Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 01.06.1901, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur., og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán-
aðarlok.
ÞJOÐVILJINN.
—--- FlMMTÁNDI ÁBdANGUK. -j=
-Skx.|= RITSTJÓRI: SKÚLI THORODDSEN.
\ Upysiign skrifleg, óyild
\ netna komin sé til útgef-
j anda fyrir 30. dag jnm-
mónaáar, og kaupandi
samhliða uppsögninni
j borgi skuld sína fyrir
blaðiö.
M 25.-26.
ÍSAS'IBÐI, 1. JÚNÍ.
19 0 1.
Biðjið ætíð um:
Otto Monsteds
Danska smjörlíki,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör.
Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til
óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin.
Fsest HJa teLatipmöiimiimm.
írt,
ag
óskar a? fá ötulan og duglegan lífsábyrgðarmann, og býður honum einkar hag-
kvæma kosti, til að vera
A B a 1 aqcnt.
Bréf, merkt „Generalagent 5646“, er inni haldi nákvæmar upplýsingar um
hæfileika hlutaðeiganda, meðmæli o. s. frv., sendist AUG. I. VOLFF & Co. ANN.
BUR. K0BENHAVN.
Nýir vitar.
Siglingar til landsins fara vaxandi ár
frá ári, og þilskipastóll landsmanna, er
til fiskiveiða gengur, vex, sem betur fer
drjúgum.
En eptir því sem siglingar til lands-
ins, og fram með ströndum þess, aukast,
að þvi skapi verður þörfin á fleiri vitum,
til leiðbeiningar sæfarendum, einatt
brýnni og tilfinnanlegri.
Vitaleysið, sem nú er, stendur því
iandinu eigi all-lítið fyrir þrifum, og
þurfa vitamál landsins því, sem allra
fyrst, að komast í viðunanlegra horf.
Stjórn sameinaða gufuskipafélagsins,
ogfieiri skipaútgerðármenn í Kaupmanna-
höfn, er hafa skip í förum til íslands,
hafa þvi í vetur sent áskorun til ráða-
neytisins þess efnis, að koma vitamálum
landsins í það horf, er betur sarnsvari
kröfurn tímans.
I áskorun þessari er tekið fram, að
brýnust sé þörfin á vitum á þessum
stöðum: Á Seley á Reyðarfirði, á Port-
landi syðra, og á Siglunesi, fyrir norðan,
enn fremur á Melrakkaslettu, á Skagatá,
á Öndverðarnesi, í Vestmannaeytam og á
Lanyanesi, og loks á Eyjafirði (á Hrísey,
Oddeyri og á Akureyri) á Arnarnesi við
ísafjarðardjúp, og á Elliðaey á Breiðafirði.
Það má því að líkindum ganga að
því visu, að stjórnin leiti fjárveit-
inga hjá alþingi í sumar til nokkurra
nýrra vitabygginga, og þarf fráleitt að
efa, að máli því verði yfir höfuð vel
tekið á þingi.
En þar sem fjárhagur landsins eigi
er svo glæsilegur, að mikið fé verði lagt
fram í þessu skyni á einu fjárhagstíma-
bili, enda nrargar aðrar þarfirnar, sem
kalla að, þá ríður á, að byrjað sé þar,
sem þörfin er brýnust.
Skemmtilegast, og mannalegast, væri
það óneitanlega. að geta nú byrjað nýju
öldina með því, að stiga sem stærst
sporið í þessu efni.
En til þess þyrfti eitt af tvennu,
annað hvort að auka drjúgum toliálögur,
eða að taka lán; en varla er það þingi
voru láandi, þótt það fari varlega í þær
sakir, meðan ekkert greiðist, úr stjórnar-
óstandinu.
Það er sitt hvað, að fá þeirri stjórn
fé í hendur, sem er i samvinnu við þing-
ið, eða að auka álögur á landsmönnum,
og fá þeirri stjórn í hendur, til að rasla
með, sem er ábyrgðarlaus gjörða sinna,
og kunn að því, að sinna vilja’ þings og
þjóðar þráfalldlega að vettugi.
