Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1903, Síða 2

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.09.1903, Síða 2
162 Þjóð viljinn. XVII., 41. liðar, og aðrir málsmetandi menn, þess, að konungsmorðingjunum sé refsað, og er Pétur konungur þvi staddur milli steins og sleggju, og ráðgerir einna helzt, að segja “af sér konungdómi, og losna þannig við veg og vanda. 11. ág. urðu ákafir jarðskjálftar á grísku eyjunni rCythera“, og eyðilögðust þar þrjú þorp, en manntjón varð þó eigi. Dönsk blöð eru að fleygja því, að vel geti svo farið, að Geory prinz, sonur Glrikkjakonungs, verði skipaður landstjóri i Makedoniu, þar sem honum hafi tekizt mæta vel, að koma á friði ogspektáeyj- unni Krít, þar sem hann nú hefir land- stjórnina á hendi, og yrði þá eyjan Krit sameinuð Girikklandi. Ummæli þessi rnunu að •'likindum sprottin af því, að Girikkir vilja gjarna ná í Makedoníu, og er því iítið gefið um uppreisn þá, sem nú er þar í landi, af því að hún er að mestu vakin af Bolgörum, er einnig vilja ná Makedoníu á sitt vald. — Bandaríkin. Utgefandi blaðsins „New York World“ hefir ný skeð gefið Co- h/móía-háskólanum 2 milj. dollara í þvi skyni, að stofnuð verði við háskólann sér- stök deild, þar sem blaðamenn geti aflað sér æðri menntunar, A eyjunni Jamaiea, sem er eign Breta, og ein í tölu stærri Antilla-eyjanna í Vesturindíum, gerðu ofsaveður svo mik- inn skaða, urn miðjan ágúst, að skaðinn er rnetinn 18 milj. króna. • ............• Kosningar í vændum. Þegar stjórnarskrárbreytingin kemst á, verður þjóðkjömum þingmönnum fjölg- að um fjóra, og eiga þessir nýju þing- menn að kjósast sinn í hverjum kaup- staðnum, Reykjavik, Isafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Kosningar þessar fara að líkindum fram i næstk. septembermánuði, og er vonandi, að staðfesting kosningarlaganna verði hraðað svo, að leynilegu kosning- arnar verði þá reyndar í fyrsta skipti. Annars virðist oss, að mjög mikið mæli með því, að nýja stjórnin láti það vera eitt af sínum fyrstu verkum, að rjúfa alþingi, og láta almennar kosning- ar fara fram í næstk. septembermánuði. Þegar stjórnarskrárbreytingin öðlast gildi, fjölgar kjósendum mjög mikið, einkum í kaupstöðum og sjávarsveitum, þar sem kosningarrétturinn er nú að eins bundinn við 4 kr. útsvarsgreiðslu, að því er snertir lausamenn, húsmenn, og aðra karlmenn í sjálfstæðri stöðu. Vér fáum nú eigi betur sóð, en að það sé mjög óeðlilegt, og harla ófrjáls- legt, að þessir nýju kjósendur fái eigi að neyta kosningarréttar síns, fyr en árið 1908, og séu þannig um 5 ára tímabil útilokaðir frá þeim áhrifum á landsmái, er þeir ella gætu haft. Það yrði að eins í kaupstöðunum, þar sem þingmarmafjölgunin kemur niður, að nýju kjósendurnir gætu sýnt sig, og kemur þá fram ranglæti gagnvart nýju kjósendunum, sem eiga annars staðar heima. Þá er það og heldur ekki sanngjarnt, að kjósendur í ofan nefndum kaupstöðum, er tóku þátt i þingkosningunum á síðastl. vori, taki nú aptur þátt í kosningu nýrra þingmanna, en aðrir kjósendur landsins ekki, og fái þannig tvöfalt atkvæði. Loks væri og óneitanlega mikið í það varið, að sjá sem fyrst áhrif leynilegu kosninganna um land allt. Það er því eigi ósennilegt, að til þingrofs og almennra kosninga kæmi, ef vér Islendingar fáum frjálslyndan mann í ráðherrasessinn. Apturhaldsliðar myndu á hinn bóg- inn fara varlega út í þá sálma, að oss væntir. jíYlT|lllllll'lllll(Pi|:llll|lllllllllllllll»IH»IHl Lög, aígreidd af alþingi. LVI. Lög um ábyrgð ráðherra Is- lavds. (Ytarleg ákvæði um ábyrgð ráð- herrans, í 9 lagagreinum). LVII. Lcg um túnqirðivgar. (Heim- ilað að veita x/2 milj. að láni úr lands- sjóði á árunum 190B—1909 til gaddavírs- girðinga uin tún. — Á jörðum einstakra manna og stofnana lánar landssjóður s/4 af verði girðingarefnisins, ef óskað er, en beiðandi (eigandi eða ábúandi) leggur fram J/4; á landssjóðsjörðum og kirkjujörð- um leggur landssjóður fram girðingarefnið að öllu leyti. Afláni því, er landssjóður leggur fram til girðinganna, greiðast árlega í 41 ár 5 kr. af hundraði