Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.04.1903, Side 1
Ve/rð árgangsins (minnst \
52 arkir) 3 hr. 50 aur.; \
erlendis 4 lcr. 50 aur.,og
í Ameríku doll.: 1.50.
Borgist fyrir júnímán- \
aðarlok.
JÓÐVILJINI.
-- = SeYTJÁNDI ÍEflAVflCR. =l==—
1 • RITST.T ÓRI: SKÚLI THORODDSEN. =|&osJ;~-
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sé til útgef-
anda fyrir 30. riag júní-
mánaðar, og kaupandi
' samhliða uppsögninni
' horgi sknld sina fyrir
í blaðið.
M 18.
BeSSASTÖDTJM, 21. APRÍL.
19 0 3.
■Í7 tXÖlTLCt.
Með strandferðabátunum („Hólurrú og
„Skálholti14) hafa borizt útlend tíðindi til
3. þ. m., og eru þessi hin helztu:
Danmörk. I Kaupm annahöfn fór fram
kosning á 7 bæjarfulltrúum 24. f. m.
Þeir, sem frá fóru, voru 5 vinstri menn
og tveir socialistar, en hinar nýju kosn-
ingar féllu svo, að hægri menn unnu öll
þessi sæti, og þótti furðu gegna. En
orsökin mun einkum hafa verið sú, að
vinstri mönnum ýmsum er farið að þykja
nóg um völd socialista i bæjarmálum
Kaupmannahafnar, einkum fjármálunum,
og hafa þvi heldur viljað hleypa nokkr-
um hægri mönnum að en fjölga socialist-
um, en auðvitað eigi búizt við, að svona
færi. Enn þá eru þó vinstri menn og
socialistar í allálitlegum meiri hluta í
bæjarstjórninni, þar sem socialistar einir
ráða þar enn 19 atkv., af 41 alls.
Mikið var um dýrðir í Kaupmanna-
höfn 2. þ. m., því að þá var þar kominn
Vilhjálmur Þýzkalandskeisari; kom liann
i kynnisför á lystiskipi sínu, er heitir
Hohenzollen, og er hið veglegasta. Tvö
herskip voru einnig með í förinni, eigi
stór, en hin skrautlegustu. Var keisara
tekið svo vel sem föng voru á, og engin
sáust merki til kala þess,. er hingað til
hefir verið milli Dana og Þjóðverja.
Sótti konungur sjálfur gestinn út á skip-
ið og heilsuðust þeir keisari og hann
með kossi, sem ýmsra þjóðhöfðingja er
siður. Síðar um daginn var hin vegleg-
asta veizla haldin keisaranúm, í Amalíu-
borg. Hélt konungur vor þar ræðu,
stutta en hjartnæma, og bað keisara allra
virkta. Keisari svaraði með alllangri tölu
og mærðarmikilii, fullri lofsyrða og fyr-
irbæna fyrir konungi og ætt hans allri
í þfisund liðu.
Ýmislegt ræða blöðin um það, hvort
ferð þessi muni nokkra þýðingu hafa í
pólitískum skilningi, en ekkert er hægt
að byggja á því.
f Nýlátin er skáldkonan Magdalene
Thoresen, hálfníræð að aldri. Hún var af
dönskum ættum, en giptist norskum presti
í Björgvin og dvaldi þar lengst æfi sinnar.
Síðustu árin var hún þó í Danmörku.
Þykir mikið koma til ýmsra af skáldrit-
um hennar.
Noregur og Svíþjóð. Óskar konung-
ur hefir iagt niður ríkisstjórn um hríð og
fengið hana krónprinzinum, Oústaf, í
hendur. Er borið við heilsuleysi og talið
eigi óliklegt. að konungur leggi niður
stjómina fyrir fullt og allt.
Lengi hefir Norðmönnum verið það
mikið áhugamál að fá sérstaka verzlunar-
erindreka (konsúla) og utanrikisstjórn (ráð-
herra og sendiherra). Hefir nefnd Norð-
manna og Svía haft mál þetta til með-
ferðar um hrið, og er nú svo langt kom-
ið, að nefnd þessi liefir lagt til, að Norð-
menn fái sinum vilja framgengt, að því
er konsúlana snertir. Eru bæði Norð-
menn og Svíar mjög ánægðir yfir þess-
um firslitum, sem einkum eru þökkuð dr.
SigurSi Ibsen ráðherra. Tillögur nefndar-
innar verða lagðar fyrir stórþing Norð-
manna og ríkisþing Svía, en eigi er það
talið neinum vafa bundið, að þær verði
samþykktar. Deilan um sérstakan utan-
ríkisráðherra og sendiherra er hins vegar
enn óútkljáð.
Rússland. Ekki þreytast Rússar á
því að áreita Finna og þröngva kosti
þeirra á ýmsan hátt. Hafa þeir nú síð-
ast svipt 43 presta embætti fyrir þá sök,
að þeir neituðu að birta a-f prédikunar-
stólnum valdboðið alræmda um nauðung-
ar herþjónustu Finna í liði Hússa. Er
lítill efi á því, að Hússar ætla Finnum
sömu kjörin, sem Pólverjum. og vilja
gjöra þá rússneska í húð og hár, en Pinn-
ar verjast ofbeldi þeirra með þrautseigju
og þoli, en gripa enn til engra óyndis-
iirræða.
