Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.12.1902, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 08.12.1902, Blaðsíða 2
194 Þjóðviljinn. XVI, 49. f Látinn er nýlega prófessor Segélcke, kennari við landbúnaðarháskólann; hon- um þakka Danir mjög framfarir sínar í landbúnaði á seinni árum. Ekki hefir ráðaneytið meiri hluta at- kvæða í landsþingínu, þar sem flokkur- inn „hinir átta“ fylgir ýmist vinstri- mönnum eða Estrupsliðum við atkvæða- greiðslur. Meðal merkra nýmæla, er þing Dana á nú um að fjalla, má nefna frv. um borg- aralegt hjónaband, sem mælir svo fyrir, að til þess að hjúskapur sé löglega stofn- aður að lögum, verði hann að stofnast hjá verzlegum yfirvöldum, borgmeistur- um i kaupstöðum, en utan kaupstaða hjá „hjúskaparstofnurum11, er amtsráð skipa í sveitarfélagi hverju, til þriggja ára í senn. Kirkjuleg vígsla er þýðingarlaus að lögum, en heimil þeim, er óska. — Svíþjóð og Noregur. í síðastl. októ- bermánuði var margt verkmanna á ferð með járnbraut frá Gellivara, og voru ýms- ir þeirra í meira lagi ölvaðir, og lenti í svo áköfu handalögmáli, að margir hlutu stór sár, einn t. d. kúlu í höfuðið, ann- ar hættulegar hnífstungur o. s. frv. Járn- brautarlestin varð að nema staðar, og voru þá 19 teknir fastir, sem verstir höfðu verið. 2. nóv. brunnu 8 bændabýli í Dölum í Svíþjóð. S. d. brann í Bergen stórt veitinga- hús, og var skaðinn inetinn 400 þús. Á veitingaliúsi í Þrándheimi skaut rnaður nokkur fyrst 3 skotum á konu sína, og skaut svo sjálfan sig; en bæði í hjónin voru þó enn á lífi, er síðast fréttist. Finnland. Rússastjórn heldur enn á- fram lögleysum sínum á Finnlandi, og hefir nú síðast skipað svo fyrir, að leggj- ast skuli niður þeir þrír yfirréttir, er verið hafa á Finnlandi, og skuli í stað þeirra koma einn yfirréttur í Helsingfors, er skipaður sé að hálfu rússneskum em- bættismönnum, en að hálfú „tryggumu Finnum. — Þýzkaland. Stjórnin hefir nýlega lagt fyrir þingið frv., er hækkar að mun aðflutningstoll á landbúnaðarafurðum og iðnaðarvarningi, og er það gert innlend- um landbúnaði og iðnaði til verndar. Frv. þetta mætir þó megnri mótspyrnu af hálfu „socialistaw o. fl., er telja því það til óhelgis, að það hækki ýmsar lífs- nauðsynjar verkmannalýðsins í verði. f 22. okt. varð borgmeistari í Ham- borg, Hinriksen að nafni, bráðkvaddur, fékk hjartaslag, er hann var staddur á bæjarstjórnarfundi. 23. okt. hófst í Berlín alþjóðafundur, til að ræða um öflug ráð gegn berkla- veikinni. Bærinn Berlin er um þessar mundir að taka stór-lán, 200 milj. rígsmarka, til ýmsra framkvæmda. Vilhjálmur keisari brá sér til Englands í nóv., á fund Játvarðar konungs, móð- urbróður síns, og ætla sumir, að þeir ætli að þinga um ýms stjórnmál, einkum um horfur í Kína, þó að látið sé í veðri vaka, að ferðin sé skemmtiferð. — Bretland. í borginni Glasgow á Skot- landi var nýlega kosinn borgmeistari, og hlaut „socialistinn“ Scott-Gibson langflest atkvæði, og þykir það nýlunda. Umræður um hið nýja skólalagafrum- varp Balfour’s standa enn yfir á þingi Breta, og mæta lögin megnri mótspyrnu af hálfu framsóknarmanna, er þykir þau auka um of áhrif prestanna á skólamálin. Apturhaldsstjórnin á Bretlandi hefir nú vakið upp þvingunarlögin irsku, er samþykkt voru á þingi 1887, en aldrei hefir beitt verið, síðan 1892, er Gladstone varð forsætisráðherra í síðasta sinn, og Morley var ráðherra Irlands; en nú hefir Balfour tekið að beita þeim á ný, og hafa nokkrir af þingmönnumíra, t. d. O’Donnell og Mac Hugh verið dæmd- ir í betrunarhússvinnu fyrir æsingar. Út af þessu hefir gjörzt nokkuð róstusamt á þingi Breta, og legið við handalögmáli; t. d. steytti O’Donnell einu sinni hnef- ann framan í Balfour í þingsalnum. Enskt gufuskip, „Regulus11, rakst ný skeð á spanska gufuskipið „Eneros“ i grennd við strendur Bretlands, og sökk „Enerosu þegar, og drukknuðu 22 menn. Bretar eru nú komnir í nýjan ófrið í Afríku, við soldáninn í Somalí-\saxdi, er Mullah nefnist. Foringi Breta þar syðra hét Swayne, og beið hann ósigur í við- skiptum sínum við Mullah 6. okt. síðastl. — Mullah hefir látið liðsforingja frá Austurríki, Karl Inger að nafni, kenna liði sínu vopnaburð, og er það honum góður styrkur; en fremur er lið hans ílla vopnum búið, þar sem að eins 2 þús. manna hans höfðu byssur, en 15 þús. höfðu að eins spjót að vopnum. — Sagt er, að Midlah eigi þó von á fleiri skot- tólum bráðlega, og Swayne er nú kvaddur heim til Englands, en Bretar búanúall- mikið lið, til þess að rétta hluta sinn. — Nomflfó-landið liggur í grennd við Abessiníu. — Frakkland. 