Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Page 6

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 06.04.1903, Page 6
62 Þjóðviljinn. XVII, 15,—16. m., og var þá þegar brugðið við, og leitað dag- inn eptir, og fundust þeir þá skammt frá vegi, á bersvæði, báðir örendir, og sást á hörzlsporum, að þeir böfðu villzt lítið eitt frá vegi, og þá liklega ekki þorað, að halda áfram, ervillanvar komin á þá; en vonzku-bylur með feikna-frosti, alla nóttina, og daginn eptir. Af förunum sást og, að þeir myndu hafa ver- ið nokkuð lengi uppi á fjallinu, en farið svo að þokast áfram, en hafa þá verið orðnir þjakaðir af kulda og þreytu, og viilzt þar ofan smáhjalla, og virtist mönnum annað líkið ("Ólafs sáluga) eitthvað lerkað í annari öxlinni. Bæring sálugi mun hafa verið nær þritugu, og lætur eptir sig ekkju, og 2 börn í æsku; en Ólafur sál., er var lítið yfir tvitugt, lætur eptir sig unnustu og 2 börn; það er því tilfinnanleg- ur missir, sem vér Grunnvikingar verðum svo opt fyrir, að sjá á bak ungum og efnilegum mönnum, þvi veturinn 1901 misstum vér 4 efni- legustu menn í sjóinn (Guðm. sál. Benediktsson, og þá, er honum fylgdu). Mörgum lika hér miður ályktanir norðlenzku og austfirzku fundanna, að því er hvalafriðunina snertir; þar kemur fram sama skoðunin, að þvi er áhrif á síld- og fiskiveiðar snertir eins og rikti hjá ísfirðingum, er hvalaveiðarnar byrjuðu; en nú er reynzlan búin að sýna og sanna, að slíkar skoðanir hafa eigi haft við rök að styðjast, því að engu minni síld- og fiskigöngur hafa komið inn í ísafjarðardjúp, og inn á Jökulfirði, siðan hvalaveiðamenn settust hér að, en áður, og aldrei hygg eg, að á ísafirði hafi á land komið álika sildardráttur, sem síðastl. sumstr11. Úr Strandasýslu (norðanverðri) er skrifað 7. marz þ. á.: „Hér hefir verið slæm tíð, siðan fyrir jól, og má heita, að síðan hafi verið inni- staða fyrir allar skepnur, en frostvægt fremur, mest frost 12 gr. á B. — Aldrei hefir gefið á sjó, og því enginn afli. — Ekkert vart við hafís enn, og engar horíur á að hann sé hér nálægur". Mannalát. Látinn er ný skeð Indriði bóndi Isaltsson á Keldnnesi í Norður-Þingeyjarsýslu, gildur bóndi, um fimmtugt, og hafði kona hans látizt fyr í vetur. —■ Indriði sálugi var fremur greindur maður, og búsýslumaður mikill. 10. febr. síðastl. andaðist að Hrana- stöðum Jóhannes bóndi Jönsson, er þar bjó lengi, bróðir síra Magnúsar sáluga Jónssonar i Laufási, dugnaðar- og atorku- maður. — Kona hans hét Þorgerður Kristjánsdóttir, og missti hann hana 1897, og brá þá þegar búi á Hranastöðum. — Meðal barna þeirra hjóna var Sigríður Jóhannesdóttir, fyrri kona Ama sál- uga Jónssonar héraðslæknis. Látin er 22. des. síðastl. að Ofeigsfirði i Strandasýslu húsfrú Sigrún Ásgeirsdóttir 33 ára að aldri, kona hreppsnefndaroddvita Guðmundar Péturssonar, bónda i Ófeigs- firði. Hún dó af barnsburði, er hún eignaðist ellefta bamið, og era 7 böm þeirra hjónanna á lifi. — Sigrún sáluga var merk kona, og mikilhæf, börnum sínum umhyggjusöm móðir, og manni sínum ástrík eiginkona, og er því öllum, er kynntust þeim hjónum, mikill söknuð- ur að hinu sorglega fráfalli hennar. — 18. febr. síðastl. andaðist að Úlfstöð- um á Völlum í Suður-Múlasýslu læknis- frú Ragnheiður Guðrkn Einarsdóttir, kona Stefáns héraðslæknis Gíslasonar. Bagnheiður sáluga var fædd i Eeykja- vík 30. sept. 1870, og voru foreldrar hennar: Einar Jafetsson, verzlunarstjóri í Reykjavík, og Guðrún Tómásdóttir, er síðar var lengi forstöðukona spítalans í Iteykjavík. — Árið 1888 giptist Eagn- heiður sáluga Stefáni Gíslasyni héraðslækrii ; er nú lifir hana, og varð þeim hjónum alis þriggja barna auðið, og eru tvö þeirra á lífi, er heita Einar og Ragna, en yngsta bamið, er Þyri hét, og var á 7 árinu, andaðist úr bamsveiki 12. febr. síðastl., sex dögum fyrir lát móður sinnar, og lá annað barnið, Einar, þá einnig veikt, og er eigi óliklegt, að veikindi þessi, og barnamissir, hafi flýtt fyrir láti