Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 31.10.1901, Side 3
XY 42.
Þjóbviljinn.
167
síðastl., lýsti hann trúarástandinu hér á
landi mjög hörmulega. „Enga aptur-
hvarfshreiíing vSeri að sjá, eða finna“, en
andlegur dauði rikti yfir öllu“, svo að
slendingar þörfnuðust í fyllsta mát.a
„fyrirbæna trúaörau.
I öðrum fyrirlestri, sem piltur þessi
hélt í Reykjavik ný skeð, kvað hann og
hafa ávísað samastaðinn hjá Kölska karli,
kunningja sinum, mjög örlátlega, til seðri,
sem lægri, rétt eins og eigi hann þar á
öllu ráð, og þóttist hann vera „þyrstur
í sálir“(!).
Yér teljum oss skylt, að vara almenn-
ing alvarlega við öllu trúboðsstarfi trú-
vinglara þessa, sem reynir að innræta
mönnum blinda bókstafstrú, vekja upp
helvítisgrýiur, og líkast til að hafa út úr
einfelldningum peninga, undir yfirskini
trúarinnar, ef hann rekur öfluglega erindi
dönsku „ innri-missionarinnar“.
---ooc---------
Hagui- almennings mun nú
almennt vera með betra móti í sveitun-
um hér við Faxailóa sunnanverðan, þar
sem atvinna á þilskipum hefur yhrleitt
lánazt mjög vel. — A opna báta aflað-
ist og fremur vel síðastl. vetur, í verstöð-
unum við Gfarðskaga; en mjög er sá út-
vegur nú farinn að verða i smáum stýl,
í samanburði við það er áður var.
Lánsverzlunin, sem áður blómgaðist
í Reykjavík, sem viðar, má nú því sem
næst teljast úr sögunni, að þvi er verzl-
anirnar í 'Reykjavik snertir, svo að flest-
ir láta nú hönd selja hendi, og er sú
viðskipta-aðferðin báðum málspörtum mun
hentari, og hefur að mun aukið sparsemi
og nýtni hjá almenningi.
Yfirleitt mun mega fullyrða, að skuld-
ir hafi eigi safnazt hjá almenningi á sið-
ari árum, en margir höggvið árlega nokk-
urt skarð í eldri skuldir, er sköpuðust á
„góðu árunum“, svo sem víðar vill við
brenna, þar sem lánsverzlun tiðkast.
-------------
w
Ur höfuðstaðnum.
Giptiug' í dóuikirkjunni. Mánudaginn 21.
þ. ru. gaf dómkirkjupresturinn saman i hjóna-
band þau Þorstein Þorsteinsson, skipstjóra frá
Bakkabúð, og Guðrúnu Brynjólfsdóttur frá Eng-
.ey. Við hjónavígslu þessa var það nýlunda, að
hún fór fram 'í kirkjtmni, því svo mjög eru
stofubrullaup farin að tíðkast nú, að þetta er i
annað sinn, sem hjón hafa verið gefin saman í
Beykiavikurdómkirkju á þessari öld. Eins og
geta má nærri, var það mikil hátíð fyrir Yík-
urhúa, að sjá þessa athöfn, enda höfðu í þrjú
kvöld á undan safnazt hópar af fólki að kirkj-
unni, til þess að missa ekki af dýrðinni, ef
hrúðhjónin kynnu að finna upp á því, ,að sýna
sig eitthvert það kvöld við kirkjudyrnar; en öll
þau kvöld var kirkjan lokuð, og hrúðhjónin létu
ekki sjá sig, fyrri en á mánudagskvöld kl. (!;
en þá var ekki að eins kirkjan, heldur og sund-
ið milli hennar og þinghússins orðið svo troð-
fullt af fólki, að lögreglulið bæjarins átti fullt
í fangi með, að ryðja hrúðhjónunum og boðs-
fólkinu hraut, inn í kirkjuna. Hrindingar og
ryskingar voru talsverðar í þrengslunum, því
allir vildu veitóa sem næstir brúðhjónunum, og
svo var mikil forvitni að sjá á sumum andlit-
unum, að það var eins og menn ættu örðugt
með, að halda augunum kyrrum í höfðinu. Unga
fólkið sótti náttúrlega fastast að, og er það
eðlilegt, því það þarf að læra, hvernig það á að
fara að, ef það finnur einhverntíma upp á því,
að láta gipta sig; en eldra fólkið vildi komast
' að líka, má ske til að sjá og heyra, hvort hjóna-
vígslu-„ceremóníurnar“ vœru nú hókstafiega
þær sömu, og á árunum, þegar það gekk í
hjónaband, sællar minningar. — Næstliðinn
sunnudag þótti það ekki ástæðulaust, þó dóm-
kirkjupresturinn ávítaði söfnuðinn fyrir fram-
komu hans við þetta tækifæri, enda kvað hann
hafa gefið söfnuðinum rækilega ráðningu frá
ræðustólnum.
„Frithjof“, fjárfiutningaskip Zöllners, kom
hingað 24. þ. m., og fór aptur að kvöldi þann
2fi., með 2689 sauði úr Árnes- og Rangárvalla-
sýslum. Með því skipi sigldu þeir Jón Jakohs-
son, forngripavörður, og Gunnar Einarsson
kaupm., á fund þeirra Zöllners og Vídalíns. —
Sama dag (26. þ. m.) fór „Lára“ til útlanda.
