fyrst dugnaðarmannsnafnið væri fengið, þótt þeir reru ekki nema einn af hverjum sex dögum yfirleitt, því að hugsa mætti, að líkt gæti farið í Aðalvík, sem farið hefur á fleiri víkum, t. d. á Strandselja- vík, Selvík, í Lóninu, og víðar, að kú- fiskur gæti þrotið þar, og færu þá má ske róðrardagarnir að fækka, er þeir ættu að sækja hann fyrir Rit og Straum- nes. Það er kunnugt, að Mið-Djúpsmað- urinn, með öllum sínum dugnaði, er opt á vertíð 10 — 14 daga í beitu-„túrnum“. En það gerir þeim nú minnst, þar sem þeir ná samt sem áður 70—100 kr. hlut, í hlaðfiski, yfir vertíðina, og beitan kostar ekkert!! Skötfirðingar, slóðarnir, sem allir eru á móti kiifisksbeitunni, hafa saltað úr20 tn. til jóla, við annan mann á bát, en eru þó kallaðir slóðar, af því að þeir nota ekki kúfisk, þótt þeir hafi þrefalt meiri hagnað. Marga furðar það líka, að þessir miklu dugnaðar- og frelsis-menn í Mið- Djúpinu skuli ekki vilja reyna sams konar beitu fyrir utan skelfiskslínuna, sem slóðarnir nota, bæði Skálvíkingar, Bolvikingar, Hnífsdælingar, Álptfirðingar, Skötfirðingar og Inn-Djúpsmenn þann stutta timanu, sem þeir eru við sjó. En að því er oss Inn-Djúpsmenn snertir, þá hryllir oss við því, ef eins fer um Mið-Djúpið, eins og farið hefur um Inn-Djúpið; verði það einnig eyði- lagt, að því er fiskiveiðar snertir, þá má segja, að nú sé stofnsjóður Isafjarðarsýslu upp jetinn, og þessi mikla gidlnáma vor tæmd. — Þá verða jarðarskikarnir ririr í Mið-Djúpinu, ekki síður en í Inn-Djúp- inu, og minni gjöldin til landssjóðsins. En jeg þykist nú að vísu vita, að mér muni því svarað, að lítið sé að marka, hvað ómenntaður, sauðsvartur al- múginn segi; það séu einmitt valda- og kenni-menn og factorar, sem vit hafi á fiskigöngum, sem öðru, þar sem þeir séu menn lærðir og reikningsfróðir, og kunni að byggja endalausa kastala, sem aðrar þjóðir. En þar sem vér höfum stundum séð kastala og byggingar þeirra hrynja, þá viljum vér, a.lmúgamennirnir, helzt halda oss dalitið við sjón og reynzlu. (Framhald síðar.) Kr. Þ. -—------------ Óviöfelldin aöferö. Hvar er Oddur? Jeg verð, herra ritstjóri, að biðja yður að lána eptirfylgjandi línum rúm í yðar heiðraða blaði. Ofan rituð spurning hefur vakað fyrir mér, síðan 2. þ. m., er hr. setudómarinn hvarf burtu, þar til nú,. er „Þjóðviljinn" upplýsir, að hann sé alfarinn héðan, og sé því ekki von á honum hingað aptur, til að taka mál það fyrir, sem jeg hafði ásett mér að höfða gegn bæjarfógeta og sýslumanni H. Hafstein. 144 „Á liverju byggið þér það?u spurði dómsforsetinn forviða. „Þér ætlið, að eg muni ef til vill kasta til þess höndunum, að verja mann, sem ákærður eru. „En, í guðanna bænurn!“ mælti dómsforsetinn. „Þér megið eigi vega orð mín svona nákvæmlegau. Heidenstein hneigði sig þá djúpt og virðulega fyr- ir dómsforseta, gerði yfirdómaranum söinu skil, og gekk svo hægt út úr herberginu, með prófseptirritið undir hendinni, og er hann var kominn fram að dyrunum, sneri hann sér við, og hneigði sig aptur. „Nú! Segið þér nú enn þáu, kallaði dómsforsetinn jafn skjótt er hann var kominn út rir dyrunum, „að hann’ sé ekki hálf-geggjaður draumóramaður? Hann líkist því eigi, að verða kallaður hygginn og skynsamur maðuru. „Hann tekur málefnin alvarlegau, tók yfirdómarinn fram í. „En aldrei, eins og vera beru, mælti dómsforsetinn hálf-gramur. „Og í hvaða heimi lifir þá þessi maður? Hann veit það, ekki siður en aðrir, að vörnin getur að eins orðið til málamynda, og lætur þó, sem hirninn og jörð sé í veði“. „Yerið þolinmóðuru, mælti gamli yfirdómarinn, til þess að reyna að milda hann. „Þolinmóður?u tók dómsforsetinn upp eptir honum. „Jeg er ánægður, ef ekki verða hneixli fyrir kvið- dóminumu. Annars var dómsforsetinn ekki eini maðurinn, er taldi Heidenstein sérvitring, því að sama var almennings- álitið í bænum. Að dómi allra skynsamra manna, voru lifnaðar- 133 Það hlutu að vera skotfélagsmennirnir, sem skildir höfðu verið eptir fyrir utan kirkjugarðinn, til þess að hafa þar njósnir. Þeir hlutu að hafa fundið þenna útgang, sem eng- inn vissi af, að utanverðu. Hér voru því skjót ráðin dýr. Byssuskeptunum var nú einnig miðað á hurðina að innan verðu, og eptir nokkur ósvikin högg, hrökk lásinn loks frá henni. Hurðin hrökk þá upp, og eins og við var búist, þá voru það félagar þeirra, firnm í hóp, sem voru þar fyrir. Og að því er hurðina að utanverðu snerti, þá var hún máluð alveg eins og múrveggurinn, svo að eigi var auðið að greina hana frá honum. Auk þess var hún og svo rammgjör, sem múr- veggurinn sjálfur. „En hvernig hafið þér fundið dyrnar?“ spurðu þeir, er inni voru, jafn skjótt er opið var. „Nú, hafið þér þá ekki séð þær tvær manneskjur, sem komu út héðan?u svöruðu hinir. „Þessar tvær manneskjur? Hvorar? Hvorar?“, því að enginn vissi neitt um þær. Það upplýstist nú, að þegar einn skotfélagsmanna kom fyrir kirkjugarðshornið, sá hann múrvegginn opnast, rétt við nefið á sér. Hann staldraði þá við, alveg hissa, og sá þá tvær manneskjur koma þarna út. Manneskjur þessar skimuðu í allar áttir, en sáu engan, með því að skotfélagsmaðurinn hafði falið sig í

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.