Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.08.1903, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 14.08.1903, Blaðsíða 4
136 Þjóðviljinn. XVII, 34. löDDim öreiiDr illa í öriD þegar þeir iiafa keypt sér eina flösku af Chína-lífs-eiexir, og raunin verður svo sú, að þetta er ekki ekta Chína-lífs-elexír, en þvert á móti slæm eptirlíking. Hin stórkostlega útbreiðsla, sem mitt viðurkennda |meðal, „Chína-lífs- eiexíru, sem enginn hefir enn getað náð, hefir fengið um heim allan. hefir gjört það að verkum, að menn likja eptir honum, og útbúa þessa eptirlíkingu svo líkt, að almenningur á örðugt með að gréina í milli míns egta elexírs og slikra ept- irstælinga. Jeg hefi komizt að þvi, að síðan tollhækkunin — 1 kr. pr. flösku af elexír — átti sér stað, þá er búinn til bitter á Islandi, sem að nokkru leyti er bú- inn eins út, eins og minn viðurkenndi, styrkjandi elexir, en sem ekki hefir sömu eiginlegieika, og get eg því eigi nógsamlega brýnt fyrir þeim, er neyta hins egta „Chína-lifs-elexírs11, að gæta sin, er þeir kaupa, og gæta þess vandlega, að nafn verksmiðjueigandans, Valdemar JPetersen, Frederikshavn, sé á einkennisseðlinum og á stútnum í grænu lakki. Sérhver slíkur tilbúningur er að eins slæm eptirstæling, er getur haft skaðleg áhrif, i stað hins gagnlega og læknandi afls, sem minn ekta Chína-lífs- elexír hefir, bæði að dómi iækna og leikmanna. Til þess að almenningur geti fengið elexírinn með gamla verðinu, 1 kr. 50 aur. fyrir flöskuna, þá voru, áður en tollhækkunin komst á, fluttar miklar byrgð- ir til Islands, og lagðar þar til geymslu, og þarf því engin verðhœkkun að eiga sér stað, meðan byrgðir þessar hrökkva til. Allar upplýsingar um þetta, eða um eptirstælingar af mínum alþekkta Chína-lífs-elexír eru þakklátlega meðteknar af verksmiðjueigandanum Valdemar Pet- ersen, og stýlist til aðal-verzlunarinnar: Kaupmannahöfn V., Nyvej 16. Tak nákvæmlega eptir því, að á einkennismiðanum sé vörumerkið: Kin- verji með glas i heildinni, og firma-nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, og á flöskustiítnum í grænu lakki Allir aðrir elexirar, þar sem líkt er eptir einkennum þessum, eru óegta. Frv. um skipti á bónda-eigninni Ár_ bakka i Vindhælishreppi og jörðinni Yzta-Gili í Engihlíðarhreppi, sem lands- sjóður á, báðum í Húnavatnssýslu, var fellt í neðri deild 6. ág., með því að skiptin þóttu landssjóði til óhagnaðar. Þingsályktunartillagan um samning lestrarbókar handa alþýðuskólum var felld í efri deild 5. ág. Löggilding verzlunarstaðar. Síra Árni Jónsson ber fram frv. um löggilding verzl unarstaðar við Heiði á Langanesi í N orður-Þingey j arsýslu. Lög, aígreidcl aí alþing-i. Þessi frv. eru afgreidd frá alþingi, sem lög, auk þeirra, er áður hafa talin verið: XVI. Löi7 um viðauka við lög itm með- gjöf með óskilgetnum börnum o. ýl. frá 12. jan. 1900, og eru þau svo látandi: „1. gr. Fúlga sú, sem krefjast má, að sveitarsjóðir greiði, samkvæmt 4. gr. laga 1900, um meðlag með óskilgetnum bömum o. fl., skal eigi vera hærri, en meðalmeð- gjöf í þeirri sveit, er barnið dvelur í. Sýslunefndir og bæjarstjórnir skulu á- kveða upphæð meðal-meðlags, fyrir 5 ár í senn, fyrir hvert sveitarfélag. 2. gr. Nú deyr bamsfaðir, er kann- azt hefir við faðemi óskilgetins bams, án þess úrskurðuð hafi verið meðlags- fúlga sú, er honum ber að greiða, og má þá krefjast meðlags af dánarbúi hans á þanii hátt, er segir í 3. gr. ofan nefndra laga 12. jan. 1900“. XVII. Lög um viðauka við lög 14. des. 1877 um tekjuskatt. (Ákveða, að hval- veiðamenn skuli greiða tekjuskatt af at- vinnu, svo sem aðrir atvinnurekendur, sem tekjuskattskyldir era). XVIH. Lög um vörumerki. (All-ýtar- legur lagabálkur í 19 lagagreinum). XIX. Lög um kosningar til alþingis. (Um leynilega atkvæðagreiðslu við al- þingiskosningar, og um kjörstað í hreppi hverjum). XX. Lög um eptirlit með mannfhitn- ingum til utlanda. (Að vesturfarar, er fara með póstgufuskipunum, skuli háðir sams konar eptirliti, sem aðrir útfarar, og hefir efnis þess framvarps áður verið getið í blaðinu). XXI. Lóg um breytingar á lögum um vegi frá 13. apríl 1894. (Lög þessi heim- ila sýslunefndum og hreppsnefndum að hækka sýsluvega- og hreppavega-gjaldið upp í 2 kr. 25 a., ef þurfa þykir; þó skulu hreppsnefndir hafa samþykki sýslu- nefnda, og sýslunefndir samþykki