Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 24.10.1901, Page 1
Verð árgangsins (minnst
52 arkir) 3 kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur.,og
í Ameríhu doll.: 1.50. \
Borgist fyrir júnímán- \
aðarlok.
41.
ÞJÓÐYILJINN.
- 1= FlMMTÁNDI Á B 8 A N 8 O R . =-!=="'■
Ljigsögn skrifteg, ógilp
nema kentiv sétilútgef-
anda Jyrir 30. dag júní-
mánaðar, og kaupandi
samhliða uppsögrdnni
horgi skuld sína fyrir
blaðið.
Bessastöðum, 24. okt.
18 0 1.
Biðjið ætíð um:
Otto Monsteds
Danska smjörlíki,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör.
Verks íniðj an er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til
óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin.
Fæst lijá kaupmönnunum.
Fólksflutningur til íslands.
Ókeypis land.
Ekki verður því neitað, að land vort
er að ýmsu leyti á framfaraskeiði, þó að
helzt til seint gangi.
Fjölgun og stækkun kaupstaða og
kauptuna skapar nýjar atvinnugreinir, og
þilskipastóll landsmanna fer ár frá ári
vaxandi.
Yfir höfuð eru nú mun fleiri vegir, til
að komast hér sómasamlega áfram, en
fyrir 10—20 árum.
En að því skapi er framfarirnar auk-
ast, og framtakssemin fer vaxandi hjá
þjóð vorri, að því skapi verður það og
tilfinnanlegra, hve fámennir vér erum,
og hve mjög oss víða skortir vinnuafl.
Von er því, að ýmsir, er láta sér
annt um framtið íslenzku þjóðarinnar, og
trúa því, að hún geti átt, góða framtíð
fyrir höndurn á gömlu fjalla-eynni, séu
gramir yfir þvi vinnutjóni, er þjóðin
bíður ár frá ári, þar sem fjöldi manna á
bezt.a skeiði yfirgefa. ættjörðu sina, til
þess að taka sér bólfestu i annari heims-
álfu.
Hér er sannarlega meira, en nóg, að
starfa fyrir alla þá íslendinga, er til Vest-
urheims hafa farið.
En þratt fyrir það, þótt fæstum dylj-
ist vinnuaflseklan hér á landi, þá hefur
enn ekkert verið gjört, til þess að reyna
að bæta úr þessari tilfinnanlegu vöntun.
Sumir — blaðið „Þjóðólfur“ fremst i
flokki — virðast fylgja þeirri reglu, að
niða flest, sem amerískt er, úthúða
„agentumu Canada-stjórnar o. s. frv.
Vér ef'um eigi, að þeir gjöri þetta í
þjóðræknislegu skyni, af þvi að þeim
blöskrar tjonið, sem fólksflutningar þessir
baka ættjörðu vorri.
En auk þess sem þessi aðferð hvorki
er rétt eða sanngjörn, þá muri og enginn
hafa orðið þess áskynja, að hún hafi
nokkurn tíma nokkurn ávöxt borið í þá
átt, að draga úr Ameríku-hug manna.
Mikiu fremur mætti ef til vill til
sanns vegar færa, að þessi aðferð væri
fremur til hins verra.
Hún gerir þá kappsamari. sem að rit-
flutningunum starfa, og sannfærir ekki
almenning, sem ef til vill skoðar þá
„agentanasem pislarvotta.
„Agentarniru telja a.lmenningi trúum,
að mótspyrnan gegn útflutningunum stafi
að eins af eigingirni embættismanna,
blaðstjóra, kaupmanna, þilskipa-útgerðar-
manna, og apnara, sem þurfi almúgans
við, til þess að lifa á hans svitadropum
o. s. frv*.
Þessu verða svo ýmsir til að trúa, og
skoða því hvert misjafnt orð, sem um
Manitoba er skrifað eða talað, sem að
eins sprottið af eigingirni og íllvilja.
■ Það er því eflaust hyggilegast, að
sleppa þessari aðferðinni, láta Manítoba,
eða önnur þau héruð, er íslendingar hafa
kosið sér byggðir í, njóta sannmælis, og
lýsa ekki löstunum með ofsa, eða íltyrð-
um, þótt á þá sé bent.
