Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.04.1902, Side 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 05.04.1902, Side 6
58 Þjóðyiljinn. XVI, 14.—15. Hpnhver náungi í Árnessýslu, sem er nógu einfaldur til þess, að láta landshöfð- ingja-íhalds-Kklíkuna“ víkversku hafa sig í halanum, hreytir að mór ónotum í „Þjóðólfi“ 7. marz síðastl. Honum finnst það óhæfa af Isfirðing- um, að setja mig i þingsæti Jóns Sigurðs- sonar, eða í þingsæti — hr. H. Hafstein’s(!) En þó að ísfirðingar hafi fyrrum átt því láni að fágna, að hafa Jón Sigurðsson, sem þingmann sinn, þá er ekki við því að búast, að þeir hafi jafnan hans jafn- ingjum á að skipa, enda hefir mór aldrei komið það til hugar, að jafna mér við hann, eða að ætla mór að fylla hans sæti*. En að því er til sýslumanns H. Haf- stein’s kemur, þá er því svo varið, að eg kys mér eigi, að feta i hans fótspor á þingi, bve mikils sem eg kann að meta hann að öðru leyti. Annars hygg eg, að Isfirðingar muni þykjast einfærir um þingmannakosningar *) Það fer annars að verða nokkuð almennt’ að Hkja mönnum við Jón sáluga Sigurðsson, og sýnist ekki einatt þurfa mikið til þess heiðurs- ins að vinna. Við þingkosninguna í Isafjarðarsýslu, 1. sept. 1900. líkti hr. Matthías verzlunatstjóri Olafsson i Haukadal sýslumanni H. Hafstein við Jón sál Sigurðsson, og var „utanförin11 þó ófarin þá, og ekki neinu á að byggja, nema framkomu hr. H. Hafstein’s á þingvallafundinum 1888, er hann tók politík Ben. Sveinssonar sem rækilegast til bænar, og hæddist að allri stjornarskrárbaráttu þjóðarinnar. Sömu samlíkinguna kvað Hennann búfr. Jón- asson einnig hafa notað um Stykkishólms-„danu- manninnu á „túru sínum í Skagafirði í ►haust er var(!!). sínar, og þurfi eigi ráð að sækja til nafn- leysingja í Árnessýslu. Jeg minnist þess heldur eigi, að Jón sál. Sigarðsson hefði nokkru sinni með- mæli frá embættisvaldinu víkverska, eða hlaupasveinum þess, öll þessi árÍD, er Is- firðingar kusu hann á þing. Og svo mun fara eDn, að þeir fara sídu fram, án alls tillits til óska og bend- inga landshöfðingja - íhalds- „klíkunnar“ vikversku, eða kögursveina hennar. Sk. Th. -----OCO^C.'Oo--- Drukknun. Laugardaginn 15. marz þ. 4 lagði fiskiskipið „Raciiia'* 1, skipstjóri .Jón Brynj- ólfsson, út frá Þingeyri, og fór norður á Ön- undarfjörð, því að þar voru nokkrir af háset- um skipsins; en um nóttina eptir, þegar skipið var að sigla inn 4 Önundarfjörð, slóst einn mað- urinn út, náðist ekki, og drukknaði þar. Það var Kristmundur Magnússon, vinnumaður Kristjáns Ólafssonar skipstjóra á Meira-Garði; var hann. ásamt fleiri farþegum með „Baciliu11, á leið til ísafjarðar. — Kristmundur var maður um tvítugs aldur, ókvæntur og barnlaus. Dalasýslu, febr. 1902: „Útlitið. hvað land- búnaðinn snertir, er hér mjög ískyggilegt, og valda því Ameríkuferðir, og þilskipa-útgerð kaupmanna. Unglingar, fyrir og um fermingu, eru teknir á skipin, en lítt mögulegt fyrir bændur, að fá kaupamann um heyskapartimann, hvað þá vinnumann, og eru þeir þvi allir bezt komnir, sem búa á smákotum, og geta þess vegna gjört allt einir; en afar-ílla lizt mér á, að sumar stóru jarðirnar byggist til lengdar, fari þessu fram“. Bessastöðum .5. apríl 1902. Tiðarfarið hefir verið kalzasamt, sífelld norðan- eða norðaustan-átt, og snjóhret á páskadaginn (30. f. m.) Strandferðaskipið „Ceres“ kom til Reykja- víkur 25. í. m., og fréttist þá. að hafís væri. eigi siglingum til ísafjarðar og Yestfjarðanna til tálmunar. Hr Gottfredsen, skipstjóri „Vestu“, sýnist því hafa verið í meira lagi varasamur, er hann sneri aptur við Látrabjarg, enda er hann sagð- ur all-deigur, þar sem við ísinn er að tefla. iíókinenntaíélagsfundur var haldinn í Reykjavík 19. 