Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.02.1902, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 10.02.1902, Blaðsíða 7
XVI, 6.-7. Þjóðviljinn. 27 Aðvörun til lijósenda. Það er orðið kunn- ugt, að íhaldsliðið reynir um þessar mundir að tryggjr sér atkvæði kjósanda við kosningarnar í vor, á þann hátt, að sendir eru út atkvæða- smalar, er hafa skjöl meðferðis, sem kjósendur eru ginntir til að undirskrifa, og þar sem þeir skuldhinda sig til þess, að kjósa þann eða þann apturhaldsliðann við kosningar. Til þess að bera skjöl þessi, velja þeir tíð- ast einhverja óprúttna stráka, sem eru lil i það, að ljúga upp hinu og þessu, eptir því sem við þykir eiga, i þeim eða þeim staðnum, og ráð- ast helzt þar að,»sem þeir halda, að þingmála- þekking kjósandanna sé minnst fyrir, eð|hæg- ast sé, af einkverjum ástæðum, að koma við blekkingunum. Vér höfum áður minnst á atkvæða-undir- skripta-smölunina í Vestmannaeyjum, jafn svi- virðileg sem hún var, og svipaðar fréttir berast nú úr Arnessýslu, þar sem Pétur nokkur, harna- kennari á Eyrarbakka, kvað vera að fleka menn til undirskripta undir skjal nokkurt, um að kjósa hann(!!) í vor, þótt lítið eða ekkert hafi hann í þingmennskuna, nema hóflaust sjálfsá- lit, sem naumast verður þó þingsmannskostur talinn. Svipaðar eru að iikindum aðfarir íhaldsliða víðar, þótt eigi höfum vér gjörla um það frétt. Kjósendur ættu því að vara sig á slíkum smölum. Og það er ekki nema sjálfsagt, að sérhver kjósandi, sem flekaður hefir verið til slíkra und- irskripta, með einhverri lýginni, telji atkvæði sitt jatn óbundið, eptir sem áður, enda verður ekkert á slíkum loforða-hrigðum haft. Lögin ætlast til þess, að hver maður kjósi eptir sannfæringu sinni, og það er skylda þeirra við ættjörðina. Ný „l»jrtð(Sirfs“-ósiiiiiiin(l i. 29. janúar síðastl. fræðir „Þjóðólfur“ lesendur sina á þvi, að bréf vor stjórnarbótamanna til ráðherrans1 dags. 6. des. síðastl., haíi verið samið ,,að undirJagi og eptir skipun Valtýsog þetta fullyrðir hlaðið svo skýlaust, sem það væri heilagur og óyggj- andi sannleikur. Það er nú að vísu svo, að þessi lygi „Þjóð- ólfs'- er að því. leyti ólík ýmsum öðrum ósann- inda þvættingi blaðsins, að hún gerir naumast til eða frá, en engu síður er þó rétt, að láta þess getið, að hún er allsmdis tilhœfwlaus, eins og auðvelt er að sanna, hvenær sem vill, með bréfum dr. Valtýs. En „margur hyggur mig sig". — Ritstjóri „þjóðólfs" þorir, nú orðið, ekkert að segja, nema það, sem foringjar apturhaldsliðsins vilja vera láta, og huggar sig svo með því, að aðrir séu svipaðir aumingjar. Apturhaldsliðið meðgengur! Til skamms tíma hafa það verið „landráð“ og „glæpur“. eða eitthvað í þá áttina, að vilja ekki aðhyllast 10 mannafrumvarpið, óskapnaðar-ómyndina, sem apturhaldsliðið var að burðast með á síð- asta þingi, og „erindsrekarnir" áttu svo að út- vega hjá ráðherranum. En hvað heyrum vér nú? Annar „erindsrekinn11, prófessor Finnur Jónsson, fer nú um þetta ástfóstur sitt svo felldum orðum: „Það er að sjá af „Dannebrog", að það fyrir- komulag, að hafa tvo ráðgjafa, aunan hér og hinn heima, myndi ekki verða álitið heppilegt, °g jafn vel til ógagns, og mun það rétt álitið“ (sbr. pésann „Heimastjórn11, 3. blað), Með eigin játningu apturhaldsliðsins er því sannað, að þeir hafa haldið því fram, sem þeir játa sjálfir, að orðið hefði þjóðinni til ógagns- og svo var frekjan mikil, að þeir gerðu menn á fundfráðherrans, til að reyna, að koma fram þessu skaðræði. Má nú ekki þjóðin vera stjórnbótamönnum, og ráðherra vorum, þakklát fyrir það, að hafa afstýrt slíku skaðræði? Og hvaða traust getur þjóðin bovið til apt- urhaldsliðsins, þegar þetta er á undan gengði? Staðíest lög’- Auk laga þeirra, er áður hefir verið getið hér í blaðinu, hefir konungur 20. des. enn fremur stað- I fest: XXXIII. Lög urn álmannafriS á helgi- dögum þjóðkirkjunnar. XXXIV. Lóg um að umsjón og fjár- hald noltkurra landssjóðskirkna skidifengin hlutaðeigandi söfnuðum í hendur. XXXV. Lög um samþykktir