En það er annað, sem oss liggurlífið
á að gera, og það er, að gloeSa trú þjóðar-
innar á gœði lands vors, ekki sizt á auð-
leggðina í sjónurn umhverfis strendur
þess, að ótöldum öllum auðæfunum, sem
liggja i afli áa vorra og fossa, o. fl. o. fl.
Það þarf að glæða trú þjóðarinnar á
þessi gæði, og vekja hjá henni löngun-
ina til þess, að gera sér þau sem arð-
sömust, glæða ást hennar á landinu, með
allri þess náttúrufegurð, á viðhaldi is-
lenzks þjóðernis, o. fl. o. fl.
Canada- og Manítoba-stjórnir leggja
fram stórfé ár eptir ár, til þess að gera
gæði lands sins sem kunnust, og draga
þá eliki úr.
Þeir fara meira að dæini Þórólfs
„smjörsu, en Hrafna-Flóka.
Förum að dæmi þeirra, og verjum ár-
lega nokkru fé i sams konar skyni, bæði
til þess, að við halda og glæða trú sjálfra
vor, og til að hvetja aðra, til að taka.
sér hér bólfestu.
Það er enginn efi á því, að land vort
þolir fyllilega samanburð við Manítoba,
*) Að Canada- og Manítoba-stjórnum ínuni
ekki eingöngu ganga mannkærleikurinn til, er
þær leggja stórfé, til að efla fólksinnflutninga,
um það er auðvitað þagað.
og ýms önnur lönd, og að verkmanna-
lýðnum veitir eigi auðveldara, að komast
þar áfram, en hér, sé hyggilega að ráði
farið.
Jafn f'ramt þurfum vér og frekar, en
gjört er, að reyna að bæta lifsskilyrði
þeirra, sem verst eru settir, ekki sízt
verkmannalýðsins og þurrabúðarmann-
anna, og nema burt þau höptin, sem enn
hvíla á atvinnufrelsi manna.
Og vér eigum að gera enn meira.
Yér eigum einnig að fará að dæmi
Canada- og Manitoba-stjórna í þvi — að
bjöða innflytjendum ökeypis land,
ef þeir taka sér hér bólfestu.
í þvi skyni getum vér notað þjóð-
jarðir landsins, sem enn liggja flestar litt
ræktaðar.
Vér getum bútað þær í smábýli, ekki
sízt þær, er land eiga að sjónum, og haft
þannig á boðstólum mörg smábýli, er
framfleytt gætu sómasamlega einni fjöl-
skyldunni hvert.
Jafn framt yrðum vér þá einnig að
gefa innflytjendum kost á ódýrum og
hagkvæmum lánum, til þess að koma sér
upp híbýlum, og reisa sór bú.
Yæri þetta ráðs tekið, efum vór eigi,
að vér gætum með tið og tíma fengið
fullar bæt.ur þeirra sáranna, sem Arner-
íku-ferðirnar hafa bakað þjóð vorri, og
margir finna svo sárt til.
Næsta liklegt, að sumir landa vorra í
Vesturheimi kynnu þá einnig að hag-
nýta sór þetta, þvi að vér viturn, að hjá
mörgum þeirra lifir rik heimfararþráin,
og ástin til gamla iandsins er alis eigi
kóinuð.
Og kæmi sú tiðin, sem vjer vonum,
að innflutningar til Islands færu að byrja,
og héldu áfram ár frá ári, þótt í smáum
stýl væri, þá inyndi einnig imigusturinn,
er margir hafa á vesturflutningunum,
minnka eða hverfa, af því að það yrði
þá eigi þjóð vorri jafn tilfinnanlegt, sem
nú, þótt nokkrir flyttu vestur.
Þá myndi og sá bróðurhugur skap-
ast milli frændanna austan og vestan
hafsins, sem báðum er.svo ómissandi, ef
vel á að fara.
Vitfirringu næst.
Það er ekki of mælt, þótt sagt sé, að
hatrið til stjórnbótaflokksins, og þess mál-
efnis, er .hann berst fyrir, að bæta stjórn-
arhagi þjóðar vorrar, hafi blindað svo
suma apturhalds-„klikuu-höfðingjana í
Reykjavík, að þeir gæta naumast sóma
síns, en varpa fram hinum og þessum
vitleysunum, sem sýnast helzt bera vott
um, að minnst vanti á vitfirringu.
Hver skyldi t. d. trúa því, ef eigi