Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1901, Síða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 22.11.1901, Síða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arkir) 3 kr. 50 aur.; erlendis 4 kr. 50 aur.,og í Ameríku doll.: 1.50. Borgist fyrir júnímán- aðarlok. ÞJOÐVILJINN. 1 - Fimmtánpi aroanoi'r. — >—.^s\= JRITSTJÓRI: SKÓLl THOKODDSEN. Lppsoyii skrijiey, ógild nema komin sé til útgef- anda fyrir 30. day júní- mánaðar, og kaupandi samhliða uppsögninni borgi skuld sína fyrir blaðið. _ j 05 Bessastöðum, 22. nóv. 19 0 1. Biðjið ætíð um: Otto Monsteds Danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott, eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vö ru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fæst Hjá liaiipmöiiimmim. „í*jóðv.“ óta.ejrpis! iS'ýir kaupendur að Ití. árg. geta l'engið ókeyp- is þau nr., sem ókomin eru af yiirstandandi árgangi, auk sögusafns þ. á., ef borgað er að liáli'u fyrir fram. i I I I I I I I I I i i i I I i i I I i i i i i i i i i t t i i i i i i i i i i i iii iii i i i i i i i i i i i i i i Alvarlegir tímar. Skyldi þá stjórnin svara efri deildar ávarpinu með síðustu ferð póstskipsins í ár? I hvaða átt skyldi svar hennar fara? Þessu líkt spyr maður mann um þess- ar mundir, og allir vænta með óþreyju. Skyldi vinstrimannaráðaneytið líta eins á ríkisráðssetuna, eins og hægri- mannaráðaneytið gerði ? Þess myndu allir góðir stjórnbótavin- ir óska, að hún gerði það eigi, en gæfi oss kost alinnlendrar stjórnar, að því er til sórmálanna kemur. En yrði nii þjóðin svo heppÍD, þá verða kjósendur að gera sér það ljóst, og lýsa því sem ótvíræðast við kosningarn- ar, hvort þeir óska þess, að sett só hór á laggirnar hérlend ráðherrastjórn, með jarl eður landstjóra i fylkingar broddi, svo sem f'arið var fram á í frumvörpum þeim, sem kennd eru við Ben. sál. Sveinsson. Frá voru sjónarmiði blandast oss eigi hugur um, að þjóðin ætti að taka því, og eigi horfa 1 kostnaðinn, er af því leiddi. Fari svar stjórnarinnar á hinn bóginn í þá áttina, að hún vilji halda sér við frv. síðasta alþingis, við það, en ekki annað, þá er og þjóð og þingi vandalít- ið, sjálfsagt að samþykkja það óbrejdt, sem f’elandi í sér rnjög mikilsverðar rótt- arbætur, hvað svo sem apturhaldsliðar segja. En fari nú svar stjórnarinnar í þá áttina, að hún verði að vísu að halda fast við ríkisráðssetu ráðherrans, en sjái þó eigi vera neitt því til fyrirstöðu, að vór fáum hér búsettan ráðherra, þá verður málið öllu ílóknara Þá ríður á, að þjóðin eigi láti ginn- ast af steinum fyrir brauð, svo sem ráð- herrabúsetunni er varið, sem apturhalds- liðið hefir haldið að oss i tíu-manna-frum- varpinu sæla. Að vér nú ekki nefnum þá villuna verri, að hafa alla dönsku ráðherrana, sem milliliði milli konungs og hórlenda ráðherrans, svo sem apturhaldsliðið er nú siðast farið að ympra á. Sjálfsagt myndi það reynast ail-örðugt, ef eigi ókleyft, að komast af með einn ráðherra hér búsettan, meðan sérmál vor eiga að berast fram í ríkisráði. Hitt væri ef til vill vegur, sem kom- ið gæti til álita, að hafa þá ráðherrana tvo, annan í Kaupmannahöfn, en hinn í Reykjavík, báða alveg jafnt setta gagn- vart alþingi, bæði að því er snerti ábyrgð- ina. kunnáttu í máli voru, skylduna að mæta á alþingi, o. fl., og launuðu þá Danir annan, en Islendingar hinn. Þetta er allt annað, en ráðgjafabrot- ið danska, sem tíu-manna-frumvarpið fer fram á, og hvorki þarf að skilja mál vort, né mæta á þinginu, og verða fyrir áhrifum af því. En ekki tekur til, nema þurfi; fyrst er nú að vita, hvað boðskapurinn segir. Og þegar hann kemur, þá er að vona. að þjóð vor taki mál þetta svo alvarlega til íhugunar, sem jafn alvarlegum tíma- mótum sæmir, svo að úrslitin megi verða þjóðinni sem heillavænlegust. —«00^00»-------- Bréf frá Djupi. 