Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.04.1902, Side 2
54
Þ JÓÐ /ILJINÍ. .
XVI. 14.—15.
saerna, að því er ýmsa hertekna Búa-for-
ingja snertir; en þetta fór á annan veg,
með því að Delarey hershöfðingi létláv-
arðinn lausan. eptir nokkurra daga hald,
og lúka Bretar upp um það einum munni,
að sliku drengskaparbragði hefðu þeir
aldrei getað væDzt eptir af mótstöðumönn-
um sinum, enda leggja sum ensk blöð
það til. að Bretar sýni nú viðurkenDÍngu
sína á þann hátt. að sleppa t. d. Cronje
hershöfðingja úr haldi því, sem hann
hefir verið í á eyjunni St. Helena, síðan
í ÖDdverðum ófriðinum.
Nýlega sendu Búar menn á fund
Roosevélfe, forseta Bandamanna., í þeim
erindagjörðum, að biðja Bandarikin að
stuðla að því, að friður kæmist á, en
Hoosevelt kvað Bandaríkin eigi mundu
hlutast til um það mál. — — — — —
Danmörk. 13. marzmán. samþykkti
danska fólksþingið, með 88 atkv. gegn
7, sölu Vesturheimseyjanna, og er búist
við, að það mál muui heldur eigi mæta
neiniu verulegri mótspyrnu í landsþing-
inu. — — — — —
Þýzkaland. í Norður-Slesvík er
aukakosning til þýzka ríkisþingsins ný-
lega um garð gengin, í stað Grustuv heit-
ins Johannesens. er lengi var öflugur fbr-
vígismaður danska flokksins í Norður-
Slesvík, og var ritstjóri Jessen kosinn
með frekum 10 þús. atkvæða, en þing-
mannsefni þjóðverja hlaut að eins rum
5 þús. atkvæði. — Sýnir því kosning
þessi, hve vel Danir gæta enn þjóðernis
síns þar syðra, þrátt fyrir allar aðfarir
þýzku stjómarinnar.
Blekkíngarógburður apturhaldsliðsins.
Þó að blöð stjórnbótaflokksins bendi
stöku sinnum á ýmsan róg og ósannindi,
sem apturhaldsmálgögnin breiða út í sí-
fellu um andstæðinga sina, þá endist þó
vitanlega ekkert blað til þess, að tína
upp hvað eina, er mótmæla þyrfti, enda
mjög margt af ósannindunum þannig
vaxið, að þau bera það glögglega með
sér, hvílíkur markleysu þvættingur það
er, sem apturhaldsmálgögnin bera á borð
fyrir lesendur sína.
í bréfi, frá embættis-„klíkunniu vík-
versku, sein „Stefnir“ var látinn birta 6.
febr. síðastl., er því t. d. varpað fram, að
stjórnbótamenn kalli þjóðina „ómeDiitað-
an skríl“, vilji koma „sem mestu af
frjálsræði“ hennar „fyrir kattarnef“, gjöra
sem flestar innlendar stofnanir „að út-
lendra rnanna eign“ o. s. frv. o. s. frv.
Ekki er gjörð nein tilraun til þess, að
rökstyðja þessi tHhœfulausn ósannindi,
enda væri það ómögulegt; en þessu er
varpað fram í því skyni, að einhveryir
kunni að triia því í blindni, svo að em-
bættis-„klíkunni“ takist því fremur, að
narra menn við kosniugarnar, og öðlast
þannig þann meiri hluta á þingi, sern
„klíkan“ veit svo vel, að hún aldrei
myndi öðlast, ef heiðarlegum vopnurn
væri beitt.
Svo er og reynt, að vekja tortryggni
almennings með því, að breiða út þau ó-
sannindi, bæði í blöðum apturhaldsliðs-
ins og á annan hátt, að einstakir menn
í stjórnbótaflokknum séu að hugsa um
hin og þessi embætti, og situr þó sízt á
embættis-„klíkunni“, að bregða mönnurn
um slíkt, jafn fast sem hennar menn
hanga sjálfir við völdin.
Það er satt að vísu, að ýmsir menn í
stjórnbótaflokknum vilja núverandi em-
'bættis-„klikuna“ í Reykjavík gjarna feiga.
í politiskum skilningi, enda hefir hún
löngu unnið sér til óhelgis.
En það er ekki af persónulegri valda-
fýkn sprottið, heldur að eins af umhyggju
fýrir þvi, að fá dugandi mann, til að
veita þjóðmálunum forstöðu.
-----0&NX..O---
Búnaðarritið. Nýlega er prentað
fýrsta hepti 16. árg. búnaðarritsins, sem
gefið er út af búnaðarfélagi Islands.
I þessu hepti búnaðarritsins er hug-
vekja, eptir forseta félagsins, sira Þórhall
Bjarnarson, um aðgjörðir búnaðarþingsins,
og síðasta alþÍDgis, að því er búnaðar-
mál snertir. Helztu nýjungar á búnaðar-
þinginu telur hann fyrirhugaðar kynbóta-
tilraunir, serri landbúnaðarkandidat Guð-
jóni Guðmundssyni, er félagið hefir ráðið
í þjónustu sína, er sérstaklega ætlað að
sjá um, og á hann í því skyni að ferðast
sem víðast á yfirstandandi ári, til þess
að kynna sér ástandið.
