Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.09.1901, Blaðsíða 6
150
Þjóðviljinn’.
XV, 37.-38.
þá kom hann þessu í gegn á þingi.
Norskur ingenieur var fenginn til þess
að rannsaka brúarstæði á Lagaríijóti og
komst auðvitað að sömu niðurstöðu og
S. Th., að hafa brúna á Einhleypingi,
því að engum skynsömum manni gat
komið annað til hugar; en hann vildi
hafa nokkuð annað fyrirkomulag á brúnni,
t. d. hafa brúna styttri, þrengja mikið að
fljótinu og stifla það með háum vegi o.
s. frv.; og hans tillögu var fylgt. — En
svona er nú komið og þarna sér maður
blessunarríka ávöxtinn af afskiptum
bankastjórans af þessu máli.
En hver verður nú kostnaðaraukinn?
Ef brúin verður hækkuð um ca. 1
alin og lengd um ca. 70 ál., verður kostn-
aðaraukinn liklega náiægt 15000 kr. —
Áætlun norska ingenieursins var 45000
kr., en 5000 kr. eru þegar veittar á fjár-
aukalögum, til brúarinnar,. svo að allur
kostnaður verður að líkindum roinnst
65000 kr. eða 20000 kr. meira en áæti-
að var. —
-------------
Fré ttlr.
Um Hjarðarholt í Laxárdal 1 Dalasýslu
verða í kjöri: síra Ólafur Ólafsson á Lundi. sira
Jósep Hjörleifsson á Breiðabólsstað á Skógar-
strönd og cand. tkeol. Magnús Þorsteinsson frá
Húsafelli.
Þjóðvinafélagsfundur. Á fundi
þjóðvinafólagsins, er haldinn var á al-
þingi 24. ág. voru lagðir fram reikningar
féiagsins, er báru það með sér, að félagið
var í frekra 1700 kr. skuld, en hins vegar
all-miklar bókaleifar.
Endurskoðunarmenn félagsreikning-
anna (Björn Jensson adjunkt og Pórður
læknir Thoroddsen) höfðu fundið að þvi,
að ekki fylgdi reikningunum nein skrá
yfír bókaeign félagsins, eins og líka
kvittanir vantaði, að því er ýmsar útborg-
anir snerti, enda forseta félagsins, hr.
Tr. Ounnarssyni vitanlega annað betur gef-
ið, en að fást við bókfærslu.
I tilefni af fjárhag félagsins vakti
ritstjóri blaðs þessa máls á því, að inn-
heimta félagsgjalda virtist vera í all-
miklu ólagi, þar sem aldrei yrði vart við
neina reikninga, eður fjárkröfur, svo að
tillög ýmsra félagsmanna stæðu ógoldin
ár frá ári, þótt vel standandi væru. Yar
þetta játað rétt að vera, og þvi vonandi,
að annað lag komist nú á, en verið
hefur.
Þá var gengið til kosninga á starfs-
mönnum félagsins'
Forseti var endurkosinn Tryggvi Gunn-
arsson (margir atkvæðamiðar voru blankir.)
Vara-forseti var kosinn Eiríkur Briem
prestaskólakennari með 17 atkv. (Næstur
honum hlaut ritstjóri blaðs þessa 12
atkv.)
I ritnefnd voru kosnir: dr. Bj'orn M.
Olsen, Jón Jakobsson forngripavörður og
Hannes ritstjóri Þorsteinsson.
Endurskoðunarmenn voru endurkosn-
ir (Þ. J. Thoroddsen og adjuukt Björn
Jensson). —
Mælt ei, að apturhaldsliðum hafi orð-
ið all-skrafdrjúgt, um þann glæsilega(!)
sigur sinn, að hafa nú komið sínum.
flokksmönnum í ritnefnd Andvara, og
geta nú notað þetta tímarit, til þess að*
breiða út ihaldskreddur sinar.
En stjórnbótamenn höfðu vanrækt, að'-
undirbúa kosningar þessar, sem þurft
heíði, og mega því sjálfum sór um kenna,,
að svona tókst til.
