Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.04.1902, Qupperneq 4
56
Þjóðvilj imn.
XVI, 14.-16.
endur við flokki þessum, sem hann kvað enn
þá halda uppj tilraunum sínum, að fá kjósend-
ur á sitt mál, hæði með fé og fortölum. Síra
Sigurður mótmælti því, að þessi flokkur hefði
nokkuð það aðhafst, er spillt gæti framgangi
þessa máls, eða vakið gæti nokkurn grun um,
að honum væri ekki alvara með, að fá innlenda
stjórn; kvað hann það ílla gjört við málið, ílla
gjört við kjósendur. og ílla gjört við ættjörðina,
að vera enn að ala á tortryggni og ósamlyndií
þessu máli. þegar háðir flokkarnir þættust sam-
mála um aðalatriði þess. I báðum þessum flokk-
um væru auðvitað mætir og góðir menn, og það
væri heilög skylda allra, að styðja að því, að
þessir menn gætu orðið sammála, og unnið í
einingu að heppilegum úrslitum stjórnarskrár-
málsins; en ráðið til þess væri ekki, að ferðast
meðal kjósenda með órökstuddar getsakir um
áðurverandi andstæðinga sína.
Á fundi þessum tók einnig þátt í umræð-
unum búfræðingur Halldór Jónsson á Rauða-
mýri, og sýndi hann fram á, að Valtýskan hefði
orðið til að halda stjórnarskrármálin u vakandi,
er þjóðin hefði verið orðin uppgefln i harátttmni
við stjórnina: um tíu-manna-frumvarpið fór
hann þungum orðum.
Að endingu var samþykkt tillaga, með 8
ntkv. i þá átt, að fella frumvarp siðasta þings
á aukaþinginu, en aðhyllast innlenda stjórn á
þeim grundvelli, er boðinn er i síðari hluta kon-
ung8boðskaparins 10. jan. þ á.
Prá Arngerðareyri hóldu þeir Hafstein og
Matthías út Snæfjallaströnd, og þaðan norður í
Grunnavikur- og Sléttuhreppa. Á Snæfjöllum
höfðu örfáir kjósendur mætt, en aptur fleiri á
fundunum fyrir norðan Núpinn; en af þeim
fundum hefi eg ekki frétt neitt greinilega.
S, St.
*
* # *
Af því að fundaskýrsla síra Sig. Stefanssonar.
sem prentuð er hér að framan, nær eigi til
fundahaldanna í þremur nyrztu hreppum sýsl-
unnar, skal þess hér getið, samkvæmt bréfum
skilvisra manna. að á þingmálafundi þeim, er
þingmannaefni apturhaldsliðsins, sýslumaður
H. Hafstnn og Matthías Olafsson verziunarstjóri
héldu. á Snæfjallaströndinni 14. marz, mættu
að eins 6 kjósendur, og komu þar fram mótmœli
gegn allri atkvœðagreiðslu, eða sknldbindingum af
hálfu kjósenda.
Sams konar mðtmœli komu og fram á fundi
þeim, er þeir félagar héldu að DynjanAa í Grunna-
víkurhreppi, svo að ekki riðu þeir þaðan feitari
hestum.
Frá Dynjanda héldu svo þessir virðulegu
„politíkusar" yfir Jökulfjörðu, að Hesteyri, og
áttu þar fund með 9—10 mönnum, en mættu
þar mótmæluTi af hálfu Hannesar bónda Sigurðs-
sonar á Iðavelli.
Sendur hafði verið hraðboði norður á Horn-
strandir, til liðssafnaðar þar, og mættu 6 Stranda-
menn á Hesteyri, er fundi var slitið, og átti
sýslumaður við þá hljóðskraf nokkurt, líklega
lesið þoim fræðin, og færi betur, að þeir létu
nú ekki flekast af neinu liku „herþjónustu11-
Sögunum, er sagðar voru þar nyrðra í hitt eð
fyrra, sællar minningar.
Úr leiðangri þessum komu þeir svo til ísa-
fjarðar að kvöldi 18. marz, og boðuðu litlu síðar
til fundar i Bolungarmk í Hólshreppi, og brauzt
hr. Matthías Olafsson þangað á pálmasunnudag-
inn, 23. f. m., þótt eigi yrði komizt þangað sjó-
leiðis, sakir hafiss og lagnaðariss; en sýslumaður
treystist þá ekki.
En þrátt fyrir það, þótt þingmannsefnið
sýndi þannig frábæra göngumannshæfileika, að
pæla þangað út eptir, í íllviðrinu og ófærðinni,
yfir „Pallinn11 og „Ófærurnar“, þá kunnu þó
Bolvíkingar eigi að raeta þessa þingmannskosti
betur, en svo, að á fundinum mætti — ekki
einn einasti maður(!).
Bolungarvíkurförin hefir því, með réttu, ver-
ið talin kórónan í þessum kosningaleiðangri
apturhaldsliðsins í Isafjarðarsýslu, sem af er.
—í-----------
Meðal annara, er í vetur fengu á-
heyrn hjá dómsmálaráðharra Dana, hr.
Albertí, var kvennmaður einn, er kom í
þeim erindagjörðum, að leita leyfis til
þess, að mega ganga — i karlmanns-
fötum.
