Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1902, Side 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 12.05.1902, Side 4
80 Þjóðviljinn . XVI, 20. í þeim flokki allar sínar fraintíðarvonir á áframhaldandi ríki hinnar núverandi embættis-^klíku14, eða einhvers af því sauðahúsi. Með nýrri stjórn kynni og embættis- eptirlitið að skerpast, vinirnir yrðu ef til vill aðrir o. s. frv. Þetta skapar hitann, og því verða þeir að hamast nú við kosningarnar, til þess að öðlast þann meiri hluta á þingi, sem einn er þess megnugur, að halda hinu fallandi ríki þeirra uppi, eins og nú er komið. En fái apturhaldsliðar meiri hluta á þingi, þá er allt i þeirra hendi, og geta þeir þá gert, sem þeim sýnist, annað tveggja að samþykkja stjórnarskrárbreyt- inguna, og fá svo ráðherra að sínu skapi, einhvern úr embættis-„klíkunni“, eða að hindra framgang allra stjórnarskrárbreyt- inga, t. d. með því, að „fleyga“ málið, eins og á undanförnum þingum, svo að núverándi stjórnarástand haldist enn ó- breytt, og völdin verði í sömu manna höndum, sem nú.........“ [Eptir „Sköfnungi"]. ísaiirði 5. maí 1902: „Með sumarbyrjun komu hér 2—3 blýindadagar, og komu þá upp nsegir hagar fyrir sauðfé, en siðan lieflr haldizt sífelld kuldatið, norðannæðingar öðru hvoru, og frost á degi hverjum, og má búast við sömu veðráttu, meðan isinn er landfastur við norð- vesturkjálkann: en hann nær nú allt að Straum- nesi, svo að eigi verður komizt á neinar hafnir fyrir norðan Aðalvik. Á Pollinum, eða innri höfninni hér á ísa- flrði, er enn þykkur og mannheldur lagnaðarís, og svipað er um innanverða firðina hér við Djúp. Ajiabrögð hafa verið all-góð i Bolungarvík og i Dölunum, siðan vorvertíðin byrjaði, á pásk- unum, en aflatregara i verstöðunum innan Arn- arness, og þó nokkur fiskireita optast. Mikið gengur á, að þvi er politikina snertir, og er ekki laust við, að almenningi ofbjóði ó- gangurinn í fylgismönnum sýslumanns Haf- stein’s, og ekki sízt atkvæðaleitun sjálfs hans, sem þykir nokkuð nærgöngul við einsfaka kjós- endur. Er það auðsætt, að manninum er áhuga- mál að komast á þingið, en hitt ekki eins ljóst, að almenningur hér í kjördæminu sækist mikið eptir að fá hann, sem þingmann, enda mislík- aði mönnum framkoma hans í ýmsum málum á síðasta þingi“. Ur Súgamlaflrði í ísafjarðarsýslu er ritað 26. apríl: „Hér hefir verið góður þorskatíi, er á sjó heflr gefið, en sjaldgjöfult; steinbítsafli er ei byrjaður hér enn, en hefst, er tíðin skánar". ---Ei JVLaðui* var-ð riti seint í vetur á Tunguheiði vestra. Hann hót Kristján Kristjánsson og átti heima á Bíldudal. IÁátin er i Reykjavík 2. þ. ín. frú Jónína Magnússon, ekkja síra Finnboga Rúts Magnússonar prests til Húsavikur (f 1890), en dóttir Markúsar kaupmanns Snæbjarnarsonar á Greirseyri við Patreks- fjörð. Póstskipið „Ceres“ kom frá lítJöndmn 5. þ. m. Meðal farþegja voru: til Yest- mannaeyja dr. Valtýr Guðmundsson, til Reykjavíkur frú Anna Grudmundsson, Daniel Bruun, kapteinn, Flensborg, skóg- ræktarfræðingur, C. Fermaud, einn af stjórnendum „Kristilegs unglingafólags“, kaupmaður Agúst Flygenring Hafnarf. o. fl. A vesturleið voru kaupmaður P. Thorsteinsson frá Bíldudal með dóttur sinni, fröken Borghildi, Pótur Olafsson, verzlunarstjóri Patreksfirði, Gruðjón alþm. á Ljúfustöðum o. fl. „Ceres“ fór til Vestfjarða að kvöldi þess 8. Með henni fór frú Ásthildur Thorsteinsson til Bíldu- dals, auk þeirra, sem þegar er getið. VOTTORÐ. Eg get með engu móti stllt mig um að senda yður eptirfarandi meðmæli. Eg undirskrifuð hef um mörg ár verið mjög lasin af taugaveiklun, krampa og ýmsum kvillum, er því fylgja; og er eg hafði leitað ýmissa lækna árangurs- laust, datt mór i hug, að reyna Kína-lífs- elixír Waldimars Petersens í Friðrikshöfn, og get eg með góðri samvizku vottað, að hann hefir veitt mér óumræðilega lin- un, og finn eg, að eg get aldrei án hans verið. Hafnarfirði, í Marzmán. 