Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.12.1902, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.12.1902, Blaðsíða 1
Verð árgangsins (minnst 52 arTcir) 3 kr. 50 aur.; j erlendis 4 kr. 50 aur., og \ í Ameríku doll.: 1.50. \ Borgist fyrir júnímán- aöarlok. ÞJÓÐVILJINN. --~~ j== Sextándx ÁBGANGUR. = i=r:r RITST.TÓRI: SKÚLI THORODDSEN. ijsosg- Uppsögn skrifleg, ógild j nema komin sé til útgef- ; anda fyrir 30. ðag júní- j m&naöar, og kaupandi samhliða uppsögninni i horgi skvld sina fyrir í hlaðið. M 49. Bessastöðum. 8. DES. Biðjið œtíð um: Otto Monsteds Danska smjörlíki, sem er alveg eins notadrjiigt og bragðgott, eins og smjör. Verksmiðj an er hin elzta og stœrsta í Danmörku,og býr til óefað hina beztu v ö ru og ódýrustu, í samanburði við gæðin. Fæst nja liaiipmöiiimmim. Ángniæknir á Ðingeyri. Undirritaður iiefir stundað augnlækn- ingar í rúrnt ár lijá Prof. Girut Hansen og J. Bjerresen í Kaupmannahöfn, hefir öll nauðsynleg verkfæri, er til þeirra þurfa, og er enn fremur byrgur af gleraugum. Þingeyri í nóvember 1902. A. . IPjelclstefl. iitmniwnmtiniiiiiinMniniiiiiiiiiin'niiafi—ÍMmiiiinnBiiimimniiiiiiinimiiiniwinininniimiiiiniiHiiiiiiHMiMiMiinxTitnniiiiHtmiin sjötugur. --------- Björnstjerne Björnson, hinn heims- frægi skáldakonungur Norðurlanda, verð- ur í dag 70 ára að aldri. Nafnið Björnstjerne Björnson þekkist í öllum löndum hins menntaða heims, og mjög viða munu fréttaþræðirnir í dag flytja honum hamingjuóskir, ekki að eins frá vinum og kunningjum, heldur og frá öllum þorra hinna frjálslyndustu og beztu manna þjóðanna. Og þær heillaóskir eiga ekkert skylt við lxræsnina og fleðulætin, sem svo opt verða á vegi krýndra höfðingja i heim- inum, og sem einnig öðru hvoru koma við hjá ýmsum smærri valdapeðum, held- ur koma þær frá þjóðanna dýpstu hjarta- rótum, og hitta því veginn til hjartans. Því það er ekki að eins skáldsagna- og ljóðagjörð Björnson’s, er hefir afiað honum maklegs lofstýrs og þakklætis i þúsundum heimkynna, heldur og engu siður hitt, hversu Björnson hefir jafnan komið fram, sem hinn öflugi og djarfi talsmaður frelsisins og réttlœtisins i heim- inum. í dag heiðra menn því jöfnum hönd- um skáldið og manninn; en það er ekki einatt, að slikt geti fylgzt að. En að því er kemur til Björnson’s, þá vekur hvorttveggja, snilldin og mað- imnn, aðdáun jafn rika. Hreinn og beinn hefir hann gengið sína götu gegnurn lífið, og aldrei brostið einurð til þess, að tala máli þess, er liann hugði sannast og réttast, hvort er hann, sem Þorgngr lögmaður, beindi tali sínu til konunga og keisara, eður til hinna, sem lágt voru settir. Því miður veldur fjarlægð og ein- angrun vor Islendinga því, að vór eigi getum vottað honum virðingu vora í dag, svo sem vér myndum kosið hafa. En ávarp það, er íteykvíkingar sendu honum með póstgufuskipinu í þ. m., á- samt kvæði hr. Þorst. Erlingssonar, mun þó færa honum heim sanninn um það, að einnig hér á landi á hann mai’ga vini, og að „ísland“ mun „seint til að gleymau þeim hlýju og kraptmiklu orðum, er hann lagði vorum málstað, þegar vér, sem vorum minni máttar, kröfðumst réttinda lands vors. Leiði guð og gæfan Björnstjerne Björnson öll lians ógengin æfispor, og gefi þjóðunum marga hans líka! Þá frikkar jörðin, og réttlætið þróast. Til )3jörnstjerne ^jörnson. Þin hirð þekkist, Norðmaður, hvar sem þxi fer, þar herja svo margir og snjallir; þeir ganga mi færri með gildari her, og gullkjálminn þekkjum vér allir. Yér kenndum þér sönginn um sigur á Storð; þú sér, að vér kunnum að geyma. í sjálfum oss finnum vér afl þitt og orð, og Island er seint til að gleyma. Þú komst hér svo fríður, og kvaddir svo snjallt; 19 0 2. vér kenndum þig, sönginn og stálið; oss fannst, sem vór værum i ætt við það allt og eldgamla, norræna málið. Þar fylgdi þér sannleikans frækleiki og traust, oss fannst, að hann kæmi þar sjálfur, því hann getur einsamall haft þessa raust, sem heyrist um gjörvallar álfur. Já, víst hafa brotizt hér vestur um sæ þeir voldugu, glampandi hljómar. Og kærst væri’, að Norðxirlönd ættu það æ, sem öflugast brennir og ljómar. Vér orkum svo litið að stækka þau stig, sem stórmennið öldunum ryður; en heyrðum vér Brandes, og heyrðum vér þig, og hei’ópið: „Sannleiki’ og friður“. Og þú verður æ með þeim fremstu í för, sem finna sér aflið í höndum, og láta’ ekki stöðvast hinn leiptrandi hjör, unz Loki er höggvinn xxr böndurn. Sú orrustu-nótt verður háreyst og hörð; en hvernig er líka sá dagur! tJr æginum risin hin iðgræna jörð, en óbyggður himinn og fagxxr. Þorst. Ertingsson. tJtlönd. Til framhalds útlendu fréttxxnum í síðasta nr. „Þjóðv.u skal þessa getið: Danmörk. 8. nóv. siðastl. var morð- tilraun framin i Hummer-götunni í Kaup- mannahöfn á þann hátt, að maður nokk- ur, N. P. Nielsen að nafni, skaut 3 skot- um á unnustu sína, er hann hitti sof- andi hjá öðrum manni, og siðan 2 skotum a keppinaut sinn, og einu skoti á vinnu- konu, er kom þar að, og loks einu skotinu á sjálfan sig. Yinnxikonan slapp þó óskemmd, en hin hlutu öll mikil sár, þótt öll væru þau á lífi, er siðast fréttist. Danir hafa nú skipað milliþinganefndr til þess að íhuga, hvað tiltækilegast sé að gjöra til viðreisnar Vestindisku eyj- unum, og kaus fólksþingið einn nefndar- manna, landsþingið annan, og stjórnin kýs einn eða tvo. — Enn fremur hafa verið stofnuð tvö félög í Kaupmanna- höfn i sama skyni; heitir annað þeirra „Vestindiska félagið“, og er Valdemar prinz heiðursforseti þess; það ætlar að koma á stöðugu gufuskipasambandi milli Kaupmannahafnar og eyjanna, og var hlutaféð þegar orðið 4 milj. króna B nóv. — Hitt félagið heitir: „Plantage- selskabet Dansk Vestindien“, og er til- gangur þess sá, að kaupa sem mest af jarðeignum þar vestra, og rækta jarð- irnar á sem arðsamastan hátt.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.