Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.06.1901, Blaðsíða 4
100
Þjóbviljinn.
XV, 25.-26.
því, að hr. Br. Þ., sem þá var formaður
félagsins, lagði inn í Hesteyrar-
verzlun á þriðja hundrað krón-
ur í peningum, er félagið fékk
af opinberum styrk, og þeirri
upphæð var svo jafnað niður á
félagsmenn með sk ul da j ö f n u ð i.
Þetta atvik varð til þess, að mikið dofn-
aði yfir félaginu, og kurr vaknaði hjá
ýmsum félagsmönnum, er gert höfðu sér
vonir um, að fá skerf sinn útborgaðan í
peningum“, og af' þessu hafi það svo
stafað, að fundir hafi verið ílla sóttir,
enda hafi þeir eigi verið boðaðir á hent-
ugum stað eða tíma; en fari allt, sem
áformað sé, kveðst hr. Gr. S. vongóður
um, að félagið starfi í sumar með meira
fjöri, en nokkuru sinni fyr.
Hr. Gr. S. fullyrðir, að engu barni
hafi verið synjað móttöku á Látrum, og
að fieirum myndi hafa verið veitt við-
taka, ef óskað hefði verið, og „svo er í
ráði, svo framarlega sem eitthvað fé
fæst, að fullgera skólann, og hafa í hon-
um heimavist handa 8—10 börnum, og
þegar hægt væri að koma á þenna
skóla 20—30 barna, væri bætt iir brýn-
ustu þörfurn sveitarmanna, svo að eng-
inn þyrfti að verða átakanlega út undan,
þótt skólinn væri ekki nema einnu.
Þar sem hr. Br. Þ. gerir ráð fyrir,
að Hesteyringar og Yestur-Aðalvíkingar
taki höndum saman, til að koma sér upp
skóla á öðrum hvorum staðnum, þá teiur
hr. G. S., að hann slái ryki í augu þeirra,
er ókunnugir séu landsháttum þar nyrðra,
því að fyrir Hesteyringa sé styttra að
koma börnum að Látrum, en í Vestur-
Aðalvík, og fjarstæða, að hugsa, að Vest-
ur-Aðalvíkingar sendi börn til Hesteyrar.
„Að hrósa happi yfir félagssjóði kirkn-
anna hérnau, segir hr. G. S. að lokum,
„held jeg, að sé vel snemmt, þar sem
Hesteyrarkirkja skuldar talsvert, og má
þó víst ekki vera lakar úr garði ger, en
hún er, að kunnugra manna sögn; en
um Aðalvíkurkirkjuna vita allir, hve
ástatt er — enginn veit, nær hún hryn-
ur“.
-----oooggooo---
Prestur kærður.
Óviðfelldin aðferð.
Eins og áður hefur verið getið um í
blaði þessu, ritaði síra PáU Sívertsen,
Staðarprestur í Aðalvík, biskupinum, hr.
Hallgrími Sveinssyni, í síðastl. janúarmán-
uði, og beiddist þess, að fá eptirrit af
kæruskjali hr. Sig. Pálssonar, factors á
Hesteyri, og varð hr. biskupinn, sem
vænta mátti, mjög fúslega við þeim til-
mælum prestsins.
Af bréfi hr. biskupsins, dags. 19. febr.
þ. á., má sjá, að það hefur eigi verið til-
ætlun biskups, að prófastur færi á bak
við síra Pál með kæru þessa, eins og
hann gerði, því að í bréfi biskups er,
meðal annars, kveðið svo að orði:
„og þó að eg 8 okt. heí’ði sent honum (þ. e.
prófasti) kæruskjalið til umsagnar, og hann
þm vœntanlega hafi hreift efni þess við yður
nokkurn veginn fullkomlega... “
En þetta gerði prófastur, sem menn rnuna,
að engu leyti, heldur tók í strenginn
með kærandanum, án þess að gera síra
Páli á nokkurn hátt aðvart um kæruna,
eða leita umsagnar hans um hana.
Að því er kæruskjal hr. Sig. Pálssonar
snertir, byrjar það með þeim ósannindurn,
að héraðsfundur Xorður-ísafjarðarsýslu 1.
sept. þ. á. hafi farizt fyrir „sökum þess
hann ekki var nægilega sótturu, enda
þótt vitanlegt sé, að allur þorri héraðs-
fundarmanna var þá staddur hér á ísa-
firði, en aldrei gert aðvart um, hvar eða
hvenær fundurinn ætti að vera, með því
að prófastur mat þá politíkina meira, en
héraðsfundarhaldjð.
