Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1901, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1901, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. - -|= FlMMTÁNDI ÁRGANtfUR. =|~" - -s—-g*xa|= RITSTJÓRI: SKÚLI T H O R O D D S E N. =|^asg—>- L'ppsogn skrifleg, óyild nema komin séWútgef- anda fyrir 30. dug júní- mánaöar. og kaupandi samhliða uppsngninni borgi skuld sina fyrir blaðið. M 37.-38. Bessastöðum, 6. SEPT. 19 0 1. Biðjið ætíð um: Otto Monsteds Danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stœrsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fæst lijá iLaupmönnunum. Stjórnarskrármálið á þingi. Breliur apturhaldsliða. Þegar stjórnarskrárfrumvarpið var samþykkt, tóku íhaldsmenn í neðri deild það ráðs, að koma fram með tillögur til þingsályktunar um málið. Þingmaður Snæfellinga, hr. Lárus H. Bjarnason, er grípur hvert tækifæri, til þess að tjá sig sem einn af aðal-mönn- um í þeirri sveit, reið fyrstur á vaðið, og bar fram svo látandi tillögu: „Neðri deild alþingis skorar á stjóm- ina, að leggja fyrir næsta þing frum- varp til stjórnarskipunarlaga fyrir Island, er veiti þjóðinni ríflegri bætur á stjórnarfari hennar, og innlendari stjórn, en farið er fram á i frumvarpi því, er nú er samþykkt i báðum deild- um, en útkljáð var í neðri deild, áður en kunnugt var orðið um stjórnar- skiptin í Danmörkuu. En með því að ýmsum apturhaldsliða mun eigi hafa þótt tillaga þessi sem heppilegust, bar hr. Hannes Hafstein, að- al-hjálparmaður landshöfðingja-„klíkunn- aru, fram tillögu, er svo hljóðar: „Neðri deild alþingis skorar á stjórn- ina, að leggja fyrir næsta alþingi frum- varp til stjórnarskipunarlaga um hin sérstaklegu malefni íslands, er komi í stað frumvarps þess, um breyting á stjórnarskránni, er nú er samþykkt af báðum deildum alþingis, en útkljáð var í neðri deild, áður kunnugt var orðið um stjórnarskiptin í Danmörku, og sé í því frv. skipað fyrir um alinnlenda stjórn, eptir því sem frekast má við koma, án þess skert sé eining ríkisins, eður að minnsta kosti sú breyting gjörð á fyrirkomulagi hinnar æðstu stjórnar i sérmálum íslands, að hér bú- settur, innlendur maður, er mæti á al- þingi, og beri ábyrgð á allri stjórnar- athöfhinni fyrir innlendum dómstóli, hafi yfirstjórn sérmálanna á hendiu. Tilgangurinn með þingsályktunartillögum þessum var auðsælega sá, að geta flagg- að með tillögu þessari gagnvart þjóðinni, þvi að auðvitað mun flutningsmönnum aldrei hafa komið það til hugar, að neðri deildarmenn færu að gjöra sig seka í jafn barnalegri og óþinglegri aðferð, eins og þeirri, sem þeir fóru fram á, að fara að senda þingsályktun og frumvarp um sama málið í senn, hvort öðru gagnstætt. Með slíkri aðferð hefði þingdeildin orðið sér til athlægis. Stjórnbótamennirnir, sem var annt um, að þingið eigi yrði sér þannig til minnkunar, gjörðu apturhaldsliðinu þá tilboð þau, sem prentuð eru á öðrum stað í blaði þessu. Með tilboði þessu, eins og líka með ávarpi því, er stjórnbótamenn efri deild- ar sendu konungi, hafa þeir sýnt, að þeim er það alvara, að þjóðin geti orðið allra þeirra stjórnarbóta aðnjótandi, sem frek- ast er auðið að fá. Ötl framkoma apturhaldsliða, er öUu samkomulagi höfnuðu, og greiddu atkvæði gegn ávarps tillögu stjórnbótamanna neðri deildar, svo að hún féll, með 11 atkv. gegn 11, eins og þingsályktunar- hneixlið, sýnir