gegn skemmdnm af vatnaágangi o. fl. XXXVI. Lög um sölu þjóðjarðarinn- ar Horns í Austur-Skaptafellssyslu. XXXVII. Lög um samþykktir um á- byrgðarsjóði fyrir nautgripi. XXXVIII. Viðaukalög við lög 11. des. 1891 um samþykktir um, kynbœtur hesta. XXXIX. Lög um breyting á lögum 14. des. 1877 um ýmisleg atriði, er snerta fiskiveiðar á opnum skipum. XXXX. Lög um viðauka við til- skipun fyrir ísland 12. febr. 1872 um síldar- og upsa-veiði með nót. Af lögum síðasta alþingis eru þá 14 enn óstaðfest. Bessastöðum 10. febr. 1902. Tiðarfar. Eptir frosthörku-kaflann, gerði loks stórfellda hláku 29. f. m., svo að jörð varð allsstaðar alauð, og héldust þau þýðviðri til 4. þ. m., er tíð fór aptur að kólna. Aukaskip sendi sameinaða gufuskipafélagið til Reykjavíkur með vörur, er „Laura“ eigi gat rúmað, og kom það til Reykjavíkur 4. þ. m. Skip þetta heitir „Nordjylland“, og |á að bregða sér til Stykkishólms. Strandferðaskipið „Laura“ lagði af stað til Yestfjarða að kvöldi 31. f. m., og kom þaðan aptur til Reykjavíkur þ. m. í Rosmhvalaneshreppi hér í sýslu voru ’út- svör hæðstu gjaldendanna, samkvæmt niðurjöfn- un þeirri, er fór fram í haust, sem hér segir: 36 Annað, er kaupmaðurinn sagði um þá bræður, hirti Steinert minna um, nema hvað hann virtist leggja betur eyrun að, er Hildebrand sagði, að hr. Karl af Heiwald hefði komið til Weidenhagon, fyrir tveim dögum, til þess að bjóða fram borgun á veðskuld, er Hildebrand átti hjá honum, og býlið Grromberg var að veði fyrir. Hann hafði og boðizt til þess, að borga peningana fyrir gjalddaga, ef óskað væri, jafn vel með átta daga fresti. „Þetta gæti nú má ske talizt ný ástæða til grun- semdar“, mælti hr. Hildebrand, „en á hinn bóginn ber þess þó að geta, vilji maður sanngjarn vera, að hr. Karl af Heiwald hefir fengið ágæta uppskeru síðustu árin, og bætt stórum jörðina“. Það væri og eðlilegt, að hr. Karl af Heiwald hefði í byrjuninni komizt í skuldir, þar sem hann, fyrstu 10 árin, hefði varið hverjum eyri, er hann gat við sig losað, til jarðabóta. En nú kæmi lika uppskeran, og eignin gæfi nú svo afar-mikið af sér, að maður, er lifði út af fyrir sig, sem hr. Heiwald, gæti hæglega dregið svo fé saman smátt og smátt, að hann gæti endurborgað veðskuldir, er hann hefði verið neyddur til að taka í slæmu árunum. Meðan samræðan stóð, varð hr. Hildebrand smám satnan alúðlegri og kompánlegri, þvi honum gatzt vel að því, hve hr. Steinert var blatt afram. Gaf hann honum því ýms rað um það, hvernig hann skyldi hegða sér í Beutlingen, og þar í grennd- inni, hvaða verzlunum haoo skyldi lána, og hve mikið hverri. „En öllum fremur ættuð þér að ná í gamla Grawald 33 sagt yður, að eg kaupi ekkert, og getur það því eigi gjört yður neinn skaða, þótt eg eigi líti á vörurnar“. „En ef þér sjáið þær, þá kaupið þér þó eitthvað“, mælti Steinert. „Á? Haldið þér það? Þér imyndið yður má ske, að þér getið ginnt gamlan sveitakaupmann með vöru- gyllingum yðar“, mælti Hildebrand. „Ekki dettur mér það í hug“, mælti hr. Steinert, „því þér sýnist ekki vera þesslegur, að láta orðin blekkja yður“. Gamli maðurinn hló. „Hm — hm — hm — mér sýnist ekki rétt, að eyða tíma yðar, því eg vil ekkert kaupa, þar sem jeg hefi yfirfljótanlegar vörubirgðir“, mælti hr. Hildebrand. „Menn í minni stöðu verða ávallt að hafa tíma“, mælti hr. Steinert. Yiljið þér líta á vindlana mína ? þeir eru hérna. Jeg segi yður verðið og gæðin, en tala svo ekki eitt orð, því að þér hafið bæði aldur og hyggindi, til að ákveða, hvort þér viljið kaupa“. Bæjarfulltrúinn tóknú að verða nokkru blíðlegri að sjá. „Þér eruð því sem næst ókurteis“, mælti hann hálf- hlæjandi, „og fáið því varla marga viðskiptavini. En sýnið mér þá vindlana. Nokkur þúsund gæti eg tekið til reynzlu, ef verðið er sennilegt. Hafið þér nokkra úr tóbaki frá Kuba, eða frá Brazilíu?“ Steinert opnaði þegar koffortið, og tók fram tegund þá, er um var spurt. „Reykið þér?“ mælti hann, og bauð bæjarfulltrú- anum vindil.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.