hverju í 4°/0 vexti og af- borgun, og innheimtir sýslumaður gjald- ið hjá ábúanda á manntalsþingum. Fyrir 1. nóv. 1904 skulu sýslunefnd- ir hafa látið skoðunarmenn skoða girð- ingastæði, og er þeim í sjálfsvald sett, hvort skoðunin fer fram á öllum jörðum i sýslufélaginn, eður að eins á nokkrum hluta). LVIII. Lóg um varnir gegn berkla- veik.i. Þau lög eru svo hljóðandi: 1. gr. Ákvæði laga þessara taka til allra sjúkdóma af berklaveikisuppruna, ef samfara er uppgangur eða útferð, sem ætla má, að sýkingarhætta standi af fyr- ir aðra. 2. gr. Héraðslæknar skulu halda bók yfir alla berklaveika sjúklinga, er leita. læknishjálpar i héruðum þeirra, hvort sem þeir leita þeirra sjálfra, eða annara lög- giltra lækna. Hinir síðartöldu eru skyld- ir að senda héraðslækni skýrslu um hvern berklaveikan mann, er þeir veita læknis- hjálp. Um hver áramót skulu héraðslæknar senda landlækni útdrátt úr framangreindri bók. Landlæknir ákveður fyrirkomulag, bæði á henni, og á skýrslum heraðslækna og annara löggiltra lækna. 3. gr. Læknar eru skyldir að gefa berklaveikum sjúklingum, er leita til þeirra, leiðbeiningar um, og brýna fyrir þeim, hverrar varúðar þurfi að gæta til þess, að veikin berist ekki á aðra. 4. gr. Ef berklaveikur maður deyr, eða skiptir um heimili, þá skal húsráð- andi tilkynna það héraðslækni, eða sótt- hreinsunarmanni, sem skipaður er af hér- aðslækni, og skal hann annast, að sótt- hreinsað sé tafariaust á heimilinu, að svo miklu leyti, sem þurfa þykir, herbergi þau, er sjúklingurinn hefir dvalið í lang- vistum, svo og eptirlátin föt og sængur- fatnaður sjúklingsins. Þessa muni má eigi senda í þvott eða aðgerð, selja, gefa eða lána öðrum, fyr en þeir hafa verið sótthreinsaðir, og ekki má fá öðrum til ibúðar herbergi, sem berklaveikur maður hefir búið í, fyr en það hefir verið sótt- hreinsað. Sé það of miklum umsvifum og erfið- leikum bundið, að hreinsa lausa muni, getur héraðslæknir látið brenna þá, eða eyða þeim á annan hátt; en skaðabætur skulu greiddar eiganda. 5. gr. Landshöfðingi setur, í samráðí við landlækni, reglur um hrákailát og gólfræstingu i vinnustofum, búðum, gisti- húsum, samkomuhúsum (saion) farþegja- skipa og opinberum byggingum, og skulu heilbrigðisnefndir hafa gát á því, að þess- um reglum sé fylgt. 6. gr. Kostnaður af sótthreinsunum, og ónýtingu lausra muna samkvæmt 4. gr., svo og að útvega bækur þær, er get- ur um i 2. gr., greiðist úr landssjóði. "V erzlxxnai*fr*éttix*. Horfur fremur bágar, að því erfisksolu snertir, eptir síðustu fréttum frá útlönd- um. — Málfiskur var seldur, frá Vest- manneyjum, til kaupmanns í Bergen á 611 /4 kr. skpd., en lirogn á 31J/4 kr. tn., hvorttveggja þangað flutt — Smáfiskur og ísa, er kom frá Reykjavík, með gufu- skipinu „Ánsgarius11, seldist á 46 kr. og 36 kr., auk fragtþóknunar; en fyrir smá- fisk og isu frá Bíldudal, með gufuskip- inu „Hertha11, fengust þó 49J/2 kr. og 381/,, kr., auk fragtþóknunar. Uilend vara með svipuðu verði, sem i vor, nema sykur alls konar. og hrís- grjón, hefir hækkað i verði. Utantor Tryg’g'va riddara. £>að er nú sannspurt, að sýslumaður H. Haf- stein íylgdist eigi með Tryggva riddara til út- ianda, og lór riddarinn því einn síns iiðs í leið- angurinn, til þess að tala m4ii íhaldsliða við ráðherrann. Má ætla, að honum hafi þótt köld aðkoma í Kaupmannahöfn, að því er bankamálið snertir, ef þær fregnir reynast sannar, að þeir Arnizen og Warburg hafi fengið frest, til hlutafélags- hankastofnunarinnar, fram yfir 1. okt. Vonandi er Tryggvi riddari einnig svo þekkt- ur ytra, að ummæli hans um íslenzka politík megi sín einskis, þó að hann lægi fyrrum í eyr - unum á Nellémann. En bankastjórastaðan er í hendi ráðherrans nýja, eins og svo margt annaðf!) Manninum er það þvi alls eigi láandi, þó að hann þyldi illa kyrrsetuna, og hrygði sér út yfir pollinn, — upp á bankans kostnaðd) IM Ú E’sere.yjixm. Á norður- eyjunum var seint tekið til heyskapar í sumar, sakir kulda og þurrka á síðastl. vori, og varð nýting heyja þar slæm,

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.