Hr. Albertí lofaði að ihuga málið, og
þat' sem engin lagaákvæði banna, að kon-
ur gangi í karlmannafötum, né karlmenn
í kvennbúningi, sé dularbúninginum eigi
þannig varið, að hann veki opinbert
hneixli, þá fullyrða dönsk blöð, að eigi
verði nein fyrirstaða á því, að leyfið verði
veitt.
frímerki. Það verða okki
Islendingar einir, sem breyta frímerkjum
sínum i ár, heldur stendur nú til sams
konar breyting í ýmsum öðrum löndum.
I Rússlandi verða gefin út ný frímerki
í minningu þess, að liðin eru 200 ár, síð-
an tekið var að efna til kaupstaðar í
Pétursborg. — Spánverjar fá einnig ný
frimerki, er Alfonso konungur verður
krýndur í ár, og verður mynd konungs-
ins á þeim.
í Bulgaríu á að búa til ný frímerki,
með mynd Ferdínand’s fursta, í stað ljóns-
myndarinnar, sem notuð heíir verið.
Þá ætla og þjóðverjar að taka upp
ný frímerki í yfirstandandi aprílmánuði,
með þvi að þeim þykja gömlu frímerkin
ekki sem laglegust.
I Svissaralandi verða einnig gefin út
ný frímerki, með myndum af helztu líkn-
eskjum þar í landi, og Bandamenn ætla
að bua til ný frimerki, með myndutn af
helztu þjóðskörungum í Bandaríkjunum
fyr og síðar.
66
inum í nótt“, mælti Friðrik „Jeg keyri ekki eitt fet,
fyr en þér farið út úr vagninum“'
Hr. Steinert greip hendinni til marghleypunnar, en
hugsaði sig þó um; það var ekki nauðsynlegt, að grípa
til hennar að svo stöddu, meðan að eins var við einn að
fást, og það við gamlan mann, sem hann átti alls kostar
við óvopnaður.
Það var nógur timi, til að grípa til skammbyss-
unnar, ef maður sá, er var í felurn, kom gamla mann-
inum til hjálpar.
Þessi hugsun gjörði Steinert rólegan, og hann ásetti
sér, að ávarpa gainla manninn nokkru vingjarnlegar, þótt
hann reyndar byggist við því, að það hefði lítið að þýða.
„Hafið þér gleymt því, að þér, í Weidenhagen, lof-
uðuð því, að sýna mér kurteisi?“ mælti hann rólega.
„Er jeg þá ekki kurteis?“ mælti Friðrik. „Eða get
jeg að því gjört, þó að húsbóndinn hafi raælt svo fyrir,
að þér ættuð að fara hér út úr vagninum?“
„Jeg skal ábyrgjast það, gagnvart hr. Heiwald, sem
eg heimsæki á morgun“, mælti Steinert. „Förum nú
af stað“.
Gamli maðurinn hló hæðnislega.
„Ætlið þér að heimsækja. húsbóndann á morgun?
Það getur nú til beggja vona brugðist; en það segi eg
yður, að ef þér ekki farið út úr vagninum, þá geri eg
eitt af tvennu, að láta yður sitja hér í alla nótt, eða eg
dreg yður út úr vagninurn“.
„Ætlið þér að aka, eður eigi?“
„Fari kolað! Út úr vagninuin, eða eg dreg yður
þaðan!“
75
Haubert! Gerið svo vel, að koma hingað rétt snöggv-
ast“.
„Hvað þóknast yður“? spurði féhirðirinn, er þegar
korn hlaupandi.
„Munið þér ekki hvers konar peninga þór borguðuð
hr. Grawald á þriðjudaginn var það ekki á þriðjudaginn?
— daginn, sem þér borguðuð hr. Grawald ullina“ ?
„Jú, það man eg glöggt“, svaraði fóhirðirinn.
„Hann vildi hafa smá seðla, og fékk 500 af 2 króua
seðlum, og 1000 kr. í 10 króna seðium“.
„En hr. Grawald þykist þó hafa fengið borgunina
í 200 kr. seðlum“, svaraði hr. Heiwald.
„Þar skjátlast honum“, svaraði féhirðirinn, „því eg
man þetta svo glöggt, að eg gæti staðfest það með
eiði“.
„Þakka yður fyrir, hr. Haubert“, mælti Heiwald,
„og sjáið þór nú lir. Steinert, að hr. Grawald hefir skjátl-
azt; en eg skil ekki, hvernig hann getur misminnt
svona“.
Hr. Steinert þótti kynlegt, hve ílla Heiwald og hr.
Grawald bar saman um þetta, og ekki siður, hve einkar
annt hr. Heiwald lét sér um það, þar sem hann jafn
vel kvaddi féhirði sinn til, til að fá sannað, að hann
hefði eigi borgað í 200 kr. seðlum.
Gagnvart ókunnugum ferðamanni virtist hr. Steinert,
að hr. Heiwald hefði mátt láta neitun sina nægja.
En hr. Heiwald hlaut að hafa einhverjar sórstakar
ástæður til þess, því að jafn vel eptir það, er hætt var
að tala um þetta, þá fór hr. Heiwald aptur að minnast
á það, að hann skildi ekkert í því, hvernig hr. Grawald
gæti skjátlazt svona.