Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 21.04.1903, Page 2
70
Þjóðviljinn.
XVII, 18.
Brenna í Reykjavík.
Aðfaranóttina þess 18. þ. m. brann
stórhýsið „Glasgowu í Reykjavík til
kaldra kola á rúmum tveim tímum, svo
að eigi stóð annað eptir en reykháfarnir.
Auk þess brann vörugeymsluhús stórt,
tviskipt, er stóð á bak við „Gllasgowu,
og torfbær einn, Yigfúsarkot, er þar var
fyrir ofan. Menn björguðust allir án
meiðsla, en nálega ekki annað, er innan-
húss var. Vindstaðan var þannig, að
allan reykinn og neistaílugið lagði yfir
á óbyggt svæði fyrir vestan „Grlasgow“,
annars hefði miðbærinn allur verið í hinum
mesta voða. Menn hyggja, að eldurinn
haíi komið upp í vindlaverksmiðju, sem
var i miðju húsinu. Sjálft var húsið vá-
tryggt fyrir 40000 kr.; var það nú eign
Þorvaidar Björnssonar bónda á Þorvalds-
eyri, er keypti það í fyrra á 25000 kr.
I húsinu áttu heima 4 fjölskyldur og
margt einhleypra manna. Á margt af
þessu fólki um sárt að binda, því að
innanhússmunir voru óvátryggðir hjá
þvi flestu. I kjallaranum voru geymdar
saltbyrgðir allmiklar, óvátryggðar, er út-
gerðarmenn áttu. I geymsluhúsinu var
meðal annars íjós og heyforði Geirs kaup-
manns Zoéga; varð nautgripunum bjarg-
að þaðan, en öðru ekki.
„Glasgow“ var reist árið 1862, og
var eitt hið stærsta og veglegasta hús
bæjarins, 45 álnir á lengd, en 22 á breidd,
öll tvílypt, með stórum kvisti.
Brenna þessi er hin stærsta, sem orð-
ið hofir i Reykjavíkurbæ.
Þegar er byrjað að safna gjöfum
handa þeim, er harðast hafa orðið úti í
eldsvoða þessum.
„1 ríkiísráði“
heitir bæklingur, sem nýlega er kominn
á prent, eptir Kristján yfirdómara Jónsson.
Er þar andæft kenningum JónsJensson-
ar, og annara „landvarnarmanna“, um iik-
isráðssetuna, og haldið hlífiskildi fyrir
stjórnarbótarfrumvarpi síðasta þings.
Bæklingurinn er einkar ljóst og skipu-
lega ritaður og laus við allar persónuleg-
ar hnútur. Ættu því allir þeir, er nokkru
láta sig varða stjórnarbótarmál vort, að
lesa hann með athygli.
Annar bæklingur sama efnis, eptir
Jbn Olafsson bóksala, er og nýútkominn.
Nefnist hann „Meinvættir íslands. — Lög-
stirfingarnir og flóninu.
§onirnar.
---o^ýo —-
Það er hverjum manni eðlilegt, að
gjöra sér vonir, góðar vonir. Allir vilja
hið bezta fyrir sig kjósa. En eins eru
þjóðimar og einstakir menn. Þær vona
líka, hver stétt mannfélagsins hefir sín-
ar vonir.
Nú gengur mikið á með vonir, fram-
faravonir, hjá okkur Islendingum. Senn
er komin ný stjórn, blessuð heimastjórn-
in, sem allt getur heyrt og séð með
sjálfrar sinnaraugum og eyrum, stjórn, sem
allt lagar, sem bagar.
Þessar vonir minna mig samt ein-
hvi-rn veginn ósjálfrátt á söguna um
fiskimanninn og" flyðruna, sem flestir
munu kannast við. Hún endar svona:
Færið bilaði, flyðran slapp.
En — áfram með vonirnar samt! Er
á meðan er. Ekki er vonleysið gott,
enginn hælir því.
Kennarastéttin hefir líka sínar vonir.
Kennarafélagið hefir nú kveðið upp úr
með það. Það býst við, að nýja stjórn-
in muni heyra kveinstafi kennarastéttar-
innar og verða fús á að færa alla hluti
til betra vegar, svo að alþýðumenntunin
komist nú loksins i skaplegt horf.
Það á að fara nokkuð líkt að og þeg-
ar gluggar eru settir á hús: setja grind-
umar fyrst, — sérstaka kennslumálastjórn
og öflugan kennaraskóla —, en smeygja
svo i rúðunum á eptir, svona eptir hent-
ugleikum. Þetta gjörir nýja stjórnin að
vonum, ef ekki gleymist að biðja um
það. Enginn getur búizt við þvi, að hún
fitji upp á því að f-yrra brayði. Hún þarf
fyrst að verða föst í sessi, áður en hún fer
að efla heill og hag þjóðarinnar ótiUcvödd.
En — svo vildi jeg samt, að hún væri
hugsunarsöm.
Það væri undarlegt, ef nýja stjórnin
okkar, sem við auðvitað vonum, að skip-
uð verði frjálslyndum og framtakssömum
mönnum, horfði lengi þegjandi á það
menntamálaástand, sem nú er hjá oss,
stjórn, sem að sjálfsögðu hlýtur að verða
mjög kunnug og handgengin öðru eins
þjóðmenningarlandi eins og Þanmörk er,
og taka hana sér til fyrirmyndar i ýmsu
því, er betur má fara; það væri blátt á-
fram óeðlilegt, ef hún léti sig það engu
skipta, nema fyrir sárbeiðni landsmanna.
