Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.02.1902, Side 6
26
Þjóðvil jinn.
XVI, 6.-7.
verzlunarmeðeigandi á Ísaíirði, og viðar, er
orðinn riddari af dbr., eptir tillögum Hovgmrd’s•
að sagt er.
Ðrukknun. 16. janúar siðastl. tórust tveir
menn á báti, er var á heimleið frá Reykjavik
upp á Kjalarnes; ar vannar þeirra Jón búndi
Jímsson á Austurvelli, en hinn Guðmundur Guð-
brandsson frá Bakka.
Yeður var all-hvasst þenna dag, og voru þeir
því lagðir af stað heimleiðis landveg, en sneru
við, er þeir voru skammt komnir, með því að
þeim virtist þá lygna, tóku þá bát sinn í
Reykjavík, og lögðu af stað á honum, en
drukknuðu á beimleiðinni, sem fyr segir.
Sœmdur gullmedaliu. Kgl. danska vísinda-
félagið í Kaupmannahöfn hefir sæmt dr. Þor.
vald Thoroddsen gullmeda.liu fyrir Islandskort
hans, er gefið var út í fyrra, á kostnað Carls-
bergssjóðsins.
Foringi „Heimdals11 verður í ár kapt.
Jjammer, með þvi að Hovgaard, sem margir
hefðu kosið, er orðinn commandör í sjóliðinu.
J'dtt-tröllið.
Eg ætla að segja’ ykkur sögu.
Þið sjáið hér langt upp í hlíð,
þar stendur drangur einn stór og hár,
og stendur þar ár og síð.
En þið hafið nú kannske’ ekki hugsað um það,
að úann var i fyrndinni lifandi tröll,
sem gekk eina nótt út úr gráum hömrum.
og glápti’ yfir héruðin öll.
Það hafði’ ei séð fjörðinn um all-margar aldir,
og ýmislegt sá það, sem nýtt það taldi,
því tröllunum aldrei það verður að vegi
til veðurs að gæta á hverjum degi.
Nú sá það þar kaupstað, sem áður var eyri,
með ósköp af híbýlum, stórum og sámum,
og sá þar á veginum fleiri og fleiri,
með fallegum klæðnaði, rauðum og bláum,
og stúlkurnar hoppuðu, hver og ein,
svo hjartans glaðar, þá tunglið skein,
og sumar hölluðu hvelfdum barmi
í hjartans sakleysi’ að kröptugum armi.
Það hlustaði lengi’ eptir hjalinu’ á veginum,
og heyrðist menn tala um veðrið, svo skínandi,
um skipin, sem spegluðust lognkyr í leginum,
um ljósbleika ána, i bugðum sig sýnandi.
En sumt gat ei borizt til hliða svo hátt,
það heyrði því hvislað svo fjarska lágt.
En hvað var nú þetta? Svo hátt upp í hlíð,
við hlið þess, var hvíslað með atlot blið!
í grösugri laut, hjá læknum smáa,
sem liðaðist niður um fjallið bratt,
þar sá það á svuntu blika bláa-
og bera við himininn karlmanns-hatt.
Það heyrði þau hvisla og hlæja dátt,
það heyrði þau kyssast svo opt og þrátt.
En hvað það var gaman, að heyra þau hlæja,
svo hjartansglöð yfir einveru sinni!
og hræðslunni um það úr huga sér bægja,
að heyra til þeirra einhver kynni.
Og trölisins steinhjarta tók þá að slá,
sem töfrað af einhverri leyndri þrá.
Það stóð þar svo undrandi, öldungis hljótt,
hvert orð og hvern koss það í minni sér festi,
og fyrst, þegar liðið var langt fram á nótt,
það leiðast sá heim þessa sjaldsénu gesti.
Svo fór það að hugsa’ um það, hvernig það ætti
sem haglegast öllu að segja frá,
og auka við söguna eptir mætti
— sem ekki var sjaldgæft í byggðunum þá. —
Hvort tröllunum mundi’ ekki dillað dátt
í dröngum, er heyrðu þau söguna alla!
Og hvort að þau mundu’ ekki hlæja hátt,
og hrópa ’ana yfir til næstu fjalla.
Og eflaust þau mundu sig álíta’ að vera
hinn ailra-snjallasta sögubera.
En svei! Það er ljótt af leynifundum
að lepja sögur! Þótt skemmti þær stundum.
Og tröllinu hefndist. því hnokki smár,
með hlæjandi svip, yfir fjallsbrún leit,
um himin sló geislum hans gullna hár,
og glóandi stafi á fjörðinn reit.
Það var hann, sem er nátt-trölluin mest að meini,
það var morguninn ljúfi og fagri og hreini,
og þá kom á tröllið slíkt fádæma-fát,
að það fann ekki dyrnar — og varð að steini.