Það er þvi mjög hætt við því, að
stjórnar-óstandið verði sá þröskuldurinn,
er hindrar skjótar framfarir í þessu, sem
i fleiru,
----------------
Bókfregn.
(Bœhtr sendar ritstjóranum.)
I. Henning Jensen: Bernska oy
œska Jesú. Skráð fyrir leihnenn. Þýtt
hefur: Vilhjálmur Jónsson. Rvík 1901.
156 bls. 8yo.
Höfundur rits þessa, síra Henniny
Jensen, er alkunnur maður í Danmörku.
— Fyrir 16—17 árum var honum vikið
frá prestskap, af politiskum ástæðum, og
er rit þetta ágætt sýnishorn þess, hvern-
ig ýmsir prestar hugsa og tala um ýms-
ar kenningar þjóðkirkjunnar, þegar em-
bættisfjötrarnir binda þá eigi lengur.
í formála ritsins tekur síra Henning
Jensen það fram, að kirkjufélag, er haft
hefði upptök sín í lífi og kenningu Jesú
frá Nazaret, hefði getað falið kenningu
sína í þessum fáu orðum: Allt, sem þér
viljið, að mennirnir gjöri yður, það skul-
ið þér og þeim gjöra“, en i stað þess að
safna mönnum í kirkjufélag utan um
þessa háleitu grundvallarsetningu kær-
leikans, þá hafi, þegar á dögum postul-
anna, verið farið að safna þeim um trú-
setningar, er hver hafi verið annari
vitlausari, og óskiljanlegri fyrir mann-
lega skýnsemi, svo sem t. d. kenningin
um guðdóm Krists.
Höfundurinn telur það því eitt afað-
al-hlutverkum frarntíðarinnar, að skipa
Jesii í sitt rót.ta sæti, sem þeim manni,
er gert hafi sór ljósasta hugmynd um
guðdóminn, og skyggnzt bezt inn i eðli
guðs.
Sýnir hann því næst fram á það, með
tilvitnunum í sjálft Nýja testamentið, að
hvorki hafi Jesú sjálfum dottið í bug, að
hann væri guð, né heldur hafi áhang-
endur hans. almennt litið svo á, á fyrstu
árum kristninnar, enda, sóu frásagnir
guðspjallamannanna, er þar að lúta, hver
annari gagnstæða.r, bæði að því er yfir-
náttúrlega fæðingu hans snertir o. fl., og
margir staðir í Nýja t.estamentinu, sem
beinlínis sýna, að hann hefur verið álit-
inn sonur Jóseps o. s. frv. o. s. frv.
Yfir höfuð beitir höfundurinn við
Nýja testamentið sarns konar „æðri kri-
tík“, sem síra Jón Helyason er tekinn að
beita, að því er til Gamla testamentisins
kemur, og inun fæstum virðast, að rök-
semdaleiðsla hans sé óskarpari; báðir
virðast hafa mikið til síns máls, og kæmi
því sjálfsagt ágætlega sainan, ef staða
beggja væri jafn óháð; en það eru til
takmörk, sem guðfræðingar, er i þjóð-
kirkjuembættum eru, ekki mega yfir
stíga.
II. Aldarnót. Sjónleikur með kvæð-
um og kórum. Eptir Mattlnas Jochums-
son. Rvík 1901. 44 bls. 8yo.
Það er ekki að þvi að spyrja, að þeg-
ar þetta höfuð-skáld þjóðar vorrar sting-
ur niður penna, til þess að láta rödd
sina hljóma í bundnu letri, þá hlýtur
hver, sem á fógrum kveðskap hefur
mætur, að dást að snilldinni, sem ein-
kennir ljóð hans.
I sjónleik þessum, sem allur er í
Ijóðurn, eru fjöldamörg erindi, hvert öðru
fegurra og tilkomumeira, og má því
með sanni segja, að síra Matth. Jocli-
umsson hafi gefið þjóð sinni einkar snotra
aldamótagjöf, þar sem sjónleikur þessi
er, enda hefur hann hlotið einróma Íof
allra, er á hann hafa minnzt opinberlegai