Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.02.1902, Side 2
2 2
Þjóðviljinn .
XVI. 6.-7.
herrann í lið með sér, svo að hann
annaðtveggja léti þinginu ósvarað, eða
gæíi þá svo óákveðið svar, að deilurnar
héldu áfram, svo að allt stæði í stað.
Og þar sem ráðherrann var ókunn-
ugur, og ný korninn til valda, þá var
sú hættan nærri, að þetta kynni að tak-
ast, sern hjá fyrri ráðaneytum, svo að
einveldi ábyrgðarlausra skrifstofuvalds-
manna héldist hér áfram, þrátt fyrir
stefnuskiptin í Danmörku.
En það er nú sýnt, að allar þessar
lymskufullu tilraunir skrifstofuvaldsliðs-
ins hafa brotnað, sern boðar við sker,
og skerið var — frjálslyndi ráðherrans.
Þá hefir ráðherrann og eigi síður,
að því er tillögur sínar snertir, sýnt
einlægni sína við þingræðisreglurnar,
þar sem hann, í tillögum sinum um
stjórnarskrármálið, byggir allt á tillögum
meirihluta þingsins (stjórnbótaflokksins),
— á frv. siðasta alþingis og ávarpi efri
deildar — og fer þar eigi fetinu framar
Hann heitir skýlaust staðfestingu
þingfrumvarpsins, og þar sem efri deild-
ar ávarpið (samkvæmt ályktun stjórn.
bótaflokksins í heild sinni) hafði enn
fremur farið því fram, að æðsta stjórn
landsins yrði búsett hér innan lands, þá
gefur hann og kost á því, að ráðaneytið
verði hér búsett.
En þar sem íhaldsliðið hafði óskað
þeirri búsetunni þannig fyrir komið, að
vér, jafn framt búsetta ráðherranum,
hefðum danskan, ókunnugan ráðherra í
Kaupmannahöfn, sern aldrei mætti á al-
þingi, og ekki skildi tungu vora, svo að
breytingin frá nú verandi ástandi hefði
í raun og veru að eins orðið harla ó-
merkileg nafnbreyting (landshöfðinginn
skírður um, og hefði getað haldið áfram
að leika í skjóli ókunnugs ráðherra í
Kaupmannahöfn), þá leggur ráðherra vor
aðal-áherzluna á það, að Imsetti ráMierrann
sé eini milliliclurinn milli konunr/svaldsins
og alþingis, eins og stjórnbótaflokkurinn,
i bréfi sínu til ráðherrans 6. des. síðastl.,
sýndi svo rækilega fram á, að nauðsyn-
legt væri.
Slík búseta er því i fyllsta samræmi
við óskir stjórnbótaflokksins, sem eigi
hefir því hikað við, að taka slikt fyrir-
komulag fram yfir frv. síðasta alþingis,
sbr. bréf flokkstjórnarinnar hér að fram-
an.
En jafn framt því er ráðherrann auð-
vitað, samkvæmt framan sögðu, gat
byggt á öruggu fylgi stjórnbótaflokksins,
þá er og frumvarpi því, er hann ráðgerir
að leggja fyrir þingið, þannig varið —
einmitt vegna ákvæðisins um búsetu
ráðaneytisins í Reykjavík — að ihalds-
liðið naumast getur verið þekkt að því^
að reisa öfluga mótspyrnu gegn því,
eptir allt heimastjórnarruglið, enda þótt
búseta sú, sem þarf hafði hugsað sér, ætti
að vísu að vera talsvert á aðra leið, sem
að framan er á vikið.
Til byrjunar sjáum vér nú líka, að
íhaldsliðið læst nú muni fylgja frv. ráð-
herrans, og þó að sú ákvörðun þess sé
vitanlega, að því er meiri hluta þess —
landshöfðingjafylgihnettina — snertir, að
eins stýluð af kosningahræðslu, þá þarf
þó væntanlega eigi að efa, að minni
hlutinn — vinstri hlið íhaldsliðsins —
haldi orð sín, er á þingið kemur, og
hlaupi nú eigi framar erinda skrifstofu-
valdsliðsius.
Þetta hefir ráðherra vor, sem þaul-
æfður þingmaður, réttilega séð, svo að
frv. hans virðist því í öllu falli eiga sam-
þykki þingsins nokkurn veginn víst.
En íllan grikk hefir hann leikið í-
haldsliðinu, því verður ekki neitað, að
setja það svona í skrúfur, og því er sízt
að furða, þótt margir úr þeim herbúð-
unum séu nú all-langleitir í andlitunum.
Að ráðherra vor á hinn bóginn eigi
hefir séð sér það fært, að verða við þeim
tilmælum ef'ri deildar ávarpsins, að út-
nefna nií þegar sérstakan ráðherra fyrir
Island, er þingið geti samið við, er vel
skiljanlegt, enda sú eðlilega grein fyrir
því gjörð, að stjórnin vill eigi á neinn
hátt hafa áhrif á frjálst val þjóðarinnar,
að þvi er þau úrslit stjórnarskrárraálsins
snertir, sem nú er um að ræða.
