Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1902, Qupperneq 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 28.01.1902, Qupperneq 6
18 Í’JÓÐYILJIJVN. XVI, 4.-5. Og svo er þess að gæta, að talsvert fé kemur í aðra hönd, á rnóti þessum út- gjalda-auka. I kaupinu, sem að framan er talað um, er meira, en Ólafsdalur og Belgs- dalur, með byggingum, (nfl. meira, en það, sem amtið fær, ef skólinn leggst niður). I kaupinu er líka Stóri-Múli, sem síðast var seldur á 1200 kr., og er til muna endurbættur síðan. Og svo er fénaður og búsáhöld fyrir 8000 kr., eða 11000 kr., eptir áætlun amtmanns, einn- ig i kaupinu. Hér að auki má líta á það, að ef skólinn heldur áfram í Ólafs- dal, þá verður húsunum haldið við, og jarðirnar allar hættar smámsaman. Jarð- irnar verða þvi orðnar miklu meira virði eptir 28 ár, en þær eru nú, nema svo fari, að landbúnaðurinn eigi engrar við- reisnar von, heldur veslist upp, og verði aldauður að 28 árum liðnum. Ef að nokkrir gjöra sér slika hugmynd um af- drif landbúnaðarins, þá er ekki von, að þeir vilji leggja fé til búnaðarskólanna. En þeir munu, sem betur fer, vera fáir, sem með sliku vesalmennsku-marki eru brenndir. — Enn fremur væri vert, að gæta þess, að búnaðarskólinn hlýtur framvegis að vinna landbúnaðinum mikið gagn, ef skólanum er sæmilega stjórnað. En þeg- ar amtsráðið hefir tekið skólann að sér að öllu leyti, er því innanhandar að sjá um, að stjórn skólans og kennsla sé við- unandi. — Jeg vil svo benda á eitt atriði i þessu máli, sem jeg hefi ekki séð, að neinn hafi athugað, en sem hefir þó talsverða þýðingu. Ef að amtsráðinu virðist kostn- aðar-auki sá, sem leiða mundi af fram- haldi skólans, eptir því, sem að framan er áætlað, svo mikill, að amtsbúum sé um megn, að bæta honum á sig, þá er auðvelt að minnka hann álitlega, eða jafn vel eyða honum með öllu, og láta þó skolann lifa. — Amtsráðið þarf ekki framar, en það vill, að kaupa Ólafsdal, Belgsdal og byggingar fyrir nokkurt umsamið verð. Ráðið á kost á að taka þetta fyrir það verð, sem skuld minni við amtið nemur. Eigur þessar mundu ekki komast í svo hátt verð á uppboði. Svo gæti ráðið keypt bú fyrir 8000 kr., og haldið skól- anum áfram. Jeg sé ekki betur, en að ráðið sparaði amtinu mikið fé með þessu móti. Ef amtið fengi jarðir og hús fyrir 17450 kr., og bú fyrir 8000 kr., samtals 25.450 kr. og landssjóður leggði til 10,- 000 kr., þá borgaði amtið ekki nema 15.450 kr. Kostnaðurinn við rekstur skólans yrði þá svona: 1. Vextir og afborgun af 15450 kr., 6% 927 kr 2. Kennslulaun.................. 1500 — 8. Annar kostnaður .... 2000 Samtals kr. 4427 Sem borgaðist með: 1. Tillagi landssjóðs .... 2500 kr. 2. Búnaðarskólagj. og vöxtum af bún.sk. sjóði............. 1040 — 3. Tillagi úr amtssjóði . . . 887 — Samtals kr. 4427 Ef svona væri farið að, yrði kostnað- araukinn af framhaldi skólans í orði kveðnu 87 kr. á ári á allt amtið — fram yfir það, sem niðurlagningin kostar —, og verður það 1 kr. 60 a. á hvern hrepp. Og í rauninni yrði kostnaðaraukinn mikla minni, en enginn, þegar þess er gætt, að amtið eignast 8000 kr. bú, auk þess sem fæst, ef skólinn er lagður niður. Þetta væri því í rauninni talsverður gróði fyr- ir amtið, móts við það, að leggja skól- ann niður. Og þó er ekkert tillit tekið til þess, að húsuDum verður haldið við, að jarð- irnar mundu stöðugt batna, og að skól- inn mundi vinna landbúnaðinum mikið gagn. — En einhver kann