Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.08.1902, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.08.1902, Blaðsíða 3
XVI, 37. Þjóðviljinn. 147 skrárbreytingunni, þegar ráðgjafaernbætti er sett á stofn í Reykjavík, er það, að islenzka stjórnardeildin í Kaupmannahöfn verður að leggjast niður. Jafn framt verður að setja fastan forstjóra fyrir land- stjórninni í Reykjavík, sem i stjórnar- skrárfrumvarpinu er kallaður landritari. Hið núverandi landritara-embætti verður að leggja niður, en á stjórnarskrifstof- unni verður að skipa næga aðstoðarmenn og skrifara, og yrði liklega nægilegt í þessu efni: 2 „assistentar“ eða „fullmekt- ugar“, 3—4 skrifarar og 1 sendiboði. — I Kaupmannahöfn yrði og að setja á fót afgreiðsluskrifstofu, er iyti beint ísl. stjórnarráðinu, og á henni þyrfti að vrra skrifstofustjóri, „assistent“ eða „fuilmekt- ugur“, skrifari og sendiboði. Amtmannaembættin mætti og leggja niður, en setja þá í þeirra stað tvo skrif- stofustjóra á ráðherra-skrifstofuna; en áð- ur en þau séu lögð niður, þurfi að koma störfunum viðunanlega fyrir; sum störf- in, er hvílt hafa a amtmönnum, sem millilið miili hinnar æðri landstjórnar og lægri stjórnarvalda, féllu niður, ýms störf þeirra gætu lagzt til sýslumanna, en flest yrðu að leggjast til stjórnarráðsins. Landfógetaembættið mætti einnig leggja niður, og fela landsbankanum gjaldkerastörfin, og myndi eigi þurfa að auka nema einum manni við starfalið -bankans, þó að sú breyting yrði gjörð. Hlutafólabsbankinn. Á fundi sam- -einaðs þings 25. ág. voru, af aJþingis hálfu, kosnir i fulltrúaráð hlutafélagsbank- ans: Sig. Briem póstmeistari, Sigfús Ey- mundsson ljósmyndari og Lárus Bjarna- son sýslumaður. En til að mæta á aðalfundi hluthafa kaus alþingi: Hannes Borsteinsson ritstjóra og Arni Thorsteinsen landfógeta. Eins og mannanöfnin benda til, réðu apturhaldsliðar, og dilkarnir þeirra, kosn- ingu þessari, nema hvað framsóknarmenn kusu einnig póstmeistarann. Alþingi slitið. Alþingi var slitið 25. ág. kl. 4 e. h., að afloknum fundi í sam- einuðii alþingi. Tryggvi riddari hrópaði með hásri röddu: „Lengi lifi konungur vor, Kristján hinn niundi11, ogtókuþing- menn standandi undir það, með níföldu húrra. Frv. um leynilegar kosningar til al- þingis, og frv. um stofnun innlends bruna- hótafélags, voru bæði samþykkt i neðri deild 25. ág., og afgreidd sem lög frá alþingi. Lagafrumvörp, er aukaþingið afgreiddi, sem lög, voru alls 21 að tölu, nefnilega 8 stjórnarfrumvörp og 13 þingmanna- frumvörp, og verður laga þessara getið i næsta nr. „Þjóðv.“. Úr Vestur-lsaliarðarsýslu er skrifað 11. ág. siðastl.: „Ekki er enn farið að bóla hér vestra á réttarprófunum Hafsteinsku í kosningamálinu, en megna gremju heflr þetta tiltæki ísfirzku klíkunnar, með Hafstein í broddi, vakið hér meðal almennings, ekki að eins meðal kjósenda ykkar síra Sigurðar, heldur einnig meðalýmsra fylgismanna Hafsteins, og ekki verða því mál þessi til þess, að auka kjörfylgi hans til næstu kosninga, ef hann þá skyldi hugsa til þess, að hjóða sig hér frains Heyrt hefi eg, að með rógmáli þessu hafi ísfirzka klíkan ætlað sér að reyna að hindra þingsetu ykkar síra Sigurðar, re.yna að gjöra kjördœmið þingmannalaust á aukaþinginu, en þeg- ar nú ekki þetta lymskuráð þeirra tókst, séu þeir með hjartað í brókunum yfir afleiðingunum af tiltæki sinu, halda kann ske, að það leiði til ýmsra rannsókna á þvi í þeirra garð, sem helzt ætti, að vilja þeirra, að vera myrkri og moldu hulið .. . “ Úr Dýrafirði er skrifað 12. ág. 1902: „Veðr- átta er hér ágæt, og nýting hin bezta, en gras- brestur svo mikill, að síðan 1881 hefir eigi jafn íllt verið, svo að