Með henni sigldi Lárus kaupm. Snorrason frá
ísafirði, og úr bænum frú Clausen, og 2
hörn hennar, Páll Jónsson smiður, Einar Er-
lendsson snikkari, og nokkrir fleiri.
Föstudaginn 25. þ. m. slasaðist Jón Bach-
mann, verzlunarm. i Nýhöfn, á þann hátt, að
heima hjá sér um kvöldið, hljóp hann upp
stiga, sem hann var vanur að leika sér við, að
hlaupa í tveimur sporum; en i þetta sinn mis-
heppnaðist leikurinn, svo hann datt, og síðu-
hrotnaði. Nú er hann sagður á góðum bata-
vegi.
Strandupphoð. 29. þ. m. var skipið „Thrift“
selt á uppboði, ásamt nokkrum skemmdum vist-
um, köðlum o. fl. Skipið sjálft, sem bæði er
gamalt og talsvert hrotið, keypti kaupm. Jes
Ziemsen, fyrir 600 krónur. Efasamt er, að hon-
um muni þykja tilvinnandi, að láta hæta það,
og auka með því útgerð sína.
í fagnaðar skyni yfir ráðherra-
skiptunum héldu vinstrimenn í Dan-
mörku hátíð mikla í Kaupmannahöfn 1.
sept. síðastl., og sóttu þá hátíð kjörnir
fulltrúar úr ílestum sveitum i Danmörku.
Yar konungi vorum þá einnig ilutt
þakklætisávarp, og las bóndi einn ávarp-
ið upp fyrir honum.
224
undir vagninum, fleygði sér fyrir fætur henni, kyssti
hönd hennar i ákafa, og vætti hana með heiturn tárum.
„Nei ekki svona“, hvíslaði hún all-kvíðin „ekki
svona, ekki svona“ -.
En nú héldu honum engin bönd.
Hann slangraði arminum um mitti hennar, og dró
hana að sér, æ ákafar og ákafar.
Og er hann leit þá framan í hana, og augu þeirra
unættust, þá var, sem hyrfi henni himinn og jörð.
Hún hvíldi við brjóst hans, og varir þeirra mættust.
Með ósviknum, sæluríkum og æsandi kossi staðfestu
þau nú það, sem lengi hafði legið i loptinu.
þau voru bundin órjúfanlegum ástarböndum.
Sátu þau svo um hrið í legubekknum, hvort við
annars hlið.
Kvöldið datt á, og myrkrið varð æ meira og meira.
í lágum róm sagði hann henni nú alla sögu Maríu
Lúcke, frá upphafi til enda.
Hann sagði blátt áfram frá öllu, og fegraði ekkert,
en lýsti þó eigi sínum eigin tilfmmngum.
Stúlkan hlýddi á hann með athygli.
Hjá elskendum er ímyndunaraflið ríkt, og veitti
henni þvi eigi örðugt, að geta sér til þess, sem hann
þagði um.
Henni skildist, hve ríkan bústað mannástin, mildin
og gæzkan hafði reist sér i hjarta hans, og gramdist þá,
er hún hugsaði til smánarorðanna, sem hún hafði heyrt
töluð um samband hans og Maríu Lúcke.
Hve aumar og brjóstumkennanlegar fundust henni
þá eigi þessar manneskjur vera.
En er hann hafði lokið sögu sinni, þrýsti hún vör-
221
Engu að siður vildi hann þó gjarna lita hús það
i síðasta skipti, þar sem hann hafði dvalið svo opt sér
til ánægju.
Daginn, áður en hann ætlaði af stað, gekk hann
því eptir götunni, fram hjá gömlu linditrjánum, er skyggðu
á hús Heinsbergs yfirdómara.
Hann mundi vel eptir þeirri stundu, er hann kom
i fyrsta skipti i þetta hús.
Yeðrið var þá ofur svipað veðrinu, sem nú var.
Sólin skein á húsið, og gluggatjöldin voru fyrir
gluggunum.
Honum fannst hjartað svella í brjósti sér.
Hann gekk í hægðum sínum fram hjá húsinu, sneri
svo við, og gekk fram hjá því aptur.
Að því búnu krækti hann inn í hliðargötu, og
sneri svo aptur i þriðja skipti.
Honum fannst, að sér væri nú ómögulegt, að fara
þaðan, nema hann kastaði þó í síðasta skipti kveðju
sinni á ganginn og stigann, þar sem hún hafði svo
marg-opt tekið á móti honum.
I forstofunni kom hann auga á gömlu postulíns-
plötuna, er á stóð „Heinsberg“, með stóru letri.
Dyra-bjallan var þar rjett hjá, og — áður en hann
vissi af, hafði hann kippt hægt i bjöllustrenginn.
Það kom hik á hann; en nú varð það eigi aptur
tekið.
Hurðinni var hrundið upp, og á þröskuldinum stóð
Pálína, steinhissa.
„Er yfirdómarinn heima?“ spurði hann, vandræða-
legur.
„Nei; en ungfrúin er heima“.