(i. M
Stjórnarskrárumræðurn-
ar taka nú svo mikið rúm í „Þjóðv.“,
sem í öðrum blöðum, að mörgum blað-
lesendum er óefað meira, en nóg boðið
'af því tagi.
Sú er þó huggunin, að öllum stjórn-
arskrár umræðum verður nú bráðlega
lokið úr þessu, ef' kjósendur landsins
hegða sér eigi því óskynsamlegar við
kosningarnar í vor, og gera íhaldsliðið
liðsterkt á þingi.
Þótt þingrof verði að nýju í haust,
ef ráðherrafrumvarpið, sem væntanlegt err
nær samþykki þingsins, þá ætti það eigi
að gefa tilefni til nýrra blaðagreina, þar
sem eigi væri þá um annað að ræða, en
að samþykkja það til fullnustu á alþing-
inu 1903.
32
þess aldrei nein verzlunarviðskipti við verzlunarfólög,
sem eg ekki þekkiu, svaraði hr. Hildebrand all-önuglega.
Að svo mæltu yppti hann ögn höfuðfati sínu, til
þess að sýnast eigi allt of ókurteis, og tók svo aptur til
kaffi m ölunarin nar.
Hr. Steinert lét það eigi á sig fá, en mælti ofur-
rólega;
„Þér leyfið mór má ske, að lofa yður að líta á sýn-
ishorn mín.
Yér höfum allar vörur, sem jarðeignamenn þarfn-
ast, ágætar vörur, og miklar birgðir.
En einkum vil eg þó mæla fram með vínunum og
vindlunum, hvort sem yður þóknast útlendar vörur, eða
þær, sem vér sjálfir búum til“.
„ Jeg hefi þegar sagt yður, að jeg þarfnast einskis“,
anzaði hr. Hildebrand.
„Jeg mælist lika að eins til þess, að þér lítið á
sýnishornin“, mælti hr. Steinert.
„Jeg hefi engan tíma til þess, en — vil vera i
friði“, mælti Hildebrand.
„Jæja þá“, mælti Steinert, „en skaði er það, bæði
fyrir mig og yður“.
„Skaði fyrir mig? Hvernig það?“ spurði Hilde-
brand.
„Enginn kaupmaður er svo hygginn“, mælti Stein-
ert, „að eigi megi hann jafnan eitthvað læra, er hann
lítur á vörusýnishorn ókunnugs verzlunarhúss“.
Gamli maðurinn brosti ögn, þótt íllt væri í honum.
„Hvað það snertir, hafið þór ekki rangt að mæla“,
mælti hann, og var ekki alveg eins önugur í tóninum.
„En þór eyðið að eins tíma yðar, þar sem eg hefi þegar
37
í „Stjörnunni“, sem viðskiptavin“, mælti hr. Ilildebrand,
„þvi að hann er bezti drengur, karlinn, tryggur, og á-
reiðanlegur, sem gullið!
Má vera, að yður veiti örðugt, að ávinna yður
traust hans, en takist það, þá verður hann stöðugur við-
skiptamaður yðar, meðan hann sætir góðri og heiðarlegri
meðferð í viðskiptunum við Oldecott & Co.
Og maðurinn þarfnast mikils, því að „StjarnanU er
að vissu leyti miðdepill hóraðsins, af því að þar mætast
vegirnir, er liggja á milli kauptúnanna hórna.
Fyrir framan veitingahúsið er víðátttumikið, óbyggt
svæði, og ganga þaðan sjö vegir, sem stjarna, í ýmsar áttir,
og dregur veitingahúsið nafn sitt af því.
Yeitingahúsið er svo alþekkt, og hr. G-rawald nýt-
ur svo almennrar virðingar, að storeignamenn og borg-
arar nota hús hans jafnan, sem samkomustað.
Enginn ferðamaður ekur þar fram hjá, án þess að
skreppa fyrst inn til hr. Grawald’s, fá sór glas af öli, og
rabba ögn við hann.
Só um kosningar, eða um politiska fundi að ræða,
þá eru allar þess konar samkomur jafnan haldnar í
„Stjörnunni“.
En öllum flokkum ber saman um það, að hr. Gra-
wald só maður, er láti alla politik allsendis afskipta-
lausa.
I stóra salnum í „Stjörnunni“ halda stóreigna-
mennirnir dansleiki tvisvar á ári, og er þar þá mikið
um dýrðir.
Hr. Grawald hefir miklar vínbyrgðir, og hefir til
víntegundir, er menn eigi skyldu ætla, að fáanlegar væru
í jafn afskekktu veitingahúsi.