Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 16.11.1901, Side 1
Verll árgangsins (minnst 1
52 arkir) H kr. 50 aur.;
erlendis 4 kr. 50 aur.,og
í Ameríku doll.: 1.50. \
Borgist fyrir júnímán- !
aðarlok.
ÞJÓÐYILJINN.
— j= Fimmtándi ÁB9AN«UR. =j ■=—
--1—EITST JÓRI: 8KÚLI THOKODDSE N. =='***£•—>-
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
j anda fyrirSO. dagjúní-
mánaóar, og kaupandi
í samhliða uppsögninni
'' borgi skuld sína fyrir
blaðið.
M 44.—45. !j
Bessastöðum, 16. NÓV.
19 0 1.
Biðjið ætíð um:
Otto Monsteds
Danska smjörlíki,
sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör.
V e r k s m i ð j a n er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til
óefað hina beztu vöru og ódýrustu, í samanburði við gæðin.
Fæst lijá liíiupmöniiiiiiLim.
Útiön<i.
Síðan útlendra tíðinda var síðast getið
hér í blaðinu, hefur þetta gjört rnark-
verðast:
Danmörk. Ríkisþing Dana var
sett 5. okt. síðastl., og las konungur þá
sjálfur upp boðskap sinn til þingsins, er
fór i þá átt, að konungur hefði nú orðið
við þeim óskum þjóðarinuar, að skipa
ráðaneyti, er nyti trausts meiri hluta
þjóðarinnar, og vænti hann því, að rikis-
þingið myndi styðja ráðaneytið, svo að
samvinna þess og þingsins gæti borið
sem blessunarrikasta ávexti. I konungs-
boðskapnum var enn frernur getið heiztu
nýmæla, er ráðaneytið myndi leggja fyr-
ir þingið, svo sem lögleiðslu kviðdóma í
sakamálum, breyting skattalaga, aukning
kosningarréttar í sveitamálum, hagkvæm-
ari skipun hermála, o. fl. o. fl.
Við þingsetninguna var við staddur
Qeory, Grikkja konungur, margt annara
ættmanna konungs, útlendir sendiherrar,
nýju ráðherrarnir, og þingmenn all-flest-
ir. — Töluverða eptirtekt vakti það þó,
að Estrup og Nellemann gamli voru eigi
við staddir, munu eigi hafa kunnað sór
geð til þess, að horfa með eigin augum
á breytinguna, sem á er orðin.
Konungsboðskapnum svaraði fólks-
þingið fám dögum síðar á þann hátt, að
tjá konungi þakkir sínar fyrir ráðherra-
skiptin, og heita nýja ráðaneytinu aðstoð
sinni, og var ályktun sú samþykkt í einu
hljóði, með þvi að hægrimenn greiddu
henni atkvæði, sem aðrir, og þótti þó
kynlegt.
Forseti í landsþinginu var endurkos-
inn háskólakennari Matzen, en í fólks-
þinginu Herman l'rier, með þvi að
Högsbro gamli treystist nú eigi lengur
til, fyrir aldurs sakir; en vara-forsetar í
fólksþinginu urðu: Christopber Krdbbe
hóraðsfógeti og A. Tliomsen, józkur bóndi.
Tíðindi þóttu það í Danmörku, að
hægrimenn í landsþinginu endurkusu nú
eigi Lars Dinesen, sem ríkisreikninga
revisor, og hefir hann þó haft þá stöðu
á hendi í 21 ár samfleytt.
12. okt. síðastl. var í fyrsta skipti
gerð tilraun með sendingu þráðlausra
fréttaskeyta i Danmörku. — Fréttaskeyt-
in voru send rnilli Hungsted og Kron-
borg, sem er 2a/2 míla dönsk, og tókst vel.
ý 25. sept. síðastl. andaðist Bjerre
prófastur, alkunnur hægrimaður, er var
kennslumálaráðherra í ráðaneyti Sehe-
sted’s. Hann var fæddur 1848, og var
það nýrnasjúkdómur, er dró hann til
dauða. — —
Notegur. Stórþing Norðmanna
tók til starfa 12. okt
f Látinn er 5. okt. síðastl. Georg
Christjan Sibbern, er fyrrum var forsæt-
isráðherra Norðmanna um hríð. Hann
var 85 ára, að aldri, er hann andaðist.
Ekkert fréttist enn um norðurfarana,
Sverdrup og félaga hans, og hafa menn
ekkert til ferða þeirra spurt, síðan 17.
ágúst 1899, er einhverjir eskimóar á
austurströnd Grænlands urðu skipsins
„Frarn“ varir. — — —
Finnland. Rússastjórn heldur enn
áfram kúgunarráðum sinum á Finnlandi.
