Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.08.1902, Blaðsíða 2
146
Þjóðviljinn.
XVI, 37.
að mestu leyti á fjárveitingar neðri deild-
ar. — Sóttvarnarhús vildi nefndin þó i
bráðina að eins reisa í Reykjavík og á
Seyðisfirði, en láta hin tvö bíða betri
tíma, af þvi að þörfin þar sé ekki jafn
brýn.
Stjórnin hafði ætlazt svo til, að út-
lendur verkfræðingur yrði fenginn, til að
annast um brúargjörðina á Lagarfljóti, en
nefndin telur réttara, og landssjóðnum
mun kostnaðarminna, að verkfræðingur
landsins, Sig. Thorðddsen, sjái um brúar-
smíðið, ekki sizt þar sem hann þurfi,
hvort sem er, að hafa eptirlit með vega-
vinnu á Fjarðarheiði og á Fagradal á
komanda sumri, enda telur nefndin, að
hann hafi gjört rétt í því, að láta hætta
brúarvinnunni i fyrra sumar.
Að því er snertir loptritann („aéro-
grafinn“) vill nefndin heimila stjórninni
að fullgera samningana, án þess leitað
sé samþykkis almennings, svo að fyrir-
tæki þetta drægist eigi, en gefa skal
stjórnin helztu félögum, er fást við lopt-
ritun, þar á meðal Marconifélaginu í
Lundúnum, kost á að keppa um fyrir-
tækið, og að tillagið frá Islands hálfu
verði eigi hærra, en sem samsvarar 2/B
af af allri þeirri fjárupphæð, sem danska
ríkið (Danmörk og Island) leggur til.
Til að koma upp vatnsleiðslu á holds-
veikraspítalanum á Laugarnesi vill nefnd-
in veita 1350 kr. — Allar tillögur nefnd-
arinnar voru samþ. í efri deild 19. ág.
Manntalsþmgin. I stað manntalsþing-
anna, sem nú eru, vildi nefnd sú, er efri
deild skipaði í málið, gjöra sýslumönnum
að skyldu að fara, að minnsta kosti einu
sinni á ári, um alla sýsluna á þeim tima,
er amtmaður ákveður, í samráði við sýslu-
nefnd, og dvelja að minnsta kosti einn
dag í hverii dómþinghá, til að svara
málum manna, og sé það auglýst með
minnst 10 daga fyrirvara, og amtmanni
síðan send skýrsla um f'erðirnar.
Landbúnaðarlaganefndin í neðri deild
hefir, sem vænta mátti, þar sem þingtím-
inn er jafn stuttur, verið ærið afkasta-
litil, og að eins tekið til yfirvegunar fá-
ein atriði úr ábúðarlögunum frá 12. janúar
1884, sem og búnaðarskólamálið, og legg-
ur til, að neðri deild skori á landstjórn-
ina, að útvega fyrir næsta þing sem ræki-
legastar upplýsingar um leiguliða-ábúðina
í landinu, til undirbúnings væntanlegri
endurskoðun á ábúðarlöggjöfinni.
Að þvi er búnaðarskólana snertir, álít-
ur nefndin, að heppilegast væri, að hafa
skólana að eins tvo, er væru landsins
eign, og nytu þá ríflegri fjárstyrks, en
nú gerist; ætti þá Eiðaskólinn og Ólafs-
dalsskólinn að leggjast niður. Svo vill
og nefndin fá eina framkvæmdarstjórn
yfir búnaðarskólana, og telur landbúnað-
arfélagið bezt til þeirrar yfirstjórnar fallið.
Kjördæmabreyting, — Þingsályktun.
Síra Sig. Stef. ber fram þingsályktunar-
tillögu í neðri deild þess efnis, að skora
á stjórnina, að leggja fyrir næsta þing
frv. til laga um nýja skipun á kjördæm-
um hér á landi, er sérstaklega fari i þá
átt, að gjöra kjördæmin sem jöfnust, að
auðið er, bæði að kjósendatölu og víðáttu,
og að ekki sé kosinn nema einn þing-
maður fyrir hvert kjördæmi.
Berklaveikismálið. Xefnd sú, er neðri
deild alþingis kaus, til að ihuga það mál,
hefir birt mjög ýtarlegt álit um málið,
og eru tillögur hennar þær, að neðri deild
skori á stjórnina að sjá um:
1, Að samin só og prentuð á landssjóðs
kostnað lýsing á berklaveikinni, og
varúðarreglur gegn henni, er svo sé út-
býtt meðal almennings ókeypis. Enn
fremur, að prentaðar séu helztu varúð-
arreglur gegn berklaveikinni til þess,
að festa á spjöld, er svo séu hengd
upp á sem flestum opinberum stöðum.
2, Að héraðslæknar grennslist eptir út-
breiðslu berklaveikinnar í umdæmum
sinum, og sendi landlækni skýrslu fyrir
1. júní 1903 um, hve margir berkla-
veikir, sórstaklega í lungum, séu í um-
dæminu, og á hve háu stígi.
3, Að héraðslæknum só skipað að hafa
eptirlit með skólum í umdæmum sin-
um, og framkvæma skoðanir á nem-
endum, að minnsta kosti einu sinni á
hverju kennslutímabili, þeim sé og
boðið, að hafa vakandi auga á því, að
varrúðarreglum þeim, sem settar kunna
að verða, um varnir gegn útbreiðslu
berklaveikinnar, só fylgt í hóraðinu.