1899. Agnes Bjarnadöttir, húsmóðir. IXina-líís-elexii-inn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi, án nokk- urrar tollhækkunar, svo að verðið er, sem fyr, að eins 1 kr. 50 aur. fyrir flöskuna. — Til þess að vera víssir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elexir, eru kaupendur beðn- ir að lita vel eptir því, að —standi á flöskunni i grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemat' Petersen, Frederikshavn. Kontor & Lager Nyvej 16 Kjöben- havn. PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVIL.JANS. 90 að skipun sinni væri hlýtt, og fylgdist verkmaðurinn með þeim. Hr. Steinert varð því einn eptir úti. Hann settist nú niður á bekk, sem var fýrir utan húsið, og gjörðist rajög hugsandi. Hve margt hafði ekki borið fyrir hann í dag? Hann var þegar all-vel á veg kominn, að því er starfa þann snerti, sem hann hafði á iiendur tekizt. Skarpskyggni sinni, en ekki tilviljuninni einni, átti hann það að þakka, að ódáðaverkið, sem drýgt hafði ver- ið þar i skóginum, fyrir nokkrum dögum, var nú eigi eins dimmu myrkri hulið, sem fyr. En ekki gat honum þó fundizt, að hann væri á- nægður yfir því, sem honum virtist rannsókn sín hafa í ljós leitt. Honum virtust fögru, töfrandi augun, sem hann hafði nýlega litið i, rétt i svip, ámæla sér, svo sem vildu þau sagt hafa: „Þú hefir myrt það, sem eg unni heitast í heim- inurn — hann föður minn“. En hvað varðaði hann þá um þessi augu? Hvað hirti hann um unga og laglega stúlku? • Hún var glæpamanns dóttir! Áttu konutár -- þótt konan væri allra kvenna feg- urst — að aptra honum frá því, að ofurselja réttvísinni það, sem henni bar? Nei, slíkt mátti engin áhrif hafa! Hann varð að standa fastur fyrir, sem bjargtástur klettur, og fara sinna ferða. Hann mátti hvorki lita til hægri né vinstri. Það var auðsætt hvað skyldan bauð. En hann gat vorkennt henni. Hún var svo forkunnar fríð! Og hvernig sem í öllu lá, þá var hún óefað sak- laus, að því er glæp föður hennar snerti. Hve eðlilega, vingjarnlega og ástúðlega hafði hún eigi þakkað honum, ókunnugum manninum, fyrir þenna litilfjörlega greiða? Og hve góð og nákvæm hafði hún eigi reynzt fá- tæku, veiku konunni? Hún var óefað þeirrar ástar makleg, sem allir, jafn vel Friðrik garnli, báru til henriar. En þótt svo væri, hvað kom honum það við? Hafði hann eigi séð hana í dag í fyrsta skipti? Mátti honum eigi vera alveg satna um hana? Jú, vissulega; en var honum það þá? Hve opt hafði hann eigi hlegið að ástaræfintýrum, er menn verða ástfangnir við fyrstu sjón? Fyrir fáum dögum hafði hann, í hóp vina sinna, talað svo felldum orðum, og það af fyllstu sannfæringu: „Að eins heimskingi, eða óþroskaður unglingur, getur orðið ástfanginn á þann hátt; en sönn ást skapast eigi, þótt maður liti í svip laglegan kvennmann, hve fríður sem hann er, að ytra áliti. Nei, sönn ást skapast af þeirri sannfæringu, að sá, sem maður elskar, standi á sama gáfna- og menntunar- stígi, sem maður sjálfur, hafi sömu tilfinningar, sömu skoðanir o. s. frv. Með öðrum orðum, til þess að ást geti skapazt, þarf' langan kunningsskap“. Svona hafði hann talað; en nú fann hann allt of glöggt til þess, að hann hafði sjálfur látið bugast af þess-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.