amts- ráðs, til nefndrar hækkunar). Bessastöðum 14. ágúst 1903. Tíðarfar svipað og að undanförnu. Upp úr helginni síðustu gerði norðanstorm, mikinn og kaldan, svo að snjóaði í fjöll. Nú er aptur farið að stilla til. Pðstgufuskipið „Ceres“ kom til Reykjavíkur fra útlöndum 6. þ. m. — Meðal farþegja var cand. med. Halldór Gunnlógsson, fjöldi enskra ferðamanna, o. fl. Skipið lagði af stað frá Reykjavík, suður og austur kringum land, 9. þ. m. Jiirðíirför frú Önnu Jóhannesdóttur, konu dr. i Valtýs Guðmundssonar, fór fram í Reykjavík 8. I þ. m., og var all-fjölmenn, enda felldir niður fundir i báðum deildum alþingis, meðan jarðar- förin fór fram. Síra Friðrik Hallgrímsson flutti ; húskveðjuna, og var þá jafnframt sungið kvæði, er ort hafði Þorsteinn skáld Erlingsson. — Dóm- kirkjupresturinn, sira Jóhann Þorkellsson, flutti ræðu í kirkjunni. Fjárbænir til alþingis. Eins og vant er að vera, hefir fjöldi ein- stakra manna leitað fjárstyrks hjá alþingi til hins eða þessa. í öðrum löndum eru víðast til ýmiskonar sjóðir, er veita drjúgan styrk til ýmsra vísinda- legra eða verklegra fyrirtækja, en á voru landi eru slikar sjóðstofnanir naumast teljandi, og er því eðlilegt, að ýmsir leiti til hins sameiginlega sjóðs þjóðarinnar, landssjóðsins; en hæði er það, að landssjóðurinn hefir í mörg horn að líta, enda eigi vandalitið verk, að skera úr því, hvort fjárbænirnar séu þess eðlis, að rétt sé að sinna þeim. Hér skulu nú nefndar nokkrar fjárbænir ein- stakra manna, er alþingi hafa borizt i sumar, enda þótt færri parturinn fái að líkindum áheyrn: 1, Bjarni Þorkelsson í Ólafsvik sækir um 1200 kr. styrk til utanfarar, til að fullkomna sig í skipa- og báta-smíðum. 2, Ungfrú Ingibjörg Guðbrandsdóttir sækir um 600 kr. árlegan styrk, til að kenna kvennfólki ókeypis leikfimi í Reykjavík. 3, Páll Þorkelsson, bróðir dr. Jóns Þorkolssonar (yngra) vill fá 3 þús. krónur, til að gefa út fullnægjandi sýnishomaf teiknmáli (Ideografí). 4, Hannes Hansson, fyrv. póstur, sem orðinn er sjötugur, og sjóndapur, sækir um 300 kr. ár- legan eptirlauna styrk. 5, Vélfræðingur Halldór Guðmundsson sækir um 500 kr. ferðastyrk, til þess að kynna sér notk- un vatnsaflsins til framleiðslu rafmagns. 6, Hólmgeir Jensson á Vöðlum vill fá styrk sinn til dýralækninga hækkaðan úr 300 kr. í 800 kr. á ári. 7, Þorkell Hreinsson i Reykjavik sækir um 300 kr. árlegan styrk, til þess að geta haft dóttur sina, vitfirrta og mállausa, á vitfirringastofn- uninni Karensminde íDanmörku. — Dvölin þar kostar 600 kr. á ári, og leggur rikissjóð- ur Dana fram helminginn. 8, Söðlasmiður Jón i Hlíðarendakoti sækir um 300 kr. árlegan styrk, sem viðurkenningu fyr- ir ritgjörðir hans um fiskiveiðar. 9, Bjarni Sæmundsson kennari vill fá 800 kr. styrk á ári til fiskiveiðarannsókna. 10, Búfr. Sig. Þórólfsson sækir um 4 þús. krón- ur til lýðháskólahalds (1500 kr. fyrra árið, en 2500 kr. síðara árið). 11, Ekkjan Sigurveig Jóhannesdóttir, ekkja Jóns Gunnlögssonar vitavarðar, sækir um eptir- launastyrk. 12, Cand. mag. Helgi Pétursson sækir um 1000 kr. árl. styrk til jarðfræðisrannsókna. 13, Guðm. Magnússon prentari sækir um 1200 kr. ferða- og menntastyrk. 14, Héraðslæknir Georg Georgsson sækir um 1500 kr. styrk til utanfarar, til að fullkomna sig í handlækningum, og kynna sér meðferð á berklaveiki. 15, Skipstjóri Matthías Þórðarson sækir um 600 kr. árlegan styrk til fiskiveiðarannsókna. 16, Lúðrafélagið i Reykjavík vill fá 1000 kr. ár- legan styrk. 17, Málari Þórarinn Þorláksson vill fá 1000 kr. styrk, til að fullkomna sig í „fagteikningu11.. 18, Leikfélagið i Reykjavik sækir um 2 þús. kr. styrk árlega. 19, Stefán Björnsson frá Borgum i Austur-Skapta- f ellssýslu sækir um 600 kr. á ári, til þess að fullkomna sig í tréskurðarlist. 20, Sighv. Gr. Borgfirðingur á Höfða í Dýrafirði sækir um 600 kr., til að rannsaka á söfnum í Reykjavík, og afrita óprentuð handrit, við- komandi ísl. presta-æfum. 21, Organisti Hallgr. Þorsteinsson á Sauðárkrók vill fá 200 kr. styrk, til að fullkomna sig í söngfræðisþekkingu. 22, Stúdent Konráð Stefánsson IHúnvetningur) sækir um 800 kr. styrk á ári, til að nema raf- magnsvélafræði á Þýzkalandi. 23, Björn læknir Blöndal sækir um 991 kr. 70 a. launa-uppbót. (Niðurlag). PRBNTSMIÐJA ÞJÓÐVILJANS.

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.