Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1901, Qupperneq 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1901, Qupperneq 1
Verö árganysins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. —- -,|= FimmtAndi ák&anöúr. eee|==— -5-§9&e|:= EITSTJÓRI: SKÚLI THOSODDSEN. =<&&*— *— Vjipsögn skrifley, óyilp nema lcomin sétilútoef- ! anda fyrir 30. dag júní- mánaöar, oy kaupandi \ samhliöa uppsögninni borgi skuld sína fyrir | blaðiö. M 42. Bessastöbum, 31. OKT, 19 0 1. Bíðjið ætíð um: Otto Monsteds Danska sinjörllki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fæst Hja Kaupmömmmim. Stefnuskrá stjórnbótaliðsins. Svo langt, sem fæst. Síðan dr. Valty'r kom fram með frum- varp sitt, á aiþingi 1897, hefur stefna stjórnbótaflokksins jafnan verið sú, að fara svo langt, að því er snertir stjórn- bótakröfur þjóðarinnar, sem nokkur von var um, að framgengt fengizt. I byrjun síðasta alþingis fóru stjórn- bótamenn mun lengra í kröfum, en á næstu þingum á undan, bæði til þess að verða við kröfum þjóðarinnar, er frarn komu á þingmálafundunum, og af því að boðskapur konungs til alþingis gerði það sennilegt, þrátt fyrir synjunar-ógn- anir landshöfðingja, að eigi myndi von- laust um staðfestingu, ef frv. næði sam- þykki alþingis.. En er kunnugt varð um stjórnarskiptin, eptir að málið var samþykkt í neðri deild, tóku stjórnbótamenn það ráð, að skora á nýja vinstrimanna-ráðaneytið — sbr. ávarp efri deildar til konungs —■, að láta uppi, hvort ráðaneytið sœi sér fœrt, að fara enn lengra, en frumvarpið, og verða við ósJcum þeim, um alinnlenda stjcrn, er áður liefðu fram komið hjá þjóðinni. Stjórnbótamenn bafa því sýnt, að þeim er það alvara: að koma fram breytingu á stjórnar- skránni, og að koraa henni fram i svo hagfelldu formi fyrir þjóðina, sem frekast er kostur á. Það sér hver heilvita maður, að ekki myndu þeir að öðrum kosti hafa sent stjórninni ofan nefnt ávarp. Allar pródikanir „Þjóðólfsu, og aptur- haldsliða, í gagnstæða átt, eru því fyrir fram slegnar til jarðar; þingskjölin sjálf lýsa þær bláct áfram lygi. ■ -ooogooo---- Góði vin! ... KyDleg'? Já, víst er það von, að þér þyki hún kynleg, þessi uppfundning apturhaldsliðsins, að fara að senda „legátau til Hafnar. Þeir segjast hafa gjört það af — ætt- jarðarást! Rétt er nú það. Erindið hafi einungis verið, að reyna að fá að vita, hvort vér gætum ekki fengið „eitthvað meirau, en stjórnarskrár- frumvarpið fer fram á. En, mennirnir eru þó læsir, og — þjóðin er læs. Og hvernig getur henni þá skilizt, að nauðsyn hafi borið til þessarar farar, þar sem efri deild alþingis sendi konungi á- varp, sem fer fram á sama? Þetta þurfa „föðurlandsvimruir“(!) að skýra fyrir almenningi. Ed, satt er það, að það var eitt atriði í ávarpi efri deildar, sem ókyrrð vakti í herbúðum apturhaldsliðsins. I ávarpinu er farið fram á, að stjórn- in skipi sérstakan islenzkan ráðherra í vetur, er samið geti um stjórnarskrár- málið við aukaþingið að sumri, þvi eng- inn myndi marka neitt, hvað landshöfð- ingi segði, að því er til þess málefnis kemur. Hefði stjóroin orðið við þeim tilmæl- um, þá hefði vafalaust einhver sá maður verið skipaður, er fylgdi skoðunum meiri hluta þingsins. En það er þetta, sem landshöfðingja, og nánustu fylgisveinum hans, _ stendur svo voðalega stuggur af. Baráttan snyst nú í raun og veru, frá apturhaldsliðsins sjónarmiði, um það eitt, hvort apturhalds-yjkHkanu á að hremma ráðherrasœtið, og sitja hér áfrarn i völdum, eða vér fáum stefnubreytingu hér, sem í Danmörku, — frjálslyndan mann í ráð- herrasessinn. Auðvitað rista sumir af fylgismönn- um apturhaldsliðsins, svo sem Jósafat garnli, Stefán í Fagraskógi o. fl., ekki svo djúpt í politikinni, að þeir skilji þett.a. Það er mikið trúlegt, að þeim hafi verið talin trú um, að sendiförin væri bráðnauðsynleg, til þess að komast eptir, hvort eigi væru frekari stjórnarumbætur fáanlegar, enda þótt ávarp efri deildar væri rnörgum pörtunum áhrifameiri á- skorun um sama efni, og sendiförin því hógóminn einber. Skilningsleysi sumra manna er opt og einatt all-óskiljanlegt. En að það hafi verið valdaspurningin, hún ein, sn ekkert annað, sem fyrir „höfð- ÍDgjumu(!) apturhaldsliðsins vakti, það er alveg vafalaust. Þess vegna sjáum vér lika, að aðal- erindsrekinn, br. Hannes Hafstein, leggur aðal-áherzluna á það, er út fyrir poll- inn kemur, að reyna að telja vinstri- mannaráðaneytinu trú um, að stjórnbóta- menn hafi eigi ráðið meiri hluta atkvæða á þingi, en að eins fengið stjórnarskrár- málinu framgengt fyrir atvik og sjúk- dómsforföll(!) Sömuleiðis fullyrðir hann og, að eng- in von só til þess, að stjórnbótamenn hafi betur við kosningarnar að vori. Það er auðsætt, að þetta miðar hvort- tveggja til þess, að koma þeirri skoðun inn hjá vinstrimannaráðaneytinu, að ekki só vert, að sinna þeirri áskorun efri deildar, að skipa ráðherra í vetur, meðan óvist sé, hverju meiri hluti þings og þjóðar sé fylgjandi. Jafn framt gerir og „erindsrekinnu sór afar-mikið far um, að koma fram þeim ósannindum, að embættismanna- íhalds-„klíkanu i Reykjavík. og fylgi- sveinar hennar, svo sem t. d. Arnljótur prestur, Stykkishólms „dánumaðurinnu, Tryggvi bankastjóri, „erindsrekinn“ sjálf- ur, og fleiri þessara „föðurlandsvina“(!), séu „radikaliu flokkurinn hór á landi, brennandi af framsóknar- og frelsis- áfergju(!) Það er auðsætt, að hér er stefnt að sama, að draga úr hug vinstrimannaráða- neytisins, að skipa þegar ísl. ráðherra, og sjá heldur fyrst, hvernig kosningarnar fara. Yinstrimennifnir(!!) hór á landi, lands- höfðingi & Co(!), vænta þessa litla greið- ans af skoðanabræðrum(!) sínum, vinstri- mönnum i Dantnörku. En ávinnist nú þetta, og sitji allt í sömu skorðum til vorsins, þá væntir í- halds-„klíkanu þess, að henni kunni að takast, að sigra við kosningarnar, sé syslumanna- hanka-valdi o. fl. öftugiega heitt, og getur hún þá gjört, setn henni sýnist, að liindra alla stjórnarskrárbreyt- ingu, eða hremma þá þegar ráðherrasess-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.