til báginda horfir hjá mörgum. — Ekki getur talizt, að fiskvart hafi orðið hér á firðinum í sumar, enda hafa danskir kolaveið- arar skrapað hér allan fjörðinn, fast upp að fjöru- borði. Hvalaveiðin gengur hér ílla, þar sem Berg hefir enn að eins fengið 91 hvali, sem er 29 hvölum minna, en þenna sama mánaðardag í fyrra“. Ísíirzku málaferlin. SýslumaðurJR. Hafstein befir nú eigi séð sér annan kost vænni, en að fara eptir bendin'gu amt- manns, og kröfu þingmanna Isfirðinga, og vikja dómarasæti i isfirzku kosninga- málunum, sem harm hleypti af stokkun- um í júlí. Að sýslumanni hafi þó eigi verið þetta sem ljúfast, virðist mega marka af þvi, að sagt er, að hann hafi gengið milli logfræðinganna i Reykjavík, til að leita hjá þeim hófanna um það, hvað þeir myndu gert hafa i hans sporum, en fengið alls staðar sama svarið, að lagavizkan hafi „slegið“ fremur óþægilega „klik“, er hann settist i dómarasætið i þvi máli. Amtmaður hefir nú falið Halldóri Bjarnasyni, sýslumanni Barðstrendinga, 168 engu að síður, en slíkt kemur nxt eigi framar til neinna mála“. Að svo mæltu þagnaði Werder um stund, sleppti hönd hennar, og mælti síðan alvarlega: „Þetta verður nú í bráðina að nægja, ástkæra Ida. Jeg vil eigi ónáða yður meira að sinni, eða biðja yður fyrirgefningar, en öll von min byggist á framtíðinni“. Augnaráð Idu lýsti því betur, en nokkur orð gátu gjört, að lmn hafði fyrirgefið honum. Hann gat þvi haldið afram embættisstörfum sinum með glaðara geði. Hann lét nú framkvæma húsleitina mjög nákvæm- lega, skoðaði öll skjöl hr. Heiwald’s í krók og kring, sem og bækur hans og bankaseðla. Yafði hann þetta allt í böggul, og sendi það til Beutlingen, sem og gráa ullar-jakkann, og alla bláa ullar- sokka, er hr. Heiwald átti. Húsleit þessi stóð yfir í fleiri kl.tíma, svo að þegar var orðið áliðið dags, er Werder kvaddi Idu vingjarn- lega, og sneri aptur til Beutlingen. Af hr. Heiwald er það á hinn bóginn að segja, að •borgmeistarinn hafði tekið honum mjög kurteislega, og leitt hann inn i afskekkt herbergi, þar sem hann sagði honum, að hann yrði að bíða, unz Werder lögregluráð kæmi, til að yfirheyra hann. Hr. Heiwald fannst tíminn lengi að líða, en loks kom þó að því, að honum var tilkynnt, að Werder lög- •regluráð biði á skrifstofu borgmeistarans. Þess þarf víst naumast að geta, að honum brá eigi minna, en Idu, er hann sá, að hr. Steinert, sem hann 165 Hún sleit sig af honum, og rnælti, með mesta við- bjóði: „Burt, burt, snertið mig ekki, jeg banna yður það!“ Leiptur brann úr augurn hennar, og Werder hafði aldrei grunað, að þau gætu lýst jafn mikilli reiði og fyr- irlitningu. „Ida!“ mælti hann. En hún lét, sem hún tæki alls ekki eptir ásökun- inni, sem lá í þessu eina orði. „Eyðið engum óþarfa orðum,'hr. lögregluráð“, mælti hún fyrirlitlega. „Nú þekki eg yður, og getið þér því eigi framar komið yður við hér á heimilinu, sem njósn- armaður“. Þetta var sárt og kuldalegt, og var, sem hjarta hennar myndi rétt bresta. Augu hennar fylltust af tárum, og stillingin, sem hún hafði gert sér upp, fór nú út um þúfur. „Æ, guð minn, þetta er of óttalegt. Jeg þoli það ekki“, mælti hún grátandi, og hné svo niður íhæginda- stól föður síns. Hún grúfði fyrir andlit sér, og snöktaði hátt. Werder komst mjög við. Augu hans voru einnig full af tárum. Lengi þorði hann eigi að ávarpa hana, eða trufla sorg hennar, en loks gekk hann hægt til hennar, og mælti innilega, og í bænarrómi: „Ida, jeg grátbæni yður, að lofa mér að segja nokk- ur orð“. Ida svaraði engu, en snökti að eins enn ákafar, en fyr. „Þér verðið að hlusta á mig, Ida. Þér megið ekki

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.