5. nóv. 1901. Héðan er fremur tiðindalítið; tíðin hefir verið óstöðug í haust, og mjög brimasamt til sjóarins. Sumarið eitt hið mesta óþurrkasumar hór við Djúp; hrökt- ust hey hjá all-mörgum, og mikill fiskur er hálfverkaður og óverkaður hjá kaup- mönnum, eptir sumarið. Fiskafli mjög rýr. Nú eru öll 4 læknahéruðin hér í sýslu veitt, svo líklega verður ekki kvartað um læknaleysi í bráðina, hvort sem heilsufarið verður þeim mun betra, en áður, sem læknarnir eru fleiri. Skarlats- sóttin hefúr stungið sér niður á nokkr- um bæjum i Álptafirði, og i Yestursýsl- unni kvað bún og hafa gert vart við sig i haust, en hvarvetna mjög væg, og ekki tekið nema börn og unglinga. Um politík er hór litið talað; menn hlusta á úlfaþytinn í blöðunum, og svo hefur hver fréttin rekið aðra í haust, að þessi sérstaki ráðherra, sem nú er mest talað um, væri annað hvort að eins ó- skipaður, eða skipaður, eða þá, að óvíst væri, hvort hann yrði skipaður. Hverju trúa skuli, eru flestir alls ófróðir um, cnda flestir, sem láta sig það litlu skipta. Utanför sýslumanns vors vakti tölu- verða eptirtekt. hér vestra, en lítið fannst mönnum til þeirrar fréttar, er fylgdi með utanfór hans, að hann hafi verið sendur af landshöfðingja, til að bæta fyrir stjórn- arskrármálinu; bjuggust sízt við þeim er- indisrekstri úr þeirri átt, eptir því sem landshöfðingi þykir hafa komið fram i því máli, nú i seinni tið; aDnars svo rnargt skrafað um för þessa, að ekki er gott að henda reiður á þvi öllu. — Flokkaskipting þingsins í surnar, i stjórnarskrármálinu, þykir mörgum hálf- undarleg; sumir hinna stækustu mót- stöðumanna heimastjórnarstefnunnar að undanförnu, standa nú fremstir í þeim flokki, sem ekki þykir viðunandi, að fá sórstakan ráðherra, nema hann sé búsett- ur á íslandi. Þetta eru auðvitað gleði- leg sinnaskipti hjá þessum heiðursmönn- um, en því heiinta þeir þá ekki alinn- lenda stjórn, í öllum sórmálum voruin, eins og Benedikt heitinn Sveinsson barð- ist fyrir. Þeir kvéðast gjöra sór miklar vonir um velvild vinstrimannaráðaneyt- isins í vorn garð; en sé þessum nýju „heimastjórnarmönnum“ alvara, þá ættu þeir að taka munninn nógu fullan, en flensa ekki kringum sjálfstjórnarkröfur íslendinga, að fornu og nýju, sem kött- ur í kringum heitt soð, með öðru eins káki, sem því, að vilja hafa tvo ráð- herra, annan á íslandi, og danskt ráðgjafa- brotí Kaupmannahöfn, og slá með þvi föst- um afskiptum ríkisráðsins af sórmálum vor- um. Það fyrirkomulag getur i framkvæmd- inni orðið litlu betra, en hið núverandi stjórnarfyrirkomulag, með því að engin trygging er fýrir því, að innlendi ráð- herrann verði annað, en undirtylla ein- hvers af' dönsku ráðherrunum, er ekkert þekkja hór til, og fulltrúaþing þjóðarinn- ar getur engin áhrif haf't á, fremur en nú. Verði því ekkert til fyrirstöðu, frá stjórnarinnar hálfu, að vór fáum alla stjórn sérmála vorra inn i landið, þá sæti það vissulega illa á íslendingum, að slá hendinni á móti slíkri stjórnarbót; svo lengi hafa þeir um hana beðið, og íyrir henni barizt. Yrði lengi um slik kotsa-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.