aptur á m'oti Ijbslega, að fyrir þeim herrum vakir það dgi, aðþoka stjbrn- arskrármálinu áleiðis, heldur að eins það eitt, að geta varpað sem mestu blekkingar- rylá í augu kjósendanna, látast vera að berjast fyrir auknum stjórnarbótum, þótt þeir í raun og veru séu að eins hlaupa- sveinar fáliðaðrar embættismanna-„klíku“, sem halda vill öllu stjórnarfyrirkomulagi voru rígföstu í gamla farinu. Samkonmlagstilraunir stjórnbótamanna. Ár 1901 16. ágústmánaðar var oss undirrituðum á flokksfundi stjórnbóta- manna i neðri deild alþingis falið að tala við flutningsmenn að tillögu til þingsá- lyktunar um stjórnarskrármálið ásamt breytingartillögu við hana, þá sýslumenn- ina Lárus Bjarnason þm. Snæf., og Hann- es Hafstein, 2. þm. Isf., og leita sam- komulags við þá. viðvíkjandi frekari aðgjörðum í stjórnarskrármálinu. Var oss falið að benda þeim á, að það væri í sjálfu sér algerlega óþinglóg aðferð, að sama þingið sendi frá sér til sjórnarinn- ar bæði frumvarp til laga og þingsálykt- un um eitt og sarna mál, og það því fremur, ef innihald frumvarpsins og þingsályktunarinnar riði í bága hvað við annað, svo að þingið yrði tvísaga. Vér vildum því mælast til, að þeir tækju þingsályktunartillögu sina aptur, gegn því, að báðir þingflokkar deildarinnar, stjórnbótamenn og andstæðingar þeirra, kæmu sér saman um að fela stjórnar- skrárnefndinni að sernja ávarp til kon- ungs, sem samkvæmt almennri þingreglu vel gæti orðið samferða frurnvarpi og meira að segja jafnan hefði verið sent, þegar stjórnarskrárfrumvarp hefði verið samþykkt af þinginu. í þessu ávarpi skyldi svo tekið fram, að þó að þingið í hinu samþykkta frumvarpi hefði haldið sér innan þeirra takmarka, sem boðskap- ur konungs til alþingis hefði afmarkað, þá álitum vér oss þó skylt að geta þess, að þjóðin hefði að undanfórnu þrásinnis látið þær óskir í ljósi, að stjórnarfyrir- komulaginu yrði breytt í það horf, að hin æðsta stjórn vor yrði búsett í land- inu ujálfu, eins og glögglega hefði kom- ið fram í stjórnarskrárfrumvörpum þeim, sem samþykkt voru á þingunum 1885, 1886, 1898, og 1894. Jafn framt skyldi og farið fram á, að hin nýja stjórn vor léti uppi álit sitt um það, hvort hún treysti sér til að verða við þessum ósk- um hinnar íslenzku þjóðar. Þetta erindi fluttum vér ofan nefnd- um flutningsmönnum þingsályktunartil- lögunnar þann 17. ágúst árdegis, á fundi í fjárlaganefndarstofu alþingis, og höfðu þeir eptir samkomulagi tekið með sé til ráða þingmann Borgfirðinga Björn Bjarn- arson, svo að stjórnarskrárnefndin var þar öll sainan komin. Kváðust þeir þeg- ar ófúsir á að ganga að þeim boðum til samkomulags, sem vér hefðum að flytja, en vildu þó skjóta á flokksfundi og ráð- færa sig við flokksbræður sína, áður en þeir svöruðu til fullnustu. Eptir að þeir höfðu rætt tilboð vor á flokksfundi sama dag, skýrði 2. þingmaður Isfirðinga, Hannes Hafstein, oss frá þvi, að enginn þeirra vildi sinna þessari málaleitan og væru því frekari samningstilraunir árang- urslausar. Til þess þó enn að gera síðustu tilraun til samkomulags á þessum grundvelli, í þeirri von að minnsta kosti einhver þeirra mundi sjá sig um hönd, gerðum vér og flokksbræð- ur vorir þá breytingartillögu við þings- ályktunartillögu þeirra, að henni skyldi I snúið upp í ályktun um að fela stjórn

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.