Að öðru leyti er ýmislegt í kæru
þessari all-spaugilegt, og iýsir því dável,
að kærandinn, sem titlar sig bæði hér-
aðsfulltrúa og sóknarnefndarmann(!), þyk-
ist. eiga eigi all-lítið undir sér, og telur
því sjálfsagt, að biskup muni gegna sér
strax, og meta tillögur sínar mjög mikils.
Hann endar því kæru sína, dags. 12.
sept. f. á., með svo felldri klausu:
„Af öllu þessu er það tillaga min, að Páll
prestur Sívertsen, frá næstkomandi fardögum,
sé, sökum vanheiisu, leystur frá prestsem-
hætti, með fullum eptirlaunum, og brauðið
frá sama tíma veitt með því skilyrði, að hinn
nýi prestur þjóni þessum tveim kirkjum, eins
og að framan er nefnt, samkvæmt ósk safn-
aðarins“.
Sýnist yður hann vita af sór, pilturinn?!!
En, sem einu gildir, þá hefur hann
nú komizt að raun um, að það er dálítið
annað, að fylla litilsiglda Hornstrendinga
með herþjónustu-lygum, og siga þeim
að vild, en að ætla sér, að taka biskup
landsins svipuðum tökurn.
—- -t cAlJjp-xj-
Al|>ini»isli<»!siiiii<g Stranda-
manna. Kjörfundur Strandamanna
146
hún væri sú eina, er hefði lag á því, að ginna þennan
einverunnar fugl til sín.
Þær vildu endilega, að hún segði sér, hvað Heid-
enstein málfærslumaður, sem naumast gat komið út
þrem orðum í einu, er kvennfólk var við, gæti haft um
að spjalla, er hann heimsækti þau feðginin.
En ungfrú Lisly, sem annars var að jafnaði allra
eptirlátsamasta stúlka, þagði jafnan, sem steinninn, er
þetta bar á góma.
Engu að siður varð þó eigi annað álitið, en þau
skemmtu sér vel, er þau voru þrjú, því að Heidenstein
sat þar jafnan í fleiri kl. stundir, og var þar jafn vel
stundum fram á nótt.
En um hitt höfðu menn enga hugmynd, hve roð-
inn færðist fram í kinnamar á ungfrú Lisly, er hún sat
við vinnu sína, og heyrði, að tekið var hægt í götudyra-
bjölluna.
Hljóðið í dyrabjöllunni var þá því líkast, er spurt
væri all-feimnislega: „Má jeg koma inn?u
Hvort hann mætti!
Hún spratt þá upp frá saumaborðinu sínu, til þess
að vinnukonan eigi skyldi verða fyrri til, að opna dyrn-
ar, en hún.
Lét hún þá svo jafnan, svo sem ungri, velmennt-
aðri stúlku sæmir, er ungur maður er annars vegar, sem
hann kæmi óvænt, og mælti: „Nú! hr. málfærslumað-
urinn!u
Brást þá eigi, að hann mælti! „Jeg geri vonandi
eigi ónæði“, og hafði hún þá jafnan sama svarið á reið-
um höndum: „Nei, engan veginn. hr. málfærslurnaðurM.
155
Pangavörðurinn fór svo út aptur, svo að þau voru
þar tvö eptir inni.
Nú var algjör þögn nokkra hríð.
Stúlkan gekk að grindunum, hallaðist þar fram á
olnboga, og starði alvarlega á ókunnuga manninn, sem
sat þar við borðið fyrir framan hana, styðjandi hönd
undir kinn, og hafandi ekki augun eitt augnablik af
pappírunum.
Hver gat þetta verið?
Það var ekki rannsóknardómarinn; hún þekkti hann,
þar sem hann hafði svo opt haldið próf yfir henni.
Heidenstein tók nú höndina undan kinninni, og
stúlkan sneri sér þá í sama vetfangi undan, svo að eigi
var annað að sjá, er Heidenstein leit á hana, en að hún
hefði stöðugt horft út um gluggann. '
Heidenstein hélt það að minnsta kosti, og horfði
nú all-lengi á hana, og var eigi laust við, að hann yrði
hálf-forviða.
Hann hafði imyndað sér, að þessi aðstoð ræningj-
ans og innbrotsþjófsins liti allt öðru vísi út.
Þetta var lagleg, ungleg stúlka, sem alls eigi virt-
ist eiga þar heima, sem hún nú var stödd.
Stórgerði fangakjóllinn, sem hún var í, fékk
jafn vel eigi leynt því, hve vöxturinn var fagur, og
stóru, durnalegu tréskórnir voru sýnilega allt of víðir
fyrir smáu fæturnar hennar.
Hálsinn var fagur, hvítur og beinvaxinnn, sem
blómstöngull.
Og hve fagurt og unglegt var eigi höfuðið, með
þykku, ljósu flétturnar!