Almennir mannfundir eru þar nú harð-
lega bannaðir, og útkoma dagblaða misk-
unnarlaust heppt, ef stjórninni þykja þau
sér andvíg. Tvo síðustu sunnudagana í
síðastl. septembermánuði var lagt fyrir
presta á Finnlandi, að birta af prédikun-
arstól herlög þau, er stjórnin hefir vald-
boðið á Finnlandi; en með því að lög
þessi fara i bága við grundvallarlög
Finna, og hafa eigi náð samþykki finnska
þingsins, þá neituðu 50 prestar að lesa
lögin upp af prédikunarstóli, en 20
prestar báðu sig bréflega undan þegna.
En alls staðar, er lögin voru upp lesin,
þusti fólk út úr kirkjunum, eða mót-
mælti lögunum.
Enn fremur hafa og 471,300 Finn-
lendingar skrifað undir mótmælaskjal, og
falið það þingi sínu til frekari meðferðar.
Rússland. Þaðan er að frétta all-
mikinn bruna i öndverðum októbermán.
í þorpinu Shorupp', þar brunnu alls 126
hús.
Enn halda Rússar yfirráðum öllum í
Mandsjúríinu, eins og Kina-stjórn ætti
þar ekkert yfir að segja. En gagnvart,
Bretum, Japansmönnum o. fl., vantar
ekki þær fullyrðingarnar, að Rússum
komi alls ekki til hugar, að leggja þessi
víðáttumiklu landflæmi undir sig, en sóu
að eins til neyddir, að lita þar eptir um
stund, meðan stjórnin sé i ólestri i Kína,
svo að járnbrautum Rússa o. fl. sé þar
enginn háski búinn. — —
Búa^stríðið. 9. okt. siðastl. voru
tvö ár liðin, siðan ófriðurinn milli Búa
og Breta hófst, og er ekki annað sýni-
iegt, 6D að enn sé langt til ófriðarloka.
Áður en óf'riðurinn hófst hugði her-
stjórn Breta, að 10 [ms. hermanna rnyndu
nægja, til að kúga Búa-lýðveldin; nokkru
síðar lét hún að vísu i ljósi, að ekki
myndi veita af 70 þús., en þá væri ó-
friðinum þegar i stað lokið. — Engu að
siður hefir þó sú raunin á orðið, að
Bretar hafa orðið að senda full 300 þús.
hermanna til Suður-Afríku, og geta þó
eigi bugað þessa fámennu kappaþjóð enn
og munu þó Búar eigi hafa haft meira
lið, en 40 þús. manna í mesta lagi, og
er því ófriður þessi þegar orðÍDn Bret-
um til stórkostlegrar vanvirðu, hvernig
sem lýkur.
I lok septembermán. höfðu Bretar alls
misst um 76 þús. manna, er fallnir voru
eða sárir, og mælt er, að ófriðurinn hafi
þegar kostað þá um 2500 milj. króna.
9. okt. var guðsþjónusta haldin í Haag,
og fleiri bæjum á Hollandi, og beðið
fyrir málefni Búa, að forsjónin vildi unna
þeim sigurs að lokum, eptir allar börm-
ungarnar.
Bretland. í öndverðum október-
mán. hélt Róberts lávarður, fyrrum yfir-
hersböfðingi Breta í Suður-Afríku, ræðu
i Lirerpool, og lét þar, sem Bretar mættu
vera ókvíðnir, að því er úrslit Bría-ófrið-
arins snertir, þó að „guerilla“-ófriðurinn
þar syðra væri all-örðugur viðureignar.
Svo er að sjá, sem frjálslyndi flokk-
urinn á Bretlandi só enn all-sundraður,
og veldnr þvi einkum ágreiningurinn
um Búa-stríðið, og svo meðfram skoð-
anamunur, að þvi er snertir heimastjórn
íra. — Asquitli, einn af foringjum frjáls-
lynda flokksins, lót ný skeð þá skoðun
sina í ljósi í ræðu einni, að frjálslyndi
flokkurinn ætti ekki að taka að sór stjórn-
arformennskuna, fyr en hann væri svo
liðsterkur á þingi, að hann þyrfti eigi
fylgi Ira.
Á hinD bóginn fórust John Redniond,
foringja íra, svo ný skeð orð í Dublin,
að Irar hefðu fyllstu ástæðu til þess, að
fara að grípa til vopna, til að vinna fóst-
urjörð sinni frelsi.
Við aukaþingkosningu, er fram fór
í haust í Lanarkshíre á Englandi, vai