Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 18.05.1901, Blaðsíða 5
XV. 23.-24. Þjóðviljinn. 93 Nýir riddarar. í utanfór sinni hefur lands- höfðingi — jafn framt því að seilast eptir ögn meiru orðu-glingri fyrir sjálfan sig — fengið þessa menn krossaða af Danastjórn: síra Eirík Briem prestaskólakennara, síra Benediltt Kristj- ánsson á Grenjaðarstað, og síra Pál Olafsson á Prestsbakka. Prestaköll óveitt, auglýst 27. apríl: Lciuf&s /Laufáss og Svalbarðssóknir), metið 1421 kr. 04, en þar af greiðast eptirlaun prestsekkju. Vellir í Svarfaðardal (Valla- og Stærri-Árskógs- sóknir), mat 1420 kr. 60. — Prestsekkja einnig í því brauði. Brauð þessi veitast bæði frá næstk. fardög- um, og er umsóknarfrestur til 12. júni. Um Isal'jarðar-læknishéraö hafa sótt: Davíð Sch. Thorsteinson, læknir í Stykkishólmi, Guðm. Scheving, læknir Strandamanna, Guðm- Guðmundsson, uppgjafalæknir frá Laugardæl- um, Jón Jónsson, læknir á Vopnafirði, Jón Þorvaldsson, settur læknir á ísafirði, Júlíus Halldórsson, læknir á Klönibrum, og Magnús Ásgeirsson, læknir á Dýrafirði. Landsyfirréttardómur var kveðinn upp 25. apríl síðastl. í máli róttvísinnar gegn Jónasi snikkara Jónasarsyni á Þingeyri, og staðfestur aukaréttardómur ísafjarðarsýslu, er dæmdi hann í 2 X 5 daga vatns og brauðs hegningu, auk málskostnaðar. — Sakarefnið var í því fólgið, að Jónas hafði skýrt rangt frá vátryggðum munum, er voru í smíðahúsi hans, er brann á Þingeyri, i því skyni að fá hærri brunabætur. Mannalát. 24. marz síðastl. ■andaðist sira Tómas Hallgrímsson á Völl- um í Svarfaðardal i Eyjafjarðarsýslu. — Hann var fæddur 23. okt. 1847, varð :stúdent 1873, útskrifaðist tveim árum siðar af prestaskólanum í Reykjavík, og vígðist sama ár, sem prestur að Stærra- Arskógi, og var Valla-sókn sameinuð því brauði síðar. Hann var sonur Hallgríms hreppstjóra Tómassonar á Steinsstöðum í afjarðarsýslu, og lætur eptir sig ekkju, Valgerði Jónsdóttur að nafni, prófasts Jónssonar á Steinnesi. Sira Tómas var ijörmaður og gleði- maður, greindur vel, og drengur góður. 23. apríl síðastl. andaðist í Kaup- mannahöfn Hjálmar Johnsen, fyrrum kaupmaður að Flateyri í Önundarfirði, 79 ára að aldri, og verður helztu æfiatr- iða hans siðar getið. ísafirði W. maí 1901. Tíðarfar. Síðan síðasta nr. blaðsins kom út hafa all-optast verið kuldar, og frost opt um nætur, en rigningar þó öðru hvoru. Strandbáturinn „Skálholt11 kom hingað að norðan 7. þ. m., og hafði komið á alla viðkomu- staðina á Norðurlandi, nema í báðum leiðum farið fram hjá Reykjarfirði, Steingrímsfirði og Borðeyri. Kom þetta sér afar-bagalega fyrir ýmsa farþegja, er héðan höfðu farið með strand- bátnum, og ætluðu til þessara staða, og er eigi laust við, að þeir eigni þetta ódugnaði skip- stjóra, og þykist nú mega sakna 'þess, að Aas- berg er hættur skipstjórninni á „Skálholti“. — Á hinn bóginn segist skipverjum svo frá, að enda þótt Strandaflói hafi verið íslaus, þá hafi þó verið hafishroði í fjörðunum að vestanverðu, og þykjast þeir þvi, sem vænta mátti, hafa ver- ið löglega afsakaðir. -j- Aðfaranóttina 6. þ. m. andaðist að Þúfum í Vatnsfjarðarsveit hér í sýslu hreppstjóri Kristján Kristjánsson, sonur Kristjáns heitins Ebenezerssonar dbr.manns i Reykjarfirði, á 62 aldursári. — Haustið 1862 kvæntist hann nú eptir lifandi ekkju sinni Margréti Sigurðardóttur, Jónssonar, Einarssonar, er lengi bjó á HvJa- nesi i Ögursveit, og voru þau hjónin systkina- börn. með því að Solveig, móðir Margrétar, var systir Kristjáns dbr.manns í Reykjarfirði. Árið 1862 reisti Kristján heitinn bú að Hvítanesi, með því að hann fékk part í þeirri jörð með konu sinni, og bjó hann þar síðan í 7 ár, en flutti þá, vorið 1869, að Þúfum i Vatns- fjarðarsveit, og hefur búið þar alla tíð siðan. Kristján var maður all-vel greindur, og hafði aflað sér töluverðrar þekkingar. Hann var og stillingarmaður mikill, og prúður í háttum, og gat sér hvívetna valmennsku orð, enda var hann drengur góður, og lagði jafnan það eitt til mála