að svara á þessu leið: „Þetta ráð, sem þú bendir á, má ekki upp taka. Það mundi gjöra þjer mikið tjón, en amtsráðið vill gjarna stuðla til þess, að þér líði sern bezt“. — Jeg skal sízt vantreysta því, að amts- ráðið vilji fara vel með mig, og auðvitað er það mikið tjón fyrir mig, að tapa því fé fyrir ekkert, sem jeg hefi kostað til bygginga í skóians þarfir. En hér er þess að gæta, að amtsráðinu er vandi á höndum. Það er skylda amtsráðsins, — fyrsta skylda þess —•, að gœta sóma og hags■ muna amtsins i öllurn efnum. Mig grun- ar, að fáir muni telja það sæmdarauka fyrir Vestur-amtið, að leggja Ólafsdals- skólann niður. Hinir munu verða fleiri, — í öilu falli þegar fram í sækir —, sem telja það sóma amtinu, að leggja 20 auka í höfðinu, og hélt sig þá sjá þrjá karlmenn, en missti svo strax meðvitundina. Nokkrum kl.tímum síðar höfðu íbúarnir í Beutling- en, — er Heiwald þingmaður hafði kvatt til hjálpar — fundið hann í skurðinum, öðru megin vegarins, og lá hann þar, sem dauður væri. Póstþjónninn lá og rétt fyrir aptan póstvagninn, og var — steindauður. Morðingjarnir höfðu að líkindum lostið hann svo í höfuðið með steini, að heilakúpan brotnaði. Póstvagninn höfðu þeir rænt, það er að segja tekið þessar 20 þúsundir króna, er póstþjónnÍDn hafði talað um, og var það víst opinbert fé. Bréfapokann höfðu ræningjarnir á hinn bóginn alls ekki opnað, og voru þar þó peningabréf, auk annara bréfa. Ekki hafði heldur neitt verið hreift við peninga- buddu póstþjónsins, er myrtur var, né við vasaúrinu hans“. „En þingmaðurinn? Hvernig tókst honum að kom- ast undan ?“ spurði Steinert. „Hm! Já, það er nú spurningin44, mælti gestgjaf- inn. „Hann var auðvitað yfirheyrður, og kvaðst hann hafa farið út úr vagnÍDum, ásamt póstþjóninum, gengið lengi með honum, og rabbað við hann, en svo hefði póstþjónninn orðið nokkuð aptur úr, til þess að ná sér í hríslu, úr kjarri við veginn. Hr. Heiwald þingmaður kvaðst hafa gengið áfram í hægðum sínum, og þá eigi fyr vitað, en hann heyrði óp rnikil að baki sér. Sneri hann sér þá við, og kom auga á þrjá karl- menn, er voru að lumbra á póstþjóninum. 25 I því skyni hafði hann all-mikið fé meðferðis í bréfaveski sínu. Hve mikið það var, vita menn eigi; segjaa sumir, að það hafi verið 60 þús. króna, en aðrir fullyrða^aðjþað hafi verið enn meira. Hr. Soharnau varð brátt góðkunningi hr. Karls af Heiwald á Glrombergi. Ætlaði hann að kaupa af honum jörðina, og stóð víst eigi á öðru, en að þeir kæmu sér sam^n um verðið. Sagt var einnig, að honum litist enn betur á fall- egu dóttirina, ungfrú Idu, en á jarðeignina. Tímunum saman var hann opt á gangi með henni, eða þau reru á báti, sér til skemmtunar. Þau voru bæði lagleg. Hann var 26 ára gamall, laglegur, og hár vexti, og hún var ekki síður töfrandi fögur, enda finnst varla fríðara kvennandlit. Hún er svarteyg, og í augu hennar er að líta, sem í hyldýpishafý „Nú farið þér að tala ærið skáldlega, hr. Brunu, mælti Steinert hlæjandi. „Já, hví ekki?u mælti hr. Brun. — „Vínið er fyr- irtaks gott!u Það var líka auðsætt, að honum þótti það gott, þar sem hann á augabragði tæmdi hvert glasið eptir annað. Eptir bendingu hr. Steinert’s hafði sjötta flaskan þegar verið sett á borðið. Hr. Steinert hafði að visu hjálpað vel til þoss, að grynnka í flöskunum, en hann var vínskvampinu van- ari, en veitingamaðurinn, sem vanari var bjórdrykkjunni.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.