Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.08.1902, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.08.1902, Blaðsíða 4
148 Þjóðviljinn. XVI, 37. rannsókn málsins, og kvað hann j afn framt eiga að yfirheyra hr. H. fíafstein, og líklega grennslast eitthvað eptir fjár- eyðslu hans, og fylgismanna hans, i kosn- ingabaráttunni. Nýr prófastur. Síra fíi/ríkur Gíslason á Prosta- bakka er nýlega orðinn prófastur i Strandapró- fastsdæmi. Kvel'veiki befir gengið á norðurlandi, og í ýmsum sveitum á norðvesturkjálka landsins. — Veikin hefir þó eigi verið illkynjuð, að því spurzt hafi. Bessastöðum 27. ág. 1902. Votviðri hafa nú gengið öðru hvoru, síðan 21. þ. m.; þurrviðri þó í gær og í dag. Póstgufuskipið „Laura“ kom til Reykjavík- ur 21. þ. m., frá Kaupmannahöfn, og þar með ýmsir farþegar, þar á meðal kaþólski klerkur- inn Klemp, járnsmiður Sigurður Jónsson í Reykja- vík, og frá Vestmannaeyjum Magnús Jónsson sýsiumaður. Strandbáturinn „Skálholt11 kom til Keykja- víkur 21. ág., og með honum margt farþegja, sem vant er. — Pór aptur vestur 25. þ. m. Strandferðaskipið „Ceres“ kom til Reykja- víkur 20. þ. m., úr hringferð sinni umhverfis landið, og var fjöldi farþegja með skipinu, þar á meðal: amtm. PáU Briem og síra Geir Sœ- mundsson, báðir frá Akureyri, síra Bjarni Þor- steinsson frá Siglufirði, sýslumaður H. Hafstein frk ísafirði, og frú hans, enn fremur Samson kaupmaður Eyjólfsson, fiskikaupmaður Warcl og Jóhannes Pétursson, féiagi hans, kaupmaður á ísafirði, P. J. Thorsteinsson frá Bíldudal, pró- fastur Sig. Gunnarsson frá Stykkishólmi, síra Jósep Hjörleifsson á Breiðabólstað, til lækninga, o. fl. o. fl. „Ceres“ lagði af stað frá Roykjavík til útlanda 26. þ. m., og með þeirri ferð tók dr. Valtýr Guðmundsson sér far til útlarida, margt enskra ferðamanna, o. fl. Kaupmaður D. Thomsen í Reykjavík hefir nú ný skeð keypt verzlunina „Nýhöfn“ í Reykja- vík, sem verið hefir eign stórkaupmanns Muus í Kaupmannahöfn nokkur síðustu árin; en verzl- un sú var fyrrum eign M. Smith’s konsúls. Fyrir verzlunarhúsin, og verzlunarlóðina, kvað hr. D. Thomsen hafa greitt 36 þús. krón- ur, og er það talið mjög gott verð. mnuiiniiiniiniiiiwiiiniiinnnniinimiiniiiiiÍHiiiiiiiiiiinumnmniiiiiiuiiiiiiiiiiiniiiiniiiinininiiiininiwnimnniminniiiitnniinniim Til þeirra sem neyta bins ekta Kína-lífs-elixírs. Með því að eg hef komist að raun um, að þeir eru margir, sem efast um, ( að Kína-lífs-elixírinn sé jafn áhrifamikill ! sem fyr, vil eg hór með leiða athygli j manna að því, að elixírinn er öldungis ! samskonar sem fyr, og selst með sama | verði sem áður, nfl. 1 kr. 50 a. flaskan, og fæst hann alstaðar á íslandi hjá hin- um háttvirtu kaupmönnum. Ástæðan fyrir þvi, að hann er seldur svona ódýrt, er, að það voru fluttar til Islands all- miklar byrgðir af honurn, áður en toll- hækkunin gekk í gildi. Neytendur elixírsins eru alvarlega beðn- ir um sjálfs síns vegna, að gæta þess, að 'þeir fái hinn ekta Kína-Iífs-elixír með hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kínverji með glas í hendinni og flrmanafnið Waldemar Petersen Freder- ikshavn, enn frernur að á flöskustútnum standi í grænu lakki. Fáist elix- irinn ekki hjá kaupmanni yðar eða heimt- að só hærra verð en 1 kr. 50 a. fyrir hverja flösku, eru menn beðnir um, að skrifa mér um það á skrifstofu mína Nyvej 16, Kjöbenhavn. Walderaar Petersen, Frederikshavn. ísflrðingar! Albert Brynjólfsson, skipherra á Isa- firði, sem nú liggur á sjúkrahúsinu í Reykjavík, biður vinsamlega alla þá, er honum skulda, að borga þær skuldir til konu hans á Isafirði, þar sem ástæður hans eru nú fremur örðugar. Eptir að eg í mörg ár hafði þjáðst af magaveiki og árangurslaust leitað margra lækna til að fá bót á því