4, Að leggja fyrir næsta alþingi frv. til
laga um varnir gegn útbreiðslu berkla-
veikinnar hér á landi.
Þingsályktun, sams konar, bar yfirdóm-
ari Kr. Jónsson einnig fram í efri deild
þingsins.
Stjórnvalda-auglýsingar. I báðum
deildum þingsins voru bornar fram til-
lögur þess efnis, að skora á stjórnina að
hlutast til um, að einkaróttur til þess, að
birta stjórnvalda-auglýsingar næstu 3 ár,
frá nýjári 1903 að telja, verði veittur
þeim útgefanda hinna þriggja elztu þjóð-
blaða í Reykjavík, er bjóða kynni hæzt
árlegt gjald til landssjóðs fyrir þenna
rétt, að því tilskildu, að hver þumlung-
ur dálkslengdar (272 þuml. breiður) kosti
ekk’i meira, en 1 kr., með venjulegu
meginmálsletri (corpus).
Kláðamálið. Landbúnaðarnefndin hef-
ir birt all-ýtarlegt álit um fjárkláðamál-
ið. Telur hún kláðann útbreiddan um
land allt, nema í Rangárvalla- og Skapta-
fells-sýslum, Suður-Múlasýslu, Yestur-ísa-
fjarðar- og Vestur-Barðastrandar-sýslum,
og sums staðar all-magnaðan t. d. í Húna-
vatnssýslu.
Nefndin litur svo á, að markmiðið
eigi nú framvegis að vera algjörð út-
rýming fjárkláðans úr landinu,
því að það stórfé, sem til þess hlyti að
ganga, só þó að eins lítilræði i saman-
burði við þann árlega skatt, sem fjár-
kláðinn leggi á landið.
Nefndin vill þó eigi þegar ráða til
atlögu við kláðann, og eru ástæður henn-
ar þær, að erfitt myndi, sem stendur, að
koma fullu samræmi á framkvæmdirnar
í öllum ömtum, af því að framkvæmdar-
valdið só skipt, og skoðanir amtmanna
og amtsráða sundurleitar, enda eigi, sem
stendur, völ á kláðafróðum mönnum, er
væri fulltreystandi til þess, að standa
fyrir lækningunum, og loks vanti enn
mikið á, að almenningur hafi þá þekk-
ingu og áhuga á málinu, sem æskilegt
væri, og því hætt við skorti á nauðsyn-
legu fylgi af hálfu almennings í útrým-
ingarbaráttunni.
Til þess að bæta úr þessu vill nefndin,
að komið só á verklegri kennslu í kláða-
lækningum á einum eða tveimur stöðum á
landinu, og ættu sveitastjórnir að hlutast
til um, að einn skynsamur og áreiðan-
legur maður úr hverri sveit nyti kennsl-
unnar að minnsta kosti, og kennslunni
ætti að haga svo, að kláðalæknirinn færi
að vetrinum, með lærisveinahóp sinn, urn
einhver svæði, þar sem kláðinn væri
magnaðastur t. d. Mýra- og Borgarfjarð-
ar-sýslu eða Húnavatnssýslu, og kenn-
arinn kenndi lærisveinunum allar aðferð-
ir og varúðarregiur, sem nauðsynlegar
eru til útrýmingar kláðanum)
En er fenginn væri nægur hópur
æfðra og áreiðanlegra kláðalækna, ætti
að breyta lögunum í þá átt, að algjörð
útrýming fjárkláðans væri höfð fyrir aug-
um.
Nefndin lagði það því til, að skora á
stjórnina að hlutast til urn, að verkleg
kennsla i kláðalækningum komist á svo
fljótt, sem auðið er, helzt á tveim stöð-
um í landinu, í því skyni að undirbúa
öfluga tilraun til algjörðrar útrýmingar
fjárkláðans.
Leynilegar kosningar. Efri deild
gerði þá breytingu á frumvarpi þessu, að
í staðinn fyrir það. að undirkjörstjórnir
áttu að opna atkvæðakassann, og telja
atkvæðin, þá skulú þær, eptir ákvæðum
efri deildar, þegar atkvæðagreiðslunni er
lokið, innsigla atkvæðakassana, án þess
að opna þá, og senda síðan með þa til
yfirkjörstjórnarinnar, svo að skoðun kjör-
seðla, og talning atkvæðanna sé eingöngu
í hennar höndum-
Nefndin í neðri deild lagði svo ein-
dregið með því, að samþykkja frv. óbreytt,
og var því þar með borgið.
Breyting á umboðsstjórn landsins.
Stjórnarskrárnefndirnar í efri og neðri
deild alþingis hafa látið uppi álit sitt um
væntanlegt fyrirkomulag á umboðsstjórn
landsins, er stjórnarskrárbreytingin kemst
á, enda hafði ráðherrann óskað að heyra
álit þingsins, svo að hann geti stuðzt við
það, er hann semur frv. um þetta efni,
er lagt verður fyrir næsta alþingi.
Tillögur nefndanna beggja mega heita
samhljóða, og telja eigi ráðlegt, að stofn-
að sé til frekari breytinga á emhætta-
skipuninni, en nauðsynleg afleiðing er
af stjórnarskrárbreytingunni.
Sem nauðsynleg afleiðing af stjórnar-