Yerkmannaóeyrðir ha-fa orðið i ýms-
um héruðum á Bússlandi, svo að herlið
hefir orðið að skerast í leikinn, hafa
hlotizt af því manndráp nokkur, og marg-
ir særzt.
Þýzkaland. Keisaradrottningin, Agiista
Viktoría, varð nýlega fyrir því slysi, að
hún datt af hestbaki og brotnaði annað
framhandleggsbeinið.
Georg Saxakonungur hefir gefið út
bróf til þegna sinna og fer hann þar
hörðum orðum um fyrverandi tengda-
dóttur sína, Louisu krónprinsessu; segir
hann meðal annars, að hún hafi lengi
verið hrösuð kona, þótt eigi hafi uppvíst
orðið. Mælt er, að krónprinsessunni liafi
fallið mjög þungt að heyra þetta, og
þykir mörgum konungi hafa farizt all-
lítilmannlega.
Bretland. Stjórnin þar hefir nýlega
beðið ófarir við aukakosningar nokkrar,
er þar hafa farið fram, og þykir það eigi
góðs viti fyrir hana, enda stendur hún
einatt á fremur völtum fótum. Eini
maðurinn, sem nokkuð kveður að í ráða-
neytinu, er Chamberlain, og þykir eigi
ólíklegt, að hann taki við stjórnarforust-
unni innan skamms.
Nú hefir stjórnin lagt fyrir parlament-
ið landbúnaðarlagafrumvarp fyrir írland,
og á það að bæta lír hinum bága hag
manna þar í landi; á ríkissjóður að leggja
fram allmikið fó í þessu skyni. Frum-
varp þetta hefir fengið góðar undirtektir
hjá flestum þingflokkum og er því lík-
legt, að það verði samþykkt.
Mælt er. að Bretar hafi í hyggju að
auka að miklum mun her sinn og flota
og ætli að gjöra herskipahöfn nýja á
Skotlandi norðanverðu, við Firth of
Fortli.
Hector Macdonald, yfirhershöfðingi
Breta á Ceylon, skaut sig fyrir skömmu.
Hann var i Búaófriðinum og gekk þar
vasklega fram, en fyrir nokkru komu
fram kærur á hendur honum fyrir það,
að hann hefði sýnt óheyrilega grimmd i
striðinu, og fleira, sem ekki er uppskátt
látið. Fór hann þá til Englands til að
verja mál sitt. Heimtaði hann, að her-
réttur yrði settur til að rannsaka málið
og var konum veitt það. Sneri hann
síðan heim aptur, en komst ekki lengra
en til Parísar, þar sem hann tók sig af
lífi á þann hátt, sem þegar er sagt.
Ýmsir ætla, að hann ha.fi saklaus verið
og hafi ráðið sér bana af gremju út af
sakaráburði þessum.
f Nýlátinn er á Englandi guðfræð-
ingurinn Farrar, einn af merkustu
mönnum biskupakirkjunnar ensku.
Frakkland. Þar hafa verið skærur
mikiar milli stjórnarinnar og klerkastótt-
arinnar katólsku. Hafa 54 munkareglur
sótt um, að fá skóla sína viðurkennda. af
ríkinu, en öllum verið neitað, og urðu
klerkar þá hinir reiðustu. I ræðu, er
Combes forsætisráðherra hélt nýlega, fór-
ust honum allþunglega orð til klerka-
stéttarinnar, og lét í ljósi, að eigi mundi
mikið þurfa út af að bregða, til þess að
stjórnin segði upp öllum samningum við
páfa og gerði rikiskirkjuna honum óháða.
Ungverjaland. Á andlátsdegi frelsis-
hetjunnar Kossuth’s 20. f. m. söfnuðust
um 1000 stúdentar umhverfis háskólann
í Buda-Pest og drógu upp sorgarfána.
Gengu þeir síðan um borgina og þóttu
fara ófriðlega, svo að lögreglan skarst í
leikinn. Særðust margir stúdentar og
nokkrir létust litlu síðar. Hafa síðan
verið talsverðar róstur í borginni, og
jafnvel komizt inn á þingið, svo að það
varð að hætta störfum sínum, en nú eru
hugir manna aptur farnir að sefast.
Balkanskaginn. Viðsjár eru þar mikl-
ar með mönnum og berast þaðan marg-
ar sögur, en eigi allar sem áreiðanleg-
astar. Auk hinna kristnu þegna soldáns,
hafa nú Albanesar einnig hafið uppreisn,
en þeir eru engu minni Múhameds-játend-
ur en Tyrkir sjálfir, og vilja með engu
moti þola, að kjör kristinna manna þar
séu í nokkru bætt. Hafa þeir misþyrmt
ýmsum kristnum mönnum og gjört ær-
inn óskunda.
-**