meini, hugkvæmdist mér fyrir rúmu ári að reyna hinn heimsfræga Kína-lífs-elixír frá Valde- mar Petersen í Friðrikshöfn. Og það var eins og við manninn mælt. Þegar eg hafði tekið inn úr 4 glösum, fór mór að batna til muna. Með þvi að neyta þessa ágæta heilsulyfs að staðaldri, hefi eg verið fær til allrar vinnu, en það finn eg, að eg má ekki án þess yera, að nota þenuan kostabitter, sem hefur gefið mér aptur heilsuna. Kasthvammi í Þingeyjarsýslu Sigtryggur Kristjásnson. JAlína-lífs-elexix*inn fæst hjá ílestum kaupmönnum á íslandi, án nokk- urrar toilhækkunar, svo að verðið er, sem fyr, að eins 1 kr. 50 aur. fyrir flöskuna. — Til þess að vera vissir um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn- ir að lita vel eptir þvi, að standi á flöskunni i grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðan- um: Kinverji með glas í hendi, og firma nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn. Kontor & Lager Nyvej 16. Kjöbenhavn. Prentemiöja Þjóöviljans. 166 fordæma mig óheyrðan, þvi að jeg er ekki ánægðari, en þér. Jeg elska yður, Ida, og jeg hefi elskað yður, síðan eg sá yður fyrst í skóginum, og þó varð eg að vera fjandmaður yðar. Þér sýnduð mér þegar svo einstakt traust, þótt eg letti yður þess, sem eg gat. Jeg gat eigi sagt yður, hver eg var. Skyldan, og embættiseiðurinn, batt tungu mína, þótt mig sviði það sáran. Jeg varð að gefa sem nákvæmastar gætur að föður yðar, er afar-sterkur grunur hvíldi á. Jeg mátti til, að beita mér til þess af alefli, að kom- ast eptir, hver drýgt hefði þenna voðalega glæp, enda þótt sú rannsóknin yrði til þess, að eyðileggja lífssælu sjálfs mín. Ida! I þessari baráttu samvizkunnar, i baráttunni milli skyldunnar og ástarinnar, hefi eg sigrað. Embættismaðurinn hefir fullnægt skyldu sinni, en fómar gæfu sinni. Þér getið, ef þér viljið, hatað hann, sem óvin yðar, en þér megið eigi fyrirlíta hann“. Að svo mæltu ætlaði Werder aptur að grípa í hend- ina á henni. ■ En hún kippti henni að sér, þótt eigi gerði hún það jafn ákaft, sem fyr. Svo leit hún upp. Sorgin speglaði sigí stóru, dökku augunum hennar, og hún spurði hann blíðlega, en þó á- sakandi: „Álítið þér þá í raun og vem, að faðir minn sé morðingi?u „Nei, Ida! Gfuði sé lof, að það geri eg eigi! 167 Þegar eg kom hingað, hélt eg, að hann væri morð- ingi. Jeg leitaði þá að sönnunum, og hólt mig hafa fund- ið þær, og tók það þá sárt, — en svo — —“ „En eg má eigi segja yður meira í dag“, mælti Werder enn fremur, „en get að eins sagt yður þetta til huggunar: Faðir yðar er saklaus, og mun að líkindum koma heim aptur á morgun. Hafið þér ekki tekið eptir þvi, hve glaður eg hefi verið ntina seinustu dagana? Það var ekki að ástæðulausu Ida, því að þegar eg leitaði að sönnunum fyrir sekt þess manns, sem eg svo feginn hefði viljað mega elska, sem föður minn, þá fann eg sannanirnar fyrir sakleysi hans“. „En þvi létuð þér þá taka hann fastan?“ spurði Ida, og var auðheyrt, að hun ásakaði hann eigi. Hún dró nú ekki lengur hendina til sín, og hafðist eigi undan, þótt hann þrýsti henni að vörmn sér. „Það varð að gjörast, til að sanna sakleysi hans, enda var sú fyrirskipan gjörð, að mínu undirlagi, meðan eg áleit hann sekan. En eins og nú er komið, hefði inór þó aldrei dott- ið í hug, að láta gjöra alvöru úr því, að taka hann fast- an, ef eg hefði eigi litið svo á, sem faðir yðar myndi vilja vinna það til, að vera nokkra tíma í varðhaldi, til þess að þvo af sér hvers konar grunsemd. I sama skyni læt eg einnig gera hér húsleit, til þess að skjöl og peningar föður yðar sanni sakleysi hans til fulls. Ef hann hefði gengið á vald róttvisinni ótilneydd- ur, má vera, að einhver grunur hefði þó hvílt á honum A

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.