Nei, jeg vil, að nýja stjórnin byrji.
Þá vitum við, hvað hún vilþ og þá verða.
allir ljúfari að vinna að þessu og öðrum
velferðarmálum, Yið erum svo lengi
búnir að kvarta og biðja um svo margt,
sem okkur hefir verið ómissandi til þjóð-
þrifa. Á því ættum við að vera orðnir
þreyttir. Er það annars ekki talandi vott-
ur um það, hvað við höfum átt við að
búa, að við erum nú að gjöra okkar vonir
um, að við fáum stjórn, sem muni vilja
styðja að því, að annað eins nauðsynja-
mál, eins og alþýðumenntunarmálið,
komist í vænlegra horf? Er ekki keim-
urinn sami og áður? Við treystum þess-
ari stjórn ekki til, að vera frumkvöðull að
þessu velferðarmáli, nei, allir kennarar
eiga í einum anda að kvarta og biðja,
tjá henni vandræðin, benda henni á gall-
ana, eins og hún hafi hvorki augu til
að sjá, eyru til að heyra, né lijarta, sem
g>-ti fundið til! Lakur húsbóndi myndi
það þykja, sem vantaði allt þetta. Nei,
jeg vil láta þá stjórn vera frumkvöðul
endurbótanna, sem lætur sér annt um
framfarir þegnanna. Þá fellur allt í
ljúfa löð.
Þing og þjóð eru nú Jengi búin að
hafa alþyðumenntunarmáiið á vörunum.
Á hverju þingi hefir verið kosin mennla-
málanefnd, til að halda þeim málum vak-
andi; en ekkert hefir orðið ágengt. Jeg
hefi nú fyrir mér þingsályktunartillögu
frá þinginu 1901 um skilyrði fyrir land-
sjóðsstyrk til barnakennslu. Það er einn
afspringur menntamálanefndarinnar. Þessa
ályktun hefir nú stjórnin líklega séð, svo
að hún veit hvers kennarar óska, svo
langt sem ályktunin nær. Þar eru mörg
mikilsvarðandi atriði, sérstaklega sveita-
stjórnin í kennslumálunum, eða kennslu-
nefndin, og kennararáðningin.
Hafa nú kennarar nokkru við þessa á-
lyktun að bæta, eða þykir þeim þurfa
nokkuð úr að taka?
Enginn kennari hefir gjört nokkrar
athugasemdir við hana opinberlega, svo
jeg til viti; allir samþykkja hana með
þögninni, má því segja.
Þó að mér farist það nú líklega ekki
að finna að gjörðum menntamálanefnd-
arinnar, þá ætla jeg nú samt að finna
mér eitthvað til, svo að hún sjái, að jeg
sé henni ekki að öllu samdóma.
Um kennslunefndina er það þá
fyrst að segja, að ótakmarkað einveldi
hefir hún, þvi verður ekki neitað; það er
því undir hennar náð og dyggð komið,
hvernig hún beitir því. Hún má ráða
hvern þann kennara, sem henni þykir
góður, og halda honum svo lengi við
starfið, sem henni sýnist; hún má líka
visa kennara frá starfi, þegar henni lízt.
Bændurnir, sem eiga að njóta kennarans,
eiga hér ekkert atkvæði um að hafa.
Eeynslan hefir nú sýnt, að þetta fyr-
irkomulag getur verið til skaða. Kenn-
ari hefir haldið sínu starfi ár frá ári, þó
fáir einir hafi viljað senda börn til hans;
öðrum hefir verið vísað frá starfi, sem
bændum líkaði vel að hafa.
Það er því mín tillaga, að kennara-
ráðningunni sé hagað svo, að allir sókn-
arbændur megi greiða atkvæði um hapa,
t. d. á safnaðarfundum. Það er frjáls-
legra og eðlilegast, þvi að þess er að
gæta, að ekki er stofnað til skóla og um-
ferðarkennslu eingöngu til þess að veita
fáum mönnum lítilfjörlega atvinnu, eins
og sumir virðast ætla, heldur til að efla
sanna menning hjá æskulýðnum. Lög-
gjöfinni á svo að haga eptir því, en ekki
atvinnuþörf kennaranna, enda er ekki til
mikils að slægjast fyrir þá, að öllum
jafnaði.
Ekki likar mér það heldur, að land-
sjóðsstyrkurinn skuli vera svo freklega
bundinn við ráðninyu kennarans, eins og
fyrir er mælt. Það er ekki sanngjarnt,
ef einhver bóndi, sem kynni að stofna
til smáskóla og taka sér kennara þann,
sem honum geðjaðist bezt að, án íhlut-
unar kennslunefndar, færi á mis við all-
an kennslustyrk, ef kennari hans full-
nægði hinum skilyrðunum, þvi að kennsl-
an er þó meira verð en ráðningin. En
hið gagnstæða hefir þó átt sér stað, og
er illt til að vita. Sóknamefnd hefir
ráðið kennara, en verið gjörð ómyndug
að því, af því að kennslunefnd (= skóla-
nefnd) vildi annað. Þetta útilokar alla
privat-skóla.