4. nóv. varð járnbrautar- slys í grennd við borgina Reims, og urðu 10 sárir, og var einn þeirra bróðir Hannotaux’, er fyr var utanríkisráðherra Frakka; af honum var búizt við, að taka yrði báða fætur. 72 biskupar hafa ný skeð sent stjórn- inni mótmæli, út af aðförum hennar gegn kaþólsku skólunum, en með því að bréf biskupanna þótti eigi sem hógværast í garð stjórnarinnar, hefir hún skipað málshöfðun gegn þeim. Ný skeð brann slotið Eu, sem var eign hertogans af Orleans. — ítalía. 2. marz næstk. verða 25 ar liðin, síðan Leo páfi XIII tok pafatign, og verður þá mikið um dýrðir 1 pafa- höllinni. í mæli er og, að Vilhjálmur keisari muni þá ef til vill heimsækja páfa. Nýlega gerði múgur manns ritstjóra blaðsins „Caffarou í Róm aðsúg, braut hjá honum glugga o. fl., og gerði ritstjórinn, Gustavino skáld, ser þá litið fyrir, og skaut 6 skammbyssuskotum út um gluggann, og sundraðist þá mann- fjöldinn. Sjóræningjar, sem hafa aðsetur í lönd- um Tyrkja við Rauðahafið, hafa gert Itölum ýmsan óskunda, svo að ítalir hafa sent þangað fallbyssubáta, og krefjast þess, að Tyrkir láti ekki þegna sína fremja slíkan ósóma, sem sjórán, og borgi ltölum drjúgar skaðabætur, og hafa nú Tyrkir lofað þessu, hvað sem um efnd- irnar verður. — — Holland. Gjörðardómurinn í Haag kvað ný skeð upp úrskurð i ágreiningi, er risið hafði milli Bandamanna og Mexicomanna, út af kirkjueignum, og varð sú niðurstaðan, að Mexicomenn skuli borga Bandamönnum 1 milj. 400 þús. dollara. — Belgía. ítalskur stjórnleysingi, Robino að nafni, veitti Leopold konungi bana- tilræði 15. nóv., er konungur ók, með föruneyti sínu, frá Gudúll kirkjunni í Briissel, þar sem haldin hafði verið sorg- arguðsþjÓDUsta, út af láti drottningarinn- ar. En með því að konungur var í öðr- um vagni, en Robino hugði, sakaði kon- ung eigi, og einn maður hlaut að eins litilfjörlegar skeinur. — Robino var þeg- ar tekinn fastur. — Balkanskaginn. Uppreisn víða í Makedoniu, og all-mikilli grimmd beitt þar á báðar hliðar; uppreisnarmenn hafa eyðilagt ýms tyrknesk þorp, og Tyrkir hafa á hinn bóginn brennt ýms þorp, er kristnir menn búa í, svo að konur Og börn flýja hópum saman úr landi. Enginn vafi er á því, að Tyrkjum veitir mjög auðvelt, að kúga uppreisn þessa, ef eigi skerast aðrir í leikÍDn; en á fjölmennum fundi, er haldinn var í Belgrad 12. okt, skoruðu fundarmenn á Serbastjórn, að veita Serbum í Make- doníu fulltingi, og þegar Ignatíeff greifi var staddur í Soffíu ný skeð, fórust hon- um svo orð í ræðu, er hann beindi til Bulgara og Makedoníumanna: „Eg er nú svo gamall, sem á grönum má sjá, en þér eruð ungir, og á frískum fæti, og þori eg að fullyrða, að ef þér farið hyggi- lega að ráði yðar, og haldið tryggð við Rússa, þá munuð þér, með þeirra aðstoð, fá réttlátum óskum yðar fullnægt, hvað sem önnur stórveldi Evrópu segjau. Að vísu er nú Ignatíeff greifi valdalaus mað- ur á Rússlandi, sem stendur, en þó mjög mikil8 metinn, svo að ýmsir gizka á, að Rússum sé uppreisnin í Makedoníu eng- an veginn ógeðfelld, enda brá Tyrkja- soldáni svo við ræðu þessa, að hann sendi þegar sendinefnd á fund Nicolaj keisara, til að færa honum ýmsar vina- gjafir. Ráðherraskipti urðu ný skeð i Serbíu, ráðaneytið Wuitsch sleppti völdum, en hershöfðinginn Zinsar-Markowitsch veitir hinu nýja ráðaneyti forstöðu. Nýlega var Halju, sem sakaður er um morð Stambulow’s, dæmdur til heng- ingar. Hann þrætir þó fyrir verknað- inn.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.