Ragn- heiðar sálugu, er þjáðst hafði lengi af banvænum tæringarsjfikdómi. Ragnheiður sáluga var frið sýnum, tápmikil, og að ýmsu vel gefin. Þingmálafundur í Reykjavík. Bankastjóri Tr. Gunnmsson, og lagsbræður hans, gengust fyrir þingmálafundarhaldi í Reykja- vík 1. apríl, og stýrði forngripavörður Jón Jak- obsson fundinum. Á fundi þessum var eingöngu rætt um stjórn- arskrármálið, og stóðu umræðurnar í nær B kl,- tima, og var að lokum með 86 atkv. gegn 56 (landvarnarmönnum) samþykkt: „að skora á alla kjósendur til alþingis í land- inu, að kjósa nú þá eina til þings, er lofa þvi Statt og stöðugt, að samþykkja stjórnarskrár- frumvarp siðasta þings óbreytt11. Framsóknarflokksmenn í höfuðstaðnum, sem eru ósamþykkir skoðun Jóns Jenssonar yfirdóm- ara í stjórnarskrármálinu, en hafa þó ásett sér að kjósa hann, til þess að afstýra kosningu Estrups- eða landshöfðingjaliðans Tr. Gunnars- sonar, áttu ýmist eigi þátt í fundinum, eða hliðr- uðu sér hjá atkvæðagreiðslunni, þótt ofan greind fnndarályktun, sé að öðru leyti fyllilega að þeirra skapi. Deilan stóð þvi að eins milli Tryggvaliðsins og „landvarnarmannanna11 í höfuðstaðnum, og var tilgangurinn með fundarhaldi þessu auðsjá- anlega sá, að reyna að fæla kjósendur höfuð- staðarins frá fylgi við Jón Jensson, þar sem bankastjórinn þykir nú standa á völtum fæti. 60 „Og hvar hefir hann sóð mig?“ spurði Lísa. „Ef til vill i kirkju, eða á götunniý svaraði Tom- skí. „Það er ekki gott að segja neitt ákveðið um þaðu. Enda þótt þessi ummæli Tomskí’s væru töluð á dansleik, og í spaugi, höfðu þau þó haft mjög mikil á- hrif á vesalings litlu stúlkuna. Lýsing Tomskí’s fannst henni mundu eiga mjög vel við Hermann, og ímyndaði sér, að í andliti hans hlyti að búa eitthvað, er hún bæði myndi óttast og dázt að. I þessum og þvílíkum hugsunum sat Lísa, eptir erfiði dagsins, er hurðinni á herbergi hennar var skyndi- lega hrundið upp, og Hermann stóð fyrir framan hana. Lísa varð, sem agndofa. „Hvar hafið þér verið?“ spurði hún, með skjálfandi röddu. „I svefnherbergi greifafrúarinnar; jeg kem beint þaðan,“ svaraði Hermann. „Hún er dáin“. „(Juð hjálpi mér! Hvað segið þér?“ „Jeg er hræddur um, að jeg sé orsökin í dauða hennar“, svaraði Hermann. Lísa horfði forviða á hann, og minntist nú þess, er Tomskí sagði: „Hann hefir að minnsta kosti þrjá glsepi á samvizkunni“. Hermann settist nú niður við gluggann, og sagði henni frá öllu, og unga stúlkan hlustaði á sögu hans, mjög óttaslegin. „Þér eruð mikil ófreskja!“ mælti hún að lokum, eptir langa þögn. „Það var eigi ásetningur minn, að drepa hana“, svaraði Hermann kuldalega. „Marghleypan var ekki hlaðin“. 65 Hermann var í fyrstu alveg utan við sig af hræðslu, en áttaði sig þó svo vonum bráðar, að hann gat gengið fram í forstofuna. Þjónn hans lá þar á gólfinu, svínfullur, og svaf fast. Hermanni veitti mjög örðugt að vekja hann, og þegar það tókst loks, vissi hann hvorki upp né niður. Hermann gekk þá aptur til svefnherbergis síns, og skrifaði mjög nákvændega hjá sér öll atvikin, er lutu að sýn þeirri, er fyrir hann hafði borið. * * * „Þristurinn, sjöið og ásinn!“ þessi þrjú spilanöfn stóðu Hermanni nú æ fyrir hugskotssjónum, í vöku og blundi. Endurminningin um greifafrúna gömlu var á hinn bóginn farin mjög að dofna. En spilin þessi, sem nú voru nefnd, sá hann jafn vel í draumum sínum, og tóku þau þá opt á sig hin kynleg- ustu gerfi. Þristurinn var í líki stóreflis „magnolía“-trés, sjöið líktist gotneskum hurðum, og ásinn var í gerfi ógurlegr- ar kongulóar. Það var auðsætt, að maðurinn var veikur. En hugsunin snerist nú öll um það, hvernig þessi dýrkeypti leyndardómur gæti nú orðið honum að sem mestu gagni. Honum datt í hug, að sækja um burtfararleyfi frá hernum, til þess að geta brugðið sér til annara landa. Honum var það kunnugt, að í París voru til spila- hús, þar sem hann gat hagnýtt sér spilin til þess, að verða vel fjáður maður.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.