Enn fremur má og nefna berklaveikis-
rannsóknir á kúm, er fram fóru í Múla-
sýslu á síðastl. hausti, að tilhlutan félags-
ins, og verður þeim rannsóknum að ein-
hverju leyti haldið áfram, enda þótt
rarmsókn á öllum kúm landsins geti eigi
komið til mála, þar sem slík rannsokn
myndi kosta tugi þúsunda.
Þá gengst og búnaðarfélagið fýrir
því í vetur, að gerðar verði all-rækilegar
rannsóknir á innlendum leirtegunduin,
til þass að fá einhverja hugmynd um
það, hvort eigi megi búa til innlendan
tíglstein, er geti orðið haganlegt og var-
anlegt byggingaef'ni, og hefir félagið
fengið skólakennara Bj'órn Jensson sér
til aðstoðar í þessu efni.
Mikinn vanda og kostnað telur höf-
undurinn félagið hafa tekið sér á herðar, er
það tók að sér Hússtjórnarskólann, og
telur hyggilegra, að slíkur skóli væri á
góðu sveitaheimili, t. d. á Hvanneyri,
en ekki rekinn sem matsölustaður í
Reykjavík, með veizluhöldurn, og mun það
óefað rétt álitið.
Þá minnist höfundurinn á fjárveiting-
ar alþingis til landbúnaðarins, og telur
mjög hæpið, að 2 þús. króna fjárveiting
til slátrunarhúsa, og kjötsölutilrauna í
útlöndum, sem félaginu var fengin til
umráða, verði nokkuð notað, en lætur
yfir höfuð vel yfir fjárveitingum þings-
ins til búnaðarinns. —
Þá eru í þessu hepti búnaðarritsins
skýrslur um ferðir búfræðinganna Sigurð-
ar Sigurðssonar, um Austurland og um Borg-
arfjörð, og Einars Hélgasonar, um Barða-
strandarsýslu, og er sumt af því fróðlegt
Hinn siðarnefDdi birtir og skýrslu
um ýmsar tilraunir, er gerðar hafa verið
við Gróðrarstöðina í Reykjavík; en flest-
ar eru þær tilraunir enn svö skammt á
veg komnar, að lítið verður á þeini
b.vggt
Enn fremur er í hepti þessu prentuð
skipulagsskrá og reglugjörð fyrir rækt-
nnarsjóð Islands, og verður minnzt á
hvortveggja þetta hér í blaðinu, áður
langt um líður; hvortveggja þarf að
breytast til muna, eigi ræktunarsjóðurinn
að verða landbúnaðinun i heild sinni, og
eÍDkum efnaminni bændum, að nokkru
verulegu liði.
Búfræðingur Sigurður Sigurðsson, sem
er aðal-frumkvöðull mjólkurbúanna, sem
nú eru að rísa upp, hefir samið reglur
fyrir mjólkurhú, sn iðnar eptir reglum
þeim, er gikla fyrir mjólkurbú í Dan-
mörku, og munu þær reynast góðar, til
loiðbeiningar, þar sem verið er að koma
slíkmn samlagsbúum á fót.
Auðvitað geta lög og reglur slíkra
félaga verið all-mismunandi, en höfund-
urinn bendir þó á nokkur atriði, sem
sjálfsagt sé, að tekin séu til greina, og
eru þau þessi.
1 ,að bústýran hafi leyfi, til að senda
heim aptur mjólk eða rjóma, sem er
ílla útlítandi eða skemmdur.
2, að félagsmenn þeir, er taka þátt i
stofnun búsius, séu skyldir til að vera
meðlimir félagsins, að minnsta kosti
3 -5 ár.
3, að fitumælir sé keyptur og notaður á
búinu.
4, að bannað sé að flytja tii búsins mjólk
eða rjóma úr veikum kúm.
5, að bústýran hafi lært smjörgjörð og
meðferð mjólkur, og fengið vottorð
um kunnáttu sína í þeirri grein.
Þingmálafundirnir vió Djúp.
Hér gengur mikið á með fundahöld
um þessar mundir. A Isafirði var hald-
inn þingmálafundur 5. marz. Til þess
fundar höfðu þeir boðað Hafstein sýslu-
maður og Matthías Olafsson frá Hauka-
dal; voru þar og viðstaddir Guðjón Stranda-
þingmaður og síra Sigurður í Vigur Á
fundi þessum lýstu þeir Hafstein, Matthí-
as og síra Sigurður því yfir, að þeir myndu
bjóða sig fram við næstu kosningar. Að-
al-málið, sem þar var til umræðu, var
stjórnarskrármálið; urðu um það all-mikl-
ar umræður, einkum milli þeirra sýslu-
manns og síra Sigurðar. Allir voru þar
ásáttir um, að taka bæri tilboði stjórnar-
innar um innlenda stjórn. Afhálfu þeirra
sýslumanns og Ouðjóns voru vaktar um-
ræður um það, hverjum tilboð stjórnar-
innar, væri mest að þakka; þökkuðu þeir
það baráttu minni hlutans á síðasta þingi;
en því var mótmælt af síra Sigurði. sem
sýndi fram á, að boðskapur konungs væri
aðallega byggður á frumvarpi meiri hlut-
ans, og ávarpi efri deildar til konungs;
annars væri lítið við það unnið, að met-
ast um, hverjum stjórnarbót sú, sem í
boði er, væri að þakka, hitt væri mest
um vert, að allir gætu n.ú orðið á eitt