1. m. — Reikningar félagsins voru lagðir fram, endurskoðaðir, og voru þeir samþykktir — í ritnefnd bókmenntaíélags- tímaritsins var kosinn Bjórn Jensson skóla- kennari, í stað Binars ritstjóra Hjörleifssonar, sem seztur er að á Akureyri Samþykkt var, að haldið slcyldi áfrarn út- gáfu sýsiumannaæfanna, og var ritstjóra Hann- esi Porsteinssyni falið, að búa handritið undir prentun. Póstskipið „Laura“ lagði afstað frá Reykja- vík 23. f. m. til utlanda. Með skipinu tóku sér far: kaupm. Jón Þórðarson úr Rvík, læknir Sigurður Magnússnn, verzlunarstjóri Einar Arna- son, alþm. Guðjón Guðlaugsson frá Ljúfustöðum o. fl.; enn fremur frá Hafnarflrði: kaupm. Ágnst Flygenriny. Syslumaður Magnús Jónsson fór og aptur með skipinu til Vestmannaeyja. Avarp til kouungs Ýmsir Reykvíkingar sendu konungi ávarp með „Lauru“ í f. m., er afhent verður á afmæli hans, 8. þ. m., og eru honum þar tjáðar þakkir fyrir konungsboðskap- inn m. m. Avarp þetta hafði Benedikt Gröndal skraut- ritað, með vanalegri snilid, og var það i prýði- legum umbúðum, og meðal annars í tréspjöld- um, er listamaðurinn Stefán Eiríksson hafði skorið út mjög baglega. Strandferðaskipið „Vesta" lagði ánýafstað frá Reykjavík 26. f. m.. til þoss að freista að komast fyrir Horn, á hatnir á Norðurlandi, og kom aptur til Reykjavikur 30. f. m., hafði eigi komizt. fyrir Horn, en farið til ísafjarðar og á aðrar hafnir á Vesturlandi. 68 skógimmi, á sléttan þjóðveg, og sá ljósin í Beutlingen glampa í fjarska. Hann lét nú hestana fara hægar, og kom trl bæj- arins klukkan hálf-ellefn. Hann ók inn um gamla borgarhliðið, og nam stað- ar fyrir framan seinasta húsið í götunni, sem var veit- ingahúsið „Hvít-fákurinn“, að þvi er nafnspjaldið á hús- inu bar með sór. Það var eun ljós i gestastofunni, og vinnufólkið á fótum. Einn vinnurnanna tók á rnóti vagninuin og hest- unum, og spurði all-forviða: „En er þetta ekki vagninn hans Heiwald’s?“ „Svo er víst“, svaraði Steinert rólega, „og Friðrik gamli vitjar hans hingað, annaðhvort í kvöld, eða þá snemma á rnorgun. Farið nú með hestana í hesthúsið, og nuggið þá vel, því að eg fór nokkuð hratt. Þér skuluð fá riflega drykkjuskildinga, ef þér leys- ið þetta vel af hendi, og farið svo með koífortin upp á herbergi mitt, því að jeg ætla að dvelja hér i nokkra daga“. Vinnumaðurinn, og veitingahússþjónninn, tóku sitt koífortið hvor, en Steinert bar sjálfur bréfaveskið, og öx- ina, sem hann leyndi undir frakkanum. Hann fékk rúmgott og þægilegt herbergi, og hað um kaldan kvöldverð, og eina flösku af víni. Matinn lét hann bera upp á herbergi sitt, og skip- aði svo fyrir, að vagnstjóri hr. Heiwald’s yrði látinn koma upp til sin, jafn skjótt er hann kæmi. En er þjónninn var farinn, tvílæsti hr. Steinert 73 verzlunarfélagsins Oldecott & Co. í Berlín. Enn fremur er það erindi mitt, að sýna yður 4000 kr. víxil, frá verzl- unarfélaginu „Jachner og synir“ í Berlin, er greiðast á þrem dögum eptir sýningu“. „Það er rótt; jeg vænti hans í gær, og getið þér fengið borgunina, þegar yður þóknast, hjá fóhirði mín- um“, mælti Heiwald, „því að enda þótt víxillinu tiltaki þriggja daga frest, þá borga eg þó auðvitað við sýn- inguna“. „Sem yður þóknast, hr. Heiwald“, mælti Steinert „en hvenær óskið þór þá, að vixillinn sé sýndur?“ „Þegar þér viljið! Óskið þér má ske, að takapen- ingana með yður núna? Þeir eru við hendina11, mælti Heiwald. •• „Það væri mjög vel til í’allið, þvi að þá gæti eg skrifað til Berlínar í dag“. * „Alveg rétt“, svaraði Heiwald. „Gjörið því svo vel, að sýna féhirðinum víxíIídd. og veita honum viður- kenningu, og þegar því er iokið, vona eg að fá að sjá yður hér aptur“. Steinert hneigði sig, og gekk til fóhirðisins, sem var í hliðarherberginu. Fóhirðirinn. sem strax bauð fram peningana, epurði hr. Steinert, í hvaða peninguin hanD vildi helzt fá borgað. „Mór væri kært, að fá hjá yður 200 kr. seðlá, e’f þér hafið þá“, mælti Steinert. „Mér þykir það leitt“, svaraði fóhirðirirfn, „að af þeirn sjðlum höfum við ekkert, sem stendur; en fera má, að hr. Heiwald hafi eitthvað af þeim sjálfur, og þori eg að fuliyrða, að honum er þá ánægja að því, að skipta

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.