En þar í virðist þá einnig felast, að
vér megum treysta því, að ráðherrann
ætli sér að sjá svo um, að landshöfðing-
inn — hinn sanni foringi íhaldsliðsins —
beiti nu ekki embættisáhrifum sínum til
þees, — hvorki við kosningarnar né á
þinginu — að starfa á móti stjórnarskrár-
breytingunni, eins og átt hefir sér stað
að undan förnu, þótt rík verði væntan-
lega sú tilhneigingin hans, að reyna enn
að halda núverandi ástandi óbreyttu.
Vér játum, að vér ætlum að vísu, að
það verði ráðherranum — í 300 mílna
fjaiska — í meira lagi örðugt, að hafa
svo gott taumhaldið, sem þyrfti, að því
er þenna gamla, staða skrifstofuvalds-
mattador snertir, og farist honum það
vel úr hendi, teljum vér hann mann að
meiri.
En hvað sem því líður, þá er nú þeg-
ar séð, að íslendingar hafa eigi að ástæðu-
lausu fagnað ráðherraskiptunum i Dan-
mörku síðastl. sumar.
Það er nú góð von um, að stjórnar-
breytingin i Danmörku geti einnig leitt
til happasællar stjórnarbótar hér á landi,
og er þess sízt vanþörf.
Treystið þeim eigií
Ihaldsliðið læzt nú vera með endur-
bættu „valtýskunni“, þ. e. frv. síðasta
alþingis, með þeirri einni breytingunni,
að ráðaneytið sé búsett í Reykjavík.
Ef vér gætum treyst þessu, þá væri
það ágætt, þar sem báðir flokkar væru
þá á einu máli.
En getuin vér treyst því, að þeir efni
loforð sín, þegar á þing kemur?
Það er margt, sem á móti því mælir.
Á undan kosningunum 1900, sögðust
ýmsir þeirra mundu fylgja „valtýskunni“,
ef 61. gr. stjórnarskrárinnar væri látin
óbreytt, ef tryggð væru fjárráð þingsins
o. s. frv.
Þetta var látið eptir þeim á alþingi
1901; en þá fundu þeir upp nýja „fleyga“
— tveggja ráðherrafrumvarpið sitt, sem
varð þeim svo til minnkunnar, bæði inn-
an lands og utan.
Skyldu þeir ekki einnig geta fundið
upp eitthvað svipað í ár?
Það er mjög hætt við því.
Allir vita, að landshöfðingi er foringi
þeirra, og hefir verið lífið og sálin í mót-
spyrnunni gegn stjórnarskrárbreytingunni
til þessa.
En er það trúlegt, að iiann verði
stjórnarskrárbreytingunni hlynntari að
þessu sinni, en fyr?
Síður, en svo.
Eptir frv. ráðherrans á landshöfðingja-
dæmið að leggjast niður, svo að karl
væri þá úr sögunni, í politiskum skiln-
ingi, því að engum getur í alvöru kom-
ið það til hugar, að vinstrimannaráða-
neytið myndi skipa afgömlum skrifstofu-
valdsrnanni í raðherrasessinn.
Það er því ekki efamál, að hann
starfar í kyrrþey á móti stjórnarskrár-
breytingunni, sem hann getur, þótt hann
að líkindum eigi treystist til þess opin-
berlega, vegna ráðherrans, sem varla læt-
ur hann leika með sig, eins og Rump
sálugi, sællar minningar.
En láti nú kjósendur ginnast til þess,
að kjósa Tryggva riddara, sýslumennina
Hafstein og Lárus o. fl., þeirra félaga,
ætli þeir reynist þá ekki landshöfðingj-
anum talhlýðnir, og bónþægir, sem fyr?
Einn lítill „fleygur“ — föðurlandsina
vegna(!) — gæti þá orðið að góðu liði.
Og svo er hætt við, að sumir hinna
lítilsigldari flokksbræðra þeirra, svo sem
Stefán í Fagraskógi, Björn í G-röf o. fl.
fylgdu þá þessum foringjum sínum (Lár-
usi og Hafstein) að máli.
Með þetta o. fl. fyrir augum, segjum
ver því við kjósendur landsins:
Treystið þeim eigi!
tJtiönd.
Til viðbótar útlendu fréttunum i síð-
asta nr. blaðsins má geta þessara tíðinda:
Danmörk. Nú er í ráði, að Danir
selji Bandamönnum eignir sínar í Vest-
ur-Indíum, eyjarnar St. Croix, St. Thomas
og St. Jean.
Eyjar þessar hafa árum saman verið
þungur baggi á ríkissjóði, svo að nemur
500—700 þus. á ári. Ráðaneytið er þvi
hlynnt sölunni, en stöku mönnum þykir
slíkt óvirða, og hafa gengizt fyrir þvi,
að safna undirskriptum undir áskorun
gegn henni, en orðið lítið ágengt.
Kaupverðið verður að líkindum 4
milj. dollara.
Kennslumálaráðherrann, hr. Christen-
sen, hefir nú lagt það til, að dr. Oeorg
Brandes verði veittar árlega 6 þús. krón-
ur af háskolafe, til vísindaiðkana eptir
eigin geðþótta, og geta nú hægrimenn