Tíl ÍÍP DÖVP — En ri@: Dame> som er blevet
' helbredet for Dövhed og Öre
susen ved bjælp af Dr. Nicholsons kunstige
Trommehinder, har skænket hans Institut
20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke
kunde kjöbe disse Trommehinder, kunde faa
dem uden Betaling. Skriv til
Institut „Longcott“, Gunnersbury,
London, W,, England,
THE EDXKTBTJIIGHI
Roperie & Sailcloth Company Limited
stofnað 1750.
Verksmiðjur í Leitli og Ojrlassg-ow.-
Búa til
færi, strengi, kaðla og segidúka.
Vörur verksmiðjanna fóst hjá kaup-
mönnum um allt land.
Umboðsmenn fyrir Island og Færeyjar..
F1- Hjorth & Co.
Kaupmannahöfn K.
ÆGTE FRUGTSAFTER
fra Martin J©nSGn i Kjobenhavn
anbefales.
öaranteret tilberedt af udsogt Frugt.
211
En allt í einu kom atvik fyrir, er vakti eptir-
tekt allra.
Bak við húsið heyrðist einhver hávaði, líkast því,
að garðshliðið væri opnað.
„Það kemur einhver“, mælti fölleiti maðurinn, og
stóð upp blýsperrtur.
Svo var og, sem skýlu drægi frá ásjónu gömlu
konunnar, er hún nú beygði sig og lagði hlustir við.
Var hún þá svipuðust ránfugli í andliti, er veit sór
einhvers voða von.
Maria Liicke stóð um hríð í sömu sporum, og hlust-
aði all-niðurlút, en hljóp svo í einu hendingskasti út um
dyrnar, sem glerhurðin var fyrir.
Og rótt í sörou svifunum birtist maður á þröskuld-
inum, sem öllum stóð ótti af; — það var Schomburg.
Hann hafði sloppið úr fangelsinu, og var nú kom-
inn hingað i fangabúningnum.
Hann var berhöfðaður, og með hárið ofan í augu,
með sveðju í hendinni, sem hann hafði gripið frammi i
eldhúsinu.
Þarna stóð hann nú á þröskuldinum, og var þá
eigi frýnilegúr.
Fölleiti maðurinn spratt í einu vetfangi upp af
stólnum, og skauzt svo þegjandi út um dyrnar, sem
voru þar öndvert.
En er Schomburg varð þess var, rak hann upp
eitthvert org, sem ekki skildist hvað vera átti, og hljóp
svo út á eptir honum.
Rétt á eptir mátti heyra, að þeim hafði lent sam-
an við garðshliðið, sem fölleiti maðurinn eigi hafði ver-
ið nógu fljótur að opna.
206
kreysta féð undan blóðugum nöglum þeirra, sem í klómi
þeirra lenda!
Svei! Svei!
Svona hugsaði Heidenstein, og hrissti höfuðið yfir-
sjálfum sór, unz hann i myrkrinu kom auga á kirkju-
garðshornið.
Húsið, sem hann ætlaði til, gat því eigi verið'
langt burtu.
Hann var nú lika farinn að venjast svo náttmyrkr-
inu, að hann þóttist brátt grylla í einloptað hús, til hægrk
handar við götuna, er lá fram með kirkjugarðinum.
Hann gekk nú nokkur skref áfram, og nam svo>
aptur staðar.
Húsið stóð þarna eitt sér á víða-vangi, hrörlegt og;
lítilfjörlegt
Átti hann nú að fara þar inn?
Það kom hik á hann, og það var ekki laust við;.
að hann yrði hálf-hræddur, er hann horfði á húsið þarna
fyrir framan sig, líkast fangaklefa.
Það skyldi þá aldrei vera, að verið væri að ginna
hann í einhverja gildruna?
Gat það eigi hugsazt?
Allt var þögult þar umhverfis. Ysinn og ókyrrðin'
i borginni heyrðist þangað ekki.
Suðvestanstormurinn þaut og hvein í berum trján-
um í kirkjugarðinum.
En svo datt honum í hug, að það væri hans hlut-
verk, að frelsa hana úr eymdinni, sern hór rikti.
Hver, sem hyggst að frelsa annan úr fátækt og
eymd, verður að láta sór lærast, að hræðast ekki fátækt-
ina sjálfúr, hugsaði Heidenstein með sjálfum sór.