manna, er hann hugði til góðs leiða. Hann var trésmiður all-góður, og því löngum við smíðar, einkum bátasmíði, hér og hvar í Djúpinu, og varð því tíðum að hafa landbú- skapÍDn metra í hjáverkum, en hent var, en búnaðist þó að vonum, svo að hann mátti víst all-optast teljast fremur veitandi, en þiggjandi, enda var hann greiðamaður hinn mesti, og opt um efni fram. Með konu sinni eignaðist hann fjölda barna, er öll voru dáin á undan honum. Skömmu fyrir siðustu jól tók hann svo krankleika þann, er nú hefur leitt hann til bana. Aflahrögð hafa nú um frekan vikutíma ver- ið fremur treg við Djúp, og stafar það að lík- indum mest af því, að fiskur er mjög beitu- vandur, þar sem gnótt er um síld og átu i Djúpinu. — Mun því hæpið, að aflast taki aptur að mun, fyr en síld næst; en vonandi dregst það nú eigi til lengdar, ef hlýviðri koma. Forstöðukonusýslanin við spítalann hér á ísafirði er nýlega veitt ungfrú Astriði Torfa- dóttur frá Flateyri, sem verið hefur hjúkrunar- kona við spítalann á Akureyri. Strandferðaskipið „Ceres" kom að sunnan 12. þ. m. — Með_ „Ceres" komu frá útlöndum: kaupmennirnir Arni Sveinsson og Richard Riis, consúll S. II. Bjarnarson, og frú hans Ingibjörg Bjarnarson, og verzlunarmaður Arni Riis. Enn fremur frá Reykjavík Jóhannes Pétursson, um- boðsmaður enska Ward’s, frá Þingeyri verzlun- 142 Dómsforsetinn svaraði stuttlega: „Kom inn“, og kom þá inn ungur maður, grannvaxinn, er heilsaði all- feimnislega. Hann nam staðar fram við dyrnar, er hann lokaði á eptir sór. Að ytra áliti virtist hann í alla staði sanna um- mæli dómsforsetans. Fötin virtust bera vott um töluvert hirðuleysi, og yfir höfuð leit maðurinn all-vandræðalega út. Það er trúlegt, að gamli yfirdómarinn hafi tekið eptir þessu, því að hann leit einnig hálf-vandræðalega niður fyrir sig. „Þór eigið að verja mál fyrir kviðdómi“, mælti ■dómsforsetinn, sem sezt hafði við skrifborðið. „Haldið sþér, að“þór getið það?“ Heidenstein hneigði sig þegjandi, og kom um leið •hálf-gert vandræðabros á andlit honum. Dómsforsetinn, sem alls eigi hafði litið á hann, veitti því alls enga eptirtekt. „Séuð þór kvíðinn nú þegar, þá er hætt við því, að frammistaðan verði ekkert fyrirtak, þegar fyrir kviðdóm- inn kemur“, mælti hann. Heidenstein heyrðist nú muldra eitthvað fram við ‘dyrnar í þá átt, að hann myndi gera, hvað hann gæti. Dómarinn ypti öxlum, svo sem vildi hann sagt hafa, að það hefði nú lítið að þýða. „Þór vitið mælti hann, „að skammt er málsfyrir- tektar að bíða. Þór eigið að verja Maríu Lúcke í Schom- ‘burgs-málinu, sem þór að líkindum þekkið?u „I böfuð-atriðunum“, svaraði Heidenstein, „því eg 135 Að svo mæltu sneri hann að húsinu, og fylgdu honum tveir tugir manna. Að fáum mínútum liðnum var litla húsið umkringt, á allar hliðar. Þar var allt dimmt, kyrrt og hljóðalaust — vottur um bágborna samvizku. Lögreglustjóri barði þegar að dyrum, en þær voru harð-læstar. Hlerar voru og fyrir gluggunum, og lagði enga ljósglætu út. Margir ráku nú hnefahögg i hlerana, og sumir royndu að kippa þeim burtu; en það vildi ekki lánast. Þeir voru festir með slagbröndum að innanverðu. Vór verðum að brjóta upp hurðina44, mælti lögreglu- stjórinn. „Er ekki hr. Jegor smiður hjer?“ Jú, Jegor smiður var þar nær staddur, því að hann var einn í tölu skotfólagsmannanna. Hann hafði og verið svo forsjáll, að taka verk- færin sín með sór. Skráin lét nú fljótt undan stingtólum smiðsins, en hurðin var þó eigi opin að heldur, með því að slá hafði verið slegið fyrir hana að innan. „Hlaupum þá á hana allir í senn“, kallaði lög- reglustjóri. „Það verður að sprengja hana upp“. En i sömu 3vipan, er byrjað var, að hlaupa á hurð- ina, heyrðu menn, að sláin var tekin frá að innan verðu, og lá þá við sjálft, að þeir, sem fremstir stóðu, dyttu inn i anddyrið. Jafn framt sáu menn og manni einum bregðafyrir á þröskuldinum i svip, er reyndi, að smjúga, sem áll, á milli manna, og koma sér þannig undan.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.